Morgunblaðið - 17.02.1961, Qupperneq 23
Föstudagur 17. febr. 1961
MORGUNBLAÐ1Ð
23
Finnland fær
skjóta og óvænta
inngöngu
^ Genf, 16. febrúar — (NTB)
ÞAÐ kemur flestum á óvart,
að undirtektir hafa orðið
lujög góðar á fundi Fríverzl-
unarsvæðisins við þátttöku
Finna í samtökunum. Fund-
urinn er haldinn í Genf, og
áður en hann hófst var al-
mennt litið svo 4 Bretar
væru svo mótfallnir þátttöku
Finna, að ckki þýddi að
ræða málið.
Nú herma fréttir hinsveg-
ar, að ákvörðun hafi verið
tekin mjög skjótlega á fund-
inum um 'að veita Finnlandi
inngöngu í EFTA, eins og
Fríverzlunarsvæðið er kallað
til styttingar. í sambandi
við þetta mál var rætt um
sérsamninga þá sem Finnar
hafa gert við Rússa um
verzlunarviðskipti. Voru all-
ir á einu máli um það, að
þeir hefðu engin áhrif og
gætu ekki orðið þess vald-
andi, að Finnar yrðu útilok-
Borgarastyrjöld er nú talin yfirvofandi í Kongó, ef ekki tekst
skjótlega að efla vald SÞ í landinu. Svertinginn hér á mynd-
inni er einn voldugasti aettflokkahöfðingi Kongó. Hann heitir
Mutemho Katshi og er höfðingi Baluba-ættflokksins í suður-
hluta Kongó.
Æsingar aíram út
af drápi Lumumba
- SÞ
Framh. af bls. 1
vubu forseti hefur komið á
fót og sem hefur fengið við-
urkenningu allsherjarþings
SÞ með miklum meirihluta
aíkvæða.
Útiloka þarf erlenda íhlutun
Kennedy lagði áherzlu á það
að koma yrði í veg fyrir íhlut
un erlenda ríkja I Kongó. ÖU
aðstoð erlendra ríkja við Kongó
verður að ganga í gegnum SI>.
Það er grundvallaratriði. Ein-
hliða afskipti og íhlutun einhvers
ríkis í málefni Kongó stofnar
samtökum SÞ í hættu og ógnar
friðinum í allri Afríku.
Ég lít svo á, sagði Kennedy aS
lokum, að það sé skylda Banda-
ríkjanna og raunar allra þátttöku
ríkja SÞ að gera allt sem í þeirra
valdi stendur til að hindra erlend
afskipti í Kongó.
Öllum þeim mörgu vinum mínum, sem minntust mín
á einn eða annan hátt á sextugsafmælinu, sendi ég mínar
beztu þakkir.
Gunnar Bjarnason
skólastjóri
Öllum þeim eru heiðruðu mig með heimsóknum, gjöf-
um og skeytum á 60 ára afmælinu 1. febr. færi ég mínar
hjartans þakkir. — Lifið heil.
Frímann fsleifsson, Oddhól.
Vegna jarðarfarar
er verzlunin lokuð frá kl. 10 f.h. til kl. 1 e.h. í dag.
Verðandi hf.
Kommunisfanki og nokkur Afrikuriki
viðurkenna stjórn Gizenga
aðir frá EFTA.
Nú er aðeins eftir að orða
samkomulagið við Finna og
kveða nokkru nánar á um þátt-
tökuskilyrði þeirra. Þar er um
að ræða nokkur þýðingarmikil
efnisatriði, t. d. um það hvort
öll sú sama tollalækkun skyldi
þegar koma til framkvæmda í
viðskiptum við Finnland, eins
og milli hinna ríkjanna, eða
hvort nokkur dráttur skyldi
verða á því með tilliti til þess
að Finnar koma seinna inn í
samtökin en hin ríkin. Mest út-
lit er fyrir að 20% byrjunar-
tollalækkunin gangi þegar í
gildi fyrir Finna, en nokkur
dráttur verði hjá þeim, á
þeirri 10% tollalækkun, sem
mun ganga í gildi hjá hinum
þátttökuríkjunum 1. júní nk.
FYRSTI góudagur hefur um
langt árabil verið fjársöfnunar-
dagur kvennadeildar Slysavarna
félagsins í Reykjavík.
