Morgunblaðið - 21.02.1961, Side 12
12
rMORGUNBLAÐID
Jriðjudagur 21. febrúar 1961'
Utg.: H.f Arvakur. Reykjavlk.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
FÍSKIFÉLAGIÐ FIMMTUGT
'iskifélag íslands varð 50^
ára í gær. Þessi merki
félagsskápur hefur starfað að
framförum og umbótum í
fiskveiðum íslendinga af
framsýni og ötulleik. Það
hefur stundað almenna
fræðslustarfsemi um allt það
sem að sjávarútvegi lýtur og
með tímanum hefur rann-
sóknarstarfsemi og vísinda-
vinna í þágu útvegsins einn-
ig verið verulegur þáttur í
starfsemi félagsins. Forystu-
menn Fiskifélagsins hafa
gert sér ljóst, að vísindin
geta veitt ómetanlega aðstoð
í rekstri sjávarútvegsins. Má
raunar segja, að aukin tækni
og vísindastarf hafi valdið
byltingu á sviði útvegsmála.
Á miklu veltur að íslenzka
þjóðin fylgist sem bezt með
tækniþróun þeirri, sem nú
gerist og leggi kapp á að
hagnýta sér vísindin í þágu
bjargræðisvega sinna. Á því
hefur Fiskifélag íslands áreið
anlega skilning. Davíð Ólafs-
son fiskimálastjóri, sem jafn-
framt er stjórnarformaður í
Fiskifélaginu er hagsýnn og
raunsær framfaramaður, sem
unnið hefur mikið og gott
starf í þágu samtakanna og
islenzks sjávarútvegs. íslend-
ingar þakka Fiskifélaginu
brautryðjendastarf þess og
byggja miklar vonir á fram-
tíðarstörfum þess.
ÁRÁSIRNAR Á
HAMMARSKJÖLD
Allt bendir til þess, að árás-
Rússa á Dag Hammar-
skjöld, framkvæmdastjóra
Sameinuðu þjóðanna í sam-
bandi við víg Lumumba,
muni ekki hafa tilætluð
áhrif. Allar hinar vestrænu
lýðræðisþjóðir standa fast
með Hammarskjöld, og fjöl-
margar hinna svokölluðu
hlutlausu þjóða og nýju að-
ildarríkja Sameinuðu þjóð-
anna hafa einnig tekið upp
hanzkann fyrir hann. Auð-
sætt er-því, að Rússar munu
ekki ná því takmarki sínu að
þessu sinni að flæma Hamm-
arskjöld úr stöðu sinni. En
kjörtímabil hans rennur eins
og kunnugt er ekki út fyrr
en á árinu 1963. Sjálfur hef-
ttr Hammarskjöld lýst því
yfir nú, eins og á sl. hausti,
þegar Krúsjeff réðist sem
heiftarlegast á hann, að hann
hyggðist ekki segja af sér,
heldur halda áfram störfum
sínum í þágu samtakanna.
Það er hin mesta fjarstæða,
þegar Rússar halda því fram,
að Hammarskjöld beri
ábyrgð á vígi Lumumba. —
Sameinuðu þjóðirnar héldu
vörð um Lumumba meðan
þær höfðu aðstöðu til þess.
Það var hann sjálfur sem
flúði frá bústað sínum í Leo-
poldville og kastaði sér út í
algera óvissu með tilraunum
sínum til þess að komast til
þeirra landshluta, þar sem
fylgi hans var talið mest
meðal þjóðarinnar. Það feigð
arflan hans hafði Dag Hamm
arskjöld enga aðstöðu til að
hindra.
Meðal vestrænna þjóða er
vissulega ástæða til þess að
fagna því mikla trausti, sem
framkvæmdastjórinn nýtur
um heim allan. Árásir Rússa
á hann hafa orðið til þess að
sýna ennþá betur en áður,
að mikill hluti mannkynsins
telur Dag Hammarskjöld enn
þá manninn, sem líklegastur
sé til þess að geta stýrt hin-
um víðtæku alþjóðasamtök-
um gegnum brim og boöa.
