Morgunblaðið - 21.02.1961, Síða 13
Þriðjudagur 21. febrúar 1961
MORGVNBLAÐIÐ
13
Unnið að fiski
„HAGRÆNAR rannsóknir á
afkomu sjávarútvegsins er
einna stærsta framtíðarverk-
efni Fiskifélagsins“, sagði
Davíð Ólafsson, fiskimálastj.,
er Mbl. átti tal við hann í
gær vegna 50 ára afmælis
Fiskifélags íslands. Davíð hef
ur verið forseti félagsins síð-
an 1940 og hefur því öðlazt
víðtækari og staðbetri þekk-
ingu á útveginum en flestir
aðrir, því Fiskifélagið hefur
frá öndverðu annazt mikil-
vægar rannsóknir og gengizt
fyrir margs konar fræðslu-
starfsemi á sviði útvegsmál-
anna.
Óupplýst
slys
ENN er verið að rannsaka slysið
sem varð á Grettisgötunni, á
móts við Grettisgötu 18, hinn 13.
þ.m. Varð drengúr þá fyrir bíl,
og hafði bíllinn ekki numið stað
ar, og ekki ennþá tekizt að finna
þennan bíl.
Það er nýjast í málinu, að að
því er hallazt að bíllinn sem
drengurinn varð fyrir sé rúss-
neskur Moskwitch tvílitur, ljós-
grænn og gulur. Þá hefur eitt
vitnið skýrt frá því, að þar sem
slysið var hafi drengir verið að
kasta snjóboltum. Hafi bílstjór-
inn vel getáð haldið að það hafi
verið bolti sem skall á bílnum,
er drengurinn hljóp á hann, því
það glumdi í bílum, segja vitnin.
Slysið varð klukkan rúmlega 9
„Félagið hefur um langt
skeið safnað alls kyns upp-
lýsingum um útveginn, gert afla-
skýrslur og annað því um líkt,
sem er nauðsynlegur grundvöllur
fyrir hinar hagrænu rannsóknir,“
hélt Davíð áfram.
„Þegar við höfum skýrslur og
yfirlit yfir aflann, veiðisvæðin,
aflamagn miðað við fyrirhöfn og
kostnað, aflamagn, sem fengizt
hefur á hverja gerð* veiðarfæra
og magn fisktegunda, sem veiðzt
hafa — þá er fenginn nauð-
synlegur grundvöllur fyrir hag-
rænar rannsóknir, sem mikil-
vægar eru fyrir alla þróun útvegs
ins og útflutningsframleiðsluna“.
Davíð Ólafsson
„Fiskifélagið rekur jafnframt
rannsóknarstofu, sem hefur mikla
þýðingu á sviði hagnýtingar
fiskafurða. Þær fiskirannsókn-
ir, sem Atvinnudeild Háskól-
ans hefur nú á sinni könnu,
hófust upphaflega fyrir tilstilli
Fiskifélagsins, en núverandi rann
sóknarstofa félagsins sinnir ein-
göngu þeim verkefnum, sem
varða vinnslu sjávaraflans”.
— • —
„Þar er stöðugt fylgzt með efnis
gæðum framleiðslunnar, t.d. lýsis
og fiskimjöls, en jafnframt eru
þar gerðar tilraunir með ýmsar
nýjungar í nýtingu aflans og fjöl
breytni í framleiðslu. Þessi Starf-
semi á að leiða til aukinnar vöru-
vöndunar, en það er einmitt vöru
vöndun, sem verður að vera
fyrsta og síðasta boðorð islenzkr-
ar útflutningsframleiðslu".
„Skilningur manna á aukinni
vöruvöndun er sem betur fer að
aukast“, sagði Davíð, „og er fersk
fiskmatið stórt spor í rétta átt.
Með hagrænu rannsóknunum er
leitazt við að kryfja til mergjar
ýmsar þær spurningar sem jafn-
an vaka fyrir útgerðinni. Og það
er ekki nóg að komast til botns
í því hvernig veiðarnar verði
stundaðar á sem arðsamastan
hátt, hvaða bátastærð hæfi okk-
ur bezt, eða hvaða veiðarfæri séu
hagkvæmust, ef við nýtum svo
ekki aflann e'ins vel og hægt er“,
sagði Davíð.
— • —
Hefur aflabrestur togaraflotans
þá leitt í ljós, að hagkvæmara
sé fyrir okkur að gera út fleiri
en smærri fiskiskip?
