Morgunblaðið - 17.02.1961, Síða 13

Morgunblaðið - 17.02.1961, Síða 13
' Föstudagur 17. febr. 1961 MORGVNBLAÐ19 13 beitt ailri sinm Kongó málið Hammarskjöld hefur lægni til að leysa Rætt við TKor Thors sendiherra um stjornar- skiptin í Washington, persónu leg kynni af Lumumba og Sameinuðu þjóðirn ar á hættustund — ÞAÐ er mjög ánægjulegt að eiga þess kost að koma hingað heim og óvanalegt að vera hér að vetrarlagi. Einn- ig finnst mér það einkenni- legt að koma hingað úr meiri vetri suður í Washington og sjá hér nær auða jörð í miðj- um febrúar. H Þannig komst Thor Thors, sendiherra íslands í Washing ton m. a. að orði, er Mbl. hitti hann að máli í gær- morgun. — Það er nauðsynlegt vegna starfs míns að koma hingað heim öðru hverju og það er ætíð jafn gagnlegt og elskulegt, hélt sendi herrann áfram. Mér finnst það helzt skyggja á um þessar mundir, að það hafa staðið yfir vinnustöðvanir þegar ísland þarf á hverjum fiski að halda og hverju handataki á sjó og landi. Hið íslenzka þjóðfélag er þjóðfélag hinna fáu og þótt hver einstaklingur telji sig nær sjálfstætt ríki, þá verða þó allir að vinna saman, ef við eigum áfram að vera ein sjálfstæðasta þjóðin, en jafnframt sú langfá- mennasta. Mörgum útlendingum finnst það ótrúlegt að þjóð, sem er um 180 þús. manns, skuli geta haldið uppi sterku og margþættu menn- ingarlífi, kostað alla skóla frá barnaskóla til háskóla, Þjóðleik- hús, útvarp, kirkju, traust lýð- ræði í öllum formum, og jafnvel átt utanríkisþjónustu og starfs- menn víða um heim. Sumum útlendingum, til dæm- is innan Sameinuðu þjóðanna, finnst vart takandi mark á ís- landi, vegna þess hve fámenn þjóð þess sé. En öðrum, og þeir eru mikið fleiri, sem skýrt og skynsamlega vilja hugsa, finnst það hinsvegar okkar helzta aðals merki að geta svopa fáir gert allt þetta, sem jafnvel stór þjóðfélög eru í vanda með. Stjórnarskiptin í Washington — Var ekki athyglisvert að fylgjast með stjórnarskiptunum í Bandaríkjunum? — Jú, að mörgu leyti. Éftir að úrslit kosninganna urðu endan- lega kunn í nóvember, var þess beðið með mikilli óþreyju að hinn nýkjörni forseti, John F. Kennedy, tæki við, vegna þess að það er mjög erfitt fyrir fráfarandi forseta að beita völdum sínum, þegar vitað er að hann er að fara frá. Heimurinn ætlast á þessum tímum til þess að Bandaríkin hafi f stu, sem öflugasta vestræna i ■ j. Þeita ber þó ekki að skilja þann ig, að fólk hafi fágnað því al- mennt, að Eisenhower forseti lét af völdum. Hann er enn sem fyrr einn hinn vinsælasti maður, sem uppi hefur verið í Bandaríkjun- um. En hann er orðinn aldraður maður og þráir rólegri daga. Ég hef auðvitað oftsinnis haft tæki- færi til að hitta Eisenhower að máli og konan mín og ég höfum verið gestir þeirra hjóna. Þau hafa jafnan verið hin ástúðleg- ustu í okkar garð. Ég minnist þess að eitt sinn á raunastundu var fyrsta bréfið, sem við fengum á heimili okkar, sent beint frá forsetahjónunum. Það sýnir mik- inn vinarhug frá fólki, sem hefur um allt annað að hugsa. Ég veit það líka að Eisenhower hafði mikla ánægju af að koma hingað til fslands tvívegis, bæði sem yfirhershöfðingi Atlantshafs bandalagsins og síðar sem forseti Bandaríkjanna. Taldi hann ís- lenzku þjóðina vera vinaþjóð Bandarí kj amanna. Finnur köllun sína. Nú er John F. Kennedy, hinn ungi og þróttmikli stjórnmála- maður, sem