Morgunblaðið - 09.02.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.02.1961, Blaðsíða 2
2 MORGUISBLAÐIÐ Fimmtudagur 9. febrúar 1961 Framsókn byrjar fjár- söfnun til að koma á verkföllum RAMMAGREIN sú, 861» mynd er birt af hér við hliðina, er úr Tímanum í gær. Þar er frá því skýrt, að Framsókn. arflokkurinn safni nú fé til þess að styrkja verkfallsmenn „vegna hinnar almennu kjara baráttu, sem framundan er“. Fyrirsögn greinarinnar er táknræn: ,ySameiginleg bar- átta“. Hún boðar nokkurs konar samruna Framsóknar- flokksins og kommúnista. En athyglisvert mun bændum sjálfsagt finnast, að fé það, sem þeir hafa látið af hendi rakna til Framsóknarflokks- ins, ýmist beint eða með stuðningi við þau samvinnu- félög, sem hafa verið féþúfa flokksins, skuli nú eiga að renna til að koma af stað vinnudeilum og langvarandi verkföllum. Leiðtogar Frarn- sóknarflokksins virðast einsk- Áskorunin í Tímanum í gær. við skulum útvega fjármagn- ið, bændurnir borga. — En gæti ekki svo farið, að þeir borguðu í annarri mynt en is svífast. Þeim finnst komm- þeirri, sem foringjar Fram- únistum ganga hægt að koma sóknarflokksins ætlast UI að af stað allsherjar verkföllum fá í hinn „sameiginlega“ verk og þess vegna segja þeir blygð fallasjóð sinn og kommún- unarlaust. Farið þið af stað, ista? Tilraunabú á vegum Stéttarsambandsins Arnesi, 26. jan. 1 GÆR var haldinn að til- hlutan Búnaðarsambands S,- Þingeyinga almennur bænda fundur á Breiðumýri í Reykjadal um framleiðslu og verðlagsmál landbúnaðarins. Fundinn sat Sverrir Gíslason í Hvammi, formaður Stéttarsam- bands bænda og hafði hann framsögu um verðlagsmál land- búnaðarins. Fundinn sóttu um 150 bændur og voru fjörugar um ræður allan daginn fram á kvöld. Gerður var góður rómur að raeðu formanns Stéttarsambands ins, sem var hin fróðlegasta. Efling landbúnaðarins Fundurinn lét allmargar til- lögur frá sér fara. Má þar geta þess að kvatt var til efiingar landbúnaðarins og einskis látið ófreistað í því efni, svo hann gæti gengt því hlutverki að sjá þjóðinni fyrir nægum og góðum Jandbúnaðarvörum og tekið auk- km þátt í útflutningsframleiðsl- unni. Dagskrá Alþingis EFRI DEILD 1. Ríkisábyrgðir, írv. — Frh. 2. umr. (Atkvgr.). 2. FiskveíSasjóður íslands, frv. — 1. umr. 3. Sala eyðijarðarinnar Þorsteinsstaða í Grýtubakkahreppi, frv. — 3. umr. 4. Sóknargjöld, frv. — 3. umr. 5. Heimild til að veita Guðjóni Ar- manni Eyjólfssyni styrimannsskírt- eini, frv. — 1. umr. 6. Sala Þingeyjar í Skjálfandafljóti, frv. — 1. umr. 7. Héraðsfangelsi, frv. — 2. umr. 8. Ríkisfangelsi #g vinnuheeli, frv. — 2. umr. N E Ð R I DEILD 1. Lækkun byggingarkostnaðar, frv. — Frh. 2. umr. (Atkvgr.). 2. IJtvegsbanki íslands. frv. — 1. umr. 3. Lánasjóður islenzkra námsmanna, frv. — 1. umr. 4. Sameining Áfengisverziunar og Tóbakseinkasölu, frv. — 1. umr. 5. Ábúðarlög, frv. — 3. umr. 6. Hefting sandfoks og græðsla lands, frv. — 1. umr. 7. Afengislög, frv. — Frh. 1. umr. 8. Ríkisreikningurinn 1959, frv. — Frh. 2. umr. 9. Fæðingarorlof, frv. — 2. umr. 10. Verðflokkun á nýjum fiski, frv. — 1. umr. Rekstur tilraunabúa Var í því sambandi mælt með athugun á því hvort ekki væri rétt að Stéttarsambandið ætti og ræki tilraunabú í þeim tilgangi að fá úr því skorið hver er stofn- kosínaður slíks bús og hve mikið kostar að framleiða hverja ein- staka búvöru. Þá er þess farið á