„Nei, það væri ekki skynsam-
legt að fækka togurunum þrátt
fyrir aflatregðu, sem vafalaust er
tímabundið fyrirbrigði. Afleiðing
arnar eru háðar viðbrögðum okk-
ar. Við verðum að haga okkar
aðgerðum eftir þessum sveiflumi
í fiskveiðunum en þar eð við
byggjum afkomuna á fiskveiðum
er okkur nauðsynlegt að eiga
flota, sem hægt er að senda á
fjarlæg mið — þ. e. a. s. togara-
flota. Ef við byggðum afkomuna
eingöngu á smærri skipum og
heimamiðunum yrði grundvöllur-
inn alt of veikur. Við verðum að
eiga „hreyfanlegan“ fiskveiði-
flota og reyna að laga okkur að
aðstæðum hverju sinni“.
„í rannsóknarstofu Fiskifélags-
ins er ný deild, Gerlarannsókna-
deildin, sem við bindum tölu-
verðar vonir við, sérstaklega
hvað viðvíkur niðursuðuiðnaði
og frekari hagnýtingu ýmissa
fisktegunda. Enginn vafi er á
því að æskilegt væri að efla
niðursuðuiðnaðinn með útflutn-
ingsframleiðslu fyrir augum. En
það verður ekki gert á einni svip
stundu. Þá iðngrein verður að
byggja upp smám saman og enn
skortir okkur reynslu og þekk-
ingu á þessu sviði. En það, sem
fyrst og fremst ber að kappkosta
á öllum sviðum fiskiðnaðarins, er,
eins og ég sagði áður, vöruvönd-
un — umfram allt vöruvöndun,
allt frá því að fiskurinn kemur
úr sjónum. Vöruvöndun er fyrsta
skilyrðið fyrir því að takast megi
að afla öruggs og góðs markaðar
fyrir framleiðsluna”, sagði Davíð
að lokum.
ÍSLAND á fátt fagurra bygginga
frá fyrri öldum. Elztu hús lands-
ins varla tveggja alda gömul, og
sum byggð úr timbri og engin
von að þau standi lengi á hinu
veðrasama Suðurlandi, þar sem
þau eru flest reist. Þó eru til hér
nokkur hús, sem allir vildu byggt
hafa, og svo vel frá þeim gengið
í hvívetna, að þau munu geta
staðið með sóma um ófyrirsjáan-
lega framtíð. Þessi hús skera sig
enn úr: Stjórnarráðið, Hegning-
arhúsið, Safnhúsið, Viðeyjar-
stofa, Dómkirkjan, svo nokkur
séu nefnd.
Meginhluti bæjarms hefir ver-
ið byggður á síðustu áratugum,
langflest húsin úr steinsteypu
og sum þeirra allíburðarmikil.
Furðu mörg þessara húsa veita
augum vegfarenda nokkra gleði,
en hin líka ófá, og oft þau sem
mest er í borið, tilgerðarleg og
áberandi, og gleðin sem þau
veita manni, vitneskjan um góð-
an efnahag eigandans.
Það er mjög ánægjulegt, er
fólk sem góð efni hefur, tekur
sér fyrir hendur að prýða bæinn
sinn, meðal annars með smekk-
legheita" byggingum, en þó ætti
að gæta hófs í því að bera einka-
mál sín á torg út. Og þó útlit
húsa sé fjarri því að vera þýðing-
arlítið, er fleira sem máli skiptir.
Þessi litla fámenna þjóð á svo
margt ógert, eins og eðlilegt er,
að ekki er enn tímabært að sóa
kröftum hennar og fjármunum.
Ennþá hafa ekki allir eignazt
þak yfir höfuðið sem er þó fyrsta
skilyrði til þess að vera mann-
eskja, og hér er hvorki til lista-
skóli né listasafn, varla mennta-
skóli.
Þegar talað er um hús verður
oft fyrst fyrir að ræða um útlit
þess, og ekki síður en notagild-
ið, enda nátengt hvort öðru. En
ætlunin með þessum inngangi
mínum var helzt að skrifa stutt
eftirmæli slysaaldar, ef verða
mætti til viðvörunar fyrir hrekk-
laust fólk, sem ekki hefir fjár-
muni um of úr að spila, og þolir
illa að vakna við það einn morg-
un að hús þess var byggt á sandi.
Öllum mun hér enn í fersku
minni ýmis mistök við bygging-
ar síðustu áratugina. Allir muna
enn flötu þökin og hvað kost-
aði að losna við þau, þakskífurn-
ar, sem víðast eru foknar út í veð
ur og vind, steyptu þakrennurn-
ar, er um þessar mundir hrynja
ofaná vegfarendur á gangstétt-
unum, inndregnu hæðirnar,
svalir yfir íbúðarstofum og svo
öskutunnurnar. Það mætti Hk-
lega byggja heil íbúðarhverfi
fyrir það fé sem varið hefur ver-
ið til viðgerðar undanfama ára.
tugi vegna vanhugsaðra teikn-
inga, ýmissa barnalegra tilrauna,
sem tilheyra rannsóknarstofum,
eða tilgerðar manna, sem skortir
reynslu i starfi, meðal annars í
sambandi við veðurfar síns eig-
in lands, en húsbyggingar eru að
sjálfsögðu því mjög háðar í
hverju landi.
