Morgunblaðið - 17.02.1961, Side 8

Morgunblaðið - 17.02.1961, Side 8
8 MORCUMt14r)ifí Föstudagur 17. febr. 1961 IJrbætur í fangelsa- málum fyrirh ugaðar BJARNI Benediktsson dóms- málaráðherra mælti fyrir frv. um ríkisfangelsi og vinnuhæli og frv. um hér- aðsfangelsi á fundi neðri deildar í gær, er þau voru þar til 1. umræðu eftir 3. umræðu í efri deild. Ríkisfangelsi <rg vinnuhæli í fyrri raeðu sinni tók ráðherr- ann fram, að um það væri eng- inn ágreiningur, að fangelsismál íslendinga væru í mikilli niður- lægingu og þar þyrfti rækilegra bóta við. Þess vegna hefði hann á sl. ári fengið sakadómarann í Reykjavík til þess að taka þes.si mál til athugunar og hefði hann m. a. ferðast um Norðurlönd til þess að kynna sér fangelsismál þar. Síðan hefði hann svo í sam- ráði við dómsmálaráðuneytið samið 2 frumvörp til úrbóta í þessum málum, annað um ríkis- fangeisi og vinnuhæli, hitt um héraðsfangelsi. Þessi 2 frumvörp hefðu svo verið lögð fyrir efri deild nú í þingbyrjun og hefði hiún samþykkt þau óbreytt að efni til. Sagði dómsmálaráðherra, að skv. frumvörpunum væri ætlazt ■mjmæm til, að tvenns wljpP konár háttur ver ið hafður á við greiðslu kostn- aðar við fang- elsin. Ríkisfang- elsi og vinnu- hæli skyldi kosta af ríkinu en héraðsfang- elsin kostuð af og hlutaðeigandi bæjar- eða sveitarstjórn í sam- einingu. Mætti segja, að frekari sund- urgreining fangelsa væfi æski- leg heldur en lagt er til í frum- vörpunum, en miða við allar að- stæður hér á landi væri slíkt óframkvæmanlegt. T. d. hefði. verið bent á, að ef vel ætti að vera þyrfti að reisa hér kvenna- fangeisi, en í frv. væri gert ráð fyrir, að kvennafangelsi væri deild í ríkisfangelsinu. í þessu sambandi mætti þó benda á, að sem betur færi, væri/ afbrot kvenna ekki stórfellt vandamál hér á landi. Og hvað sem liði einstökum athugasemdum við fyrirkomulagsatriði gætu sjálf- sagt allir verið sammála um, að sú skipan, sem gert er ráð fyrir í frumvörpunum verði til stór- bóta, komist hún í framkvæmd. Að lokum sagðist dómsmála- ráðherra vilja leggja áherzlu á, að sú fjárhæð, sem gert er ráð íyrir, að veitt s.é til fangelsa- bygginga, a. m. k. 1 milljón kr. á ári, sé algjör lágmarksupphæð og beri einungis að skoða hana sem ábendingu um þá þörf, sem fyrir hendi er, en ekki svo, að nokkr'um hafí komið til hugar, að sú fjárhæð nægði til þess að koma þessum málum í viðun- andi horf. Eftir ræðu dómsmálaráðberra var frumvarpinu vísað til 2. umræðu og allsherjarnefndar. I ræðu sinni fyrir frumvarp- inu um héraðsfangelsi gerði dómsmálaráðherra grein fyrir því, að um kostnað við þau væri ætlazt til, að sama skipan héld- ist og verið hefur, þ. e. að þau verði kostuð af ríkissjóði og hlut aðeigandi bæjarstjórn eða sveit- arstjórn í sameiningu. Hins veg- ar sé nú betur tryggt, að fjár- veitingarnar verði inntar af hendi eftir að ráðizt hefur verið í framkvæmdirnar. Núverandi fangageymsla í lögreglustöðinni í Reykjavík er algjörlega ófullnægjandi, sagði dómsmálaráðherra, og hefur raunar verið látið við hana sitja lengur en forsvaranlegt er. Nú stæði yfir bygging bráðabirgða- fangageymslu í Reykjavík, og sé henni þannig háttað, að hún geti komið að gagni þótt fanga- geymslan verði flutt í nýja lög- reglustöð. En það væri auðvitað miklu víðar en í Reykjavík, sem þörf væri endurbóta og miðaði frumvarpið að því að bæta úr þeim þörfum. Sagði ráðherrann, að þeirri athugasemd hefði verið hreyft að eðlilegast væri, að ríkið