Morgunblaðið - 12.02.1961, Page 3

Morgunblaðið - 12.02.1961, Page 3
Sunnudagur 12. Febrúar 1961 MORCVNBL4Ð1Ð 3 Sr. Jón Auðuns, dómprófastur; Hlýðni Kjarval: — Þetta er falleg stúlka með saltfisk, 1. flokks meira að segja. Þorvaldur bílstjóri: — Eins og í Landsbankanum. Á málverkasýningu með listamanninum f EINUM af kirkjutextum þessa helgidags segir, að sá maður sé þrælborinn. sem ekki þoli aga. Þræll eigin geðþóttá og duttl- unga sá, en frjálsborinn hinn, sem virðir aga og kann að hlýða. í þessu er miklu meiri speki fólgin en í megninu af öllu tízkutali síðari tíma um sjálf- ræði og agaleysi hins „frjálsa manns“. Vel sé þeim, sem frelsi þrá og fyrir frelsi berjast. Mann- kynið skiptist eftir meginlínum í tvær sveitir. Annarsvegar eru þeir, sem sannfærðir eru um, að menning og farsæld framtíðar sé undir því komnar, að menn fái að búa við frelsi til athafna og tjáninga. Og hinsvegar eru þeir, sem því trúa, að með skipulagi einræðis og frelsissviptingar ein- staklinganna verði farsæld fram tíðarríkisins bezt tryggð. Á Vesturlöndum eru þeir menn í miklum meirihluta, sem andvígir eru áþján og einræði og telja, að farsæld og framtíð menningar verði ekki á annan hátt tryggð en í frjálsum heimi. En þar .vill sú staðreynd gleym- VIÐ bregðum okkur út á málverkasýningu Kjarvals í Listamannaskálanum og hittum hann þar sem hann er að ræða við sýn- ingargesti. Meðal þeirra er „bílstjórinn hans“, eins og hann er kallaður, Þorvald ur Þorvaldsson á BSR. — Þorvaldur hefur ekið hon- um manna mest sl. 14 ár og m. a. verið með honum í löngum ferðum úti um Iand. Við náum tali af Þorvaldi þegar listamaðurinn víkur sér frá og leggjum fyrir hann nokkrar spurningar. ★ — Þekkirðu ekki flest mál- verk Kjarvals? — Jú, öll, sem hann hefir gert þegar ég hef farið með hann í ferðalög. Þessi fimm gerði hann öll í sumar, á leið- inni hér austur yfir fjall, í Svínahrauni og þar um kring, segir Þorvaldur og bendir á myndirnar innst í salnum. Þá bendir hann á mynd hægra megin í salnum og seg- ir: — Þessa gerði hann á meðan við stoppuðum á Jökuldals- heiðinni á leiðinni austur á Hérað í sumar. Við stóðu'm við í 6 tíma, en hann hefir sett í hana liti síðan. — Hafið þið verið langtím- um saman á ferðalagi? — Já. Nokkuð. í sumar vor- i sumarbústað Eiðaþinghá á um við 6 daga hans austur í Héraði. — Og matreiddir þú fyrir ykkur? — Við gerðum það svona í félagi og það blessaðist allt saman. Nú er listamaðurinn kominn til okkar og einnig Jón á Reykjum. í því kemur Ólafur K. Magnússon ljósmyndari til þess að mynda þá saman lista- manninn og bílstjórann hans. Ólafur segir við Jón á Reykj- um: — Bróðir þinn bíður eftir þér úti. Kjarval vindur sér að Jóni, lítur upp á þennan tveggja metra mann, sem er tvö hundruð og talsvert mörg pund í viðbót, og segir: — Áttu bróður? — Já, meira að segja fjóra. Og ég er ekki stærstur. — Áttu líka systur? segir Þessa mynd tók Kjarval af ljósmyndurum Morgunblaðsins, Tímans og Þjóðviljans við opnun sýningarinnar í fyrradag. Kjarval: — Ég hef tekið furðulega margar myndir um ævina, meira að segja litmyndir. ^ og bílstjdranurr hans listamaðurinn okkur hina. og lítur á — Hvað kemur til að þú valdir Þorvald til þess að aka þér Kjarval? spyrjum við. Málverkið af Þorvaldi bílstjóra, sem Kjarval sletti i hann f tilefni afmæiis. — Jú, sjáðu til. Það kom til af því að engir fengust í lang ferðir nema hann og svo fór það upp í vana að taka hann. Við vorum kannske ekki bún- ir með myndina og þurftum að fara aftur og klára hana. — Og finnst þér hann sann- gjarn í viðskiptum? — Hann er dálítið dulur. En hann er plein. Já plein. Hann snuðar ekki sitt fyrirtæki. — Hefir hann fengið hjá þér myndir? — Maður slettir í hann einni mynd af honum sjálfum sem maður málar 1 stemningu í til efni afmælis. Nú vill Ólafur K. fara að taka af okkur myndir. — Óli Þórðar, kallar Kjar- val fram í salinn. ■— Kondu og vertu með okk ur á myndinni. • — Á ég að taka ofan hatt- inn? spyr Ólafur. — Nei, hafðu hattinn. Þú tekur þig svo vel út með hatt. En ég ætla að vera berhöfðað- ur svo að bílstjórinn njóti sín betur, segir listamaðurinn. Ólafur Þórðarson