Morgunblaðið - 17.02.1961, Page 17

Morgunblaðið - 17.02.1961, Page 17
MORQfJTSBLAÐlÐ 1? Föstudagur 17. feibr. 1961 Steinþóra Kveðjuorð Fædd 14. maí 1883 Dáin 6. febrúar 1961. ÁVALT þegar ég hugsa heim í fjörðinn minn, fyllist hugur minn þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta einmitt þar, bernsku minn- ar og sæku, meðal þess góða fólks, sem þar var á uppvaxtar- árum mínum. Hvergi hefði verið betra að vera en þar. Nú, þegar verður lögð til hinztu hvílu kær móðursystir mín, langar mig til að senda henni fáein þakkarorð. Steinþóra var fædd á Staðarhóli í Siglufirði og á Siglufirði dvaldi hún alla ævi. Þegar ég fyrst man eftir mér, var Steina á heimili foreldra minna, lífsglöð og skemmtileg ung stúlka, sem var mér alltaf svo góð. Síðar, eftir að hún giftist, vorum við nábúar, sitt hvoru megin við götuna. Aldrei hefi ég fengið annað en kærleika og hlýleg orð frá henni, hvernig sem á stóð. Fyrir þetta vildi ég nú þakka henni að leiðar lokum Ég svo alla hennar tryggð við heimili mitt og móður minn- ar. — Aukið flugþol Framh. af bls. 15. að jafnaði verða 15% kostnað- armeira, en jafnframt mun eldsneytisnotkunin minnka um helming. Flugvél, sem get- ur flogið 6.000 km í einum á- fanga, á samkvæmt útreikning um vísindamanna, að geta flog ið nær 12.000 km með sama eldsneyti sé hún búin „sog- tækjunum". Hraðinn eykst ©kki en orkan, sem þarf til að knýja flugvélina minnkar. Er það deginum Ijósara, að geysi- mikill sparnaður yrði í rekstri slíkra véla miðað við núver- andi rekstrarkostnað. Þetta kæmi sér jafnframt vel á stutt um flugleiðum, því þá yrði hægt að minnka eldsneytisforð ann stórlega og bæta við farm- inn, sem því nemur. Þessi nýjung hefur ekki að- eins þýðingu fyrir almennar flugsamgöngur, heldur og fyr- ir flugherinn, eins og bezt sést á fjárveitingu bandaríska flug hersins sem áður var greint frá. Þetta á ekki hvað sízt við könnunarvélar, fljúgandi rat- sjárstöðvar, sem nú orðið hafa vaxandi þýðingu í viðvörunar- kerfi lýðræðisþjóðanna. Maðurinn, sem lagt hefur einna drýgstan skerf til þess- ara rannsókna er svissneskur að uppruna, dr. Werner Pfenn- inger. Hann er talinn upphafs- maðurinn. Dr. Pfenninger hóf fyrst rannsóknir á þessu sviði í Zúrich árið 1937, en fluttist til Bandaríkjanna árið 1949 og réðist þá til Northrop-verk- smiðjanna og hefur stöðugt unnið að þessu síðan. Handley Page flugvélaverksmiðjurnar brezku hpfust handa á sama sviði 1952, smíðuðu þá vængi með „sogkerfi" á Vampire- þotu og sannprófuðu, að hér var um merka uppgötvun að ræða. Bretarnir hafa samt ekki náð jafnlangt og Bandaríkja- mennirnir. Hjá Northrop er rannsóknarstarfið að komast á lokastigið með smíði flug- vélanna tveggja — og þar vinn ur mikill fjöldi sérfræðinga undir stjórn dr. Pfenninger, —•— Einn þéssara sérfræðinga er íslenzkur að uppruna, Jóhann- es Newton, stúdent frá MR, en verkfræðimenntun sína hlaut hann í John Hopkins há- skólanum vestra. Jóhannes hef ur unnið hjá Northrop í fjölda ára, fyrst við flugskeytafram- leiðsluna, en