leit að lána- stofnanir landbúnaðarins verði efldar og styrkur við frumbýl- inga aukinn. Lagfæring verðlags Meðan tilraunabú hafa ekki verið stofnsett er skorað á Fram- leiðsluráð að vinna að lagfær- ingu verðlagsgrtmdvallarins. Bændum sé tryggt fullt verð fyrir búvörurnar með fullri verð uppbót á reiknað grundvallar- verð næstliðins árs, hafi það ver- ið vanreiknað. Að þeir fái fulla innlánsvexti af sannanlegu stofn- fé vísitölubús. Að tekið verði tillit til áhættu bónda og auka- vinnu hans og fjölskyldu hans. Að viðhald fasteigna, ræktunar og girðinga svo og fyrningar verði metið með sama verði er framleiðsluverð búvöru er fund- ið. Unnið verði að því að auka verðmæti landbúnaðarvara. Að leðrétt verði það misræmi, sem talið er vera milli verðlagningar sauðfjárafurða og mjólkurvara. Ennfremur var samþykkt til- laga um að mótmæla álagningu söiuskatts á jarðræktarvinnu. — Fréttaritari. Gin- og kloufn- veiki í Dunmöiku Vordingborg, 8. febr. — NTB — í DAG VAR frá því skýrt, að gin- og klaufaveiki hefði kom- ið upp í Danmörku. Kom veik- in upp á svínabúi í Vording- borg og voru öll dýr á búinu þegar felld. Er þetta í annað sinn, sem finnast tilfelli gin- og klaufaveiki í lögsagnarum- dæmi Vordingborgar. Málfundur Heimdallar MÁLFUNDANÁMSKEID Heim- dallar heldur áfram í Valhöll í kvöld kl. 8,30. Umræðuefni til- kynnt á fundinum. Mætið vel og stundvíslega. Bingó í Sjálf- stæðishúsinu BINGOKVÖLD verður haldið í Sjálfstæðishúsinu annað kvöld kl. 8,30 sd. Meðal vinninga eru eldhúsgögn frá Sindra og Sindra- setustofustóll og margt annað giæsilegra vinninga. Sætamiðar verða afhentir á skrifstofu Sjálf- stæðishússins frá kl. 2—4 á föstudag. M ál verkasýning menntaskól anema Listir blómgast 1 Menntaskólanum LISTAFÉLAG Menntaskól- ans í Reykjavík opnar mál- verkasýningu menntaskóla- nema kl. 2 n. k. laugardag í íþöku. Verður sýningin opin fyrir almenning frá kl. 2 til 6 laugardag og sunnudag. ★ I gærkvöldi litu fréttamenn inn á málverkasýningu þessa og hittu formann Listafélags Menntaskólans, Þorleif Hauks- son, að máli. Þarna á sýning- Mikilvægusto embætti blökkumonns DR. Robert Weaver, blökku- maður frá New York, hefir verið skipaður yfirmaður þeirrar stofnunar Bandaríkja- stjórnar, sem beitir sér fyrir húsnæðismálum hins opin- bera. Nefnd öldungadeildar- innar staðfesti skipun hans i dag. Síðar mun deildin sjálf staðfesta endanlega skipun dr. Weavers. Hér er um að ræða mikil- vægasta embætti, sem nokkru sinni hefir verið falið blökku- manni í Bandaríkjunum. Páll á Refstað tekur sæti á þingi Á FUNDI sameinaðs þings í gær var tekin fyrir rannsókn kjör- bréfs Páls Metúsalemssonar, bónda á Refstað í Vopnafirði, sem er þriðji varaþingmaður Fram- sóknarflokksins í Austurlands- kjördæmi. Var kjörbréf Páls sam þykkt og vann hann síðan eið að stjórnarskrápni. Pál tekur sæti á þingi í veik- indaforföllum Eysteins Jónsson- ar, 1. þm. Austurlands. Fyrsti og annar varamaður Framsóknar- flokksins í kjördæminu, Björgvin Jónsson og Vilhjálmur Hjálmars- son, höfðu sent skeyti til þings- ins þess efnis, að þeir gætu ekki tekið varamannssæti þar nú. /* NAtShnútar / SV 50 hnútar X SnjHoma * ÚÍi * \7 Skúrír K Þrumur WS& KuUaikH Hihshi H.Hml L*Lmg» LÆGÐIN yfir Grænlandshafi þokaðist norður og dýpkaði í gær. Varla kemst hún lengra norður, en mun teygjast norð- austur, og er þá