aðeins er 43 ára ganv all, tekinn við völdum i Hvíta húsinu. Og það er auðfundið að þessi maður finnur köllun sína, og ætlar að rækja hana til hins ítrasta. Ræða sú, sem hann flutti er hann tók við embætti hinn 20. janúar sl., var þrungin mælsku, djörfung og raunsæi. Hinn ungi forseti veit, að það er ætlazt til leiðsagnar hans af hundruðum milljóna manna um heim allan. Staða forseta Banda- ríkajnna er sannarlega hin erfið- asta í heimi. Það er ekki aðeins vandamál Bandaríkjamanna, sem hvíla á herðum forsetans, því að þar í landi er forsetinn aðalstjórn málamaður þjóðarinnar, og þarf því að berjast á lýðræðislegan hátt innanlands og tryggja sér samvinnu þingsins í Washington. Vandamál heimsins krefjast einn ig athygli hans og starfskrafta. Fjöldi þjóða leitar stöðugt til Bandaríkjanna um aðstoð, fjár- hagslega og tæknilega og um ráð í margvíslegum vandamálum. Forsetinn Verður einnig að taka afstöðu í öllum deilumálum á al- þjóðavettvangi, því að fulltrúar Bandaríkjanna á þingi Samein- uðu þjóðanna hljóta að hafa áhrif á hvert einasta stórmál, sem kem- ur til kasta samtakanna. Ég veit, að ræða Kennedys for- seta vakti athygli hér heima, eins og um allan hinn menntaða heim. Er henni nú þegar að ýmsu leyti líkt við ræður Abrahams Lin- colns forseta. Það var mikill við- burður að geta horft á Kennedy og heyrt, hversu rösklega hann flutti ræðu sína. Við þessi hátíðahöld stóðu þeir hlið við hlið Eisenhower og Kenn edy og virtust báðir jafn broshýr- ir. Og Nixon, fyrrverandi vara- forseti, sem keppti við Kennedy um forsetaembættið, tók einnig þétt og brosandi í hönd hins nýja forseta á því augnabliki er hann tók við völdum. Að loknum ræðuhöldum fóru forsetahjónin til hádegisverðar í salarkynnum Hæstaréttar, en full trúum erlendra ríkja var boðið til hádegisverðar í Blair House, sem er andspænis Hvíta húsinu og er móttökustaður fyrir erlenda þjóðhöfðingja. Kalt í veðri Síðan kom 3 klukkustunda her- sýning og skrautsýning, en vegna þess hversu kalt var í veðri, gátu fæstir setið kyrrir allan þann tíma, enda þótt fólkið væri dúð- að í teppi. Um kvöldið voru sam- komur á 5 stærstu hótelum og skemmtistöðum Washingtoniborg- ar og var þar allsstaðar fullt út úr dyrum. Forsetahjónin þurftu að koma á alla þessa staði og heilsa upp á gestina, en aðallega til að sýna sig. Daginn eftir, strax mjög árla morguns, var alvara lífsins haf- in að nýju, og Kennedy sat í sín- um forsetastól og horfði um víða veröld. Og sjá, útlitið var býsna iskyggilegt. Þetta hefur nú enn versnað síðustu dagana, svo áð jafnvel þessa fjóra daga, sem ég fcef verið hér heima, finnst mér veröldm enn hafa breytzt til hins verra. Menn höfðu byggt miklar vonir á því, að Kennedy og Krúsjeff mundu brátt ræð- ast við, og reyna að finna ein- hver úrræði til lausnar deilumál- unum. Þetta hlaut þó að dragast nokkuð, á meðan hinn nýi forseti var að kynna sér mál og móta stefnu sína. Einnig er vitað, að áður en til alvarlegri samninga kemur við Sovétríkin af hálfu Bandaríkjanna, þá muni Kenne- dy hugsa sér að hafa tal af helztu ráðamönnum hins vestræna heims. Forsætisráðherra Breta, Harold Macmillan er boðinn til Washington dagana 4. til 6. apríl n.k. Er talið líklegt að Adenauer, kanslari Vestur-Þýzkalands muni koma bráðlega þar á eftir og jafn- vel de Gaulle, Frakklandsforseti, og