Morgunblaðið - 17.02.1961, Page 24
Alþingi
Sjá blaðsíðu 8.
íþróttir
Sjá bls. 22.
39. tbl. — Föstudagur 17. febrúar 1961
Loftsiglingafræðingurinn á
belgísku botunni átti ísl. konu
SÚ frétt barst blaðinu í gær,
að loftsiglingafræðingurinn
á belgísku þotunni, sem fórst
Þorste'nn Þor-
steinsson lótinn
ÞORSTEINN Þorsteinsson fyrr-
verandi sýslumaður og alþingis
maður andaðist á sjúkrahúsi hér
í Reykjavík í fyrrakvöld. Hann
var 76 ára.
Hann var kvæntur Áslaugu
Lárusdóttur, systur próf. Ólafs
Lárussonar. Va- hún látin fyrir
nokkrum árum. Þorsteinn sýslu-
manns var minnzt á Alþingi í
gær og birtist sú minning á bls.
8.
Dýr kók
KONA nokkur kom að máli
við lögregluna í fyrrakvöld.
Hafði hún fundið veski á
Laugarnesveginum með 10
þúsund krónum og 50 dollur-
um. Til eigandans náðist svo
í gærmorgun, og hafði hann
þá ekki enn saknað veskisins.
SagðLst hann hafa skroppið
út kvöldið áður til þess að fá
sér kók, og myndi hann hafa
týnt veskinu á heimleiðinni.
Hann uggði hins vegar ekki,
hvers hann hafði misst og
lagðist rólegur til svefns.
Hann var konunni að vonum
afar þakklátur og greiddi
henni 3000 kr. í fundarlaun.
— Dýr kók það.
Samningar
tókust ekki
FULLTRÚAR útgerðarmanna og
sjómanna í Reykjavík, Hafnar-
firði og Akranesi sátu á fundi
með sáttasemjara, Torfa Hjart-
arsyni tollstjóra, fram undir kl.
4 í gærmorgun, án þess að sam-
komulag næðist. Sjómenn hafa
fellt landssamninginn og gert
ýmsar kröfur í sex atriðum. Út-
gerðarmenn hafa aftur á móti
boðið að 200 þús. króna líftrygg-
ingin og öryggistryggingin, sem
samið hefur verið um fyrir yfir-
menn, ná einnig til háseta. Samn
ingar náðust hins vegar ekki á
þessum grundvelli.
Frá Reykjavík er róið upp á
væntanlega samninga, og margir
Hafnarfjarðarbátanna róa frá
höfnum á Suðurnesjum. Er afli
þeirra fluttur til Hafnarfjarðar
til vinnslu.
í gærkvöldi hafði ekki verið
L boðað til nýs fundar með deilu-
í fyrradag við Briissel, hafi
verið kvæntur íslenzkri
konu. Hann hét Lusien Edu-
waere, en kona hans var
Hulda Fanney Ásbjörnsdótt-
ir. —
Lucien Eduwaere mun fyrst
hafa komið hingað til lands á
belgískum togara, og kynntist
hann þá konuefni sínu. Síðar gerð
ist hann loftskeytamaður og
seinna loftsiglingafræðingur.
Flaug hann fyrst í Afríku en síð-
ar á helztu flugleiðum um heim
allan. Lucien Eduwaere naut mik
ils álits í starfi sinu, þótti örugg-
ur og traustur, enda var hann
einn af fyrstu starfsmönnum
Sabena-félagsins, sem lærði á
þotu. Hann var einn elzti og
reyndasti starfsmaður félagsins,
þegar hann fórst, komin á fimm-
tugsaldur.
Átti vini hér
Lucien Eduwaere átti marga
vini og kunningja hér á landi.
Hann kom hingað nokkrum sinn
um, og eins heimsóttu margir ís-
lendingar þau hjón í Briissel, en
þar hafa þau verið búsett um 20
ára skeið. Þau eignuðust tvo syni
sem nú eru 17 og 18 ára.
Halldór Káxness
Nýtt leikrit ettir
Halldór Laxness
FRÉTTAMADUR Morgunblaðs-
ins hitti Nóbelsskáldið að máli í
gær og spurði hvort rétt væri, að
hann hefði samið nýtt leikrit.
