Morgunblaðið - 08.02.1961, Síða 22

Morgunblaðið - 08.02.1961, Síða 22
22 MORCUNBLAÐIÐ Miðvik'udagur 8. febrúar 1963 Handknatf leikur: Landsliðið gegn blaðaliði IJndiy búní^gur utanfarar á lokastigi LANDSLIDIÐ í handknatt- leik hefur nú endanlega ver- ið valið en það heldur utan eftir hálfa þriðju viku til úrslitakeppni heimsmeistara- keppninnar. Utan fara 13 leikmenn auk farastjóra og þjálfara. Áður höfðu 12 menn verið valdir til fararinnar en nú hefur verið ákveðið að Erlingur Lúðvíksson ÍR verði og í landsliðiinu. 4 Vel æft Þjóðverjar, sem sjá um keppn- ina, kosta fargjöld íslendinganna. Vilja þeir að liðið fari utan 27. febrúar, en HSÍ vinnur nú að því að fara með ferð hinn 26. febr., þar sem sú ferð er miklum mun hagkvæmari og ekki eins erfið vegna færri viðkomustaða flug- vélarinnar. Æfingar hafa verið stundað- ar af kappi að undanförnu bæði í Reykjavík og eins hefur verið farið suður á Keflavík- urflugvöll og æft í húsinu þar sem hefur fullstóran leikvöll. Benedikt Jakohsson hefur séð um þrekþjálfun piltanna en Hallsteinn Hinriksson hefur þjálfað þá í listum handknatt- leiksins. Þá hefur og verið ákveðið að Hallsteinn sjái um skiptingtu leikmanna í leikun- um úti, en hann ásamt for- manni landsliðsnefndar, Hann esi Sigurðssyni, mun annast um val liðsmanna hverju sinni. Þó verður liðið í fyrsta leiknum ákveðið hér heima áður en haldið verður af stað. 4 Keppnin Eins og kunnugt er verða 12 landslið í úrslitakeppninni. Er þeim skipt í 4 riðla 3 í hverjum. Leikirnir í riðlunum fara fram 1., 2. og 3. marz. ísland er í riðli með Danmörku og Sviss og verð- ur leikurinn við Dani 1. marz en gegn Sviss 2. marz. Fyrri leikinn leika íslendingar í Karlsruhe, en þann síðari í Wiesbaden. Tvö efstu lið hvers riðils fara í loka- umferðina — 8 liða keppni. Ásbjörn Sigurjónsson form. HSÍ sagði að sambandið hefði ósk að eftir aukaleikum úti ef ísland kemst ekki áfram í keppninni. Þjóðverjar hafa svarað og segjast reiðubúnir að greiða fyrir slíkum vinaleikum, en taka það jafn- framt fram að þeir búist við því að ísland verði í 8 liða keppninni. ♦ „Pressuleikur“ Einn siðasti liður æfinga landsliðsins er æfingaleikur á sunnudaginn kemur gegn liði er iþróttafréttamenn velja. — Verður leikurinn á Keflavík- urvelli og hefst kl. 3. Liðin verða væntanlega tilkynnt á morgun. AB. BAHCO Stockholm BAHCO fyrirtækið sænska, sem framleiðir heimsfræg verkfæri, hefir nú mjög aukið starfsemi sína. Framleiðsla þess nær nú yfir þessar vörur: bahco — PRIMUS E.A. BERGS suðutæki og áhöld sporjárn, tengur, hnífar o. fl. ESKILSTLMA hnífar, allar teg. o. fl. Allt eru þetta þekktar gæðavörur Umboðsmenn fyrir AB. BAHCO Þórður Sveinsson & Co. hf• Reykjavík Úr leik Fram og ÍR. — Karl Benediktsson hefur brotizt í gegn og flýgur að ÍR-markinu. — (Ljósín- Sveinn. Þormóðsson) FH „burstaði" Val og L JT _ Fram vann IR 30—16 U M helgina fóru fram sjö leikir íslandsmótsins í hand- knattleik. Mestur var spenn- ingurinn á sunnudagskvöld- ið en þá mætti FH Val og Merki þetta gerði Halldór Pét- ursson listmálari. Er það 50 ára afmælismerki ÍSÍ, sem gert verður og selt til ágóða fyrir afmælishátíðina á næsta ári. Danskur fimleika- kennari kynnir Island DANSKUR maður, leikfimis kennarinn A. Kalsbþll, sýnir um þessar mundir litkvikmynd frá Islandi og flytur fyrirlestur fyrir skóla og félög í Danmörku, þeim að kostnaðarlausu, aðeins af áhuga fyrir að vekja athygli Dana á þessari fallegu eyju. 1 desembermánuði var mynd þessi sýnd í fyrsta skipti fyrir menntaskólann