Morgunblaðið - 17.02.1961, Side 20

Morgunblaðið - 17.02.1961, Side 20
20 MORCVNBLAÐIÐ Fðstudagur 17. febr. 1961 IVIyrkraverk j eftir Beverley Cross í þýðlnqu Bjarna Arngrlmssonar fór snemma. Francoise fylgdi mér til dyra og rétti mér banjóið og Lucien kallaði á eftir mér: „Góða nótt, við hittum þig bráðlega". Hún hrökk við, er hún heyrði rödd hans, og lokaði dyrunum jafnskjótt og ég var kominn fram á stigapallinn. Eg leit ekki á banjóið mitt fyrr en ég sat í neðanjarðarbraut inni. Einhver hafði párað á hvít an - viðinn eitt orð: „Varúð“, með rauðum olíulit. Eg sneri banjóinu við, svo að enginn sæi. Eg var afar forvitinn. í þrjá daga gekk lífið sinn vana gang. Eg vann eins og áður, þó ekki eins vel. Á hverju kvöldli æfið ég fjóra söngva, sem ég átti að fara með, og svolítið blaður til að kynna þá. Á daginn tók ég að lesa allt það sem ég hafði skrifað um Belleau og leita að meiri upplýsingum. Svo illa vildi til, að eina bókin, sem hefði orðið mér til verulegrar hjálpar, „Sögur frá þremur kastölum" eft ir Stogumber, var í láni og átti að vera komin aftur fyrir löngu. Litli bókavörðurinn var bæði af sakandi og fullur samúðar og sendi til borgarbókasafnsins í leit að öðru eintaki, en án árangurs. Hann stakk upp á að ég skrifaði niður heimilisfang þess, er fengið hafði bókina að láni og leitaði hana uppi sjálfur. Og úr því ég var svo ákafur í að fá bókina, ákvað ég að eyða einu kvöldi við að leita að henni. Heimilis- fangið var í götu í nágrenni Gare des Batignolles í norðurhluta Parísar, svo ég fór með strætis vagni til Clichy, vopnaður götu- korti fór ég að leita að Rue La Condamine númer 82. Eg hafði búizt við rólegri íbúð argötu og húsi, þar sem eldri herramaður byggi og fengist smá vegis við sögu. í stað þess fann ég skítuga flækju af hálfföllnum skúrum og geymslusvæði, fullt af ryðguðum olíutunnum og leyfi um af bílum. í einu horninu var heljarstór pýramídi úr þýzkum tunnum og 200 lítra olíutunn- um. Að neðan hefur hann verið að minnsta kosti 60 metrar á hvora hlið. Hjá pýramídanum stóð stór, hálffallinn skúr með bárujámsþaki. Fyrir utan var spjald sem á stóð: Maison A.A.G. 82 La Condamine. Ekki vissi ég hvað skammstöf- unin þýddi, en þetta var heim- ilisfangið, sem skgifað var á gatnakortið mitt. Svo ég opnaði tvöfaldar skúrdyrnar og gekk inn. í þakinu var skítugur gluggi, en það leið talsverð stund áður en ég sá nógu vel í kringum mig til að greina, hvaða dýrgripir væru í þessum skuggalega helli. Allt angaði af olíu, acetoni, brenndu gúmmí og málningu. Og á gólfinu var þykkt lag a-f mold- arleðju og smurningsolíu. Til hægri við tvöföldu dyrnar voru um það bil 20—30 olíutunnur sem raðað var í fjórar hæðir, glampandi af nýrri rauðri máln ingu. Á miðju moldargólfinu var stórt, grunnt ker og í því flaut ryðguð tunna í þykk.ri svartri froðu. Eg kallaði tvisvar en eng in svaraði. Verksmiðjan, Maison A.A.G. virtist mannlaus. Til vinstri við kerið voru dyr, er á stóð: Bureau. Eg barði, en fékk ekkert svar, opnaði dyrnar og gekk inn í skrifstofuna. Á göt unni fyrir utan var glampandi sólskin, en í rykugu herberginu, fullu af ýmiskonar verkfærum, málningardósum og slitnum hús gögnum, var dimmt, því að þar var enginn gluggi. Eg fálmaði eftir slökkvaranum, og dauft ljós, hálfhulið flugnaskitnum skermi, lýsti upp herbergið. Eg sá strax að bókin lá á skrif brotinn. Hún lá opin við kort af ritum og leifum af hrossasteik í skaftpotti. Eg ók hana upp, „Sög ur af þremur kastölum“ eftir Stogumber. Bókin var bundin í leður, en kjölurinn hafði verið bortinn. Hún lá opin við kort af Belleau frá 18 öld. Einhver hafði farið yfir kortið og breytt með teiknipenna og tuschbleki. Eg skildi bókina eftir á borðinu sneri burt og sá þá aðrar dyr sem huldar voru gömlu vegakorti af Frakklandi. Hitt herbergið var einnig myrkvað og aftur fálmaði ég eftir slökkvaranum. Drauga- legt bláleitt kvikasilfursljós (fluorescent) upplýsti herbergið. Þar var aðeins