sennilega út- synningur í vændum, en út af Vestf jörðum verður norðaust- an hríðarveður. Veðurspáin kl. 10 í gær- kvöldi. SV-land til Vestfjarða og miðin: SA kaldi og skúrir í nótt, SV stinningskaldi og él ( á morgun. i Norðurland og miðin: SA ^ stinningskaldi og rigning með i, köflum. i NA-land, Austfirðir og mið- • in: Hvassviðri milli SA og NA ( og rigning í nótt, en batnandi s veður á morgun. • SA-land og miðin: Breytileg $ átt og rigning í nótt en all- S hvass og él á morgun. ■ unni eru 73 málverk eftir 18 menntaskólanema og sagði Þor- leifur okkur, að listamönnununi væri nokkuð jafnt skipt í bekk- ina. Flest verk á sýningunni, 14 alls, á Franzisca Gunnars- dóttir, sonardóttir Gunnars Gunnarssonar, skálds. Þetta er í annað skipti sem nemendur Menntaskólans I Reykjavík efna til málverka- sýningar. í fyrra voru sýnd milli 30 og 40 málverk í Fjós- inu. Listafélag skólans starfar með miklum blóma og eru fjórar' undirdeildir, myndlistardeild, tónlistardeild, bókmenntadeild og leiklistardeild. 1 gærkvöldi gekkst bókmennta deildin fyrir kynningu á verk- um Steins Steinars fyrir mennta skólanema. Þar flutti Helgi J. Halldórsson erindi um skáldið, en nemendur fluttu verk hans. Hafði Baldvin Halldórsson leik- ari æft flutninginn með nem- endum. Fyrir skömmu hafa ver- ið kynningar á verkum Guð- mundar Böðvarssonar og Vil- hjálms frá Skáholti í Mennta- skólanum. — Landhelgin Framh. af bls. 1 leiðingar núverandi ástand deil- unnar kann að hafa á næstu vik- um. Meginþættir þar að lútandi eru, að fiskveiðivertíð er nú senn lokið í Hvíta hafinu og við Bjarn erey og vorvertíð við Islands- strendur nálgast óðum. ★ Fiskskortur og vemd Fiskkaupmenn í Grimsby segja, að fiskiskortur sé þeg- ar farinn að gera vart við sig og verði nú að leita annara miða. Dennis Welch formaður fé- lags yfirmanna á togurum segir, að umræður um fisk.. deiluna hafi nú þegar veriði dregnar um of á langinn og skii»stjórar verði að fá að vita hvar þeir standa — og hvort þeir megi reikna með vernd brezka flotans ef samkomu- lag næst ekki. Welch segir, að málið verði rætt á sérstökum fundi í nefnd þeirri innan fiskiðnaðarráðs ríkisins er fjalli um landhelgismál. Jafn framt sé í athugun hvort ósk- að verði eftir viðræðum við fiskimálaráðuneytið og sam- tök togaraeigenda. ★ Svar innan fárra daga? Þá hefur Mbl. borizt skeyti frá fréttaritara sínum í Kaupmanna- ihöfn. Þar er haft eftir Kvöld- Berlingi, að Godber, varautan- ríkisráðiherra Bretlands hafi skýrt neðri deild brezka þings- ins svo frá í dag, að Bretar leggi nú alla áherzlu á að íslendingar svari innan fáirra daga sáttatil- lögum brezku stjórnarinnar. God ber kvaðst ekki mundu skýra frá efni sáttatillagnanna, en lét á sér skilja, að Bretar mundu fús.- ir til að fallast á lausn með lík- um skilyrðum og náðist i deilu Breta og Norðmanna. ir Togaravernd Loks skýrir NTB-fréttastofan svo frá, að Dennis Welch hafi látið svo ummælt eftir fund hjá félagi yfirmanna á toguirum, að skipstjórar væru uggandi um ástandið. Ef allt hefði verið með feldu hefðu veiðar við ís- land átt að hefjast nú þegar, en brezka stjórnin muni vonast eftir einhverri lausn málsins um miðj- an marz. Sé svo, verði togara- skipstjórar að óska eftir her- skipavernd inn að fjórum míl- um, sem Bretair viðurkenni sem landhelgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.