kost- aði byggingu og rekstur fang- elsa að öllu leyti. En meðan sú ríkinu stjórn Ný þingskiöl í efri deilc! í GÆR voru lögð fram 2 ný þing- skjöl í efri deild. í hinu fyrra eru breytingartillögur við frv. til sveitastjórnarlaga frá heilbrigðis- og félagsmálanefnd. Virðist þar verða um að ræða orðalagsbreyt- ingar að mestu leyti, en þar sem um efnisbreytingar er að ræða virðast þær mjög smávægilegar. Þá var lgat fram í deildinni frv. til laga um breyting á lög- unum um sveitarstjórnarkosning ar. Er það flutt af heilbrigðis- og félagsmálanefnd að beiðni félags málaráðuneytisins. Er þar ekki um nýmæli að ræða, eins og fram kemur í greinargerð frumvarps- Niðurgreiðsla á innlendu korni KARL Guðjórísson flytur í sam- einuðu þingi svohljóðandi tillögu til þingsályktunar um aðstöðu- jöfnun innlendrar kornfram- leiðslu við innflutning korns frá útlöndum: „Alþingi ályktar að fela ríkis stjórninni að framkvæma niður greiðslu á korni ræktuðu hér á landi til jafns við niðurgreiðslu á innfluttu korni“. regla stæði, að bæjarstjórnir og sveitarstjórnir tækju þátt í kostnaði við löggæzlu mætti segja að ekki væri óeðlilegt, að hið sama gilti í fangelsamálum. Hann teldi þó, að eðlilegast væri, að ríkið kostaði fangelsi að öllu leyti í framtíðinni, en að svo stöddu væri ríkinu það ofviða vegna þess, hve þörfin fyrir þau fangelsi, sem ríkið verður eitt að standa undir, er brýn. Eftir ræðu dómsmálaráðherra var þessu frumvarpí einnig vís- að til 2. umræðu og allsherjar- nefndar. Jarðboranir að Leirá D A N í E L Ágústínusson og Jón Árnason flytja í samein- uðu þingi tillögu til þings- ályktunar um jarðboranir að Leirá í Borgarfirði. Tillaga þeirra er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni aff láta fara fram borun eftir heitu vatni að Leirá í Borgarfirði, svo fljótt sem auðið er, í þeim tilgangi, að orkulindir þær, sem þar kunna að vera, verði hagnýttar til hitaveitu Akraness“. í greinargerð sinni vísa flutn- ingsmenn til jarðborunar, sem fram fór á þessu svæði seint á órinu 1959. Var þá farið niður á 133 metra dýpi, og þegar hætt var borun í febrúar 1960, var rennslið orðið 7—8 sekl. af 80° heitu vatni. Telja þeir, að næst beri að rannsaka, hvort að við Leirá sé nægilegt vatn fyrir hitaveitu Akraness og þau sveitabýli, sem á þessari leið eru. Og í lok greinargerðarinn- ar láta flutningsmenn í ljós þá skoðun, að með samþykkt til- lögu þeirra væri hitaveitumáli Akraness veitt mikilsvert braut- argengi. Þorsfeins Þorsteins- sonar minnzt á Alþingi í UPPHAFI fundar sameinaðs þings í gær minntist þingforseti, Friðjón Skarphéðinsson, Þor- steinssonar fyrrv. sýslumanns svofelldur orðum: Áður en gengið er til dagskrárj vil ég leyfa mér að minnast nokkrum orðum Þorsteins Þor-[ steinssonar fyrrum sýslumanns og alþingismanns, sem lézt í sjúkrahúsi hér í bæ í aærkvöld, 76 ára að aldri. Þorsteinn Þorsteinsson fæddist á Arnbjargarlæk í Þverárhlíð 23 des. 1884, sonur Þorsteins bónda þar Davíðssonar, bónda á Þor-J gautsstöðum í Hvítáraíðu Þor- bjarnarsonar, og konu hans, Guð- rúnar Guðmundsdóttur bónda á' Sámsstöðum í Hvítársíðu Guð-| mundssonar. Hann nam undir i skóla hjá séra Magnúsi Andrés- syni á Gilsbakka, brautskráðist | úr menntaskólánum í Reykjavík árið 1910 og lauk lögfræðiprófi. við Háskóla íslands 1914. Hann I var settur sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarðarsýslum um stund sumarið 1914 og varð málflutn- ingsmaður við yfirréttinn í Reykjavík þá