Morgunblaðið - 09.02.1961, Side 13

Morgunblaðið - 09.02.1961, Side 13
Fimmtudagur 9. febrúar 1961 MORCliyBLAÐlÐ 13 Ný viðhorf í utanríkis- stefnu Bandaríkjanna Efíir Cyril Dunn SÍÐAN Kennedy, forseti, hélt hina frægu embættistökuræðu sína á tröppum ríkisþinghúss Bandaríkjanna, hefir verið létt- ara yfir hugum margra Banda- ríkjamanna sökum eftirvænting- ar og vönar. Jafnframt virðast þeir hvorki undrandi né glaðir, þótt þeir lesi úr kveðjum Krús- jeffs til Hvita hússins, að hann virðist líta framtíðina sömu von- araugum. Það, sem veldur því, að Bandaríkjamenn hafa tekið aftur gleði sína, er ekki ný trú á góðvilja Kremlverja, heldur vaxandi vissa um að Bandaríkin hafi nú forystu, sem er sterk, ákveðin og framkvæmdasöm. Auðvitað fagna Bandaríkjamenn því að Rússar hafa kosið að láta líktega nú. Stjórnarskipti í Banda i-íkjunum er endurfæðing þjóð- arinnar að undangengnum erfið- um hríðum. Ekki mundi það hafa auðveldað fæðinguna hefði hinn rússneski forystumaður farið hamförum í nánd við fæðingar- stofuna. Vinsamlegri firamkoma Kreml- verja við eftirmann Eisenhowers var fyrir löngu fyrirsjáanleg. Lof- orðið eitt um það var nægilegt til þess að ógna kosningalíkum Kennedys, þegar líða tók á kosn ingabaráttuna og það neyddi hann til þess að taka af allan vafa um, að atkvæði, sem honum yrðu greidd, myndu ekki greidd Krúsjeff. Reynslan hefur eflaust komið flestum Rússum til þess að álíta, að þegar forystumaður læt- ur af stjórn, sé hann þegar í stað hrakyrtur og fyrirlitinn. En sú er ekki raunin í Bandaríkjun- um og þær viðtökur sem Rússar veita Kennedy eru afar léttar á metunum á móti minningunni sem ríkir í huga Bandaríkja- manna frá Parísarfundinum, þeg ar Krúsjeff sveiflaði Eisenhower um höfuð sér eins og dauðum ketti, ef svo má að orði komast. Og virðist svo sem flestir Banda- ríkjamenn taki sáttahótum Rússa fálega, er það að nokkru vegna þess, að þau koma ekki á óvart og ennfremur sökum þess, að á síðustu 15 árum hafa þeir sann- færzt um að tortryggni og efi eru einu skynsamlegu viðbrögðin við hvers kyns tilboðum frá Moskvu. Allt þetta hófst, þegar augu Bandarikjamanna opnuðust fyrir því, sem þeir telja sannleikann um Yalta-ráðstefnuna — atburð, sem Bandaríkjamenn líta alvar- legri augum en nokkrir aðrir. Bandaríkjamenn eru þess fullviss ir, að á Yalta-ráðstefnunni hafi þeir fullir vináttu og trúnaðar- trausts veitt rússneskum komm- Krúsjeff únistum svo miklar ívilnanir í Evrópu, að hinn frjálsi heimur hafi síðan aldrei getað endur- heimt öryggi sitt. Þótt almenn- ingur í Bandaríkjunum fyndi ein hverntíma hjá sér hvöt til þess að gleyma hinu liðna, myndu á- róðurstólin tæpast leyfa það. Sér- hver tilraun Rússa til þess að eyða tortryggni er þegar lögð út á verri veg í útvarpi og sjón- varpi, með viðvörunum og upp- rifjun fyrri atburða. Og fáum dögum eftir að Kennedy hafði verið kjörinn, lét Krúsjeff prenta mjög herskáa ræðu i tímaritinu „Kommunist". Rússar fluttu þeg- ar úrdrátt úr ræðunni í útvarpi sínu til Bandaríkjanna, með radd blæ, sem fékk hárin til að risa á höfðum allrar bandarísku þjóð arinnar. í þessari ræðu lýsti hinn rússneski forystumaður yfir því, að sigur heimskommúnismans væri í nánd, — að styrjöld væri