sennilega fleiri af leiðtogum Atlantshafsbandalagsríkjanna. Kemur Krusjeff vestur aftiur? Orðrómur hefur verið uppi um það, að Krúsjeff muni ætla sér að koma aftur á þing Sameinuðu þjóðanna, sem hefur störf að nýju 7. marz n.k. Ekki er þetta þó full- víst ennþá. En ef hann kemur, er sennilegt að hann hitti Kenne- dy, í þetta skipti þó fyrst og fremst til að stofna til persónu- legrar viðkynningar. Er þá talið líklegast, að fundum þeirra beri saman með þeim hætti, að Kenne- dy bjóði Krúsjeff til sín annað hvort í New York eða í Washing- ton. í þessu sambandi má minna á það, að þótt Eisenhower og Krús- jeff hafi verið samtímis á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna á sl. hausti, þá heilsuðust þeir þar aldrei. Sú staðreynd, að Krúsjeff lét lausa flugmennina tvo frá Randa- ríkjunum, sem björguðust úr flug vél þeirri, er Rússar skutu niður yfir Barentshafi á sínum tíma, var talin benda til þess að nú myndi betra veður renna upp í alþjóðamálum. Þess vegna eru síðustu víðburðir í Kongó, sem nú er púðurtunna veraldarinnar, mjög ískyggilegir. Það var hið mesta óhappaverk og villimennska að Lúmumba, fyrrverandi forsætisráðherra, skyldi ráðinn af dögum og mun það verk áreiðanlega torvelda skynsamlega lausn Kongómáls- ins. Hitti Lúmumba — Hittir þú ekki Lúmumba eitt sinn að máli? — Jú, ég hitti hann í fjölmennu boði, sem sendiherrar Afríku- ríkjanna í Washington héldu honum til heiðurs, þegar hann kom þangað snemma sl. sumars. — Hvernig leizt þér á þennan umdeilda og mikið umrædda stjórnmálamann? — Hann kom mér geðslega fyr- ir sjónir, og virtist næstum því I vera feiminn. Hafði hann sig lítt í frammi í fyrrgreindu boði. Hann var grannvaxinn og þokka legur og ekki þesslegur að líklegt væri að hann setti allan heiminn í Ml og brand og væri á hvers manns vörum í marga mánuði. Honum var fagnað sem þjóð- höfðingja í Washington. Bjó hann þar í Blair House og Herter, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt honum mikla veizlu. Sama gerðist, er Lumumba kom í opin- bera heimsókn til Ottawa í Kanada. Það þótti hinsvegar dálítið ein kennilegt að forsætisráðherra, sem öll vandamál Kongó hvíldu á, skyldi rétt í byrjun sjálfstæðis landsins, þegar öll verkefni köll- uðu að óleyst, gefa sér tíma til slíks ferðalags. Það var li-ka skömmu eftir komu Lúmumba heim til Kongó aftur, að hann sjálfur kallaði á hjálp Bandaríkjanna til þess að koma á lögum og reglu í landinu. Bandaríkjastjórn neitaði að hafa afskipti af innanlandsmálum Kongó og Lúmumba bað um hjálp og vernd hjá Sameinuðu þjóðunum. Þá var það, sem hinn dugmikli framkvæmdastjóri Sam einuðu þjóðanna, Dag Hammar- skjöld, skarst í leikinn og her- lið 20 þúsund manna, aðallega frá Afríkuríkjunum, streymdi til Kongó á vegum Sameinuðu þjóð- anna. Sérfræðingar frá sérstofn- unum samtakanna á sviði heil- brigðismála, matvæla-, tækni- aðstoðar og barnahjálpar, komu einnig fljótt á vettvang. Það var enginn vafi á því, að það var metnaðarmál Hammarskjölds, að hjálpa hinu unga, víðáttumikla en óviðbúna riki til að byggja upp þjóðfélag sitt. Ríkjasamband í Kongó Það yrði of langt mál að rekja hvernig komið er, sagði Thor Thors. Herinn hefur verið þar óskertur fram til síðasta mánaðar en er nú að verulegu leyti að hverfa á brott og Lúmumba, sem bað um þennan her, er sjálfur fallinn. Kasavubu, hinn