Morgunblaðið - 21.02.1961, Page 3

Morgunblaðið - 21.02.1961, Page 3
Þriðjudagur 21. febrúar 19ðf MORGVNBLAÐIÐ NIÐRI við höfnina í Vest- mannaeyjum stóðu nokkrir bátaformenn í hnapp, er frétta mann blaðsins bar þar að um daginn og horfðu á bátaflot- ann, sem liggur bundinn við bryggjuna í verkfallinu. Þar voru þeir Jón Guðjónsson á Eyjaberginu, Haraldur Hann- esson á Baldri, Aðalsteinn Gunnlaugsson á Atla og Helgi Bergsveinsson á Stiganda. Sá síðastnefndi var aflakóngur Vestmanneyinga 1 v'rra, fisk- aði þá 450 lestir. — Það er nægur fiskur á bæði borö, sögðu formennim- ir, bæði fyrir austan okkur og vestan. Reykvíkingar, Aust firðingar, Hafnfirðingar og Þorlákshafnarmenn eru hér allt í kringum Eyjarnar og taka allt upp í 15 lestir. Helga er núna í kláratúr fyrir austan okkur. — Hvernig við vitum það? Við hlustum á útvarpið. Og þvoum upp með konunum áð- ur en við rönglum út. Það er aðalverkefnið núna, að þvo upp með konunni. — Það er gaman, þegar pabbi kemst ekki á sjó viku eftir viku. Það finnst Möggu Björgu. Því þá þvær pabbi, Jón formaður á Eyjaberginu, upp með henni. En uppþvotturinn færir hcimil- inu samt ekki miklar tekjur. Bátaformennirnir þvo upp með konunum — Ég slapp í dag, af því það var öskudagur, segir Jón á Eyjaberginu og hlær sigri hrós andi. Þá er frí í skólunum og annar vinnukraftur heima. — Hver var hásetahluturinn * I Helgi Bergsveinsson á Stíganda var aflakóngur í Vest- mannaeyjum í fyrra og vann þetta fallcga silfurskip af Binna í Gröf, sem var búinn að hafa það í nokkur ár. Nú hefur hann ekki enn komizt á sjó á vertíðinni. orðinn hjá þér í fyrra á þess- um tíma, Helgi? — Við höfum líklega verið búnir að fá 300 lestir og há- setahluturinn sennilega svona 15—18 þús. krónur. — Það gefur meira í aðra hönd en uppþvotturinn. á miðri vertíð — Og gott veður dag eftir dag, segja formennirnir og horfa upp í loftið. Að vísu var hálfgerð ruslaratíð í janúar, en í febrúar hefði verið hægt að róa upp á hvern dag. — Munduð þið fara á línu, ef verkfallið leystist núna? — Nei, það borgar sig varla að bleyta línuna héðan af. Það hefur oft verið byrjað með netin um 20. febrúar. Hvernig þeim lízt á að flokka fiskinn? Þeir eru sam- mála um að flokkun sé nauð- synleg, en eru óánægðir með tilhögun. Eins og það sé ekki sama hvort fiskurinn er dreg- in á krók eða veiddur í net, ef hann er jafngóður. Enn sem komið er hafa þeir þó ekki neina reynzlu af hinu nýja fyrirkomulagi, því þeir hafa ekki komizt á sjó á þessari vertíð. Ég horfi á stórar og sterk- legar hendur þessara for- manna og hjá niér vaknar löngun til að sjá þá með post- ulínsbolla í höndunum og svuntu. Á næsta matmálstíma ber ég því að dyrum hjá Helga á Stíganda. En það kemur þá á daginn að eldhúsið hans er ekki síður „búið öllum nýj- ustu tækjum“ en bátarnir, og þar er uppþvottavél! En Jón á Eyjaberginu stend ur í sínu eldhúsi með köflótta svuntu og ferst ágætlega að þurrka upp hjá 7 ára gamaili dóttur sinni, þegar við ryðj- umst þar inn og smellum mynd af honum. Jón segist eiginlega ekki vera Vestmannaeyingur, en er búinn að vera með bát á ver- tíð þar síðustu 5—6 árin. Fjölskylda hans hefur venju- lega komið til Eyja á eftir hon um þegar miðsvetrarprófum í skólunum er lokið. En í þetta sinn átti að reyna hvort ekki væri hægt að lifa í Eyjum allt árið og komu þau öll í haust. — Þessi tilraun virðist þó ætla að sanna að það sé ekki hægt, segir Jón. Maður lifir ekki af að þvo upp. — E. Pá. Viija sameiginlega fiskimálanefnd Raupmannahöfn, 20. febrúar. Einkaskeyti frá Páli Jónssyni. LOKIÐ er í Kaupmannahöfn fundi fiskimála ráðherra Norð urlanda. Rætt var m. a. um landhelgismálin, en ekkert nýtt kom þar fram í því máli. — Ráðherrarnir sam- þykktu þó að sett verði á stofn sameiginleg fiskimála- nefnd Norðurlandanna, skip- uð ráðherrum, embættis- mönnum og fulltrúum félaga samtaka. Nefndin ræði sam- eiginleg málefni fiskiðnaðar- ins, svo sem samstöðu gagn- vart tollabandalögunum í Ev rópu og öðrum alþjóðastofn- unum. Þá athugi nefndin einnig möguleika á aukinni norrænni samvinnu í fisk- sölumálum. fslendingum og Finnum hefur verið