Morgunblaðið - 09.02.1961, Síða 20

Morgunblaðið - 09.02.1961, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 9. febrúar 1961 Boston. Hvað ætlarðu að gera? Það er bersýnilegt, bvað þú ert að reyna að gera. Dr Hemmings sagði þér það. I>ú ert að reyna að drekka þig í hel. í>ú hefur ekki mannsmóð í þér til að kála þér öðruvísi. Eg hugsaði til Leonards. Hann var kletturinn, sem ég gat stutt mig við. Það var Leonard, sem kom því f kring, að ég fór í sjúkrahús, til að lækna mig af drykkjusýkinni. — Eg er búinn að kanna alla svona staði, sagði hann. Hann hafði heimsótt hæli í Hartford, Connecticut, eitt á Long Island, þar sem einn af Oelrichættinni hafði verið, og jafnvel Mattawan, þar sem afi dó. Sumstaðar hefði ég þurfti að binda mig við sex mánaða dvöl, því að menn voru ekki teknir til skemmri tíma. — Nei, nei, nei! æpti ég. Eg vildi ekki láta fara með mig eins og geðsjúkling! Leonard skildi þetta Hann reyndi að róa mig. Jafnvel meðan við drukkum saman, af því að ég gat ekki talað nema drekka í mig kjark til þess að ræða málið. — Eg kem þér hvergi fyrir nauðugri, sagði hann. — Eg ráðstafa þér aldrei þangað sem þú vilt ekki vera. Svo leitaði hann áfram og kom svo aftuir og sagði mér af Towns-hælinu. l>að var í New Yorkborg. Þar get ég ráðið mig upp á vikur í stað inn fso'ir mánuði. Hann bætti við hálf-neyðarlega. — Þú gætir haft gaman af að heyra, að pabbi þinn var þarna einu sinni líka. Eg hugsaði: þetta er ekki nema rétt. Leonard og ég höfðum lengst af verið hvort öðru fjar- læg, en nú kyssti ég hann og þakkaði honum. Nú vorum við kettlingar aftur, eins og við höfð um verið, þegar mamma og Rob in voru á lífi. Nú var enginn eft ir nema Leonard, sem ekki var sama, hvort ég væri lífs eða lið in. Eg fór svo í Towns, af því að það þýddi frelsun. Þegar ég var að innrita mig, spurði Domenico Paccione, lækn ir: — Hvaða nafn viljið þér nota? — Mitt rétta nafn, svaraði ég. — Hvarsvegna spyrjið þér? Hann brosti. — Margar þekkt ar persónur vilja heldur nota dulnefni þegar þær koma hingað. Eg aflþakkaði það. — Eg hef engu að leyna, svaraði ég. Og svo skrifaði ég mitt rétta nafn. Eins og allir vissu þetta ekki, hvort sem var! Utan frá séð var óhugsandi að geta sér til, hverskonar hús þetta væri. Það var eins og einkahús, úr múrsteini, með útsýni yfir Central Park og fáeinar tröppur lágu upp að forsalnum, og þar var fornleg, gljáfægð hurð og gljáandi bréfop. Það hefði vel getað verið húsið, sem ég átti heima í þegar ég var lítil telpa. Mér var vísað til herbergis á þriðju hæð. Veggirnir voru þægi lega grænir, sömuleiðis gólfá- breiðan og rúmábreiðan og steng urnar fyrir gluggunum. Eg reyndi að líta ekki á þær. í sjúkrahúsinu smávandi ég mig af áfengi. Margir sjúklingar komu þarna rétt til þess að sofa úr sér og voru svo farnir eftir tvo daga. En ég gerði mig ekki ánægða með það. Fyrsta daginn var mér leyft að fá mér hress- ingu á hverri klukkustund, ann an daginn aðra hvora og þriðja . daginh þriðju hverja klukku- stuund, en allt í einu var það komið niður í einn á dag, og loks ekki annað en engiferöl. Við sátum þarna í hring, sjúklingarn ir, í náttfötum