Skemmdarvargar
eydileggja biðskýli
S.V.R. kostar tugum jbús. til þeirra
STRÆTISVAGNAR Reykja-
víkur hafa orðið að kosta
tugum þúsunda til viðhalds
farþegaskýlanna, vegna þess
hve umgengni fólks er slæm
í þeim. Er nú svo komið, að
í athugun er að flytja skýli í
burtu af nokkrum biðstöðv-
um, vegna þess hve stórfellt
tjón er unnið á þeim, nærri
því um leið og búið er að
lagfæra þau.
Á Ólýsanlegur sóðaskapur
Eitthvað á þessa leið fórust
Haraldi Þó /'arssyni formanni á
Trésmíðaverkstæði S. V. R. orð
er blaðamaður frá • Mbl. hitti
hann við biðskýli eitt við Klepps
veg fyrir nokkrum dögum. Þá
var rétt nýlokið að framkvæma
mjög kostnaðarsama viðgerð á
skýli þessu.
Haraldur sagðí að í bænum
væru nú 12 slík Iokuð far-
þegaskýli á biðstöðvum. Frá
því þau voru fyrst tekin í
notkun, hefur borið á því, að
þeir sem fá útrás við að
skemma og eyðileggja, hafa
látið þessa ónáttúru bitna
tÚrt)
Síld og ýsa
á Akranesi
AKRANESI, 16. febr. — Sigurð-
ur AK fékk 600 tunnur af síld í
nótt. Landar hann síldinni í
Reykjavíkurtogarann Narfa til
útflutnings. Sigurður SÍ fékk 150
tunnur, en Höfrungur II, sem var
þriðji síldarbáturinn úti í nótt,
fékk ekkert. Dekkbáturinn Sporð
ur, 12 tonna og þrír á, fiskaði um
3 lestir á línuna í dag. f gær var
afli Sporðs rúmar 3 lestir. Allt
var það ýsa.
Enginn stóru bátanna hefur ró-
ið á línu enn, og enginn er látinn
fara að beita línuna, en hitt er
víst, að skipshafnirnar á öllum
bátunum vinna nærri því dag
og nótt við að gera línuna klára,
svo hægt sé að róa um leið og
samningar verða undirritaðir.
Oddur.
mjög á þessum skýlum. Oft
hefur verið gengið srvo langt í
sóðaskapnum að vart er hægt
að lýsa því í blaði. Iðulega
hefur mannasaur fundizt í
þeim.
Á Rúður brotnar
í hverju þessara skýla eru
fjórar rúður. Það var auðvitað
gagnslaust að setja venjulegar
rúður, svo til þess varð að grípa
að setja í þær plastgler. Algengt
er að þessum rúðum ásamt
gúmmírömmum sé stolið. Ef
ekki þá er plastið rispað og
eyðilagt á þann hátt, en rúðurn-
ar kosta um 4000 kr.
Haraldur kvaðst fullyrða að
meðan svo horfir sem nú um
alla umgengni fólks um biðskýli
strætisvagnanna, þá getur fólk
ekki vænzt þess að sett verði
upp fleiri slík skýli, sem þó ann-
ars er víða þörf.
^ Á glæ kastað
í einu hverfanna gekk skemmd
arfýsnin svo langt, að einn dag
var skýlið tekið upp og flutt á
annan stað. Viðskiptavinir stræt-
isvagnanna voru langt komnir
með að jafna skýlið við jörðu.
Og í nokkrum hverfum bæjar-
ins er umgengnin um þessi skýli
svo fyrir neðan allar hellur, að
í ráði er að flytja þau burtu nú
í vor ef ekki verður einhver
breyting á. Það kostar S. V. R.
milli 50—60 þúsund krónur að
endurnýja plastglerið í biðskýl-
unum, sagði Haraldur og hann
bætti við, þetta fé er tekið af
rekstrarfé fyrirtækisins. Segja
má að allt fé sem farið hefur til
þess að viðhalda biðskýlunum
hafi verið á glæ kastað.
Halldór Laxness svaraði því til,
að það væri rétt. Kvaðst hann
hafa byrjað á verkinu um jólin
og lokið því 10. janúar sl., en þó
ætti hann eftir að leggja siðustu
hönd á það, og ynni hann nú að
því.
— ★ —
Fréttamaður blaðsins spurði
skáldið hvort hann vildi segja
nokkuð um efni leikritsins. Hann
svaraði: Þetta er skemmtileikur
í þremur þáttum með sjö eða átta
persónum. Hann er ekki bundinn
við neinn sérstakan stað, en gæti
alveg eins gerzt í Reykjavík og
hvar annars staðar.
