Morgunblaðið - 09.02.1961, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 09.02.1961, Qupperneq 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Fimmfudagur 9. febrúar 1961 Fiskverð hœrra á íslandi en í Noregi sagði sjávarútvegsmalaráðherra á þingi Á FUNDI sameinaðs þings í gær var rætt nokkuð um fiskverð á íslandi og í Nor- egi. Var tilefnið þáltill. Karls Guðjónssonar og Lúðvíks Jósefssonar um rannsókn þessara mála. Gáfu þeir í skyn í tillögu sinni, svo og í ræðum, að fiskverð væri mun hærra í Noregi en hér. Emil Jónsson, sjávarútvegs- málaráðherra, gaf hins vegar þær upplýsingar, að ef borin væru saman rétt atriði, væri verðmunur á fiskinum sára- lítill hér og þar, og það sem munaði, væri fiskverðið hærra hér á landi. Gífurlegur verðmunur Lúðvík Jósefsson tók fyrstur til máls á fundinum í gaer. Sagði hann, að lágmarksverð á fiski í Noregi yrði 1,05 kr. á vertíðinni í vetur, en það væri sama og 5,61 kr. ísl. Hæsta verð á fiski hér væri hins vegar 3,11 kr. og væri hér því um gífurlegan verð mun að ræða. Mælti ræðumaður með því, að þáltill. yrði sam- þykkt og rannsókn færi fram. Lítill verðmunur Emil Jónsson, sjávarútvegs- málaráðherra, sagði, að verðmis munur væri raunverulega ekki til staðar þegar öll kurl kæmu til grafar. 1 samanburði tillögu- manna væru bornar saman tölur, sem alls ekki væru sambærileg- ar, þegar tekið væri norskt hámarksverð og íslenzkt meðal- verð og auk þess væri verð á hausuðum og slægðum fiski í Noregi borið saman við verð á óhausuðum og slægðum fiski hér á landi. ítarleg rannsókn Kvaðst ráðherra hafa látið rannsaka þessi mál vandlega og hefði Fiskifélagið m. a. staðið að þeirri rannsókn. Meðalverð á 3 þýzkir námsstyrkir RtKISSTJÓRN Sambandslýð- veldisins Þýzkalands býður fram þrjá styrki handa íslenzk- um námsmönnum til háskóla- náms þar í landi háskólaárið 1961—1962. Styrkirnir nema 350 þýzkum mörkum á mánuði, en auk þess eru styrkþegar undan- þegnir skólagjöldum. Styrtctíma- bilið er tólf mánuðir, annað hvort frá 1. október 1961 til 30. sept- ember 1963 eða frá 1. marz 1962 til 28. febrúar 1963. Styrkirnir eru eins og fyrir segir ætlaðir til náms við þýzka háskóla, þ. á m. tækniháskóla og listaháskóla. Hugsanlegt er, að nám við iðnfræðiskóla geti einn- ig komið til greina. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 20 til 30 ára. Þeir skulu helzt hafa lokið prófi frá há- skóla eða a. m. k. tveggja ára háskólanámi. Umsækjendur um styrk til náms við tækniháskóla skulu hafa lokið sex mánaða verklegu námi. Góð þýzkukunn- átta er nauðsynleg, en styrkþeg- um, sem áfátt er í því efni, gefst kostur á að sækja námskeið í Þýzkalandi áður en háskólanám- ið hefst. Sérstök umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu, Stjóm arráðshúsinu við Lækjartorg. Umsóknir ásamt tiiskildum fylgi gögnum skulu hafa borizt ráðu- neytinu fyrir 10. marz nk. Menntamálaráðuneytið. 