Fyrir nokkru kom ég í nýtt
milljónkróna hús, byggt eftir
teikningu þekkts arkitekts. Af
því að rigning var úti þá stund-
ina varð að koma fyrir á stáss-
stofugólfinu þremur vatnsfötum
vegna fyrirvaralausrar heimsókn
ar skýja himinsins.
Nú lætur enginn óvitlaus mað-
ur á Suðurlandi henda sig að
reisa hús með flötu þaki, afleið-
ing dýrkeyptrar reynslu. Innan
fárra ára munu menn væntan-
lega sjá við þeim barnalega hé-
gómaskap arkitekta og stjórnar-
valda, að draga inn nokkurn
hluta efstu hæða húsa, en sú ráð-
stöfun virðist mér þjóna því einu,
að auka byggingarkostnaðinn og
rýra notagildi húsanna, ásamt því
að opna vötnum himinsins leið
inn í vistaverur manna. Hinar
rándýru steyptu þakrennur
munu sjálfar taka ómarkið af
eigendum húsanna, smáhrynja án
aðstoðar þeirra ofaná gangstétt-
irnar.
Nú er komin upp ný vitleysa,
húsþök sem leiða afrennsli inn á
þakið, og jafnvel gegnum íbúð-
irnar, í stað þess að veita því af
sér. Þessi einkennilega tízka,
skapar að vísu möguleika til
snoturs útlits húsa og nokkuð
aukinnar fjölbreytni hið ytra,
eins og sléttu þökin á sínum
tíma, sem suma dreymdi um að
gera að blómsturgörðum. En ef
litið er á þá augljósu hættu eða
1 að minnsta kosti mjög aukinn
viðhaldskostnað, sem ástæða er
til að óttast að fylgi þessarri
kyndugu nýbreytni, verður
þetta að teljast bíræfni, er kynni
á næstu árum að skapa samskon-
ar eða svipuð vandræði og flötu
þökin í sinum tíma.
Ýmsar hégómatilraunir að
punta hús að utan með harðvið-
arflötum, sýnist mér oftast pjatt
eitt, sem væntanlega mun verða
málað yfir á næstu árum ef ekki
klætt bárujárni upp á gamla
móðinn.
Það var algengt á íslandi hér
áður að til var á heimilinu að-
eins einn dýrmætur gripur, ein
bók. Væri hún af öryggisástæð-
um ekki læst niðrí ramgerðri
hrizlu eins og gull, var kannske
gerð fyrir hana hilla, að allir
mættu augum líta svo fagran
grip og ótvíræðan vott menning-
ar og myndarskapar. Meðan fólk
átti hér útskorna aska, spæni,
eða jafnvel vopn, var því stungið
undir sperru, eða komið fyrir á
hillum, öllum til augnayndis.
Seinna er fólk eignaðist bækur
að ráði, var þeim gjarna komið
fyrir í lágum skápum meðfram
veggjum í dagstofu, nema nauð-
syn heimtaði vegginn allan.
Þessar bækur voru oftast hand-
bundnar og gerðar af mikilli list,
skreyttar gullfylltu flúri eða
það brennt inn í skinnið, hinar
mestu gersemar að sjá og sýna
öðrum, og alltaf við höndina. En
heldur mun það hafa verið sjald-
gæft hér um slóðir, sem betur
fer, þó algengt væri á snobb-
heimilum annarsstaðar, að menn
gerðu bókaskápa í stofum sínum
samkvæmt jafnvægislögmáli
byggingarlistar, þar sem skáparn
ir höfðu sjálfir veigamestu hlut-
verki að gegna, og byggðir án
hliðsjónar af bókaeign, en fyllt-
ir síðan leðurklæddum trébútum
og öðru rusli, er bækur þraut.
Hin vaxandi þörf fólks hin
síðari ár að ná sér í bækur að
lesa, hefir leitt til þess að ekki
hefir reynzt unnt að vanda al-
mennt jafnmikið til hverrar ein-
stakrar, emkum um band, en í
stað þess gripið til þess úrræðis
að færa bækurnar i litprentaðar
umbúðir, eins og á fiskibollu-
dósum, að hylja hinn kalda málm.
Af þessu leiðir að bækur eru ekki
sama heimilisprýðin og áður, og
því víða horfið að því eðlilega
ráði — ef ekki voru á heimilinu
sérstök bóka- eða skrifstofuher-
bergi — að láta bókaskápana
hverfa að nokkru að baki hús-
gagna, og ná þá heldur ekki hátt
Framh. á bis. 14