Morgunblaðið - 21.02.1961, Síða 15

Morgunblaðið - 21.02.1961, Síða 15
Þriðjudagur 21. febrúar 1961 MORGVNBLAÐIÐ 15 I Eyjar Framhald af bls. 10. um kringumstæðum við vinnu sína, framhjá nýju flökunarvél .inni, sem kostaði 2,3 millj. og ■var aðeins notuð í 2 mánuði 'í fyrra og stönzum við stóran saltfiskstafla. — Hefði allt gegnið sinn eðlilega gang, þá hefði saltfiskur komið úr þurrkhúsinu í febrúar og þessi stafli farið inn, segir Sighvat- ur. — Verkfallið að klára bókavörðinn Einn mann hitti ég þó, sem hefur nóg að gera. Það er Har- aldur Guðnason, bókavörður. Verkfallið er alveg að drepa mig, segir hann. Við höfum opið þrjá tíma á dag og einn daginn fóru út 360 bindi. f janúar í fyrra voru lánaðar 2700 bækur, en núna 4200. Það ér ekki svo lítil aukning. Flest- ir eiga líka árskort og þá er engin útgjaldaaukning að fá sér bók. '»7' • Færeyingurinn íom Hurst hefur beðið alla vertíðina, eins og línuballarnir á bak við hann. Og heima bíða hans kona og svartur köttur. Nösin er dýr í rekstri Sigríður í Klöpp er ein af þeim verkakonum, sem eru í verkfalli í Vestmannaeyjum. •Hún var að kaupa sér tölur í vefnaðarvörubúð, þegar við rákumst á hana. Hún kvaðst 'ekkert hafa unnið síðan um ímiðjan desember og vera orð- (in leið á aðgerðarleysinu. ,Þetta væri þó venjulega bezti tíminn hjá sér. Það er enginn annar við- 'skiptavinur í búðinni og af- greiðslumaðurinn segir að 'varla komi maður inn. Ein og ein kona kaupi enn tölur eða 'prjónagarn. Það sé allt og sum,t. Sömu sögu hafa allir kaupmenn í Eyjum að segja. Jafnvel í matvörubúðunum hafa viðskiptin dregist mjög saman, fólk er greinilega far- ið að spara við sig matarkaup- ,in. — Nú kemur inn hressilegur maður: — Jaeja, Maggi minn, þú ætlar að kaupa af mér víx- il eða skrifa upp á hann, seg- ir hann og hlær. Ég verð að fara að slá fyrir tóbaki í nös- ina. En þau ósköp sem hverfa í nösina á honum benda til þess að fyrir því iþurfi þó nokk urn víxil. Hann kveðst heita Kristófer og einhver segir að hann gegni mikilli ábyrgðar- stöðu, sé nokkurs konar dömu málaráðherra, þ. e. a. s. komi aðkomustúlkunum í einni hraðfrystistöðinni fyrir. __ Ég hefi aðeins tvær núna, seg- ir Kristófer, og hef ekkert að gera við fleiri. Hann veit sjálf- sagt hvað hann er að segja, því kunnugir segja að venjulega hafi hann um 80 á sinni könnu. Heima bíða kona og svart'ur köttur Tom Hurst kom fyrir hálf- um öðrum rrtánuði frá Trang- isvogi í Færeyjum á vertíð í Vestmannaeyjum. Hann er búinn að vera 6 vertíðir þar, kom þló ekki í fyrra, af því þá leystist bannið heima svo seint og nú hefur hann setið í sex vikur í Vestmannaeyjum og beðið. — Það er alltaf eitt- hvað að segir hann, ef ekki heima, þá hér. — Hvað eru komnir margir Færeyingar til Eyja? Vissuð þið ekki að verkfall var yfir- vofandi áður en þið fóruð? — Við erum milli 40 og 50 komnir, en í hitteðfyrra voru um 200 Færeyingar hér, stúlk- unar meðtaldar. Jú, við höfð- um haft spurnir af verkfalli, en duttu ekki í hug þessi ó- sköp. Það er svo langt á milli ferða, að það þýddi ekki að bíða. — Áttu konu og börn heima? — Bara konu og svartan kött! — Konunni hlýtur að leið- ast að missa þig til íslands marga mánuði úr ári