eitt húsgagn, lágt ferkantað borð, sem hlífðarklæði hafði verið breitt yfir. Eg sá, að hlífðarklæðið lá yfir einhverj um undarlegum hlut, alsettum göddum, á miðju borðinu. Eg varð forvitinn. Enginn var við staddur, en á borðinu frammi lá bókareintakið opið við kort, sem nýbúið var að breyta. Eg lyfti einu horninu og fletti klæðinu ofan af. Fyrst hélt ég að þetta væri leikfangakastali, umgirtur fagurlega gerðum garði og tjörn en svo þekkti ég hina fimm turna. Þetta var Belleau-kastali, nákvæm eftirlíking af umhverf- inu, síkinu og Belleau-kastala sjálfum. ,,Qu’est-ce que tu fais lá, ros- bif?“ Eg hrökk afturábak í hræðslu fáti og sá Moumou standa í dyrun um. Hann var í gúmmístígvélum og með leðursvuntu, útataðri í koppafeiti. Bjánaandlit hans var ógeðslegt og illilegt og hann hél-t á digurri, boginni stálpípu í hendinn. „Qu’est-ce que tu fai'S?“ Aftur urraði hann spurning- una. Eg hafði ekki tíma til þess að velta fyrir mér hvað hann væri að geta þarna 1 Maison A.A.G. eða að setja bókina og kastalaeftirlíkinguna í samband við leit Luciens að upplýsingum um Tisson. ,,Eg var að leita að bók“. „Hvaða bók?“ „Hún er þarna frammi á borð inu, sú sem er opin við kortið“. ,,Hvað ætlarðu að gera við bók ina?“ Eg reyndi að útskýra, að bóka vörðurinn hefði látið mig hafa heimilisfangið, en hinn risastóri Moumou var ekki fær um að fylgjast með sögu minni. Eg er viss um að hann óskaði aðeins að slá mig niður með stálrörpípunni, sem hann hélt á í lúkunni. Þess ar erfiðu umræður hættu og ég skildi allt í einu, að hann hlyti að vinna í þessum fúla skúr og mundi eftir þefnum af hári Dédés og sá að líklegt væri að litli náunginn og kannske Benoit ynni líka í skugga hins ryðgaða pýramída. ,,Er Dédé þarna?“ spurði ég, og benti í áttina að vinnusalnum. Moumou kinkaði kolli. „Sæktu hann þá“, sagði ég, og þó risinn virtist hika, þramm aði hann loks burt. Eg varð eft ir, starðf á eftirlíkinguna og reyndi að fá samhengi í atburð ina. Eg hafði hitt mann í bardaga. Við höfðum hitzt af einskærri tilviljun og barizt hlið við hlið. Hann hafði hjálpað mér að selppa. Af því að ég var særður hafði hann hjálpað mér á örugg an stað. Hann sagði að hann væri blaðamaður og ástkona hans var að minnsta kosti listamaður. Hann hafði talsvert af frum- stæðri valdsmennsku til að bera, var bersýnilega vanur að gefa skipanir. Hann fékk ekki áhuga á mér, fyrr en hann komst að því að ég lék nokkuð vel á banjó og þekkti einkar vel til Bélleau-kastala. Þetta hafði ég | uppgötvað sjálfur. Þá hafði hann sett samkvæmi á svið, svo að hinir fimm gætu hlustað á mig leika á banjó. Eg virtist hafa staðizt prófið og þá hafði hann komið með uppá- stungu sína. Henni fylgdi saga, sem að visu var ósennileg, en hann hafði getið sér rétt til, að hún myndi vekja forvitni mína og áhuga. Hafði ég samþykkt vegna þess hversu mjög m,ig langaði til að skoða kastalann, eða af því að hin riddaralega leit hans að upplýsingum um Tisson hafði leyst ævintýraþrá mína úr læð- ingi? Eftir 10 mánaða vinnu með- al þjóðlaga og riddarasagna hlaut ég að vera viðkvæmur fyrir öllu, sem hafði keim af rómantík og ævintýrum. Eg var reiður yfir að hafa látið leika svona á mig. Hvað sem lá á bak við allan leyndar- dóminn, taldi ég mér trú um, hafði ég engan áhuga lengur á því. Sem betur fer hafði sú til- viljun, að bókin leiddi mig til Maison A. A. G., stanzað ævin- týrið og ég var ákveðinn í að segja Lucien, þegar ég hitti hann næst, að ég væri ekki sá róm- antíski kjáni, sem hann hafði ímyndað sér. Mér leið betur. Heil- brigð skinsemi hafði losað mig við óttann við Moumou og endur- minninguna um það, er skrifað var á banjóið. Eg tók að búa mig undir ræðu þá, sem ég ætlaði að halda yfir /Lucien, og þá opnaði hann dyrnar. Hinir annarlegu þremenningar komu á hæla honum, allir þrlr klæddir í sams konar leðursvunt- ur, svartir af óþverra. Dédé var með rafsuðugleraugu upp á enn- inu, hendur og handleggir Beno- it’s voru ataðir rauðri málningu. Þeir stóðu við dyrnar, en Lucien settist upp á borðið. Hann brosti. „Hvað finnst þér um eftirlík- inguna?" sagði hann. „Hún er mjög góð, en sýnir aðeins, hvernig kastalinn var á 18. öld. Eins og þú getur skilið hefur allt breytzt talsvert síðan“. „Eins og?