Morgunblaðið - 17.02.1961, Qupperneq 3
Föstudagur 17. febr. 1961
MORCVNBLAÐ1Ð
3
♦ ♦♦♦♦♦♦« ■♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«
B L A Ð IÐ hitti fyrir
skömmu að máli Jón
bónda og hænsnaræktar-
mann Guðmundsson á
Reykjum í Mosfellssveit
og rabbaði við hann um
Ameríkuferð, en þangað
fór Jón til þess að kynna
sér nýjungar í búnaði og
þá fyrst og fremst hænsna
rækt og eggjaframleiðslu.
Jón fór vestur með Karla-
kór Reykjavíkur, en þar er
hann söngfélagi.
— Þar sem ég var staddur
vestra leitaði ég fyrir mér
um fyrirgreiðslu til þess að
kynna mér hænsnarækt.
Fulltrúar Bandaríkjastjórnar
brugðust mjög vel við þess-
ari málaleitan minni og stóð
mér til boða fjögurra mán-
aða dvöl í Bandaríkjunum
mér að kostnaðarlausu. 1
þessu sambandi kom og til
Jón Guðmundsson á Reykjum með Mr. Babcock, sem er
einn kunnasti hænsnakynbótamaður Bandaríkjanna og
eigandi risakynbótabús.
Astand eggjafram-
leiöslunnar bágborið
fyrirgreiðsla Búnaðarfélags
Islands og bandaríska sendi-
ráðsins hér í Reykjavík,
sagði Jón í upphafi samtals-
ins.
— Vegna starfa minna hér
heima gat ég því miður ekki
þegið nema tvo mánuði af
hinu góða boði og stóð ferða-
lag mitt í 66 daga. Hófst það
í Washington og var skipu-
lagt af einni af undirnefnd-
um innanríkisráðuneytisins.
— Frá Washington hélt ég
í heimsókn til tilraunastöðv-
arinnar í Beltswille í Mary-
land. Það er risavaxin til-
raunastöð, rekin af sambands
stjórn Bandaríkjanna. Hefur
hún verið hið leiðandi afl í
kynbótum búfjár og tilraun-
um landbúnaðarins.
— Frá Maryland hélt ég
svo til Minnesota-háskóla og
þaðan til Missouri-háskóla
og var þá komið að jólum.
Á nýársdag hófst ferðin að
nýju og dvaldist ég þá fyrst
við háskólann í Raleigh í
North-Carolina og fleiri borg
um í því fylki. Þaðan hélt ég
til Williamsburg og Win-
cester í Virginia-fylki. í
Williamsburg er mjög þekkt
þjóðminjasafn og eyddi ég
þar tveimur dögum. Þaðan
fór ég til íþöku með við-
komu í Washington, þar sem
ég gaf skýrslu um förina. í
íþöku er Cornell-háskóli,
mjög þekkt menntasetur, og
var ég þar í 6 daga.
— Að lokum sótti ég ráð-
stefnu kjöt- og eggjaframleið-
enda í Suðurríkjunum.
Við spurðum Jón um nokk
ur atriði, er vöktu sérstaka
athygli hans á ferðalaginu.
— Allar heimsóknirnar í
háskólana voru með svipuðu
sniði. Ég bar upp ýmsar
spurningar og ræddi fjölda
vandamála við prófessorana
og sérfræðingana sem vinna
við þessar menntastofnanir.
Að öðru leyti var ég á veg-
um héraðsráðunautanna og
með þeim skoðaði ég fjölda
tilraunastöðva og allskonar
fyrirtæki, sem rekin eru í
sambandi við hænsnarækt.
— Ég tel mig hafa haft
mjög mikið gagn af allri
þessari ferð og raunar mun
er líka það eina, sem það
hefur haft bolmagn til. Það
hefur enda stundum haldið
því fram að þetta væri frexn-
ur iðnaður en landbúnaður,
en iðnaðurinn vill ekkert
hafa saman við okkur að
sælda.