ekki nauðsynleg til þess að ná þeim sigri, en myndi hins vegar óhjákvæmilega skella á, ef auð- valdsþjóðirnar veittu minnstu mótspyrnu. f þeim hlutum hins frjálsa heims, þar sem auðvaldsstefnan nýtur ekki eins mikillar virðing- ar og í Bandaríkjunum og þar sem alþýða manna hefur minni til hneygingu til þess að álíta frelsi og frjálst framtak eitt og hið sama, kann að vera erfitt að skilja tortryggni Bandaríkja- manna í garð Rússa. En það er fyrst og fremst ein setning, sem Krúsjeff hefur sagt, sem mestu ræður um þetta hugarfar — þar sem hann hét því, að barnabörn núlifandi Bandaríkjamanna skyldu lúta kommúnistastjórn. En þótt það verði að viður- kennast, að Krúsjeff hafi með þessum orðum torveldað mjög alla tilslökun — sem margir Bandaríkjamenn telja ófyrirgef- anlegt brot gegn komandi kyn- slóðum — ættu menn ekki að álíta, það með öllu óheppilegt, þótt Bandaríkjamenn taki vina- hótum Rússa dræmt. Það kemur að nokkru í veg fyrir bráðlæti, því að jafnvel þeir, sem óska eftir nokkurri tilslökun eru því andvígir, að Kennedy rasi nokk- uð um ráð fram. Jafnvel þótt Kennedy hefði sjálfur tilhneigingu til þess að bregðast nú fljótt við — sem er ólíklegt, — myndi utanríkisráð- herra hans, Dean Rusk, áreiðan- lega halda aftur af honum. Svo lengi, sem Rusk má sín nokkurs, mun ekki verða stofnað í neinum flýti til þess fundar æðstu manna, sem.Krúsjeff er talinn hafa ósk- að eftir í viðræðum sínum við bandaríska sendiherrann í Moskvu. Því að nýi utanríkisráð- herrann hallast að skoðun rithöf- undar nokkurs á fimmtándu öld, sem sagði; að ,tveir voldugir þjóð höfðingjar, sem halda vildu góðu vinfengi ættu aldrei að hittast augliti til auglitis, heldur eiga samskipti með milligöngu góðra og viturra sendiherra". Hvað sem öðru líður, er það almennt álitið í Bandaríkjunum að Kennedy þarfnist tíma. Hann verður að kynnast ráðherrum sín um, sem margir hverjir eru hon- um lítt kunnir. Hann verður áð leggja á ráðin um utanríkisstefnu sína í samráði við þá og með öll gögn í hendi í fyrsta sinni. Og hann verður framar öllu að búa bandarísku þjóðina undir breyt- ingar og vinna þann fulla stuðn- ing, sem þjóðin ekki veitti hon- um við kjörborðið. Það er engum efa undirorpið, að nýjar hugmyndir og ný við- horf leita útrásar í utanríkis- stefnu Bandaríkjanna, Chesteí Bowles varð að taka af allan vafa um afstöðu sína til Kína til þess að hljóta staðfestingu á útnefningu sinni til utanríkis- ráðuneytisins, en jafnvel hann tók skýrt fram, að „neikvæð stefna“ væri ekki lengur fær gagnvart þessu geysistóra og ört vaxandi kommúníska ríki. Hann hefur þokað Bandaríkjamönnum ögn nær viðurkenningu á því, að fyrr eða síðar verði að veita Kína inngöngu í samtök Sameinuðu þjóðanna og að Bandaríkjamenn megi ekki láta sér til hugar koma að ganga út í fússi, ef svo verður. En margir Bandaríkjamenn hafa nú haldið fast og trúlega í hugmyndir kalda stríðsins um meira en áratug — það getur ekki og ætti ekki að verða augna- bliksverk. Að telja þá á annan hugsunarhátt, að koma þeim í skilning um, að hinar nýju þjóð- ir hafa komið róti á (ef til vill fer vel á því) stríðið milli hinna tveggja megin lifsviðhorfa, og að láta þá fagna þeirri eftirvænt- ingu, sem samfara