Morgunblaðið - 03.03.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.03.1961, Blaðsíða 8
8 MORGVISTtr 4 fí 1 Ð Föstudagur 3. marz 1961 íslenzka þjóðin hefir staðiö sig sem hetja — en við Köfum alðtaf gjammað með sfóru úlfunum segir Jens Steffensen, form. sölusamtaka norska utvegsins Ósló, Z. marz. (NTB) ÁN ÞESS að ég hafi kynnt mér samkomulag íslendinga •g Breta í fiskveiðideilunni, get ég fullyrt, að það er hag- stæðara en okkar samningur (við Breta). Miðað við að- stæður, hafa íslendingar náð góður árangri, er þeim tókst að tr7’ ja, að m’llibilsástand Þriðja iiiniirotið AKRANESI, 1 marz. — f fyrri- nótt var brotizt inn í fólksbíla- stöðina hér að Þjóðvegi 3 í 3ja sinn á 75 dögum. Stolið var vindl ingum, átsúkkulaði, brjóstsykri og skiptimynt. Þetta hefur gerzt á tímabilinu frá kl. 10 um kvöldið til 8 um morguninn. ið (sá tími, er Bretar fá að veiða innan tólf mílna) verði ekki nema þrjú ár — á tak- mörkuðum svæðum, segir Magnus Andresen, formaður norska fiskimannafélagsins, í samtali við blaðið „Lofot- posten“. • Ekki af neinu að státa Hefði fsland náð enn betri ár- angri, og Noregur þé einnig, ef við hefðum staðið saman í blíðu og stríðu í fiskveiðimarkamál- inu? spyr Jens Steffensen, for- maður sölusamtaka norska út- vegsins í viðtali við Lofotposten. — Og forma'öurinn heldur áfram: — Noregur hefir vissulega ekki af neinu að státa, að því er varð- ar samninginn við Breta, en á hinn bóginn verða menn að geaa sér grein fyrr því, að það er Falsanir Þ|óðvil|ans og Támans um stúdenta STEFN A Framsóknarmanna og kommúnista í landhelgis- málinu er nú komin í slíkt þrot, að faisanir og blekking- ar virðast nú helzta haidreipi þeirra. Það er háttur þeirra að birta ýmiskonar misjafnlega áreiðanlegar yfirlýsingar og samþykktir fámennra funda og reyna í skjóli þeirra að láta sem hópar manna standi í órofafylkingu að baki stefnu þeirra og brezkra togara- manna í landhelgismálinu. í gær tók þó í hnúkana, þegar Þjóðviljinn sagði „stúdenta mót- mæla“ á forsíðu og síðan á 2. síðu slegið upp fyrirsögn: „Stúdentar mótmæla harðlega samningum við Breta“. Sannleikurinn er hins vegar sá, að Framsóknarmenn og kommún- Tehús ágúst- mánans í Húsavíh HÚSAVÍK, 2. marz: — Leikfélag Húsavíkur frumsýndi í gærkvöldi Thehús ágústmánans, eftir John Patrick. Leikstjóri er Ragnhild- ur Steingrímsdóttir, en með aðal- hlutverkin fara: Sigurður Hall- marsson, Hilmir Jóhannesson, Arnljótur Sigurjónsson, Arnrún Sigfúsdóttir, Kristján Jónasson og Eysteinn Sigurjónsson. Húsfyllir var- og hlaut leikur- inn afbragðs góðar viðtökur. Sér staka .'fi'iygli vaW‘:i leikstjórn Ragnhildar á hinu litla leiksviði samkomuhússins hér, og einnig leikur Sigurðar Hallmarssonar í hlutverki Sakini. — Fréttaritari istar í háskólanum höfðu lagt fram áskorun til stúdentaráðs um, að það gengist fyrir almenn- mn stúdentafundi um málið, en drógu áskorunina siðan til baka, enda allur þorri háskólastúdenta andvígur stefnu þeirra í málinu og því engra áróðurssamþykkta að vænta af þeirra hálfu, nema síður væri. Héldu þeir síðan 30 manna klíkufund (Þjóðviljinn sagði 60) og unguðu þar út til- lögu í nafni stúdenta. Tíminn, sem um þessar mundir hefur tekið forystuna af sjálfum læriföðurnum Þjóðviljanum, í blekkingum og fúkyrðum, geng- ur þó feti framar, og í stað blekk- inga er á 3. síðu blaðsins siegið upp ósviknum ósannindum. Þar stendur, að Stúdentafélagið mót- rræli svikum o. s. frv. Stúdentafélag Reykjavíkur hef ur þó ekki mótmælt, ekki Stú- dentafélag Háskólans, ekki stú- dentaráð, aðeins 30 manna fé- lagsfundur Framsóknarmanna og kommúnista