FAÐIR OG SONUR
lt/faurice Macmillan, ungur
íhaldsþingmaður, sem
er sonur Harolds Macmill-
ans, forsætisráðherra, hefur
beint skarpri gagnrýni að
stjórn föður síns í neðri mál-
stofu brezka þingsins. Hann
komst þar m. a. að orði á
þá leið um stefnu stjórn-
arinnar, að hún væri „á reiki
úti á þjóðvegunum, hliðar-
götum og smástígum, en vissi
ekki hvar aðalvegurinn
væri“.
Eitt af aðalmálgögnum
brezka íhaldsflokksins, Daily
Mail, tók undir þessa gagn-
rýni hins unga þingmanns og
komst þannig að orði, að
„Bretland hefði ekki vitað
hvað það vildi allt frá lok-
um styrjaldarinnar. Aðrar
þjóðir hafa gert upp hug
sinn. Við ættum að gera það
líka“, sagði Daily Mail. -
Það hefur vakið sérstaka
athygli víða um heim, að
það er sonur hins brezka for-
sætisráðherra, sem forystu
hefur um gagnrýnina á
stjórn hans. Er þó vitað að
með þeim feðgum er góð
vinátta og traustur frænd-
skapur. En það er vissulega
enn ein sönnun um styrk-
leika brezks þingræðis og
lýðræðis að slíkt skuli geta
gerzt. Hin frjálsa gagnrýni
er aðalsmerki hins sanna
lýðræðis.
Brezki Ihaldsflokkurinn
hefur unnið þrennar kosning
ar í röð sl. 9 ár. Hann kom
sterkari út úr síðustu kosn-
utz YMS'em
borgar sig
jkAÐ er nú mjög til um-
" ræðu hér á landi, bæði
innan Alþingis og utan,
hvort leyfa beri hér
ingum en oftast áður, en
aðalandstæðingur hans, —
Verkamannaflokkurinn, — er
mjög illa á vegi staddur.
Forysta flokksins er veik og
mikill ágreiningur ríkir inn-
an hans.
En ýmsir erfiðleikar steðja
að Bretum um þessar mund-
ir. Þrátt fyrir næga atvinnu
í landinu hefur dregið úr út-
flutningi og aðstaða Breta
hefur orðið veikari í sam-
keppninni á mörkuðunum
við V-Þýzkaland, Frakkland
og Japan. Er það vissulega
alvarleg staðreynd, sem
stjórn landsins hlýtur að
gera sér ljósa og gera sínar
ráðstafanir til þess að mæta.
KENNEDY OG
NATO
17" ennedy, Bandaríkjaforseti,
sendi nýlega fastaráði
Norður-Atlantshafsbandalags
ins í París boðskap, þar sem
hann markaði afstöðu sína
og hinnar nýju ríkisstjórnar
sinnar til varnarsamtaka
vestrænna þjóða. — Komst
hann þar m. a. að orði á þá
leið, að Nato væri áhrifa-
mesta hindrunin á vegi of-
beldisaflanna til heimsyfir-
ráða. Hin sögulegu vináttu-
tengsl Nato-þjóðanna hefðu
verið styrkt af sameiginlegu
takmarki, sköpun veraldar,
þar sem frjálsir menn gætu
lifað í friði og öryggi, óháðir
fjötrum hungurs, fátæktar
og vanþekkingar. Ef við
vinnum saman, sagði forset-
inn, þá náum við þessu
marki, ef okkur mistekst það
er frelsið í stórfelldri hættu.
Kennedy lýsti því síðan yf
ir að Bandaríkin myndu
styðja Nato eftir fremsta
megni. Hlutverk okkar er,
sagði hann, að sannfæra
hvaða árásaraðila, sem hugs-
anlegur er um það, að árás
á land eins Nato-ríkis muni
verða mætt með skjótum
refsiaðgerðum. Hann lagði
áherzlu á að Nato væri fyrst
og fremst varnarsamtök, sem
ættu það mark og mið há-
leitast að standa vörð um
heimsfriðinn.