Nú undanfarið hafa konur i
kvennadeildinni verið að undir-
fbúa þennan fjársöfnunardag.
Merki verða að sjálfsögðu seld
á götunum og kaffisala með
heimabökuðum kökum 'og brauði
verður í Sj áLfstæðishúsinu frá
klukkan 2.
Árum saman hafa konurnar
í kvennadeildinni lagt fram
mikla vinnu og tíma, til þess að
efla starfsemi deildarinnar, en
hún hefur vegna þessa mikla
starfs þeirra, getað lagt fram
mikið fé til aðkallandi mála
sem S.V.F.l. hefur beitt sér fyrir.
T. d. áttu konumar mikinn þátt
í kaupum á björgunartækjum,
lögðu frm fé til sjúkraflugvélar-
innar til skipbrotsmannaskýl-
anna o. fl. o. fl. Geta má þess að
á árinu 1960 lögðu kvennadeildar
konur fram um 145.000 krónur
TÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveit
arinnar í fyrrakv. voru bæði fjör
legir og óvenjumikið af sterkum
itónverkum á þeim. Á þeim kom
fram ungur þýzkur píanóleikari
Hans Janders og lék einleik í
píanókonsert Mozarts í d-moll.
Janders var mjög öruggur við
hljóðfærið. Hann er 32 ár»
Önnur verk á efnisskránni voru
svítan Fuglarnir eftir Ottorino
í G Æ R bárust enn fréttir
víðsvegar að úr heiminum
um ýmiskonar mótmælaað-
gerðir vegna morðsins á
Lumumba. Beinast þær enn
gegn Belgíumönnum, sem
víðast hvar eru taldir með-
sekir um morðið.
Kommúnistaríkin í Aust-
ur-Evrópu fylgja nú öll for-
dæmi Rússa. Þau ráðast á
Hammarskjöld, framkvæmda
stjóra SÞ, og lýsa því yfir,
til slysavarna.
Konurnar í kvennadeildinni
heita á foreldra og aðra aðstand-
endur að leyfa börnum sínum að
selja slysavarnamerkin á sunnu-
daginn kemur. Byrjað verður að
afhenda þau sölubörnum klukk-
an 9 árd. á sunnudaginn á eftir-
töldum stöðum: Slysavarnafélags
húsinu á Grandagarði, Lang-
holtsskóla, Laugarnesskóla, Voga
skóla, Háagerðisskóla, Sjómanna
skólanum, Austurbæjarskólan-
um, Verkamannaskýlinu, Mela-
skóla og Vesturbæjarskóla við
Stýrimannastíg.
Þá treystir stjórn kvenna-
deildarinnar á félagskonurnar að
duga nú vel við baksturinn og
koma brauðum og kökum niður
í Sjálfstæðishús fyrir hádegi á
sunnudaginn kemur.
Á undanförnum árum hefur
kaffisalan í Sjálfstæðishúsinu
verið mjög fjölsótt, og allar horf
ur eru á að mikið muni þurfa rwi
af heimabökuðu brauði og kök-
um.
Respighi, Capriccio espangnol
eftir Rimsky-Korsakov og loks
Spirituals eftir Morton Gould.
Það er annars einkennilegt, að við
skulum hafa þurft að fá hingað
pólskan hljómsveitarstjóra, til
að sýna okkur og sanna, að til sé
nútímatónlist
Þjóðleikhúsið var fullskipað og
var þetta í röð ánægjulegri tón-
leika Sinfóníuhljómsveitarinnar.
hvert á fætur öðru, að þau
viðurkenni nú eingöngu
stjórn Antoine Gizengas í
Stanleyville sem löglega
stjórn Kongó. — Nokkur
Afríku-ríki feta svo aftur í
fótspor kommúnistaríkjanna,
svo sem Ghana, Gínea, Mar-
okkó og einnig Indónesía.
Hinsvegar lýsa mörg ríki
yfir stuðningi við Hammar-
skjöld og telja árás Rússa á
hann hina mestu ósvinnu.
Slíta tengslin við SÞ
Hammarskjöld hefur einnig
sætt árásum á mótmælafundum í
Indlandi og Kolombo á Ceylon.
