Morgunblaðið - 21.02.1961, Side 8
8
MORGVNBT 4 ÐIÐ
Þriðjudagur 21. febrúar 1961
Aukum rœktun kartaflna
og grœnmetis
Ur erindi frú Rögnu Sigurðardóttur hús
freyiu að Þórustöðum í Ölfusi
Á SÍOASTA Búnaöarþingi, sem
háð var í fyrravetur flutti frú
Ragna Sigurðardóttir, húsfreyja
að Þórustöðum í Ölfusi, sem er
eins og kunnugt er dóttir Sig-
urðar heitins búnaðarmálastjóra,
erindi um garðyrkju. Gerði hún
þar m. a. grein fyrir tillögum
nefndar, sem starfað hafði á vcg
um Kvenfélagasambands Islands
og undirbúið aukna fræðslu í
garðyrkju og húsmæðrafræðum
fyrir starfandi húsmæður í land-
inu. í nefnd þessari áttu sæti þær
frú Ragna Sigurðardóttir, frk.
Helga Sigurðardóttir skólastjóri
og frú Sigríður Sigurjónsdóttir
húsfreyja að Hurðarbaki í Borg-
arfirði.
Nefnd þessi lagði til að garð-
yrkjuráðunautum yrði fjölgað úr
einum í fjóra, þannig að einn
ráðunautur yrði starfandi í hverj
um landsfjórðungi.
Frú Ragna Sigurðardóttir
hvatti mjög til aukinnar kar-
töfluræktar í fyrrgreindu erindi
sínu. Hefur Mbl. fengið leyfi til
birtingar þess. Komst hún þar
m. a. að orði á þessa leið:
„Við álítum að það komi ekki
tiltil greina, að þeir garðyrkju-
ráðunautar, sem eiga að starfa
í sveitum séu búsettir í Reykja-
vik. — Búnaðarfélagið þarf nú
þegar að ráða garðyrkjuráðu-
nauta, sem búa og starfa meðal
fólksins, sem á að njóta leiðbein-
inga þeirra. — Það er ekki nægi
legt að fólk fái leiðbeiningar ein-
göngu í útvarpi og bæklingum,
heldur verður fólkið einnig að
geta fengið ráðunautana heim til
sín á þeim tima, sem störfin fara
fram, og koma garðyrkjuráðu-
nautarnir þannig til að starfa á
sama hátt og ráðunautar búnað-
arsambandanna.
Við ræktum nú ekki nema
helminginn af þeim kartöflum,
sem við þurfum að nota þrátt
fyrir það, að kartöflurækt hér á
landi er nú um tvö hundruð ára
gömul. Sennilega mætti rækta
nægilegar kartöflur handa lands
mönnum, án þess að auka það
landrými, sem notað er, aðeins
þyrfti betri ræktunaraðferðir,
meiri áburð, notkun skjólbelta
og aukna þekkingu á notkun
réttra varnarlyfja gegn sjúkdóm-
um er ræktun á rófum og kar-
töflum mjög óviss.
En auk þess að rækta rófur og
kartöflur, þá þurfum við að
rækta hvítkál, blómkál, lauk,
gulrætur, steinselju og margt
fleira. — En við ræktun hverrar
tegundar er nauðsynlegt að
þekkja viðeigandi varnarlyf gegn
þeim sjúkdómum, sem sækja á
plönturnar. — Ný var.narlyf
koma stöðugt á markaðinn, og
það er fyrst og fremst hlutverk
garðyrkjaráðunautarins, aðkenna
fólki rétta meðferð þeirra. —- Það
þykir ekki mikill vandi nú á dög
um að halda höfði sínu lúsalausu,
en það er ekki meiri vandi að
halda maðkinum frá rófum og
káli, ef menn þekkja réttar að-
ferðir til þess.
Margir hafa byrjað á að rækta
ýmsar tegundir grænmetis, en
ræktunin hefur mistekizt vegna
vankunnáttu, og þeir hafa misst
Ragna Sigurðardóttir
kjarkinn. — En ef fólk í sveitum
og kaupstöðum á í framtíðinni
að geta ræktað grænmeti með
Vélbátur til sölu
Vélbáturinn Harpa FH 9, 29 smálestir, ný stand-
settur með Caterpillarvél er til sölu nú þegar. —
Upplýsingar á Bæjarskrifstofunum í Hafnarfirði.
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði
Innflytjendur — íðnrekendur
Leigjum út sali fyrir hvers konar iðn- og. vörusýn-
ingar í vor og sumar.