Og éruð þér búnir að gefa
leikritinu nafn?
Ég hef látið mér detta í hug
að kalla það „Strompleikinn". Þó
er það ekki fullráðið ennþá, en
ég held að það ætti vel við efnið.
Ekki hefur verið ákveðið hve-
nær leikritið verður sett á svið.
♦ ★ ♦
Þess má að lokum geta, að leik
rit Halldórs Laxness, „Silfur-
tunglið", var sýnt í Þjóðleikhús-
inu árið 1954. Síðan var það leik-
ið víðar, m.a. í Helsinki og
Moskvu. Nú er einnig búið að
þýða það á kínversku, og sýndi
skáldið fréttamanninum þýðing-
una sem hann fékk senda fyrir
þremur dögum.
Dýnamit
stuldur
LÖGREGLUSTJÓRINN á Kefla-
víkurflugvelli hefur beðið blaðið
að birta eftirfarandi:
íslenzkir aðalverktakar hafa í
dag (16. febrúar) tilkynnt, að
stolið hafi verið úr læstri, af-
girtri geymslu félagsins utan flug
vallarins nokkrum kössum a£
Atlas-Powder ICC-dýnamíti, er
ber nafnið Giant Gelatin. Dýna-
mit þetta er nokkurra ára gamalt.
Hvellhettum var eigj stolið, en
erfitt er talið að notfæra sér það
án þeirra. Þeir, sem kynnu að
hafa orðið varir við dýnamit
greindrar tegundar, eru beðnir
að láta næstu lögregluyfirvöld
vita af því.
Somkomulag
ú Vestfjörðum
SAMKOMULAG náðist á
þriðjudagskvöld milli sainn-
inganefnda sjómanna og út-
vegsmanna á Vestfjörðum
um bátakjörin, og höfðu
fundir þá staðið yfir síðan á
sunnudag. Byggist sam-
komulagið í höfuðatriðum á
landssamningum um kjör
bátasjómanna. Samkomulag
ið undirrituðu fulltrúar sjó-
mannasamtakanna innan A1
þýðusambands Vestfjarða
og fulltrúar L.Í.Ú., þeir Haf
steinn Baldvinsson og Ágúst
Flygenring, sem höfðu til
þess umboð frá útgerðar-
mönnum á Vestfjörðum. Ver
ið er nú að bera samkomu-
lagið undir hin einstöku
félög.
Afhenti
emhættisskilríki
HINN 9. febrúar sl. afhenti Pét-
ur Thorsteinsson forseta Sam-
bandslýðveldisins Þýzkalands
trúnaðarbréf sitt sem ambassa-
dor íslands í Sambandslýðveld-
inu Þýzkalandi.
(Frá Utanríkisráðuneytinu)
Gin
veiki
og klaufa-
Danmörku
i
Kaupmannáhöfn, 16. febr.
Frá Páli Jónssyni.
ÞAÐ hefur nú skotið
Dönum miklum skelk í
bringu, að orðið hefur
vart við gin- og klaufa-
veiki á tveimur búgörð-
um á austurhluta Sjá-
lands.
Heilbrigðisyfirvöldin
hafa brugðið mjög
skjótt við og var öllum
bústofninum á þessum
bæjum slátrað miskunn-
arlaust. Á öðrum bæn-
um var slátrað 27 kúm
og 128 svínum, en hin-
um 30 kúm og 70 svín-
um. Voru dýrin grafin
í stórri fjöldagröf.
-<♦>'
9,5 millj. kr. lán til verk-
smiðju S.H. í Hollandi
BLAÐUD hefur aflað sér upp-
lýsinga um það, að nýlega hafi
Import-Export bankinn í New
York veitt Sölumiðstöð Hrað-
frystihúsanna 250 þús. dala
lán eða 9.570.000 ísl. krónur.
Lánið er veitt til véla- og á-
haldakaupa til fiskvinnslu-
verksmiðju Sölumiðstöðvar-
innar í Delfzijl í Hollandi.
Skv. viðtali, sem blaðið áttl
við Jón Gunnarsson, frkvstj.
S. H., í gærkvöldi, aðstoðaðl
Thor Thors, ambassador. viff
lántökuna vestra.