— Þegar þannig er ástatt
með einn atvinnuveginn í
þjóðfélagi okkar, er vart von
að vel fari, enda hefur hann
orðið fyrir miklum árásum
af hendi neytenda, og
kannski ekki að ófyrirsynju.
— Það skal einnig fram
tekið að hænsnaræktin nýtur
engrar upplýsingaþjónustu,
nema það litla, sem B. í. hef-
ur getað af hendi leyst af
einskærri greiðasemi með er-
lendum upplýsingum og þýð-
ingum, sem þá að sjálfsögðu
miðast við staðhætti þar og
oft ólíkt því sem hér er.
— Eggjaframleiðsla okkar
Islendinga er að verðmæti
yfir 30 milljónir króna á ári.
Er þá ótalið allt kjöt af
hænsnum, sem eru vart
minna en 50 þús. stk. ár-
lega. Þar að auki eru svo
kjúklingar. Af þessu má
glöggt sjá að full ástæða er
til að sinna þessari atvinnu-
grein meira en gert hefur
verið.
Við verðum í þessari stuttu
blaðagrein að taka aðeins fá
dæmi, þeirra mörgu, er Jón
á Reykjum getur bent á.
— Ég vil benda á að ég
hef komizt að raun um að
fortakslaust eigi aðeins að
láta hænurnar verpa eitt ár.
Ilænsni að nokkru á grindagólfi og að nokkru á taði.
(Ljósm.: J. Guðm.)
Hænsnaslátrun með rafiosti.
meira en ég bjóst við í upp-
hafi. Þakka ég það fyrst og
fremst því hve ferð mín var
vel skipulögð og hve auðvelt
var að vinna með þeim mönn
um, sem ég átti samskipti
við.
Við ræðum næst ástand
hænsnaræktarinnar hér á
landi og spyrjum Jón hvaða
ábendingar hann vilji leggja
áherzlu á eftir að hafa kynnt
sér þennan atvinnurekstur
vestan hafs.
— Það er óhætt að segja
að ástand þessa atvinnuvegs
hér á landi sé frefnur bág-
borið. Félagmál eggjafram-
leiðenda eru og hafa alltaf
verið meira og minna í mol-
um. Hið opinbera hefur
aldrei gert neitt þessum at-
vinnuvegi til stuðnings svo
ég viti til nema að inn-
heimta söluskatt af fram-
leiðslu þeirra, sem eru í sam-
tökum eggjaframleiðenda. —
Hefur hann orðið að bjarg-
ast á eigin spýtur eins og
bezt hefur látið hverju sinni.
Búnaðarfélagið hefur alltaf
svnt honum velvilja, en það
Ég byggi þetta á því að
meðalvarp sæmilegra hænsna
er yfir 200 egg á 1. ári en
40—80 stk. minna á 2. ári.
Hæna, sem búin er að verpa
eitt ár þarf 6—10 vikur til
fjaðrafellingar. Sá tími kost-
ar á hvern fugl ca. 25 kr. í
fóðri einu saman. Gera má
ráð fyrir 30—40 kr. verði á
ársgamalli hænu til slátrun-
ar. Þessi mismunur, fóðrið,
frálagsverðið og eggjatapið á
2. varpári er nálægt því
verði, sem 5 mánaða ungi
kostar, en það er sá aldur er
hann þarf að ná til þess að
geta farið að verpa.
— Ég tel óhjákvæmilegt
að koma hér á fót sláturhú.sí
fyrir alifugla. Þá getur neyt
andinn fengið mun meira úr-
val og tryggingu fyrir góðri
og vel verkaðri vöru. Einnig
er þetta auðsær hagur fyrir
framleiðendur, sem margir
hverjir fá lítið sem ekkert
verð fyrir afsláttarfugla.
— Bandaríkjamenn eiga
mörg góð varpkyn og einnig
góð kjötkyn, en eins og et
Framh. á Hs. 22.
