Morgunblaðið - 09.02.1961, Síða 6

Morgunblaðið - 09.02.1961, Síða 6
6 M ORGUN 3L AÐIÐ Fimmtudagur 9. febrúar 1961 Ágætar söluhorfur land- búnaðarafurða Frá bændafundi i Árnessýslu Seljatungu, 3. febrúar. RÆKTUNARSAMBAND Flóa og Skeiða hefur tekið upp þann þátt í starfsemi sína að efna öðru hverju til umræðufunda meðal bænda á starfssvæði sínu, þar sem rædd eru ýmis mál er land- búnað varða. Voru tveir slík- ir fundir haldnir á sl. ári þar sem rætt var um jarð- rækt og áburðarþörf, og um fóðrun búfjár. í»riðji fundurinn, en hinn fyrsti á þessu ári, var hald- inn að Hótel Tryggvaskála sl. þriðjudagskvöld. Formaður ræktunarsambandsins, Lýður Guðmundsson í Litlu-Sand- vík, setti fundinn og bauð menn velkomna og þá sér- staklega formann Stéttar- sambands bænda, Sverri Gíslason, en hann myndi verða frummælandi á þess- um fundi og ræða um verð- lagsmál landbúnaðarins. — Kvað Lýður það ekki ætlun- ina að fundurinn gerði nein- ar ályktanir, heldur skyldu menn ræða verðlagsmálin og koma með fyrirspumir til Sverris, sem bann kvaðst ekki efast um að myndi gefa svör við. Þróun verðlagsmálanna Tók þá Sverrir Gíslason til máls og hóf mál sitt á því að lýsa ánægju sinni yfir því að hafa fengið tækifæri til að ræða verðlagsmál við bændur og heyra skoðanir þeirra á þeim málum. Rakti hann síðan i stór- um dráttum þróun verðlags- mála landbúnaðarins frá því í september 1959 og til þess er núverandi verðlagsgrundvöllur var samþykktur. Kvað hann breytingar þær er gerðar hefðu verið á framleiðsluráðslögunum í sambandi við lausn á deilu þeirri er upp kom haustið 1959 vegna verðlagningar þá, allar vera fremur til bóta og gætu bæði framleiðendur og neytend- ur vel við það unað. Menntaskóla- kennari kynnir Island 1 BLAÐINU í gær var rangt farið með stöðu danska mannsins, A. Kalsbþlls, sem nú sýnir Is- landskvikmynd í skólum og fé- lögum í Danmörku við góðan orðstír. Hann er menntaskóla- kennari. 1 því sambandi kvað hann mikilvægast fyrir framleiðend- ur að endurskoðun og breyting á verðlagsgrundvellinum færi nú fram oftar, ef um kaup- gjaldsbreytingar eða hækkun annars tilkostnaðar væri að ræða. Svo og ábyrgð þá er ríkis sjóður hefði tekið á verði út- fluttra landbúnaðarvara? Neyt- endur hefðu hinsvegar fengið frekari íhlutun með að fylgjast með dreifingarkostnaði. Ágætar söluhorfur Gaf Sverrir síðan skýringar á ýmsum liðum núverandi verðlagsgrundvallar og því eft- ir hvaða heimildum væri farið er grundvöllurinn væri fund- inn. Hann sagði að því réttari sem búnaðarskýrslur bænda væru því meiri von væri að sanngjarn grundvöllur fyndist fyrir framleiðsluverði varanna. Síðan gaf Sverrir glöggt yfirlit um söluhorfur á landbúnaðar- vörum frá sl. ári, og eftir því að dæma virðast þær vera ágæt- ar. Framleiðsla mjólkur kvað hann að hefði aukizt um 5,6 millj. kg. á sl. ári og neyzla innanlands aukizt á öllum mjólkursvæðum og þá sérstak- lega á smjöri, sem hann taldi vafalítið stafa af því að ríkis- stjómin hefði afnumið skömmt- un á smjöri, en margur hefði óskað að kaupa meira smjör heldur en skammturinn áður heimilaði. Lánamál bænda Að síðustu minntist ræðumað- ur á lánamál landbúnaðarins og kvað þau fremur venju vera í umræðum manna, og væri sann- arleg þörf á að bændur ættu kost á rekstrarlánum, svo og til bústofns- og jarðakaupa. Stjórn Stéttarsambandsins