hverju, jafnvel þó hún hafi svarta köttinn hjá sér. Er hún ekki hrædd um þig fyrir blómarós- unum £ Vestmannaeyjum? Tom verður kímileitur og gjóar augunum á viðstadda. —- Við skulum sleppa því segir hann svo, og auðvitað gerum við það. — Og hvað nú? Á hverju lifirðu? — Ég borða hjá útgerðinni. Það er ekkert að gera annað en bíða, segir Tom. Maður kemst ekki heim. — Hvað gera sjómenn heima hjá þér núna? — Þeir eru á línu heima og sigla til Englands, en til þess þarf svo lítinn mannskap. Það er ekki fyrr en í endaðan marz að Grænlandsfiskiríið á stóru bátunum byrjar. Þá er saltað og það er mannfrekara. Tom talar íslenzku eins og innfæddur. Hann var hér líka í tæp sex ár á stríðsárunum við að vefa hjá Sigurjóni á Álafossi. — En ég vill miklu heldur vera á sjónum, segir hann. Hún er ósköp óheilbrigð þessi verksmiðjuvinna. Fiskur og hressipg Alls staðar þar sem ég kem £ bænum er nýr fiskur á borð- um. í fyrstu furða ég mig á þessu. En skýringin er sú að það er látið óátalið þó trillurn- ar rói, þegar gefur, svo bæjar- búar hafi £ soðið. Einn trillu- sjómann hitti ég á förnum vegi. Hann var með póstsend- ingu af ákveðinni lögun und- ir hendinni. — Þeir hjálpa mér svohtið að beita £ sjálfboða- vinnu, til að gera eitthvað, og þá þykir mér gaman að gefa þeim soðningu, sigarettu og kannski svolitla hressingu i staðinn, segir hann. Já, vel á minnst. Hvernig skyldi vera með hressinguna á þessum siðustu og verstu tím- um. Löggin kemur til Eyja gegnum póstinn og ég held upp á pósthús og gægist þar inn. Pakkar með þessari á- kveðnu lögun þekja tvö borð. Þó segir afgreiðslustúlkan mér að þetta sé ekkert líkt magn og á sama tíma í fyrra. En er að aukast núna, bætir hún við. — Annars er miklu minna að gera hér almennt en þá. Það er svo miklu minna inn- leyst af almennum verzlunar- kröfum, bætir hún við. Það er alls staðar sama sag- an, lítið að gera. —E.Pá. Mat löggjafans á brautryðj- endastarfi Jóns Þorsteinssonar MILLI Lindargötu og Sölvhóls- götu liggur sund eitt, sem nefnt er Skuggasund. Við suðurenda þess eru tvær byggingar sitt hvoru megin götunnar, íþrótta- skóli Jóns Þorsteinssonar að vest an, en höfuðstöðvar Framsóknar flokksins að austan. Hugsjónamenn stofnuðu hvort tveggja, Jón skóla sinn, en Tryggvi Þórhallsson Framsókn- 'arflokkinn. — Margt var líkt með mönnum þessum, báðir vildu fagra glímu, hrein brögð, en höfðu andstyggð á hvers kyns .bolabrögðum. Báðir höfðu sama markmið — að koma þjóinni úr kútnum, þannig að hér mætti 'búa samhent, dja»fhuga og bjarg _álna þjóð, sem gæti bein í baki 'horft björtum augum til framtíð arinnar. En margt fer öðruvísi en ætlað er, glímureglur Tryggva hentuðu eigi flokksbræðrum hans í Fram sóknarflokknum, hann varð að hrekjast úr flokknum og fór aðra leið í stjórnmálunum úr Þ VI. Bíðan þetta var eru liðnir nokkrir áratugir, og er því fróð legt að athuga þessar stofnanir í dag. Jón er fluttur með skóla sinn úr þaklofti Austurstrætis 14 í skólahús sitt á horni Skugga- sunds og Lindargötu og Fram- sóknarflokkurinn hefur fengið aðsetur gegnt honum í Edduhús- inu. Jón hefur haldið úppteknum hætti, kennt sjúkraleikfimi sína, þannig að þúsundir manna hafa í bókstaflegum skilningi