síðan gekk hann í lið m,eð dr. Pfenninger og er nú einn af nánustu sam- starfsmönnum hans í þessu merka rannsóknarstarfi. Barðadóttir Eftirlifandi maður Steinþóru, er Ágúst Sæby, mikill dugnaðar og ágætis maður. Áttu þau hjón 5 börn og lifa 4 þeirra, og öll bú- sett á Siglufirði. Barnabörnin eru orðin 13 og 3 barnabarnabörn, allt myndar- og dugnaðar mann- eskjur. Það verður eigi annað sagt, en þau Steinþóra og Ágúst hafi rækt skyldur sínar við Siglufjörð, enda var skyldurækni og dugnaður þeim í blóð borinn og ást þeirra á Sigiufirði einlæg og sönn. Nú er löngum vinnudegi lokið og hvíldin góð. Frá okkur fylgja þér ástarkveðjur áleiðis. Ástvinum Steinþóru biðjum við allrar blessunar. 15/2. 1961. Mína Vilhelms. Minkaeldi Framh. af bls. 8 nefndin gæti ekki hugsað sér að flytja um málið rökstudda dag- skrá, þar sem lagt væri fyrir ríkisstjórnina að undirbúa frum- varp um málið án þess að segja fyrir um efni þess og þar verði lagt til að álits búnaðarþings verði leitað. Til gagns en ekki tjóns Ingólfur Jónsson landbúnaðar- ráðherra kvað það aðalatriðið, að svo yrði búið um hnútana, að minkurinn verði ekki í annað sinn bölvaldur í landinu, heldur geti orðið til gagns og nytsemdar. Það væri rétt, að við værum komnir nokkuð áleiðis í þeim sök um, en hér yrði þó tryggilegar frá að ganga ef minkaeldi yrði leyft að nýju. Grannþjóðum okk- ar, Norðmönnum, Dönum og Sví- um hefði ekki komið til hugar að hætta við minkaeldi, þótt mink- urinn sé í landinu, heldur búið svo um hnútana, að minnkurinn sieppi ekki úr búunum. Það væri óneitanlega' mikil freisíing að taka þennan atvinnuveg upp, ef það væri talið óhætt með tilliti til allra aðstæðna hér. Lagði land búnaðarmálaráðherra til, að rík- isstjórninni yrði falið að láta undirbúa frumvarp um þessi mál fyrir næsta þing, sem fylgdi ýt- arleg greinargerð um málið allt og afstaða manna til þess hlyti þá að fara eftir því, hvað þá væri upplýst í málinu. Lrjúg tekjulind — Góðar aðstæður Sigurður Ágústsson kvað það rétta stefnu, sem fram kæmi í á- liti landbúnaðarnefndar, að minkaeldi verði leyft að nýju með því skilyrði, að gætt verði ýtrustu varúðar. Þegar þess væri gætt, að Norðmenn, Danir og Svíar fluttu út minkaskinn fyrir 1300 milljónir ísl. króna árið 1959 og þegar þess væri einnig gætt, að eigendur minkabúa á Norðurlöndum verða að flytja inn mikið af fóðri minkanna, væri einkennilegt, að hér skuli koma fram andmæli gegn minka fækt. Á undanförnum árum hefð um við flutt út mikið af fiskúr- gangi, sem notaður væri til minka fóðurs, það væri ekki lítið atriði ■með tilliti til þeirrar samkeppni, sem vð þyrftum að heyja við aðr- ar þjóðir, að við framleiðum. í land-inu sjálfu nóg af góðu og ó- dýru minkafóðri. Og margir þeir, sem þessa atvinnugrein stunda á Norðurlöndum telji, tíðarfar hér á landi heppilegra fyrir feld dýranna en víða annars staðar, einkum í Danmörku og S-Svíþjóð. Og á það mætti benda vegna ótta við verðfall skinnanna, að sl. 30 ár hefðu engin skinn haldið eins vel velli og einmitt minkaskinn. Jón