“ „Sýkið er orðið að tjörn, það er ekki nógu breitt við suðaustur hornið. Þú virðist hafa sett’ nýju hernaðarbyggingarnar á kortið, en ég held að þú munir komast að raun um, að útlit kastalans og garðarnir hafa breytzt". „Hvað um innréttinguna?“ „Spurði Chollet". ailltvarpiö Föstudagur 17. febrúar 8.00 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morg unleikfimi — 8.15 Tónleikar 8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar — 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tónleik- ar — 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir, veð- urfr. og tilk. — 16.05 Tónleikar). 18.00 Börnin heimsækja framandi þjóð ir: Guðmundur M. Þorlákssou lýsir ferð til fjarlægra eyja. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt mál (Öskar Halldórsson cand. mag.). 20.05 Efst á baugi (Tómas Karlsson og Björgvin Guðmundsson). 20.35 Tónleikar: Tvær rúménskar rapsódíur op. 11 eftir George Enescu (Leopold Stokowsky stj. sinfóníuhljómsveitinni, sem leik- ur). 21.00 Upplestur: Ingólfur Guðbrands- son les kvæði eftir Stein Steinarr. 21.10 Kórsöngur: Karlakór Akureyrar syngur. Söngstjóri: Askell Jóns- son. Við píanóið: Soffía Guð- mundsdóttir. (Hljóðritað nyrðra fyrr í vetur). a) ,,Seiður“ eftir McGill. b) ,,Kvöldljóð“ eftir Arna Björns son. c) ,,Negravísa“ eftir Clutsam. d) ,,Þú hljóða nótt“ eftir Brahms. e) ,,Næturóður“ eftir Schubert. 21.30 Utvarpssagan: ,,Blítt lætur ver- öldin“ eftir Guðmund G. Haga- lín; III (Höfundur les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (17). 22.20 ..Blástu — og ég birtist þér"; VI. þáttur: Ólöf Arnadóttir kynnir konur frá fjarlægum löndum. 22.40 A léttum strengjum. a) Harry Arnold og danshljóm- sveit sænska útvarpsins leika sænskan djass ásamt Arno b) Danshljómsv. Berlínarútvarps- Domnérus og hljómsveit hans. ins leikur; Roland Kovac stj. 23.10 Dagskrárlok. Laugardagur 18. febrúar 8.00 Morgunútvarp. — Bæn (Séra Jón Auðuns dómprófastur). — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikar. — 9.10 Veðurfregnir. —• 9.20 Tónleikar. — 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 Öskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14.30 Laugardagslögin — (15.00 Fréttir) 15.20 Skákþáttur (Guðm Arnlaugsson), 16.00 Fréttir og veðurfregnir. 16.05 Bridgeþáttur (Stefán Guðjohn- sen). 16.30 Danskennsla (Heiðar Astvalds* son danskennari). 17.00 Lög unga fólksins (Guðrún As- mundsdóttir). lr rt0 Útvarpssaga barnanna: ,,Atta börn og amma þeirra í skógin- um“ eftir Önnu Cath.-Westly XIV. (Stefán Sigurðsson kennarl þýðir og les). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur barna og unf linga (Jón Pálsson). 19.00 Tilkynningar. 1930 Fréttir. 20.00 Tónleikar: Lög úr söngleiknum „Rose Marie" eftir Friml-Stothart (Dorothy Kirsten, Nelson Eddy og Howard Chandler kórinn syngja; Leo Arnaud stjórnar kó» og hljómsveit). 20.25 Leikrit: „Fyrirvlnnan'* eftir W. Somerset Maugham 1 þýðingii Ragnars E. Kvaran. — Leikstjórif Ævar R. Kvaran. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (18). 22.20 Góudans útvarpsins; þ. á. m. leik- ur hljómsveit Guðmundar Finn- björnssonar Söngkona: Helerm Eyjólfsdóttir. 02.00 Dagskrárlo^ Skáldið og mamma litla 1) Hlustarðu nokkuð á það, sem 2) Já, ég hef verið að hlusta — og 3) ....nú er ég að reyna að finna ég er að segja? . heyrt hvert orð, en.... út við hvað þú hefur átt. ' — Drottinn minn, hundurinn I Það virðist enginn vera nálæg-llings krakki að komast hingað!? I byggða os sækja hundinn á eft- yar að reyna að vernda barn! j ur . . . . hvemig fór þessi vesa-I Það er bezt að koma honum till ir!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.