um haustið. Þrjú næstu ár gengdi hann ýmsum lög- fræðistörfum ásamt sveitavinnu á sumrum. Hann var aðstoðar- maður í fjármáladeild Stjórnar- ráðs íslands frá 1. október 1917 til 31. júlí 1920, en á því tímabili var hann um sex mánaða skeið á árinu 1918 settur sýslumaður í Norður-Múlasýslu og bæjarfógeti á Seyðisfirði og fimm mánuði á árinu 1919 settur sýslumaður 1 Árnessýslu. í ágústmánuði 1920 varð hann sýslumaður í Dala- sýslu og gengdi því embætti til ársloka 1954, er honum var veitt lausn vegna aldurs. Fluttist hann þá til Reykjavíkur og átti hér heimili síðan. Þorsteinn Þorsteinsson var kjör inn til ýmissa trúnaðarstarfa, sem hann gegndi jafnframt em- bætti sínu. Hann var í stjórn Sparisjóðs Dalasýslu um tuttugu' ára skeið, stjórnarnefndarmaður í Búnaðarsambandi Dala- og Snæfellsness 1933—1945, formað- ur skólaráðs húsmæðraskólans á Staðarfelli 1939—’46, eftirlitsmað ur opinberra sjóða frá 1940 til æviloka, bankaráðsmaður Búnað- arbanka íslands 1941—’57 í út- hlutunarnefnd skáldastyrkja og listamannalauna 1946-—’59. Hann var fulltrúi á búnaðarþingi á ár- unum 1939—1949. Á Alþingi átti hann sæti 1934—1953, sat á 26 þingum alls. Forseti efri deild- ar var hann á þinginu 1946—’47„ Þorsteinn Þorsteinsson átti til mikilla búmanna að telja. Hana ólst upp við sveitarstörf, vann 4 búi föður síns á sumrum, meðan hann var í skóla og nokkru leng- ur og rak lengst af búskap jafn- framt embættisstörfum sínum í Dalasýslu. Hann hafði mikil af- skipti af félagsmálum bænda, og á Alþingi sinnti hann jafan mikið landbúnaðarmálum. Þarsteinn Þorsteinsson var far- sæll í embættisstörfum, fjárafla- maður í meira lagi, en hreinskipt inn. Hann var orðheppinn glettinn og gamansamur. Hann var ekki hraðmælskur á mál- þingum, en vel ritfær. Hann var bókamaður, safnaði bókum frá unglingsárum og átti mikið og dýrmætt bókasafn senni lega eitthvert dýrmætasta bóka- safn í einkaeigu hér á landi. Hann var ágætur fræðimaður, ritaði talsvert um landbúnaðarmál og önnur þjóðleg efni og var bréfa- félagi í Vísindafélagi íslendinga frá árinu 1944. Með Þorsteini Þorsteinssyni er fallinn í valinn einn þeirra manna, er settu svip sinn á Al- þingi á sínum tíma. Drættirnir i persónuleika hans vóru skýrt markaðir, og hann verður minnis stæður þeim, sem af honum höfðu kynni. Ég vil biðja háttvirta alþingis- menn að votta minningu þessa merkismanns virðingu sína með því að rísa úr sætum. Minkaeldi leyft aft nýju? NOKKRAR deilur urðu á fundi neðri deildar í gær, er frumvarpið um breytingu á lögum um loðdýrarækt var þar til umræðu. Einkum virtust þingmenn ekki á eitt sáttir, hvernig bæri að skilja þau orð í áliti landbúnaðar- nefndar, þar sem nefndin leggur til að ríkisstjórninni sé falið að láta endurskoða lög um loðdýrarækt og lög um innflutning búfjár, og leggja fyrir næsta reglulegt Alþingi frumvarp til laga um þessi efni með tilliti til þess, að innflutningur minka og minkaeldi verði leyft hér á landi. Eftirlit nauðsynlegt Gunnar Gíslason framsögu- maður landbúnaðarnefndar tók fyrstur til máls. Sagði hann, að breyting sú, sem frumvarpið gerði ráð fyrir, væri, að numin yrðu úr gildi þau ákvæði laganna sem banna m. a. minkainnflutn- ing og minkaeldi. Eins og fram kæmi í nefndaráliti, hefði lanl- ‘•'inaðamefnd ekki talið rétt að samþykkja breytingar í þessa átt á þessu þingi, en lagt til að ríkis- stjórninni væri falið að láta end- urskoða lögin og leggja fyrir næsta reglulegt Alþingi frumvarp