hefði nú þegar rætt þvílík mál við land- búnaðarráðherra og yrði þeim viðræðum haldið áfram, en eins og nú stæði væri ekki hægt að segja neitt frekar um það mál. Stjórnin hefði einnig í sam- bandi við þessi mál hafið könn- un á því, hve mikið eða hvort, lausaskuldir bænda hefðu auk- izt á árinu 1960. Myndi sú könnun bráðlega gefa svör þar um. Frjálsar umræður Að ræðu Sverris Gíslasonar lokinni hófust frjálsar umræður og höfðu fundarmenn þó í milli fengið kaffi og myndarlegar veitingar. Umræður urðu hinar fjörugustu og fluttu alls fimm- tán fundarmenn ræður og sum- ir oftar en einu sinni. Hef ég því miður ekki nöfn þeirra allra né heldur er tök á því að rekja efni ræðanna. Hitt er hægt að segja að þar komu fram svo margar skoðanir sem ræðumenn voru margir og voru þó allir sammála a. m. k. um eitt, en það var að núverandi verðlagsgrundvöllur væri bænd- um óhagstæður, eða að fram- leiðsluvöruverð væri ekki í réttu samræmi við þann tilkostnað er við framleiðsluna væri. Þá voru og| flestir á einu máli um að allra hlálegast væri þó það, að svo til aldrei síðan þetta grundvallarkerfi var upp tekið, hefði fengizt það verð er þó ákveðið væri. Hvernig þar um má bæta vefst eðlilega fyrir mönnum að gera tillögur um, en hitt er eftir líkindum að dæma að þá muni þetta bil verða einna minnst eftir að sl. ár hef- ur verið gjört upp. Á hin margvíslegustu mál var og drepið í ræðum manna og ákaflega voru misjafnar skoð- anir manna á vexti og viðgangi landbúnaðarins og ekki því að leyna að sumir ræðumanna teldu að dekkra væri framund- an en oftast áður. Eru sjálfsagt til skýringar á þeim ótta, enda þótt ekki væru gefnar á fundi þessum. Fundarstjóri var Pétur Sig- urðsson, bóndi, Austurkoti. — Fundinn sóttu nokkuð á annað hundrað bændur úr fimm hreppum Árnessýslu og var hann að öllu leyti fundarboð- endum til hins mesta sóma. — Gunnar Sigurðsson. Ekki jafnmörg skip farizt síðan 1946 Liverpool, 7. febr. — (Reuter) FLEIRI skip hafa farizt á árinu 1960 en á nokkru öðru ári síðan 1946. Alls fórust 115 skip, sam- tals 418.194 lestir á sl. ári, en 1946 voru þau skip er fórust sana tals 469.109 lestir. Athygli vekur að olíuflutninga skip hafa farizt óvenjumörg, eða 11 einkum vegna árekstra eða sprenginga. Gísli Helgason í Skógargerði 80 ára GÍSLI Helgason, bóndi í Skóg argerði í Fellum, er áttræður í dag. Hann er fæddur að Selja teigi í Reyðarfirði, en fluttist ársgamall með foreldrum sínum að Skógargerði og hefur átt heima þar síðan. Gísli stundaði nám í Möðru- vallarskóla og útskrifaðist það- an vorið 1902. Tveimur árum síðar tók hann við búsforráðum í Skógargerði við lát föður síns. Arið 1908 kvæntist Gísli Dag- nýju Pálsdóttur frá Fossi á Síðu, hinni mestu myndarkonu og búa þau í Skógargerði enn. Eign- uðust þau 13 börn, sem öll kom- ust til fullorðinsára og eru 12 þeirra á lífi. Barnabörn þeirra hjóna eu 41 og barnabarna- börn 7. Gísli hefu gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum um ævina, átti sæti í hreppsnefnd frá 1916— 1934, í sýslunefnd frá 1919 og sækir enn sýslufundi. Þá hefur hann verið formaður Búnaðarfé lags og í stjórn Skógræktarfélags Austurlands. Hann hefur tekið mikinn þátt í stjórnmálum og nokkrum sinnum verið í fram- boði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norður-Múlasýslu. Gísli