Breiðfirdingabuð
Sími 17985
JARÐYTA
Jarðýta í góðu ástandi óskast, Caterpillar D 7 eða
D 6, með vökvaútbúnaði. — Mikil útborgun.
Tilboð sendist afgr. Mbl., þár sem tilgreint er ásig-
komulag og verð, fyrir 1. n. m., merkt
„Jarðýta — 1644“.
Verzlunaratvinna
Ungur maður með Verzlunarskóla eða hliðstæða
menntun óskast til afereiðslustarfa o. fl.
PHARMACO H.F.
TinkauPastofnun Apótekara.
Sími 22970
SjónarmiÖ framleið
enda komi fram
JÓN Árnason, Kjartan J.
Jóhannsson og Eggert G.
Þorsteinsson fytja í efri
deild frumvarp til laga um
síldarútvegsnefnd, útflutning
á síld, hagnýtingu markaða
o. fl. Var frumvarp þeirra til
1. umræðu í deildinni sl.
föstudag.
Þörf nýrra laga.
Jón Árnason fylgdi frumvarp
inu úr hlaði f. h. flutningsmanna.
Skýrði hann frá því í upphafi
ræðu sinnar, að núgildandi lög
um þessi efni væru frá árinu
1934 og hefðu staðið óbreytt síð
an. Vegna þeirra breytinga, sem
orðið hafa á þessu sviði sjávar-
útflutningsframleiðslunnar á und
anförnum árum, væri þess nú
brýn þörf að setja ný lög um
þessi efni.
Þegar síldarút
vegsnefnd var
sett á stofn hefði
það verið ætlun
in, að hún lög-
gilti síldarút-
flytjendur, á-
kvæði tölu
þeirra og löggild
ingartíma, e n
ekki beinlínis
það, að hún
hefði sjálf á hendi einkasölu á
saltsíldinni, þó að lögin geri
einnig ráð fyrir þeim möguleika
— og þróunin hefði orðið sú, að
nefndin sjálf annaðist sölufram
kvæmdina.
Helztu breytingar
í. 1. gr. frumvarpsins sé gert
Sölumaður
Eitt af þekktustu iðnfyrirtækjum landsins óskar eftir röskum
og ábyggilegum sölumanni, nú þegar eða sem fyrst. Æskilegt
að viðkomandi hafi bíl til afnota fyrir sjálfan sig.
Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf, sendist afer.
Mbl. eigi síðar en 24. febrúar n.k. merkt: „Áreiðanlegur — 1490“.
ráð fyrir, að nefndarmönnum
fjölgi um tvo, úr fimm í sjö. Sé
gert ráð fyrir því, að hin tvö
félög síldarsaltenda, sem nú eru
starfandi í landinu eignist hvort
sinn fulltrúa í nefndinni. Með
því skapist betri aðstaða til þess
að koma á framfæri sjónarmið-
um framleiðenda sjálfra, sem
bezt ætti að tiryggja farsæla
lausn þessara mála hverju sinni.
Og gert er ráð fyrir, að L.Í.Ú.
tilnefni þann fuiltrúa, sem nú er
kosinn af síldarútvegsmönnum.
1 2. gr. er svo fellt niður á-
kvæði um, að það sé á valdi síld
arútvegsnefndar að úthluta skip
um leyfum til að mega veiða
síld til verkunar. Og í 3. gr. sé
fellt niður ákvæði um að miða
við þá síld, sem veidd er í ís-
lenzkri landhelgi, þar sem slíkt
ákvæði sé nú óþarft, enda oft
meira af síldaraflanum veitt ut
an landhelgi en innan. Þá sé
fellt niður ákvæði, sem heimilar
síldarútvegsnefnd að ákveða há
markssöltun af hverju skipi.
Eftir ræðu Jóns Árnasonar var
frumvarpinu vísað til 2. umr. og
sj á varútvegsnef ndar.
BENEDíKT Gröndal og Jón
Árnason flytja í sameinuðu
þingi svohljóðandi tillögu til
þingsályktunar um stein-
steypingu gatna:
— ★- —
„Alþingi ályktar að skora á
ríkisstjórnina að greiða fyrir því
áf fremsta megni, að bæjar- og
sveitarfélög geti keypt sement
til gatnagerðar af Sementsverk-
smiðju ríkisins með hagkvæmum
kaup- o-g lánskjörum“.
f • ~ ~
I greinargerð segja flutnmgs-
menn. að varanleg gatnagerð í
þéttbýli sé nú orðið eitt þeirra
mála, sem almenningur leggi
hvað mest áherzlu á að komið
sé skjótt í betra horf. Lengi
framan af hefi mest verið hugs
að um malbikun gatna, en í
seinni tíð hafi athygli manna
góðum árangri, þá er stóraukin
leiðbeiningastarfsemi nauðsyn-
legt skilyrði. — Kvenfélögin
víðs vegar um landið eru reiðu-
búin til þess að styðja og styrkja
þessa starfsemi eftir beztu getu.