löglega kjörna forseta Kongó, hafa Sam,. þjóðirn ar viðurkennt. En allt virðist benda til þess að erfitt verði að koma landshlutunum saman í eina ríkisheild, og líklegast er að lausnin verði ríkjasamband undir einhvers konar sameigin- legri stjórn, eins og, tíðkast í ýmsum öðrum löndum. Vandinn er að fá þingið til að koma sam- an og að afvopna hersveitir hinna einstöku héraða og ætt- flokka, sem eru óðfúsir að berj- ast af fyrinhyggjulausri villi- mennsku. Kongómálið er nú brennandi vandamál í öryggisráðinu, og það kemur til kasta allsherjar- þingsins í marz. Mér finnst það allt að því grátbroslegt, að heyra Hammarskjöld ásakaðan um morð Lúmumba. Hammarskjöld hefur beitt allri sinni lægni og hæfileikum til að leysa Kongó- vandamálið. Hann hafði oft- sinnis rætt við Lúmumba, ráð- lagt honum og reynt að leið- beina honum. Nei, það eru annarleg öfl, sem þarna eru að berjast. Við verð- um að minnast þess, að sumt af fólkinu í Kongó er erfiðara við- ureignar en við þekkjum til i eldri þjóðfélögum, hvort sem þau lúta lýðræðisstjórn eða öðru stjómarformi. En hvað eiga Sameinuðu þjóð- irnar að gera þegar þeim er bannað að skipta sér af innan- landsdeilumálum í Kongó og ennfremur fyrirskipað að skjóta aldrei úr byssu nema í sjálfs- vörn? Það er ekki lið Sameinuðu þjóðanna í Kongó sem hefur verið þar að manndrápum, held- ur flokkar Kongóhöfðingjanna sjálfra í landinu, sem kann að vera stjórnað af annarlegum og erlendum öflum. Það hefur verið sáttanefnd frá Sameinuðu þjóð- unum, sem aðallega er skipuð Afríkumönnum, mánuðum sam- an í Kongó, án þess að hún gæti nokkru um þokað. Fólkið í land- inu verður sjálft að átta sig á því að það verður að bera ábyrgðina og mynda með sér starfhæft þjóð félag. Hammarskjöld og framtíð hans — Hvað álítur þú um framtíð Dag Hammarskjöld? — Hammarskjöld er löglega kjörinn framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna til ársins 1963. Það er engin meirihluti til innan Sameinuðu þjóðanna, sem vill flæma hann frá völdum. í byrj- un síðasta allsherjarþings fékk Hammarskj öld traustsyfirlýs- ingu 70 þjóða en aðeins 9 ríki kommúnista voru honum andvíg. Nú hafa tölurnar breytzt með inn göngu 17 nýrra ríkja í samtökin á sl. hausti. En hlutföllin eru mjög svipuð. Það verða aldrei meira en 15—20 ríki, sem munu greiða atkvæði á móti Hammar- skjöld, enda fæ ég ekki séð, að fundinn yxði maður, sem hefur meira til brunns að bera í þessa stöðu, vegna hollustu sinnar við hugsjónir Sameinuðu þjóðanna, starfsorku og hæfileika. Hann er maður einn síns liðs og fórnar Sameinuðu þjóðunum öllum sín- um tíma og hug. Ég fæ heldur ekki séð að samkomulag geti orð ið um annan mann og enga trú hef ég á því að þriggja manna framkvæmdastjóm samtakanna yrði til gagns eða farsældar, held ur þvert á móti gæti það orðið rothögg á Sameinuðu þjóðirnar, þar sem þessir þrír stjórnendur gætu ekki komið sér saman. Segir ekki af sér Hammarskjöld þarf ekki á Sameinuðu þjóðunum að halda, heldur þær, og einkum smáþjóð- irnar á honum. Hann getur valið sér starf víðsvegar um heim, sem yrði miklu þægilegra og ánægju- legra heldur en þessi stöðuga glíma við hin andstæðu öfl inn- i an Sameinuðu þjóðanna. Hann segir ekki af sér nema meiri hlutinn óski, eða eins og hann Framh. á bls. 17. ,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.