8. febrúar 1961. fyrsta flokks þorski í Noregi hefði verið' 82 norskir aurar á kg. í nóvemberlok sl. Nú væri fiskurinn greiddur niður í Noregi, að meðaltali um 11 aura kg., þannig að verðið, sem fiskkaup- endur greiddu væri aðeins 71 eyrir, eða 3,77 ísl. kr. Þetta verð ætti við hausaðan fisk, en ef hausinn væri tekinn með til að finna verð sambærilegt við ís- lenzka fiskinn, yrði verðið í ís- lenzkum kr. 3,02 pr. kg. En nú hefði verið ákveðið verð hér á landi, sem væri 3,11 kr. kg. í fyrsta flokki, sem væri 9 aurum hagstæðara pr. kg., en norska verðið. Ekki samið um nýtt verð Sjávarútvegsmálaráðherra tók það frarn, að hann hefði í hönd- um norska skýrslu frá 25. jan. sl. þar sem tekið væri fram, að ekki hefði verið samið um nýtt fiskverð, og væri þetta því hinn rétti samanburður miðað við dag inn í dag. Fullyrðing Lúðvíks Jósefssonar um að 1,05 kr. væru gefnar fyrr fiskinn í Noregi væru því algerlega út í bláinn. Lágmarksverð Lúðvik Jósefsson sagði, að það væri að vísu rétt, að í því fiski- málatíi/ariti norsku, sem hann hefði sína tölu, 1,05 kr., úr, væri tekið fram að samningar hefðu ekki tekizt um þetta verð. Þá sagði hann að það verð, sem ráð herrann hefði miðað við, 0,82 kr., væri ekki hámarksverð, held ur lágmarksverð. Kröfur Norðmanna Emil Jónsson kvaðst hafa nefnt verðið á hæsta verðflokknum há- marksverð, en hitt væri sér ekki kunnugt um, hvort hærra verð væri greitt fyri fiskinn, en hið lögboðna. Veðmismunurinn væri miðaður við skráð verð. Þá skýrði ráðherrann svo frá, að hann hefði í höndum kröfur Noregs r&fisklag um fiskverð, en þessi samtök hefðu meðlimi milli endimarka Noregs. Kröfurnar fyrir vertíðina 1961 væru frá 98 til 95 aurar pr. kg., aðeins breyti legar eftir verðlagssvæðum. Því væri aðeins við að bæta, að ekk- ert samkomulag hefði náðst um þetta verð. Sjávarútvegsmálaráðherra tók það fram að lokum, að niður- staðan af þessum samanburði væri sú, að verðið á íslenzka fiskinum væri ifið meira en á þeim norska. Þetta mál virtist nú vel upplýst. Frumvarp um lána- sjóð namsmanna í GÆR var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um lánasjóð íslenzkra námsmanna, stjórnar- frumvarp. Mælir frumvarpið svo fyrir, að stofna skuli sjóð, er nefnist Lánasjóður íslenzkra námsmanna. Skiptist hann í tvær deildir: lánadeild stúdenta við Háskóla íslands og lánadeild námsmanna erlendis. Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun, og er hlutverk han* að veita íslenzk- um námsmönnum lán til náms við Háskóla íslands, erlenda há- * ÞESSA febrúardaga, sem blöðin segja að séu þeir köld- ustu í 80 ár er lítil freist- ing að reika um Broadway og Times Square þó að ljósa- dýrðin láti ekki harðindin á sig fá. Fólk flykkist í leikhús og bíó og reynir að gleyma veð- urfarinu eina kvöldstund. Úti standa spikaðir lög- regluþjónar með eyrnaskjól og stjórna umferðinni meðan snjónum kingir niður. Auglýsingar glampa gegn- um mugguna: söngleikir, gam anleikir, nei helzt ekki harm- leiir, ekkert sem minnir á skuggahliðar mannlífsins. — „Lífið er nógu erfitt þó það sé ekki alltaf verið að minna mann á það“, segir fólkið. Clark Gable í síöasta hlutverkinu skóla og aðrra erlendar kennslu- stofnantr. Ríkissjóður leggur sjóðnum árlega til framlag í fjárlög- um, eigi lægra en kr. 6.025.000. Þá er sjóðsstjórninni heimilt að taka innanlands allt að 45 millj. kr. lán handa sjóðnum á árunum 1961 til 1980, gegn tryggingu í verðbréfaeign sjóðsins. í athugasemdum við frumvarp- ið segir, að mjög æskilegt sé, að geta hœkkað