Helgason er maður mjög vel ritfær og hefur látið sér annt um að tína saman ýmsan þjóð- legan fróðleik. Hefur komið út eftir hann ein bók, Austfirðinga- þættir, en auk þess hefur hann skrifað földa ritgerða í blöð og tímarit. Ævistarf Gísla hefur þó verið búskapurinn og hefur hann lagt gjörva hönd þar að. Hófst hann handa um miklar jarðabætur í Skógargerði snemma á búskap- arárum sínum og breytti jörð- inni í stórbýli. Þá kom hann einnig upp fullkominni rafstöð í samvinnu við tvo aðra bæi. Gísli Helgason er fyrirmann- legur á velli og ber aldurinn vel. Hann er hress í anda og skemmti legur í viðmóti og munu flestir ganga fróðari af hans fundi. I dag munu margir senda hin um aldna bændahöfðingja hlýjar kveðjur og þeir, sem þess eiga kost, munu gera ferð sína til að þrýsta hönd hans. j.h.a. Tvær íkviknanir I FYRRADAG kviknaði í út fri ljósastæði í eldhúsi á Lindar- götu 26. Komst eldur í loftið og þurfti að rífa þar talsvert til þess að slökkva eldinn. I fyrrakvöld kviknaði í litlu steinsteyptu íbúðarhúsi við Soga veg 190. Urðu þar allmiklar skemmdir af reyk. * Áfengisbölið og ölið Olfrumvarp Péturs Sigurðs- sonar hefur vakið allmiklar umræður um áfengismál, bæði á Alþingi þar sem rsett hefur verið um málið tvo daga, og eins utan þings, því áfengismál eru þau mál, sem allir vilja ræða og flestir telja sig hafa eitthvað til málanna að leggja. I þessum umræðum hefur það m. a. komið fram, að hér á landi sé þegar ríkj- andi mikið áfengisböl og eru í því samfoandi athyglisverð nmmæli Helga Ingv arssonar, yfirlæknis, sem birtust hér í biaðinu fyrir nokkru, að fleiri drykkjusjúklingar kæmu til lækningar árlega, en berkia- sjúklingar gerðu þegar berkla veikin var skæðust hér á landi. ^Bætirþaðjeða^spillir Eins og áður segir hafa þessar staðreyndir og aðrar verið rifjaðar upp í samfoandi við ölfrumvarpið. En þegar að því kemur, að meta, hvort öiið sé líklegt til að bæta úr núverandi ástandi, eða spilla því enn, greinir menn mikið á. I ræðum þingmanna, sem útdráitur var birtur úr hér í blaðinu í gær, kom fram íull yrðing gegn fullyrðingu. Þrír FERDIIMAIMR ræðumanna lýstu þeirri skoð- un sinni, að ölið myndi böl. valdur í áfengismálum okkar, en sá fjórði lýsti þeirri sann- færingu sinni, að ölið myndi draga úr neyzlu sterkra drykkja og stuðla að menn. ingarlegri umgengni áfengis en nú tíðkast með Islending- um. Má segja að með þessu sé komið að kjarna málsins, hvort menn vilji leyfa ölbrugg un í landinu eða ekki. Þeir sem telja að ölið dragi ur áfengisneyslu og skapi menn. ingarlegri áfengisvenjur, vilja leyfa gerð þess, en hinir, sena telja að það leiði til enn auk. innar spiilingar, berjast gegn því. ^BoIjur <>f sncmma Húsmóðir hefur komið aS máli við Velvakanda og kvart að undan því að bolludags. bollur hefðu komið í bakarí til sölu þegar á mánudaginn var, eða viku fyrr en eðlilegt og réttmætt má telja. Sagði frúin, að með þessu tiltæki væri gersamlega spillt þeirri gleði og eftirvæntingu, sem fólk hefði annars haft þegar vitað var að bolludagurinn var í nánd. Nú eru fl-estir orðnir dauðleiðir á bollum löngu áður en bollud-agurxnn rennur upp. Það væri sök sér þó bollurnar væru seldar eitt. hvað eftir bolludaginn. Þá myndu þær ekki spilla þess. um gamla tyllidegi, sagði frú. in að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.