og slopp; þetta var einskonar lokaður klúbbur, sem við höfðum út af fyrir okk ur; við horfðum á sjónvarp gerð um athugasemdir hvert um ann að og um nýkomna gesti, og þeg ar tíminn nálgaðist sem við átt um að fá að drekka, þyrptumst við kring um læstu áfengis- geymsluna og biðum. Svo opnaði þjónn geymsluna, hellti í eitt glas handa hverjum og lokaði aftur. Þegar nokkrir dagar voru liðnir fann ég mér til furðu, að ég var hætt að Hía á klukkuna. Þarna þurfti enginn að tala um fyrir mér. Mér hnykkti við, er ég komst að því, að ég var þarna yngsti sjúklingurinn — sá eini innan við fertugt. Eg horfði á þá sem komu nýir, allir drukknir, ekki skemmtilega drukknir held ur rorrandi fullir. Ómálaðar kon ur, með úfið og óhreint 'hár; ein stúlka í brjóstahaldi og undir buxum undir loðkápu, en önnur var borin inn af manni, sem slag aði þegar hann burðaðist með hana. Eg hafði nú aldrei verið fullkomlega allsgáð í návist út- úrdrukkinna mannvera. Guð minn góður, hugsaði ég. Er ég svona, þegar ég er full? Eg fékk fjörefnasprautur, ég hafði líkamsæfingar, át og drakk eftir nákvæmlega skipulögðum reglum, og gekk tímunum sam- an í Central Park. Að því kom, að ég hafði dregið frá gluggunum mínum. Sólskinið kvaldi mig ekki lengur í augunum. Úr glugg unum mínum horfði ég yfir víð- lendan skemmtigarðinn. Eg drakk í mig blámann á tjörninni, frísklegu grænkuna á grasinu, og reiðmennina, sem þutu á hestum sínum- eftir krókóttum reiðstíg- unum. Eg hugsaði um það, að einu sinni hafði ég verið svona og lifað innan um svona fólk, farið á fætur á morgnana og út í bjarta veröldina . . . ,Eg reyndi, þessar vikur, á mína vísu, að gera upp reikningana. Eg hafði nógan tíma. Eg var allsgáð og ég var ein, í fyrsta skipti á ævinni. Eg hugsaði mikið um Bob og um karlmenn. Eg fór að spyrja sjálfa mig: Hafði ég nokkurn- tíma elskað, eins og kona átti að elska? Mér fannst það vera, bæði Bram og John Howard og áreið anlega Bob . . . En jafnvel gagn vart Bob háfði það ekki verið ást konu á manni. Þar hafði ég elskað eins og kona barn. Það sem ég raunverulega girntist var sterkur maður, sem gat verið mér faðir. Eg vildi fá mann, sem gæti séð fyrir mér, en svo hafði ég alltaf lent á mönnum, sem ég varð að sjá fyrir. Einu sterku mennirnir, sem ég hafði hitt, höfðu verið ofbeldisseggir. Það sem ég þurfti, að mér fannst, var sterkur maður, sem var góður við mig, sem gat verið elsbhugi og faðir, en ekki elskhugi og barn. Kannske var ég alltaf í þessari leit og af því stafaði þessi stöð- uga, næstum óseðjandi þrá eftir félagsskap og nánum kynnum af karlmönnum . . . Já, ég hafði átt marga elskhuga en það hafði bara enga þýðingu. Þeir voru svip lausir, eins og elskhugar, sem mig dreymdi . . . þessir, sem ég vildi ekki segja dr. Powdermak er neitt um, þegar ég var í Brear- ley . . . ég hafði átt svo marga, að þeir voru eins og mannspil, sem ég bara stokkaði og valdi svo þann fallegasta til að verða skotin í og féll svo í faðm hans í yfirliði . — Eg veit ekki, sagði Ann Andrews, einu sinni þegar hún kom að heimsækja mig. — Kann ske það sé bara þín skýring á þessu. Hún er þægileg. En ég held nú