er forystu hins unga og fjörmikla Kenn- edys (OBSERVER — öll réttindi áskilinfi Vísindastyrkir á vegum Nato INNAN NATO hefur á undan- förnium árum verið unnið að því að gefa vísindamönnum að- ildarrikjanna kost á að kynnast vísinda- og menntastofnunum í því skyni að auka samvinnu NATO-ríkjanna á sviði vísinda og mennta. Kanadíska ríkisstjórnin hefir í þessu sambandi boðið 5 styrki til vsindamanna að upphæð $4 þús. hver til eins árs, og er ís- lenzkum visindamönnum gefinn kostur á að sækja um styrkina. Gert er ráð fyrir, að styrkþegar dvelji í Kanada yfir styrktíma- bil.ið á vegum kanadískra stjóm valda. Utanríkisráðuneytið veitir all ar nánari upplýsingar og lætur umsóknareyðublöð í té, en um- sóknir skulu hafa borizt fyrir 15. febrúar 1961. (Frétt frá Utanríkisráðuneytinu) Varðgæzlustörf — f jandmenn ríkisms — Að verða afskiptaleysinu að bráð — Óttinn við að vera kallaður þjófur — Prinsessan á bauninni — „Höfum tapað hugsjón“ — Af hverju þessi hræðsla — Mótorhjól marxismans — Um þetta m. a. fjallar Vettvangurinn í dag. VEGNA fréttar um þýzkan inn- brotsþjóf, sem hér hefur dvalizt undanfarna mánuði, hefur margt verið rætt og ritað um varðgæzlu menn og störf þeirra. Fólk hefur verið sammála um, að ekki sé rétt að láta fyrrverandi innbrots- bergi, þar sem hætta er á að lýð. ræðisþjóðfélagið örvi fólk til þátt töku í tilraun til viðreisnar, eins og nú er háfin á íslandi. Þeir eggja fyigjendur sína á að humma fram af sér aðild að heil- brigðum störfum fóíksins, halda þjófa annast slík störf. Allt hefur mál þetta verið á þann veg, að umræður um það hljóta að leiða hugann að kommúnistum og varðgæzlustörfum þeirra í lýð ræðisríkjunum. Eins og kunnugt er hafa þeir löngum þótzt standa vörð um mannréttindi og frelsi í þeim þjóðfélögum, sem þeir hafa ekki náð á sitt vald og á þann veg eignazt spöl í landi þeirra, sem í hjarta sinu eru frábitnir sæluríkiskenningu marxismans. En einn góðan veðurdag, þegar allt er kannski um seinan, skilur þetta fólk loksins, að árvekni kommúnista sprettur eingöngu af þeim vafasama ásetningi að fremja innbrot í helgustu hof lýð ræðisins og ræna því sem eftir er af fjársjóðum þess: Málfrelsi, prentfrelsi, heimilisfriði. Eða spyrjð Pólverja, hvernig um- horfs sé í hofum þeirra, spýrjið Búlgara. Reynslan hefur sýnt að komm- únistar eru allsstaðar á varð- hinum í hæfilegum terror. Sá sem á einhvern hátt reynir að varast þessa starfsemi, þarf ekki að láta sér bregða, þó hann sé óverðskuldað úthrópaður fjandmaður ríkisins eða vara. samur innbrotsþjófur. Þannig j vekja kommúnistar oft og tíðum grun á hinum ágætustu mönnum, saklausum. Er það einn af hættu legustu ágöllum lýðræðisins, hvað almenningsálitið er veikt fyrir þessum hrópum. Við þekkj. um þennan veikleika úr sögunni. Við þekkjum hlutskipti Þemistók lesar. Og hver urðu ekki örlog Sókratesar? Spyrjið Plato (eða j Gunnar Dal), hvort þessi talsmað ur frjálsrar hugsunar í Aþenu hinni fornu hafi ekki einmitt fallið fyrir misvitru almennings- áliti í þessari háborg lýðræðisins. En er það ekki einkennlegur paradox að þjóðfélag sem öðru jöfnu er á verði gagnvart lögbrots mönnum, skuli ekki sjá við þess. ari starfsemi og lætur sér jafn- vel lynda að