til laga um þessi efni með tilliti til þess, að innflutningur minka og minkaeldi verði leyft hér á landi. Og í trausti þess, að þetta verði gert hefði nefndirí lagt til, að málinu yrði vísað til rikis- stjórnarinnar. Skýrði Gunnar Gíslason frá því, að landbúnaðarnefnd hefði sent nokkrum aðilum frumvarp- ið til umsagnar. SÍS og Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna hefðu mælt eindregið með samþykkt frumvarpsins, en búnaðarmála- stjórn hefði ekki sagt álit sitx á efni frumvarpsins, heldur lagt til að afgreiðslu þess yrði frestað þar til búnaðarþing hefði fjallað um málið. Veiðistjón Sveinn Ein arsson, hefði sent nefndinni ýt- arlegt álit, þar sem ha*in segði m. a. að hann væri ekki mótfall- inn því, að hafin verði minka- rækt að nýju hér á landi, sé þannig frá málum gengið um örugga vörzlu dýranna og allt eftirlit með rekstri búanna, að þessi nýja atvinnugrein megi verða þjóðinni +11 gagns, en ekki til tjóns. Sagði Gunnar, að ekki væri að furða þótt ýmsum stæði stuggur af því að leyfa þessa atvinnugrein að nýju, þegar höfð væri í huga fyrri reynsla okkar af minkarækt. í þessum efnum m / il rtHiitffíinw ’ I yrði því að fara að öllu með gát, og um verulegan arð af þessari framleiðslugrein gæti ekki orðið að ræða nema unnið sé af full- kominni kunn- áttu og þekk- ingu. Skv. þeim upplýsingum, sem nefndin hefði aflað sér um loð- dýrarækt í nágrannalöndum okk ar væri ljóst, að loðdýrarækt væri mikilsverð framleiðslugrein, sem 'skilaði þessum þjóðum mikl um gjaldeyristekjum. Það væri álit nefndarinnar, að þessi at- vinnuvegur geti einnig orðið okk ur íslendingum drjúg tekjulind, ef rétt verði að farið. En höfuð- áherzlu bæri að leggja á, að þessu máli verði ekki hraðað svo, að ekki gefist tóm til að undirbúa innflutninginn og framkvæmd minkaræktar svo vandlega se/n kostur er á og af þeirri kunnáttu, sem til þarf. Ekki tímabært Gísli Guffmundsson kvaddi sér næstur hljóðs. Kvaðst Gísli vera sammála Gunnari um það, að ekki sé tímabært að samþykkja frumvarpið á þessu stigi og einn ig um það að vísa málinu til ríkisstjórnarinnar. Hins vegar mætti ekki skoða úrslit atkvæða greiðslu um það atriði sem af ' stöðu til málsins eða hugleiðinga landbúnaðarnefndar. Síðan spurði hann framsögumann land búnaðarnefndar m. a. hvera vegna nefndin hefði ekki viljað bíða þess, að búnaðarþing léti i Ijós álit sitt á málinu og hvort hún hefði leitað álits náttúru- fræðinga áður en hún skilaði áliti sínu. Lúðvík Jósefsson kvaðst líta svo á, að með því að samþykkja að vísa málinu til ríkisstjórnar* innar, hefðu þingmenn ekki tekiS afstöðu til efnis frumvarpsins. Gunnar Gíslason svaraði fyrir- spurnum Gísla Guðmundssonar. Ástæðuna til þess, að þess hefði ekki verið beðið, að búnaðarþing kæmi saman kvað hann þá, að þar sem frumvarpinu væri vísað til ríkisstjórnarinnar en ekki beint tekin afstaða til efnis þess gæti búnaðarþing að sjálfsögðu fjallað um málið og látið í ljós álit sitt áður en málið fengi end- anlega afgreiðslu. Þá upþlýsti hann, að landbúnaðarnefnd hefði ekki séð ástæðu til að leita álits náttúrufræðinga um mál þetta. Skúli Guffmundsson taldi, að ekki gætu aðrir en þeir, sem hlynntir væru minkaeldi hér á landi, greitt atkvæði með því að leggja fyrir ríkisstjórnina að und irbúa frumvarp, þar sem gert er ráð fyrir, að innflutningur minka og minkaeldi væri leyft hér á landi. spurði hann, hvort, I Framh. á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.