í háskólanum, en í háskólanum eru um 800 stúdent- ar. í Þjóðvillanum er sagt, að „stúdentafundur" hafi gert sam- þykktina og að nokkrir Heim- dellingar hafi setið fundinn, en ekki hvatt sér hljóðs til þess að verja gerðir ríkisstjórnarinnar. í þessu sambandi er rétt að geta þess, að fyrir fundinn tilkynnti formaður kommúnistafélagsins, að utanfélagsmenn hefðu hvorki málfrelsi, tillögurétt né atkvæð- isrétt. Þessar falsanir hafa hlotið al- menna fyrirlitningu háskóla- stúdenta. Þær eru góð ábending um heiðarleik þessara blaða í landhelgismálinu. , Hvenær fara kommúnistar og Framsóknarmenn að kalla flokks samkomur sínar „þjóðfundi“ Jón E. Ragnarsson Hörður Einarsson ekki hrist fram úr erminni að koma á alþjóðlegum samningum. Eigi að síður er ég þeirrar skoð- unar, að við (Norðmenn) hefð- um getað náð hagstæðari samn- ingum, ef við hefðum lýst yfir 12 mílna fiskveiðimörkum sam- tímis og með sama hætti og ís- lendingar. • Höfum gjammað ~ stóru úlfunum Ég get ekki ímyndað mér, að nokkur ábyrgur Norðmað- ur geti álasað íslendingum vegna samkomulagsins í fisk- veiðideilunni við Breta. — Það er Noregur, sem verður að taka á sig vanvirðuna af nið- urstöðu sjóréttarráðstefnunn- ar í Genf. íslandi blæðir fyrir Noreg. Við höfum alltaf gjammað með stóru úlfunum — einnig í samningunum um fiskveiði- mörkin, þar sem stórveldin hafa haft yfirhöndina. * * ♦ Og Jens Steffensen bætir við: — Að mínu áliti hefir ís- lenzka þjóðin staðið sig eins og hetja. Brúarfoss kemur til New York. Myndin birtist í N.Y. Times 24. febrúar síðastliðinn. Brúarfoss fœr viðhafnar móttökur í New York ÞAÐ ER SIÐUR er nýtt hafskip, sem verður í förum milll New York og Evrópu, kemur í fyrsta skipti til New York, að veita því sérstaka viðhafnarmóttöku. Er það gert með þeim hætti, að slökkviliðsskip hafnarstjórnar New York, dráttarbátar, lóðsbátar og önnur skip stærri og smærri, sigla til móts við hinn nýja farkost í hafnarmynninu, eða árósnum. Flöggum skrýddur og þeytandi eimflautur sínar fylgir heimafloti þessi hinu nýja skipl til hafnar. Slíkar móttökur fékk „Brúarfoss“ er hann kom til New York þann 23. febrúar síðastliðinn. Stórblöðin New York Times og New York Herald Tribune segja ýtarlega frá komu skips- Landhelgismálið: Lausn deilunnar fagn að í bæ;arstjórn Rvíkur Háðuleg útreið minnihlutans við umræður þar í gær BÆJARSTJÓRN Reykjavíkur lýsti á fundi sínum í gær ánægju yfir hinni fyrirhuguðu lausn fiskveiðideilunnar við Breta og skoraði á Alþingi að samþykkja þingsályktunar- tillögu þá, er fyrir liggur í málinu. — Miklar umræður urðu um málið í hæjarstjórninni og bar málflutningur stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar mjög af hvað röksemd- ir snerti. Hröktu þeir staðhæfingar minnihlutafulltrúanna svo rækilega að segja má, að um algjört undanhald hafi verið að ræða hjá þeim síðarnefndu, svo sem efni raunar stóðu til. Lýsir ánægju sinni Tillagan um landhelgismálið í bæjarstjóm var borin fram af þeim Geir Hallgrímssyni, borg- arstjóra, og Magnúsi Ástmars- syni, bæjarfulltrúa, og hljóðaði hún svo: „Með tilvísun til sam- þykkta bæjarstjórnar Reykjavíkur 4. september 1958 og 1. september 1960, lýsir bæjarstjórnin ánægju sinni yfir tillögu þeirri til þingsályktunar um lausn fiskveiðideilunnar við Breta, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram, og skorar á Alþingi að samþykkja tillöguna“. Fullur sigur okkar Geir Hallgrímsson borgarstjóri fylgdi tillögunni úr hlaði með fáum orðum og vék fyrst að fyrri tillögum bæjarstjórnarinnar um landhelgismálið og rakti efni þeirra. Með hliðsjón af því, að