bara, Diana, að þú hafir verið fædd án nokkurrar sið- ferðistilfinningar. Þú ert algjör- lega siðblind. Anna var ekkert að hlífa mér, fremur en endranær. — Þú ert ekki annað en endur- tekning af foreldrum þínum. Þú hefur þessa leikaraafstöðu þeirra gagnvart lífinu, fljótfærni og ó- beit á að hugsa nokkurntíma um afleiðingarnar. Hún andvarpaði. — Ef þú hefðir bara hefðir feng ið svolítið minna af göllunum og meira af kostunum! Hún bætti því við, að siðferði þeirra hefði líka verið hneykslanlegt. — En . . . þegar þau þurftu að vinna, þá unnu þau . . . þá sýndu þau fyllsta sjálfsaga. Nú kemur til þinna kasta að sýna af þér sama sjálfsagann, til þess að standast veikleika þinn og þroska dyggðir þínar. , Eg hugsaði mig um. Var ég endurskin af pabba og mömmu? Hafði ég verið að lifa upp aftur, í einskonar endurholdgun, lífið, sem þau byrjuðu saman, en gátu ekki haldið út til lengdar? Einu sinni — eftir Farrel-tíma bilið — var ég að hugsa um að rita opið bréf til allra slúður- dálkaihöfunda blaðanna. Mig lang aði til að útskýra fyrir þessum öllum, sem gerðu sér tíðast um hegðun mína, að ég væri annað og meira en stelpan á forsíðum saurblaðanna, stelpan með þrútna andlitið og kjánalega drykkju- mannaglottið, sem starði á mann af síðum vafasamra tímarita. Eg vildi segja, að raunverulega væri þetta ekki öll sagan. Og svo datt mér í hug, að sjálf kynni ég hana ekki alla. En kannske ef ég reyndi að lifa hana upp aftur með því að segja hana — ef ég leitaði nógu langt aftur í ævi- sögu mína — ef ég fletti henni út fyrir framan mig, svo að ég gæti séð hana frá upphafi til þessa dags — kannske ég gæti þá skilið hana — og aðrir líka. Ef til vill gæti það hjáipað mér til að komast á rétta braut. Því að guð skal vita, að ég er villt. Þegar ég fór úr Towns, eftir átta vikna dvöl, leit ég út eins og ég kæmi úr dvöl á sveitabæ. Eg tók að skipuleggja líf mitt aft ur. Eg hóf undirbúning, hrædd en einbeitt, að fyrsta leik mínum í New York £ mörg ár. Eg var ráðin til að leika annað aðal- hlutverkið í „Ivory Branch", sem átti að leika í New York. Öðru hverju fékk ég mér eitt glas. Eg var komin að fastri niður stöðu um afstöðu mína til áfeng isins. Eg mundi aldrei geta al- gjörlega séð af því. Eg horfðist í And in frantic haste, the GREAT D06 S6EKS A PLACE TO MAKE A STAND AS THE SWIFTLY MOVING WOLVES NEAR MA-HEEN-GUN ANO HIS PRECIOUS BURDEN, THEIR DREADED HUNTING CRY ECHOES THROUGH THE FORE5T Þegar úlfahópurinn nálgastj veiðiýlfur þeirra um skóginn. j hundurinn að hentugum stað til Úlf og King litla bergmálar. Og í örvæntingar flýti leitar * varnar. Hún er loksins komin stúlkan sem ætlar að gæta Lottu litlu í kvöld. Þá kæmumst við e.t.v. í tæka tíð.. Já, ef Lotta léti sjá sig fyrir miðnættið. ú wmé augu við þá staðreynd. En ég ákvað, að ég skyldi aldrei falla í annan eins drykkjuskap og ég 'hafði áður gert. Eg æfði leikritið — allsgáð. Eg lék í því á frumsýningu — allsgáð, og Eg lék það meðan það gekk allsgáð. Eg las leikdóma Brooks Atki- son í Times. „Ungfrú Barrymore hefur góða rödd, góða spékoppa, góðan vöxt, gott dramatískt skap og mikinn kraft . . Hve nær sem hún