er systur sonur Kjarvals og þegar hann fæddist fór Kjarval suður í Skerjafjörð, skaut önd og færði systur sinni á sængina. — En við viljum fá af ykk- ur mynd við eitthvert mál- verkanna, segjum við. ★ — Já, hérna við stúlkuna með saltfiskinn. Falleg teikn- ing með 1. fl. saltfiksi. Haf- ið þið séð hvernig ég er bú- inn að breyta saltfiskinum í Landsbankanum. Hann var all ur gulur. En í vor var svo mik ið talað um að flokka fiskinn vel og vandlega. Og þá rauk ég til og stóð uppi á stillans í 3 vikur og setti allan fisk- inn í 1. flokk. Við göngum út að bílnum hans Þorvaldar. Ætlunin er að fara með honum heim og taka mynd af myndinni af honum, sem Kjarval sletti í hann í til- efni afmælis. — Tempraðu í okkur vitleys urnar, segir listamaðurinn um leið og hann kveður okkur. vig. ast langt um of. að rf skefja- lausu frjálsræði og agaleysi ein- staklinganna getur lýðræðinu verið stórlega ógnað. Það gleyrn- ist oft, þegar um frelsið er talað og frelsinu er sungið lof, að eí hlýðni og hollusta haldast ekki í hendur við frelsið, geta þau verðmæti verið í hættu, sem lýS ræðið á að tryggja. í vestrænum þjóðfélögum, o ekki síður hér á landi en annai staðar, hefir sívaxandi skortur á hlýðni borgaranna og hollustu orðið að þjóðfélagsmeini, sem öllum á að vera auösætt. Ein- hliða áherzla á frelsið, frjáls- ræðið, fæðir af sér sjálfshyggju, sem er jafnhættuleg einkalífi, heimilislífi og þjóðlífi. Virðingu fyrir lögum og reglu hefir hnignað. Einstaklingsgeð- þóttinn vill setja . sjálfum sér lög, en hlýðir ekki lögum, sem varða almenningsheill, heill sam félagsins. Upplausn hjúskapar- og heim- ilislífs og óhlýðni þegnanna við lög þjóðfélagsins eru meinsemd- ir, sem ógna lýðræðinu á Vestur- löndum miklu meira en mark- viss og opinber barátta gegn lýð- ræðinu. Þar sem menn vilja ekki virða og þekkja æðri lög en eig- in geðþótta, er hjúskapar- og heimilislíf í hættu. Þar sem menn vilja ekki skilja, að sem samfélagsvera og löghlýðinn borgari verður einstaklingurinn að lifa, er lýðræði og lýðfrelsi í hættu. í dag er sunnudagur í föstu- inngang, og kirkjan minnir þá á hlýðnina. Næstu vikurnar sjö eru helgaðar minningunum um krossferil Krists og dauða, minn ingunum um hann, sem var hlýð inn allt fram í dauðann á krossi. Hver var frjáls eins og hann? Hver kunni hlýðni eins og hann? Ekkert annað dæmi mannkyns- sögunnar sýnir oss eins ljóslega, að hlýðnin og hið fullkomna frelsi hljóta að fara saman. Með dæmi hans fyrir augum, og eink- um eftir að hann gekk út í eld- raun þjáninganna, sjáum vér ljóslega, að enginn sá, sem ekki hefir lært, að leggja einstaklings óskir sínar og eigin geðþótta sem hlýðnisfórn á altari æðri hug- sjóna, er frjáls. Aðeins sá, sem fúslega kann að fórna frjálsræði sínu, þegar æðri lögmál krefjast, er frjáls. Hversvegna gekk Kristur þyrniveginn? Hann sá æðri sýn- ir, hugsjónir, sem voru honum svo heilagar, að hann hlaut að hlýða þeim. Þegar menn komast skyndi- lega til velmegunar úr fjötrum fátæktar, hættir þeim við að nota fjármuni sína eins og flón. Svo hefir farið um frelsi, sem menn hafa fengið á síðari tím- um. Menn hafa túlkað það, sem skefjalaust frjálsræði til að gera hvað, sem hugur og geðþótti býð ur. Trúfrelsi og lausn úr fjötr- um gamalla, úreltra hugmynda, hafa menn notað til þess að fleygja frá sér allri trú. Frelsi í einkamálum nota margir svo, að til upplausnar stefnir í hjú- skapar- og heimilislífi. Frelsið, sem mjög hefir verið í tízku í uppeldismálum á siðari áratug- um, hafa uppalendur í ískyggi- legum mæli notað þannig, að boð og bönn hafa verið talin hættuleg bai’nssálunni, þess vegna eru menn nú æ meir að hneigjast að því, að til þess að bjarga frelsi einstaklingsins og þjóðfrelsi lýðræðisríkjanna, þurfi nú í öllu uppeldi, að leggja meiri áherzlu á hlýðnina en gert hefir verið um skeið. í föstubyrjun bendir kirkjan á hinn frjólsa mann. Hún bend- ir á Krist. Og hún bendir á þann sannleik, sem mannkynið hefir bezt af honum numið, að í sjálfsgjöf og í hlýðnisfóm við æðri hugsjónir finnur maðurinn fvrst. hið fullkomna frp.Ui

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.