rétt sig úr kútnum fyrir tilverkn að hans. — Bogið bak, hrygg- skekkja, ilsig og alls kyns fóta- mein hafa þar verið bætt með ágætri samvinnu lækna og Jóns. — Þar að auki er glíman enn stunduð þar af kappi og bola- brögðin fordæmd sem fyrrum. — Skólinn leigður til fimleika og hvers kyns knattleika. Jafnframt var vinnustofa og annað heimil snillingsins Kjar- vals í húsi Jóns um langt árabil. Líkamsmennt og fagrar listir eru þar einnig í hávegum hafðar. Einhver hefði nú talið, að slík starfsemi væri jákvæð í bezta lagi og hlyti hugsjónamaðurinn - Ur ýmsum áttum Framh. af bls. 12. á þessu svi^i — aðeins Bandaríkin og Svíþjóð munu hafa framleitt meira. Kanada er svo fjórði helzti aðilinn í þessari samkeppni. — Ef miðað er við fólksfjölda, er- um við aftur á móti tvímæla laust mesta „minkaþjóð“ í heimi, sagði Dagens Nyheder. (Það eru fleiri en íslending- ar, sem reyna að krækja sér í met á ýmsum sviðum með því að beita höfðatöluregl- unni!) — Ekki liggja enn fyr ir algerlega nákvæmar tölur um framleiðslu og sölu minkaskinna árið 1960 í hin- um ýmsu löndum, er hana stunda, en 1959 voru seldar 5,7 milljónir skinna í Banda- ríkjunum, 1 millj. í Kanada og ein í Svíþjóð, 0,9 millj. í Dan mörku, 0,7 millj. í Noregi og 0,3 millj. í Finnlandi. — Dag ens Nyheder gefur þá skýr- ingu á því, að það fullyrðir, að Danmörk sé nú komin fram úr Kanada, að fram- leiðslan á Norðurlöndum hafi verið í stöðugum og örum vexti undanfarin ár, en hins vegar hafi loðdýraræktin í Kanada staðið nokkurn veg- inn í stað um alllangt skeið. ★ Duttlungar kvenna Eins og sjá má af fram- anskráðu, eru helztu minka- ræktarlönd heimsins í Norð- ur-Ameríku og Skandinavíu. Þannig má t. d. nefna, að í svo stóru landi sem Frakk- landi hefir ársframleiðsla minkaskinna ekki enn kom- izt yfir 50 þúsund skinn — en aftur á móti er nú tekið að bera ailmjög á samkeppni úr austurátt. Er þar fyrst og éfremst um að ræða Japan og Sov.étríkin. í Sovétrikjunum hefir verið gerð 7 ára áætlun um minkauppeldi, en sam- kvæmt henni skal skinna- framleiðslan vera komin upp í 1,5 millj. skinna árið 1965. — En, segir hið danska blað, greinilega með nokkru stolti, — eins og gerist í landbún- aðinum, leggja hinir dönsku loðdýraræktarmenn megin- áherzlu á að framleiða gæða- vöru. En „gæðin“ eru dálítið afstæð á þessu sviði, og þess vegna er ekki nóg, að unnið sé af fullkominni samvizku- semi á hinum 2500 loðdýra- Á því stóð heldur eigi. And- búgörðum í Danmörku — einnig verður að koma til náin samvinna við sölusam- tök framleiðendanna, en þar skortir víst ekkert á. 1 verzl- un með minkaskinn gilda nefnilega almenn efnahags- lögmál og raunveruleg gæði vörurinar oft á tíðum minna en duttlungar tízkukónganna og kvenfólksins. — Auk þess sem áherzla er lögð á það með margvíslegri kynblönd- un að fá fram stór og falleg dýr, verða loðdýraræktar- menn sífellt að vera við því búnir að þurfa að ,,breyta“ framleiðslunni eftir því, hvaða skinnagerðir eru — eða virðast munu verða — mest eftirspurðar. Margvísleg afbrigði Minkurinn er í eðli sínu dökkbrúnn að lit, nefndur „standard-minkur“, og lengi vel var það nær eingöngu hann, sem í boði var, bæði austanhafs og vestan. Með margvíslegri