bæjarstjórnin hefði þannig áður látið mál þetta til sín taka, væri eðlilegt að hún léti í ljós álit sitt nú, þegar fyrir lægju ákveðn ar tillögur um lausn þess. Mætt- um við vera mjög ánægðir með þessa lausn málsins, sem fæli í sér fullan sigur okkar í deilunni við Breta. í nær þriggja klukkustunda umræðum, sem á eftir fóru, stóðu fulltrúar kommúnista og Framsóknar allir upp og töluðu eins oft og fundarsköp leyfðu. Héldu þeir fram sömu firrum og aðrir stjórnarandstæðingar hafa gert undanfarna daga um að með fvrirhuguðum samningum bakaði ríkisstjórnin íslendingum stór- kostlegt tjón, afsalaði landsrétt- indum, bindi að fullu og öllu all- ar frekari útfærslur fiskveiði- takmarkanna o. s. frv. Miklar hagsbætur Það kom einkum í hlut borg- arstjóra, Geirs Hallgrímssonar, að hrekja þessar fráleitu stað- hæfingar, en einnig tóku til máls af hálfu meirihlutans þeir Magnús Ástmarsson, Einar Thor oddsen og Magnús Jóhannesson, sem allir vöktu athygli á mikil vægum staðreyndum um hags- bætur okkar af samkomulaginu. í stað þess að eiga á hættu að aftur skapaðist það víðsjárverða ástand, sem ríkt hefði á miðun ins. Kallar hið fyrrnefnda Brúar foss „fljótandi ísskáp", lýsir skip inu og segir að það munj halda uppi ferðum milli Hamborgar. Rotterdam og New York með við komu í Reykjavík. Muni það fyrst og fremst flytja frystar mat vörur, kjöt og fisk. Dettifoss og Selfoss muni einnig verða í för um á þessari leið. Herald Tribune fer einnig lofs samlegum orðum um skipið og segir að Eimskipafélag íslands eigi nú 10 skip. Umboðsmaður Eimskipafélags ins í New York er „Thule“, sem stjórnað er hinum kunnu atorku mönnum David Sommerfield og Edward Coulfield, sem báðir eru mörgum íslenzkum kaupsýslu- mönnum að góðu kunnir frá dög um síðari heimstyrjaldarinnar. Skipstjóri á Brúarfossi er eins og kunnugt er Jónas Böðvarsson. um hér við land, hefði nú verið tryggð viðurkenning Breta um alla framtíð á 12 mílna fiskveiði lögsögu okkar og hún með grunn línubreytingum víkkuð út á mik ilsverðustu stöðunum um svæði svipuð að stærð og þau, sem brezku togurnum væru heimilað ar takmarkaðar og árstíðabunön ar veiðar á næstu 3 árum. Stefnt væri að áframhaldandi útfærslu og friðun landgrunnsins alls og ráðstafanir í þá átt boðaðar. Ályktunin samþykkt. Við atkvæðagreiðslur í lokin voru felldar með 11 atkv. gegn 4 bæði frávísunartillaga Guðm. Vig fússonar og Alfreðs Gíslasonar og varatillaga frá Böðvari Péturs- syni um þjóðaratkvæðagreiðslu. — Ályktunin sjálf var að því búnu samþykkt svo sem að ofan greinir með 11 atkvæðum gegn 4, Áburbargeymsla reist í Gufunesi Sprengingarhætta rædd i bæjarstjórn NOKKRAR umræður urðu um það á fundi bæjarstjórn- ar í gær, hvort rétt væri af öryggisástæðum að heimila Áburðarverksmiðjunni hf. að reisa áburðargeymslu í Gufu- nesi, en verksmiðjan þarfn- ast nú aukins geymslurýmis vissan hluta árs. Guðmundur Vigfússon lagð- ist gegn því, að leyfið yrði veitt, þar eð með því væri vikið frá þeim öryggisreglum, sem í upp- hafi voru settar um geymslur | verksmiðjunnar, en þær áskildu að geymslurnar yrðu sprengdar niður í klappir og tiltekin fjar- lægð yrði á milli þeirra. Ströng skilyrði Borgarstjóri, Geir Hallgríms- son, rökstuddi veitingu leyfisins, sem samþykkt hafði verið í bæj arráði með 4 atkvæðum gegn 1 (G. Vigf.). Skýrði borgarstjóri frá því, að sett hefðu verið þau skilyrði fyrir byggingu geymslu skemmunnar, að telja mætti ör- uggt, að ekki mundi stafa hætta af henni. Væri áskilið, 1) að skemman yrði þá fyrst tekin í Framh. á bls. 17. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.