lánsupphæðir til námsmanna verulega. Því etr tal- ið eðlilegt, að þeir tveir lána- sjóðir, sem starfandi eru séu sameinaðir og horfið verði frá styrkveitingum, öðrum en „stóru styrkjunum“, en fé því, sem til ráðstöfunar verður samkvæmt fjárlögum og frá lánastofnunum, verði varið til hagkvæmra náma lána. unnarleysi og grimmd mann- lífsins og linnir ekki látum fyrr en hún fær kúrekann til að hætta við fyrra á- form sitt og sleppa hestun- um. Þannig lýkur myndinni með því að hrossin rása frjáls til fjalla, en konan hallar sér þakklát að maka sínum. Þetta er uppistaða verks- ins, heldur óljós og veik fyr- ir jafngóðan höfund og Art- hur Miller, þó að sitt af hverju megi skilja á tákn- ræna vísu. Höfundur segir á einum stað um Roslyn að hún geti ekki horfzt í augu við dauð- ann og þess vegna ekki við lífið heldur, en hún er lát- in segja um fráskilinn mann sinn: „Ég gat komið við Síöasta mynd Clark Gable Og þarna er stór mynd af Clark Gable í kúrekabúningi með sitt heimsfræga bros og Marilyn Monroe í flegnum kjól döpur í bragði. Þetta er ný kvikmynd, sú seinasta sem Clark lék í áð- ur en hann dó úr hjartaslagi. Og það eitt út af fyrir sig að sjá hann þarna í fullu fjöri aðeins nokkrum vikum áður en hann var allur tryggir myndinni örugga að- sókn. Arthur Miller samdi hand- ritið og hefur vafalaust haft þáverandi konu sína mest í huga. Heitir Marilyn Roslyn í kvikmyndinni og er hún nýfráskilin, en þau Marilyn skildu skömmu eftir að töku myndarinnar var lokið. Sagði hún í réttinum að þau ættu ekki saman, og hefur hún nú reynt þá þrjá, en það er mál manna að Miller hafi lítið sinnt skáldskapargyðj- unni meðan hann naut hjóna bandssælunnar með Marilyn. Hefur ekkert birzt eftir hann síðan „Horft af brúnni" var sýnt fyrir nokrum árum, og var því talsverður áhugi fyr- ir því hvernig honum myndi takast að semja fyrir kvik- mynd. Eins og nafn myndarinnar „The Misfits" bendir til, fjall- ar hún um uppflosnað og rót laust fólk, sem leitar að ein- hverju sem það veit ekki sjálft hvað er. Clark Gable er kúreki sem saknar barna sinna þegar hann er orðinn drukkinn og kallar á þau, Montgomery Clift, sem leikur annað aðal- hlutverkið, saknar móðuróst- ar, en Marilyn lætur sig dreyma um heim þar sem fólk er gott hvert við ann- að og samúðin ríkir. Hún kynnist kúreka, rek- ur honum raunir sínar og vonbrigði og hann hlustar hluttekningarfullur á. Þetta er sígild forskrift fyrir ástar- sögu, enda sænga þau sam- an von bráðar og hún fer seinna með honum og félög- um hans út í eyðimörkina að veiða hesta. Rennur ekki upp fyrir henni fyrr en þá, að hest- amir eru ætlaðir kjötkaup- mönnum í hundafæðu, verður hún harmj lostin yfir misk- hann og snert hann, en hann var þar ekki samt“. Og ýmislegt fleira mætti finna í myndinni sem gæti bent til sambúðar þeirra hjóna og erfiðleika að skilja hvort annað — fyrir allt fólk að skilja hvert annað og ein- manaleik sinn. Karlmennska Clarks Gable og bros á vör vegur þó upp á móti tóm- leikanum, þó að Marilyn fái ekki rönd við reist og sé jafn döpur og svipbrigðalaus allt í gegn. New York, 5. febrúar 1961 Agnar Þórðarson. Atriði úr myndinni „The Misfits“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.