Sekú Túre forseti Gíneu hefur
ákveðið að slíta öllum tengslum
við sérstofnanir SÞ, sem staðið
hafa fyrir ýmiskonar sérfræði-
legri aðstoð við Gíneu. Sendi
hann skrifstofu SÞ bréf, þar sem
hann krefst þess, að allir starfs-
menn SÞ í Gíneu verði tafarlaust
kallaðir heim.
Nkrumah forseti Ghana krafð-
ist þess í gær, að her Sameinuðu
þjóðanna handtæki tafarlaust
Kasavubu, forseta Kongó, Tsjom-
be forsætisráðherra Katanga og
Mobutu hershöfðingja og drægi
þá fyrir herrétt til dómsáfelling-
ar og hörðustu refsingar fyrir
morðið á Lumumba.
Hammarskjöld treyst
Vestur-þýzka stjórnin gaf í
gær út yfirlýsingu, þar sem hún
fordæmir dráp Lumumba, eins
og hún fordæmir öll pólitísk
morð. Hinsvegar lýsir hún yfir
fullum stuðning við Hammar-
skjöld.
Austur í Ástralíu gengu 50
fulltrúar verkalýðsfélaga í Mel-
bourne á fund belgíska ræðis-
mannsins í borginni og afhentu
honum yfirlýsingu þess efnis, að
belgísk skip yrðu sett í bann,
bojkotteruð, ef Belgir létu ekki
af sínu ljóta framferði í Kongó.
Fyrirfram skipulagt
Alþýðublaðið í Peking hefur
nú dag eftir dag haldið uppi árás-
um á vestræn ríki vegna atburð-
anna í Kongó. í gær sagði það
að ríkisstjórnir Belgíu og Banda-
ríkjanna hefðu undirbúið vand-
lega morð Lumumba. En Pravda
í Moskvu segir að öll þátttöku-
ríkin í NATO hafi fyrirfram sam
þykkt og heimilað Belgum, að
koma Lumumba fyrir kattarnef.1
Góuúagur — fjáröflunar-
tíagur S.V.F.I. - kvenna
Mozart og Morton Gould
á sinfóníutónleikum
Bróðir minn
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
fyrrverandi sýslumaður og alþingismaður,
andaðist í Landakotsspítalanum þann 15. þessa mánaðar.
Fyrir hönd aðstandenda.
Davíð Þorsteinsson, Arnbjargarlæk.
Útför mannsins mins
JÓHANNS ÓLAFSSONAR
sem lézt 10. þ.m. á Elliheimilinu í Keflavík, fer fram frá
Keflavíkurkirkju, laugardaginn 18, febrúar kl. 2.
Blóm vinsamlega afþökkuð. Þeim sem vildu minnast
hans er bent á líknarstofnanir.
Fyrir hönd ættingja.
Soffía Beck.
ÞORSTEINN MAGNÚSSON
frá Gilhaga,
verður jarðsunginn að Goðdölum mánud. 20. þ.m. kl. 2 e.h.
Kveðjuathöfn í Dómkirkjunni laugard. 18. þ.m. kl. 10,30
fyrir hádegi.
Vandamenn.
Jarðarför föður okkar
EINARS ÓLAFSSONAR
stýrimanns,
fer fram laugardaginn 18. febr. frá þjóðkirkjunni í Hafn-
arfirði kl. 2 e.h.
Laufey Einarsdóttir, Elísabet Einarsdóttir,
Sigurjón Einarsson.
Hjartanlegar þakkir flyt ég öllum þeim, sem á einn eða
annan hátt auðsýndu viná,ttu og samúð við andlát og
jarðarför eiginmanns míns
ÁRNA ÁRNASONAR
trésmíðameistara.
Fyrir mína hönd, barna og tengdadætra.
Margrét Finnsdóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför
GUÐMUNDAR DALBERGS ARASONAR
Guðbjörg Ölafsdóttir,
Guðrún Guðmundsdóttir,
Ólafía Áslaug Guðmundsdóttir,
Halldór Arnar Guðmundsson.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför sonar míns og bróður okkar
INGIBERGS KARLSSONAR
Karlsskála Grindavík.
Guðrún Steinsdóttir,
s systkini og ættingjar hins látna.