Pálmason mótmælti þeim skilningi, að ekki gætu aðrir greitt atkvæði með þessari af- greiðslu málsins en þeir, sem hlynntir eru minkaeldi hér á landi. Sagðist hann líta svo á, að um það eitt væri greitt atkvæði að vísa málinu til ríkisstjórnar- innar. Þýðingarmikið mál Ágúst Þorvaldsson shgðist vera þeirrar skoðunar, að þar sem hér væri um svo stórt mál að.ræða, teldi hann ekki annað sæmandi en að láta málið fá einhverja af- greiðslu á þessu þingi. llvort sem menn væru með minkaeldi eða móti, yrði því ekki neitað, að hér. væri um gífurlega þýðingarmik- ið mál að ræða og rétt væri að fá úr því skorið, hvort heppilegt væri að hefja minkarækt hér að nýju. En undirskrift sfn undir á- lit landbúnaðarnefndar gæfi alls ekki til kynna afstöðu sína til inn flutnings minka og minkaeldis. Skúli Guðmundsson kvaðst vel geta skilið það, að landbúnaðar- ráðherra vildi láta vísa málinu til ríkisstjórnarinnar til nánari at- hugunar, en um það væru bara engin fyrirmæli í nefndarálitinu þar væri þvert á móti lagt fyrir ríkisstjórnina að láta semja frum varp, sem gengi í ákveðna átt. Ingólfur Jónsson kvað það mik inn misskilning, að landbúnaðar nefnd ætlaðist ekki til þess, að ríkisstjórnin tæki málið til at- hugunar, eins og bezt komi fram í síðustu málsgrein álits hennar. Þar sem lögð væri á það höfuðá- herzla, að málinu verði ekki hrað að svo, að ekki gefist tóm til að undirbúa innflutninginn og fram kvæmd minkaræktarinnar svo vandlega sem kostur er á og af þeirri kunnáttu, sem til þarf, o. s.frv. Ekki væri hægt að kveða fastar að orði um nauðsyn undir- búnings og athugunar af ríkis- stjórnarinnar hálfu en gert væri í áliti nefndarinnar. Eftir ræðu landbúnaðarraöherra var umræðunni frestað. Opið tótbrot LAUST eftir kl. 9 í fyrrakvöld varð umferðarslys á Grettis- götu. Tíu ára drengur hljóp á bíl, sem ók eftir götunni, og | slasaðist hann töluvert, hlaut m. a. opið fótbrot. Drengurinn heitir Jón Guðmar Jónsson, ‘ Grettisgötu 18 A og varð slysið við heimili hans. — Kom hann hlaupandi út á götuna fram undan bíl, sem stóð kyrr, og hljóp aftarlega á bílinn, sem var á ferð. Sjónarvottar segja, að sá hafi verið af „station11- gerð, gulur að ofan, grænn að neðan — og sennilega hafi bíl- stjórinn ekki veitt þessu athygli. Bað lögreglan Mbl. að koma þessu á framfæri, hinn rétti gæfi sig þá e. t. v. fram. Tvær sölur í gær TOGARINN Karlsefni seldi í gær 102 lestir af síld og 86,2 lestir af fiski í Þýzkalandi fyrir 102 þúsund mörk. Einnig seldi Askur í Hamborg 186,1 lest af síld og öðrum fiski fyrir 106,459 mörk. Á laugardaginn selja þrír ís- lenzkir togarar í Þýzkalandi. Vilja fleiri ljós í Breiðafirði Stykkishólmi, 13. febrúar AÐALFUNDUR Slysavarnadeild arinnar Aldan í Stykkishólmi var haldinn sl. sunnudag og mættu á honum tveir fulltrúar SVFI með fræðslumyndir og erindi um slysavarnamál. Var fundurinn vel sóttur og gjörðar voru ýmsar ályktanir, m. a. samþykkt ein- róma áskorun á vitamálastjórn- ina um að hún hlutist nú þegar um, að vitaverðir verði nú þegar