Hinn frjálsi heimur fagn-
ar þessari yfirlýsingu Kenne-
dys. Nato hefur frá upphafi
unnið mikið og gott starf í
þágu heimsfriðarins. Það hef
ur stöðvað framsókn hins al-
þjóðlega kommúnisma. Efl-
ing Nato er í dag sízt ónauð-
synlegri en áður.
” ef rétt er að farið
Þa9 þarf mörg handtök og nákvæm, áður en minkaskinnin
eru orðin að fallcgum „pels“. — Hér sjást æfðir fingur gera
fyrstu hnífsbrögðin.
minkaeldi á ný. Eru marg-
ir áhugasamir um, að svo
megi verða, þar sem menn
telja, að þar gæti orðið um
mikinn búhnykk að ræða
fyrir þjóðarbúið í heild, ef
að yrði unnið af skyn-
semd og dugnaði — en
fyrri saga minkaeldis hér
á landi er mikil hrakfalla-
saga, sem kunnugt er. —
Þessi atvinnugrein er
stunduð á vísindalegan
MHÍHÍHÍHÍHlHlHÍHÍHt
Danir grœddu 550
— 600 milljónir kr.
(ísl.) á sölu
minnkaskinna á sl.
ári — og fengu
90°Jo þeirrir upp-
hœðar í erlendum
gjaldeyri • ••
IHÍHÍHÍHÍHÍHÍHÍHÍHÍHÍI
hátt í ýmsum löndum, svo
sem í Bandaríkjunum,
Kanada og á Norðurlönd-
unum. Frændur vorir,
Danir, eru nú komnir í
hóp helztu minkaræktar-
manna í heimi og hafa af
drjúgar tekjur. Þar sem
þessi mál eru nú ofarlega
á baugi hér heima, birtum
við hér til gamans og
fróðleiks útdrátt úr grein,
sem birtist í danska blað-
inu Dagens Nyheder fyrir
skömmu, þar sem ýmsar
upplýsingar er að finna
um minkaeldi í Dan-
mörku.
Danmörk er nú í hópi
þeirra landa, sem mest fram-
leiða af hinum dýrmætu og
eftirsóttu minkaskinnum, þótt
enginn skyldi láta sér detta
það í hug við að líta á dansk-
ar konur, segir í upphafi
greinarinnar. — Uppboð mik-
ið, sem Samband loðdýra-
ræktarmanna í Danmörku
hélt í Kaupmannahöfn í jan-
úar sl., markaði hápunkt
þessarar atvinnugreinar í
Danmörku, sem þróazt hefir
með næsta ótrúlegum hraða,
að sögn blaðsins. — Um 375
þúsund skinn voru boðin
upp, og mun þetta mesta
minkaskinnauppboð, sem
haldið hefir verið utan
Bandaríkjanna, hafa fært
dönskum loðdýraræktarmönn
um um 40 milljón króna (d.)
tekjur.
■jr Stórstíg aukning
Samband danskra ioð-
dýraræktarmanna var stofn-
að árið 1930, og í fyrstu
skýrslum þess, árið 1932,
mátti lesa, að minkastofninn
í Danmörku væri — 44 dýr.
Eftir átta ár, eða 1940, komst
stofninn yfir 3000 dýr, en
það nam þá aðeins 1% minka
stofnsins í mesta minkarækt-
arlandi heimsins, Bandaríkj-
unum. Það var svo nokkru
eftir að heimsstyrjöldinni síð
ari lauk, að fyrir alvöru tók
að færast líf í tuskurnar í
minkarækt Dhna. Árið 1950
fæddust 142 þúsund minka-
hvolpar í Danmörku, 1959
var talan komin upp í 900
þúsund — og á nýliðnu ári
komst „framleiðslan“ upp í
milljónina, og um 100 þús.
betur þó. — Þeir 44 minkar,
sem Danir áttu árið 1932 hafa
„rentað“ sig býsna vel, ekki
verður annað sagt.
ir í þriðja sæti
Með framleiðslu sinni sl.
ár — um 1,1 millj. minka-
skinna — hafa Danir náð
þriðja sæti meðal mestu
skinnaframleiðenda heimsins
f Framh. á bls. 15