í Hadeslev, og hafði blaðið Dannevirke, það þá eftir rektor, að þetta væri bezta landfræðilega kvikmyndin, sem nokkurn tíma hefði verið gerð. Kvikmyndin heitir „This is Iceland", er tal- og litmynd, sem hálftíma tekur að sýna. Hrósar ofarnefnt blað myndinni mjög, eínkum fyrir fallegar myndir úr náttúrunni og yndislegar dýra- Framhald á bls. 23. Fram og ÍR mættust einnig. Sem vænta mátti fór FH með yfirburðasigur af hólmi, skor aði 25 mörk gegn 8 mörkum Valsmanna. En óvæntari' var stórsigur Fram yfir ÍR 30 mörk gegn 16. ★ Yfirburðir FH Vörn Vals stóð sig allvel í byrjun gegn leiftursnöggum F*H- mönnum, en smám saman náði FH algerum tökum á leiknum. I hálfleik stóð 11—3. í síðari hálfleik náði FH glæsi- legum leik á köflum og yfirburð ir liðsins voru enn meiri á vell- inum en markatalan segir til um. Sólmundur í Valsmarkinu stóð sig vel og bjargaði mörgu góðu markskotinu. Beztir FH- manna voru Ragnar, Einar og Kristján að ógleymdum Hjalta í markinu. ★ Óvæntur sigur Fram Fram sýndi það gegn IR að það kann vel að notfærg sér veilur í vörn mótherjans. Með yfirveguðum leik náði Fram er leið á fyrri hálfleikinn algerum tökum á leiknum og sigraði með ,,bursti‘ 30—16. Það var fyrst og fremst gott línuspil sem færði Fram þennan yfirburða sigur. Notfærðu Fram- arar sér vel opna vöm ÍR-liðs- ins smeygðu sér í skotfærið og skoruðu úr dauðafæri. Beztir Framara voru Guðjón og Agúst en hjá IR bar að venju mest á Gunnlaugi og Hermanni. Þetta sama kvöld léku Vík- ingur og Armann í 2. flokki kvenna. Höfðu Víkingsstúlkurn- ar yfirburði og unnu 6—1. ★ Laugardagurinn A laugardagskvöldið fóru fram 4 leikir. I 2. flokki kvenna mætt- ust fyrst Valur og Breiðablik Kópavogi. Náðu Kópavogsstúlk- urnar yfirburðum og unnu með 10 gegn 1. I sama flokki mættust FH og KR og unnu FH-stúlkurn- ar með 6 gegn 3. Þá mættust Valur og Fram i 2. flokki karla og sigraði Fram með 8 gegn 7. Var leikurinn mjög spennandi og tvísýnn undir lok- in. Þá fór fram leikur milli Akur. nesinga og Armanns í 2. deild meistaraflokks. Var leikurinn all góður og á köflum vel leikinn af báðum. Svo fór að Armann sigraði með 26 gegn 21. Stórsvigsmót Ármanns í Jósepsdal STÓRSVIGSMÓT Ármanns var haldið í Jósefsdal sl. sunnudag. Skráðir voru um 40 manns til leiks, frá ÍR, KR, Ármanni og Skíðafélagi Siglufjarðar. Veður vár gott, frost og sólskin. Keppn- in var í Suður-gili. Brautirnar lagði Stefán Kristjánsson. Mót- stjóri var Bjarni Einarsson. Um 40 hlið voru í karlabraut og held ur minna í kvennabraut. Mótið byrjaði laust eftir hádegi og fór hið bezta fram. Eftirtaldir keppendur voru fyrstir í mark: Kvennaflokkur 1. Karolína Guðmundsdóttir KR .... 31,6 2. Marta B. Guðmundsdóttir KR .... 31,8 3. Arnheiður Arnadóttir Á ..... 34,5 4. Sesselja Guðmundsdóttir Á ........ 41,5 5. Halldóra Árnadóttir A ........ 45,5 6. Guðríður Guðmundsdóttir Á .... 74,6 Karlaflokkur 1. Ölafur Nilsen KR ............ 57,5 2. Valdimar Örnólfsson ÍR ...... 58,3 3. Marteinn Guðjónsson KR ...... 60,4 4. Stefán Kristjánsson Á ....... 61,0 5. Bogi Nilson SS .............. 61,9 6. Asgeir Úlfarsson KR ......... 62,6 Mannmargt var í Jósefsdal um helgina. Um 40 manns gistu í skál anum um nóttina. 200 manns sóttu Dalinn á sunnudaginn. Stefán Kristjánsson íþrótta- kennari annaðist kennslu fyrir hádegi, við Ármannsskálann og voru mjög margir, börn og ung- lingar í kennslu hjá Stefáni. Bíl- ferð var langt inn í Dal og auð- velt að komast þangað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.