•♦♦♦♦♦♦♦•^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦^^^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦^^^^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^
STAKSTEINAR
Gerðardómurinn
og Karl Guðjónsson
Eins og kunnugt er, hefur Karl
Guðjónsson þingmaður kommún-
ista flutt, ásamt Lúðvík Jósefs-
syni, frumvarp um gerðardóm 1
ákveðnum vinnudeilum. Gerðar-
dómur þessi á að ákveða hlut-
deild sjómanna, útgerðar og
vinnslustöðva í aflaverðmæti. Á
hann þannig að hafa úrslitaáhrif
á kjör sjómannastéttarinnar. MeS
tilliti til þess að Karl Guðjóns-
son ber höfuðábyrgð á verkfail-
inu í Vestmannaeyjum, sem svift
hefur flesta bæjarbúa atvinnu,
hafa menn búizt við því að hana
mundi flytja nýtt frumvarp un
almennan gerðardóm, eða a.m.k.
að settur yrði gerðardómur til aS
leysa úr því hver kjör landverka-
fólks í Vestmannaeyjum skuB
vera, úr því hann vill að gerðar-
dómur áikveði kjör sjómanna. Á
þessu nýja gerðardómsfrumvarpi
hefur þó enn ekki bryddað og
virðist Karli því eðlilegt að verk-
fallið standi enn um hríð. En gera
verður ráð fyrir að hann beri
frumvapið fram áður en langt un
líður, því að sjálfsagt vill hann
vera sjálfum sér samkvæmur. 'Ór
því hann vill ákveða kjör sjó-
manna með gerðardómi, þá viil
hann vafalaust líka að gerðardóm
ur fjalli um kjör landverkafólks.
Játa samstarf
við kommúnista
Á æskulýðssíðu Tímans í gær
er rætt um „samstarf Framsókn-
armanna í launþegasamtökunum
við kommúnista“. Síðan segir:
„f því tilviki, sem hér um ræð-
ir, hafa Framsóknarmenn og
kommúnistar átt samleið".
Framsóknarflokkurinn fer þann
ig ekkert dult með það lengur,
að full samstaða er með honum
og kommúnistum í tilraununum
til þess að reyna að eyðileggja
efnahag landsins. I greininni seg-
ir einnig, „að stefna Framsóknar-
flokksins er jafn andstæð komm-
únisma og íhaldi“. Á öðrum stað
segir:
„Á sama hátt mundu þeir (þ.e.
Framsóknarmenn) að sjálfsögðu
vinna að sérhverju hagsmunamáli
þjóðarinnar með íhaldi, er svo
bæri undir að íhaldið sinnti þeim
máhim“.
í þessum orðum felst það, að
Framsóknarmenn gera engan
greinarmun á erindrekum heims-
kommúnismans og íslenzkum lýð
ræðisflokki. Þeir segja að þeim
sé jafnkært að styðja ofbeldis-
og öfgastefnu eins og að starfa
með lýðræðisflokki. Þessi hugs-
unarháttur er í fullu samræmi við
álróður þann, sem kommúnistar
nota meðal nytsamra sakleys-
ingja. Þar er hamrað á því, að
vestrið og austrið séu álíka slæm
og þannig reynt að afla þess hlut-
leysis, sem kommúnistum er nauð
synlegt til að koma fram áform-
um sínum. Skilgreining ritstjóra
Æskulýðssíðu Tímans á Fram-
sóknarflokknum er því býsna
rétt. Hann gerir nú orðið lítinn
greinarmun á kommúnisma og
lýðræði. Á sumum sviðum %tyður
hann beinlínis ofbcldisöflin en
á öðrum reynir hann að ala á
hlutleysi gagnvart þeim.
Árg-einingur í Framsókn
Því er hins vegar ekki að
leyna, að innan Framsóknar-
flokksins er fjöldi manna, sem
andvígur er þessari stefnu for-
ystunnar og flokksblaðsins. Þeir
eru í dag í minnihluta í forystn
flokksins, en enginn veit hvað
ofan á verður á morgun. Vissu-
lega hljóta allir góðir menn að
vænta þess að Framsóknarflokk-
urinn verði áfram lýðræðissinn-
aður en ekki handbendi heims-
kommúnismans beint eða óbeint.