kynblöndun hef- ir svo tekizt að fá fram ný litarafbrigði — svart og hvítt og flest þar á milli. — Svo- nefndur safir-minkur er nú í einna mestu dálæti. Hann er ljós- eða gráblár, „bama- barn“ tveggja annarra af- brigða: hins málmlita „aleuti- an“ og „silverblue“. Afkvæmi þessara tveggja tegunda verð ur aftur á móti „standard- minkur“, þ. e. hinn uppruna- legi, dökkbrúni. — Auk þess sem menn hafa fengið fram ýmis litarafbrigði við blönd- un, hefir tekizt að koma upp „nýju“ minkakyni, sem er næstum helmingi stærra en hið upphaflega kyn. Þarna eru enn margvíslegir mögu- leikar fyrir hendi. — ★ — Eitt minkaskinn kostar að meðaltali rúmar 100 krónur (danskar), að sögn Dagens Nyheder, — en þó geta viss- ar tegundir komizt í 4—5 sinnum hærra verð (1 d. kr. = ísl. kr. 5,51). — Því reikna Danir verðmæti ársframleiðsl unnar 1960 a. m. k. rúmlega 100 milljónir kr. — en meira en 90% þeirrar upphæðar fá þeir í „hörðum“ gjaldeyri, þar sem meginhluti fram- leiðslunnar er fluttur út. — Já, það virðist borga sig býsna vel að stunda minka- rækt — ef rétt er að farið. verðskuldað þakklæti frá Al- þingi og ríkisstjórn að launum Á því stóð heldur ekki. And,- býlingurinn beitti sér fyrir því f ríkisstjórn þeirri, er fór með völd í landinu í júni 1957, að Alþingi samþykkti með 1,44/1957 sérstaka þakkargjörð til Jóns Þorsteinssonar. — Var það kr. 417.000.00 stóreignaskatt- ur sem örlítill þakklætisvottur fyrir einstaklega jákvætt ævi- starf. Dæmi Tryggva er einnig lær- dómsríkt, því það sýnir, að hve mikill, sem sá hugsjónamaður er, sem stofnar til stjórnmálasam- taka, þá á hann ávallt á hættu að lenda í samfylgd manna, sem í ofurkappi sínu þeyta lúðra s.ina svo hátt, að hugsjónin iýnist í hávaðanum. Það vill þó þóðinni til happs, að í dag fer með völd í landinu ríkisstjórn, sem hefur bæði vilja og þor til að leiðrétta það herfi- lega misrétti, sem helstefna Vinstri stjórnarinnar sálugu leiddi yfir þjóðfélagsþegnana. Alþingi er nú einnig skipað nýj- um mönnum, en óhappaþingið frá 1957 hefur verið svopt um- boði þjóðarinnar. Því er það einróma krafa þjóð- arinnar, að hið nýja Alþingi láti Jón Þorsteinsson eigi liggja ó- bættan hjá garði. Dregið hjá Fáki HINN 15. febrúar var dregið í íbúðarhappdrætti hestamannafé- lagsins Fáks og kom upp núm- erið 13899. Getur eigandi þess númers vitjað vinningsins Í skrifstofu Fáks. ( Birt án ábyrgð ar). Byggingasamvinnufélag starfsmanna Bvíkurbæjar. Aðalfundur Aðalfundur félagsins verður haldinn á skrifstofu þess, þriðjudaginn 28. febrúar M. 17.15. Dagskrá. Venjuleg aðalíundarsbörf. Stjómin. Gísli Einarsson héraðsdómslögmaður Málflutningsskrifstofa. Laugavegi 20B. — Símd 1963L RACNAR JÓNSSON hæstaréttarlögmaður Lögfræðistörf og eignaumsýsla Vonarstr. 4 VR-húsinu: S. 17752 PILTAR, ef þið elqlð unr\ustuni /jfis pá S éq hringana. /n/ / /Jsmá’néfcíorti ( /fJjtefrérrS 8 \ ^ Gólfslípunin Barmahlíð 33. — Sími 1365T HtLMAR FOSS lögg. skjalþ. og dómt. Hafnarstrætj 11 — Sjmi 14824 Lynghaga 4. Sími 19333. ' Sigurður Ólason hæstaréttarlögmaður Þorvaldur Lúðvíksson héraðsdómslögmaður Málflutningsskrifstofa. c Austurstræti 14 — Sími 1-55-35.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.