getur gert sér ljósan mismun á því að leika og hinu að sýna sig getur hún orðið mikil leikkona. —• Hæfileikana hefur hún“. í þetta sinn lét ég það ógert að skrifa hr. Atkinson eins og ég hafði gert sextán árum áður. Þá var ég ung og áhugasöm Diana Barrymore með allan heiminn fram undan mér. En nú endur- tek ég bara loforðið mitt — og af fullri alvöru: Eg lofa því. Þér skuluð sjá. Sannarlega skuluð þér það, hr. Atkinson/ Kannske er ég komin á leið út úr ógöngunum. ("Sögulok) SBtltvarpiö Fimmtudagur 9. febrúar 12.50 „Við vinnuna": Tónleikar. — 12.50 „Á frívaktinni“: Sjómannaþáttur í umsjá Kristínar Önnu Þórarina dóttur. 14.40 ,,Við sem heima sitjum'*. Svava Jakobsdóttir hefur umsjón með höndum). 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til- kynningar — 16.05 Tónleikar. 18.00 Fyrir yngstu hlutendurna. Gyða Ragnarsdóttir og Erna Aradóttir sjá um tímann. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Tónleikar: Fiðlukonsert nr. 4 1 d-moll eftir Paganini (Arthur Grumiaux og Lamoureux hljóm- sveitin í París leika; Franco Gall ini stjórnar). 20.30 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Lárentíusar saga Kálfssonar; XII. (Andrés Björnsson). b) Islenzk þjóðlög sungin af Eng- el Lund. c) Jón Jónsson Skagfirðingur flyt ur stökur og kviðlinga. d) Gustav Fröding, ritgerð eftir Selmu Lagerlöf (Einar Guð- mundsson kennari). 21.45 íslenzkt mál (Asgeir Blöndal Magnússon cand. mag.), 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (10). 22.20 Ur ýmsum áttum (Ævar R. Kvar an leikari). 22.40 Kammertónleikar: Strengjakvart ett nr. 1 eftir Khayam Mirza- Zade (Azerbaijan-kvartettinn leikur). 23.10 Dagskrárlok. Föstudagur 10. febrúar 8.00 Morgunútvarp. — Bæn (Séra Jón Auðuns dómprófastur). —• 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar. — 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynnlngar)* 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 ,,Við vinnuna“: Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til- kynningar — 16.05 Tónleikar. 18.00 Börnin heimsækja framandi þjó8 ir: Guðmundur M. Þorláksson talar um steinaldarmenn í Astra- líu. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 1930 Fréttir. 20.00 Daglegt mál (Óskar Halldórsson cand. mag.). 20.05 Efst á baugi (UmsJónarmennj Fréttastjórarnir Björgvin Guð- Guðmundsson og Tómas Karls- son). 20.35 Tónleikar: Sinfónlskar etýður opt 13 eftir Schumann (Irina Sijal- owa leikur á píanó). 21.00 Upplestur: Jón úr Vör les frum- ort ljóð. 21.10 Tónleikar: Duet-concertino fyrip klarínettu, fagott, strengjasveit og hörpu eftir Richard Strauss (Gerald Caylor klarínettuleikari, Don Christlieb fagottleikari og Kammerhljómsveitin i Los Ang- eles leika; Harold Byrns stjórnar) 21.30 Utvarpssagan: „Blítt lætur veröld in*‘ eftir Guðmund G. Hagalín; L (Höfundur les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmur (11). 22.20 „Blástu — og ég birtist þér"; V, þáttur. — Ólöf Árnadóttir ræðir við konur frá ýmsum löndum, 22.40 1 léttum tón: a) Vico Torriani syngur. b) Malando og hljómsveit hani leika. 23.10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.