ráðnir í Höskuldsey og Elliðaey á Breiðafirði með búsetu í eyj- unum, en eyjar þessar hafa sem kunnugt er nýlega farið í eyði. — Var mikill áhugi sjómanna fyrir þessu máli á fundinum. Þá vúr fjölgað í stjórninni, úr 3 í 5 — eg eftirtaldir kjörnir: Bergsveinn Jónsson, Lúðvík Hall dórsson, Svanlaugur Lárusson, Dagbjört Níelsdóttir og María Bæringsdóttii’ - SÞ Framh. af bls. 6. liði SÞ þrjú stórlega þýðing- armikil framkvæmdaatriði, en þau eru þessi: ■jr — SÞ fái að skoða allar járnbrautarlestir, flugvélar og önnur samgöngutæki, sem koma inn j landið, til þess að hindra vopnaflutninga. — SÞ fái heimild til að kanna og fylgjast með öllum innflutningi fjármagns inn í landið. Á — SÞ verði heimilað að taka í sínar hendur að einu leyti ákvörðunarvald Kongó- ríkis. Þeim verði heimilað að kalla þjóðþing Kongó saman og framfylgja því að þingið komi saman og fái að vinna í friði að lausn pólitiskra vandamála. VOLVO Einkaumboð: GTJNNAR ÁSGEIRSSON H.F. Suðurlandsbraut 16. Sími 35200. Söluumboð Akureyri: MAGNÚS JÓNSSON Sími 1353. — Thor T hors Framh. af bls. 13 sagði sjálfur á sl. hausti: ,,Það þarf engan kjark til að segja af sér, en það þarf kjark til að starfa áfram við andúð stórveld- is. En ég mun halda því áfram, meðan meirihluti þjóðanna ósk- ar þess.“ Þótt illa horfj nú í bili fyrir Sameinuðu þjóðunum, þá er það ekkert nýtt. Allt mannkynið hlýtur að þrá að þessi síðasta von heimsins um frið og sam- vinnu þjóðanna fái að lifa áfram, styrkjast og þróast, sagði Thor Thors sendiherra að lokum. Hann mun halda vestur til Washington næstkomandi laugar dagskvöld. Er óhætt að fullyrða að honum fylgi óskir um farar- heill og gæfu og gengi í þeim þýðingarmiklu störfum, sem hann vinnur fyrir þjóð sina. S. Bj. Ibúð óskast Ung, barnlaus hjón, sem bæði vinna úti óska eftir 2ja herb. íbúð í Vesturbænum eða sem næst Miðbænum. Tilb. send ist afgr. Mbl. fyrir þriðju- dagskvöld merkt: „Ríkisstarfs maður — 1153“ Félagslíf Víkingur knattspyrnudeild 4. og 5. flokkur. Fjöltefli verður nk. sunnudag í félagsheimilinu kl. 3. — Kvik myndasýning á eftir. Fjölmennið Stjórnin Skíðamót Reykjavíkur Svikkeppni í öllum flokkum karla, kvenna og drengja, verða haldinn nk. laugardag og sunnu dag í Hamragili við Í.R.-skálann. Þátttökutilkynningar til Skíða- ráðs Reykjavíkur fyrir kl. 6 á föstudagskvöld 17. febr. Skíðadeild l.R. Skíðaferðir um helgina Laugard. 18. febr. kl. 2 og 6. Sunnud. 19. febr. kl. 9,30 og 1 e.h. Afgreiðsla hjá BSR. Reykvíking ar munið eftir svigmótinu í Hamragili við ÍR skálann. Skíðafélögin í Reykjavík lósefsdalur. Farið verður í Dalinn um helg ina, nógur snjór er nú í Dalnum brekkan upplýst. Skíðakennsla fyrir alla. Fjölmennið í Dalinin um helgina. Ferðir frá BSR kl. 2 og kl. 6 á laugardag. Stjórnin Stúlka óskast í kaffistofu. NÁUST Rafvirki óskast nú þegar. Amper hf. Símar 18556 og 35835. Iðnaðarlóð óslfast. Má vera í úthverfi. Tilboð sendist afgreiðslu Mbl. fyrir þriðjudagskvöld, merkt: „Iðnaðarlóð — 1225“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.