boðið að eiga fulltrúa í fiskimálanefndinni. SPÁ 12 MÍLUM SIGRI Kaupmannahafnarblaðið In- formation segir í dag að eitt af þýðingarmestu málunum sem nú séu rædd á bak við tjöldin í Norð urlandaráðinu sé útvíkkun fisk- veiðilögsögu stóru fiskveiðiþjóð- anna. Fjármálasérfræðingar, sem eru í nánu sambandi við dönsku stjórnina spá tólf mílunum sigri á þinginu. Segja þeir að Dan- mörk, Svíþjóð og Finnland muni innan þriggja eða fjögurra ára fara að dæmi Noregs og færa út landhelgina, fyrst í sex mílur, en síðan í tólf mílur inneu næstu tíu ára. SKIPTA UM SKOÐUN Formenn fiskimannafél. Vestur Jótlands hafa haldið sameiginleg- an fund, þar sem ákveðið var að mæla með því að fiskveiðimörkin við Danmörku verði færð út á sama hátt og mörkin við Noreg. Danskir fiskimenn hafa hingað til haldið fast í þriggja mílna fisk- veiðilögsögu, en hafa auðsýnilega breytt um skoðun vegna útfærslu landhelginnar við Noreg. SfAKSTEÍlAR Fáránlegur málflutn ingur „Það er vert að gera ríkisstjór* inni það Ijóst að hún leggur tð harðrar baráttu, þegar hún stefa ir að því, að endurreisa hina úr- eltu þjóðfélagshætti á islandi. Með því rýfur hún stéttarfrið og vinnufrið. Með því stofnar hún atvinnuvegunum í voða. En húa skal gera sér það ljóst, að frjála huga tslendingar verða ekki fljótlega brotnir á bak aftur, þótt beitt sé hótunum og hungursvipu, eins og. nú virðist stefnt að i V estmannaey jum“. Þannig komst Tíminn m. a. að orði í ritstjórnargrein sl. sunnu- dag. Hann hamrar nú á því á nákvæmlega sama hátt og komm. únistar, að það sé ríkisstjórnin, sem beri ábyrgð á verkföllunum, bæði í Vestmannaeyjum og ann- ars staðar!! Þessu er landslýðn- um ætlað að trúa. Þegar komm- únistar og Framsóknarmenn hafa efnt til pólitískra verkfalla, sem ekkert eiga skylt við venjuleg kjarabaráttu, þá segir Timinn að það sé ríkisstjórnin, sem hafi rofið stéttarfrið og vinnufrið! öllu fáránlegri málflutningur hefur sjaldan sézt. jÞeir gáfust upp Þegar vinstri stjórnin var mynduð sumarið 1956 lofaði hún því hátíðlega að vinna bug á dýr- tíð og verðbólgu og leysa öll vandamál efnahagslífsins, fyrst og fremst með hagsmuni verka- lýðsins fyrir augum. Vinstri stjórnin sat 214 ár við völd. f stað þess að leysa vandamál efna- hagslífsins, hleypti hún verð- bólgunni lausbeizlaðri eins og ó- argádýri á almenning. Hún lagði hærri skatta á fólkið en nokkur önnur ríkisstjórn hefur gert í þessu landi. Flokkar hennar þurftu ekki að sitja nema hálft þriðja ár saman í ríkisstjórn til þess að sjá það, að þeir voru ófærir um að stjórna landinu sameiginlega. Þeir gáfust hrein- lega upp fyrir erfiðleikunum, sem flestir voru afleiðing óláns- stefnu þeirra og úrræðaleysis. Vinstri stjórnin sem lofað hafði að leysa allan vanda með hags- muni verkalýðsins fyrst og fremst fyrir augum leysti ekkert vandamál en skapaði fjölþætta erfiðleika. Hún leiddi öngþveiti og upplausn yfir íslenzkt efna- hagslíf. Horfzt í augu við staðreyndir Núverandi ríkisstjórn tók við öngþveitinu af vinstri stjórninni. Það kom í hennar hlut að horf- ast í augu við staðreyndirnar. Hún hikaði heldur ekki við að gera það. Hana brast ekki kjark til þess að viðurkenna að um mikinn og djúpstæðan vanda var að ræða. Núverandi ríkisstjórn lagði til atlögu við erfiðleikana og hikaði ekki við að gera það sem gera þurfti, jafnvel þó að það væri ekki allt vinsælt í fyrstu. Hún stendur nú mitt í viðreisnarstarfinu. Ýmsar við- reisnarráðstafanir hennar eru þegar farnar að bera árangur. ! Síðar mun árangur þeirra koma betur í ljós. En kommúnistar og Framsóknarmenn gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að torvelda viðreisnina. Þeim er ekki nóg að hafa sjálfir gefizt upp við að stjórna landinu. Þeir vilja líka reyna, af fremsta megni að koma í veg fyrir að aðrir byggi það upp sem þeir sjálfir rifu niður. Þeir hafa myndað með sér niðurrifsbandalag. Eitt helzta vopn þess bandalags eru pólitísk verkföll. Því vopni á nú vægð- arlaust að beita, ekki til þess að bæta kjör nokkurs manns, held- ur til þess að hindra að viðreisn- arstefnan sigri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.