Við stöndum svo langt að baki
nágrannaþjóðum okkar í þessum
efnum, að það er ekki vansalaust,
og við megum ekki vera jafn-
sofandi í þessum málum og við
höfum verið að undanförnu.
Við ættum að geta framleitt 1
landinu nægilegt grænmeti
handa okkur, og þegar þar við
bætist framleiðsla gróðurhúsa:
Gúrkur, tómatar, bananar og vín
ber, þá ættum við ekki að þurfa
að flytja inn annað grænmeti eða
ávexti en epli og appelsínur á
jólum og öðrum stórhátíðum. —.
Nú mun árlega flutt inn í land-
ið grænmeti fyrir fjórar milljón-
ir króna, og líklega annað eins
af ávöxtum.
Þó að landið okkar sé kalt og
vindbarið, þá má samt ná hér
mjög góðum árangri með notk-
un sólreita og skjólbelta. — Það
er talið að á milli góðra skjól-
belta sé hitinn tveimur stigum
hærri en á bersvæði. — Þessi
hitamunur gerir það að verkum,
að innan skjólbeltanna má fá ár-
vissa uppskeru af þeim nytjajurt-
um, sem að öðrum kosti ná ekki
sæmilegum þroska nema í sér-
staklega góðum árum.
Skjólbeltin stuðla mjög að því,
að hægt er að gera áætlun um
uppskerumagnið, sem líkindi eru
til að verði fyrir hendi að haust-
inu. — En auk þess að skjólbelt.
in eru lyftistöng fyrir garðyrkj-
una, þá eru þau jafnframt trjá-
rækt, sem er til höfuðprýði á
hverju sveitaheimili. — Með
gróðursetningu skjólbelta er
þannig hægt að sameina skóg-
rækt og hagnýta garðyrkju, og
er því ekki ólíklegt, að menn
verði fúsari til þess að fórna þeim
fé og fyrirhöfn, heldur en menn
hafa verið við að koma upp trjá-
lundum við heimili sín.
í sambandi við starf garðyrkju
ráðunauta, má nefna kirkjugarð
ana í sveitum landsins. — Flestir
kirkjugarðanna minna frekar á
braggarústir en bústaði liðinna,
og eru þeir þó margir á sögu-
frægum stöðum. — Þessu verður
að breyta til batnaðar á næstu
árum, og þyrfti hér að koma sókn
arnefndunum til aðstoðar, sú
sérþekking sem garðyrkjuráðu-
nautarnir ráða yfir.
Af því, sem hér hefur verið
sagt, er ijóst, að verkefnin fyrir
garðyrkjuráðunautanna eru ó-
þrjótandi.
Þó að lagt sér til í frumvarpl
þessu, að fjölga garðyrkjuráðu-
nautum úr einum í fjóra, þá væri
það aðeins spor í rétta átt.
Takmarkið er: Starfandi garð-
yrkjuráðunautur í hverri sýslu
landsins, og við erum sannfærðar
um að, að í samvinnu við kven-
félögin og búnaðarfélögin geta
störf þeirra borið blessunarríkan
árangur fyrir land og þjóð.
; gatna
beinzt að steinsteypu. Þessu valdl
m. a. framleiðsla sements i
landinu, hjá Sementsverksmiðju
ríkisins á Akranesi, og miklum
mun betri ending gatnanna.
Benda flutningsmenn á, að á full
trúafundi Sambands íslenzkra
sveitarfélaga, sem haldinn var
fyrir skömmu, hafi komið í ljós,
að bæjarstjórnir telja gatnagerð
næsta stórmál kaupstaðanna. Og
í þessu sambandi sé einnig á það
að líta, að afköst Sementsverk-
smiðju ríkisins hafi reynzt meiri
en til var stofnað í upphafi, og
allar horfur á, að hún geti fram
leitt meira en markaður verður
fyrir innanlands ef sements-
notkunin verður ekki aukin á ein
hvern sérstakan hátt. Sé það því
mikið hagsmunamál fyrir verk-
smiðjuna, ef finna megi grund-
völl fyrir steinsteypineu gatna
í stórum stíl.