helgustu vé séu sví. virt? Þarf eftir allt sem á undan er gengið að spyrja um takmark kommúnista? Þarf að spyrja um, hvort þeir hyggist kollvarpa lýð ræðinu? Þarf að efast um ást þeirra á einræði? Eða þarf enn einu sinni að nefna nöfn eins og Eystrasaltslönd, Ungverjaland, Tíbet, Pasternak? Hvað væri sagt við börn sem gleymdu öllum lexíum sínum jafnskjótt og tím inn væri úti? Mundi ekki koma að því að þau féllu á prófi? Erum við ekki farin að hafa eitt hvert hugboð um, að meðalið sem pólitíkusar kommúnismans nota í byrjun, er alltaf hið sama: að taka sér varðstöðu á ýmsum hornum þjóðfélagsins og villa fólki sýn. Að ógna því til fylg- isspektar við plön, sem hafa kostað milljónir manna lífið? Að hóta því varðhundum sínum ella og þeim óþægindum sem af því leiðir að vera kallaður þjóf-- ur? Eða hver er sá sem efast um það lengur, að varðgæzlumenn Stalinsstefnunnar á íslandi sitji um svefnfrið borgaranna og bíði færis að fleygja sakleysi þeirra í almenningsálitið eins og beini í hund? Og samt er enn i stór hópur manna hér á landi, sem lætur sig engu skipta fyrir- ætlanir varðgæzlumanna, en krefst þess að lýðræðið tryggi hlutleysi þeirra. En slíkt getur verið mikil bjartsýni. Við skul- um ekki gleyma því, að lýðræði getur orðið afskiptaleysinu að bráð. Eða spyrjið Pólverja, spyrj ið Búlgara, já spyrjið þá Rússa sem sætta sig ekki við að þegja um skoðanir sínar og hugsanir fyrir nokkra kópeka. Versti ágalli lýðræðis er sá, hvað það veitir mönnum kærkomið tæki- fær, til að vera óhultir og á- byrðarlausir. Ábyrgðarleysi er takmark alltof margra. Það í sjálfu sér er óskiljanlegt, en hitt er þó óskiljanlegra, hve margir ágætismenn trúa í blindni á varð gæzlumennina og látast aldrei sjá neinar líkur til að þessir sjálftil- kvöddu verðir frelsis og mann- réttinda, fórna og heiðarleika, fremji innbrot og láti greipar sópa um fjársjóði þeirrar þjóðar, sem hefur að eink- unnarorðum: Með lögum skal land byggja. Af einhverjum ástæðum þykir þessu fólki þægi- legra að þurfa ekki að glíma við vafasaman grun um óheilindi og fýidan ásetning. Betra að trúa I öðrum fyrir sálu sinni. Flatur fyrir mínum herra, sagði merk- ur íslendingur á erfiðum tímum. Það er auðvelt að skjóta sér á bak við slíka reisn! En hefur nokkur maður leyfi til að fleygja lífi sinu umhugsunarlítið í kvöm þessa hatramma ófrelsis, svo það geti óhindrað malað sitt rauða gull? Nei, auðvitað ekki. En samt er þetta gert. Við gef- umst upp fyrir löstunum og köll um þá nöfnum eins og dyggð, frelsi, föðurlandsást, af þeirri ástæðu einni að við höfum ekki lengur þrek né hugrekki til að láta samvizkuna ráða. Við höf- um ekki lengur þrek til að vera menn. Þeir sem lýðræðið hefur kjör. ið til að vera á verði sofa of margir. Þeir sem lýðræðið treystir á viljá of margir vera óhultir. Þeir sem lýðræðið hefur gefið frelsi, vilja of margir vera ábyrgðarlausir. Það er eins og þeir viti ekki, að þeim hefur ver- ið trúað fyrir miklu, nú síðast fyrir l.ióði Pasternaks. En ótt- inn við innbrotið lamar of marga. Óttinn við að vera kallað ur þjófur drepur kjark úr of mörgum. Pasternak brást ekki skyldu sinni. Hann lamaðist Framh. á Dls. 14.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.