Morgunblaðið - 03.03.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.03.1961, Blaðsíða 24
íþrótfir Sjá bls. 22. JMbrogiimMðfrifr 51. tbl. — Föstudagur 3. marz 1961 Útvarpsrœða Ólafs Thors. — Sjá bl. 13. Við erum búnir að vera — segir brezkur togaraskipstjóri við fréttamann Mbl. Grimsby, 8. marz. (Frá Haraldi J. Hamar, fréttamanni Mbl.) S T J Ó R N félags brezkra togaraeigenda kemur saman til fundar í Lundúnum í næstu viku til þess að ræða við- brögðin við og afstöðuna til samkomulagsins við ísland um fiskveiðimörkin. — Fyrsta verkefni fundarins verður að kjósa nýjan formann, vegna fráfalls Sir Farndale Phillips (sjá frétt annars staðar í blaðinu). Allt er í raun og veru á huldu um viðbrögðin á þessum fundi gagnvart samkomulaginu — en togaraeigendur hafa þegar heitið brezku stjórninni stuðningi í málinu. Hins veg- ar bendir allt til þess, að einhvers konar ráðstafanir, meira eða minna róttækar, verði nú gerðar, því að — eins og tog- araskipstjóri nokkur sagði við mig í dag: — Við erum bún- ir að vera, og það er fyrst og fremst brezku stjórninni að kenna. Þeir (ráðherrarnir) eru fífl að láta íslendinga fara svona með sig. — Þessir íhaldsmenn eru einskis nýtir . . . þeir gefa eftir fyrir öllum, hversu ósvífnar sem kröfurnar Jóhann Tryggvason, faðir Þorunnar pianoleikara, sem síðast- liðinn laugardag giftist rússneska píanóleikaranum Vladimir Ashkenzi, hefur sent Morgunblaðinu myndir þær af hinum ástföngnu píanóleikurum, sem birtast hér með. Jóhann segir, að þetta séu einu og nýjustu myndirnar, sem hann eigi af þeim. — Dráttarvél veldur enn dauöaslysi eru. — ^ Undanþágan eínskis virði Annar Grimsbyskipstjóri sagði: — Ég hef verið á íslandsmiðum næstum alla mína ævi — og þekki ekkert annað starf en þetta. Ég skil það vel, að íslend- ingar vilji vernda fiskimið sín, en einlægni þeirra lýsir sér í því, að þeir h£LÍa leyft eigin tog- urum að fiska innan 12 milna. Ef þeir væru eingöngu áð hugsa um að vernda fiskistofnana, mundu þeir leyfa okkur að fara inn fyrir að loknum hrygning- artima. — Þessar undanþágur, sem við eigum að fá, verða einskis virði,. — því þegar við fáum að fara inn fyrir 12 mílur, þá er þar engan fisk að fá. Og þar sem alltaf er veiðivon, fyr- ir Vestfjörðum, fáum við aldrei að fara inn fyrir mörkin. — Þar sem landhelgi íslands nær lengst frá ströndinni, er fjar- lægðin hvorki meira né minna en um sextán mílur. — ★ — Brezka stjórnin ætti að minnsta kosti að sjá sóma sinn í því að biðja okkur afsökunar á slíkum óþverra sem þessu nýja samkomulagi, sagði skip- stjórinn — og pantaði annan bjór. — Það er eins og hvergi sé hægt að hitta togaramenn hér annars staðar en á bjór- stofunum. Þar virðast margir dveljast allan þann tíma, sem þeir eru í landi — og sumir draga eiginkonumar þangað með sér! — Ég verð að segja, að ég skammast mín fyrir brezku stjórnina, sagði annar Grimsby-skipstjóri —- og drakk í botn úr glasi sínu. Sjónarmið fiskkaup- manna Enda þótt allir sjómenn í Grimsby virðist á sama máli í þessu efni, er annað hljóð í fisk- kaupmönnum. — Fred Rock, imesti ýsu- og kolakaupandinn í borginni, sagði m. a.: — Nú hafa sjómennirnir fengið samn- ing, eins og þeir báðu um — I og nú er komið að okkur fisk- kaupmönnunum, að fá óskir okkar uppfylltar. Og við viljum fyrst og fremst meiri og betri fisk. Ef íslendingar koma með góðan fisk hingað, þá kaupum við hann! — íslenzki kolinn er yfirleitt betri en sá, sem veidd- ur er í Norðursjó. — ★ — Að vísu eru brezktir togarar nú útilokaðir frá beztu kolamið- unum við ísland — en væntan- lega vex kolastofninn bráðlega Frh. á bls. 23 Kristeligt Dagblad: Oskum íslondi til hamingju Kaupmannahöfn, 1. marz. (Einkaskeyti til Mbl.) KRISTELIGT Dagblað segir, í tilefni fréttanna um sam- komulag íslands og Bretlands í fiskveiðideilunni: — Nú, þegar sér fyrir end- ann á þorskastríðinu, er hægt að segja ýmislegt gott um báða aðila. — Við getum óskað ís- landi til hamingju með sig- urinn — og Englandi með þau hyggindi, sem um allar aldir sögunnar hafa valdið því, að þetta land hefir ávallt viður- kennt óhjákivæmilega þróun. BLAÐINU BÁRUST í gær fregn ir um sviplegt slys, en varð fyrir nokkrum dögum, 27. febr. að Hofi í Öræfum. 10 ára gamall drengur úr Reykjavik, Ingvi Óm ar Hauksson, lézt af slysförum. Hann hafði verið að vinna með öðrum manni úti á túni að Hofi. Þeir höfðu verið með dráttarvél og kerru aftan i henni. Ein- hverra orsaka vegna, hafði drátt arvélin fast sig með kerruna í túninu. Ingvi Ómar hafði staðið við hlið kerrunnar. ökumaður dráttarvélarinnar hugðist beita öllu afli vélarinnar til að ná kerr unni upp, en við það hafði kerr ap skyndilega oltið á hliðina, Ingvi Ömar varð undir kerrunnl og beið þegar bana að sögn fréttaritara Mbl. í Höfn í Horna firði. Ingvi Ómar Hauksson var að- eins 10 ára gamall eins og fyrr segir, og hafði hann verið til dval ar að Hofi í vetur. Hann áttl heima að Hallveigarstig 7, — Lík drengsins verður flutt nel flugvél að austan í dag. 2-6 tonn í fyrsto róðri Æ fleiri sækja ó Islandsmið Grimsby, 2. marz. (Einka- skeyti frá Har. J. Hamar) FISKVERÐ hér í Grimsby er talsvert betra en í Þýzkalandi, enda landa margir þýzkir togarar nú í Bretlandi. í morgun var hæsta verð fyr ir ýsu af íslandsmiðum i pund og 10 shillingar fyrir kittið. — Þýzkir togarar koma flestir af Nýfundnalandsmiðum, og er afli þeirra mestmegnis þorsk- ur. — Stór, þýzkur togari fékk í dag 4.931 pund fyrir 1199 kit af þorski, auk þess sem hann hafði 90 tonn af flökum. Hann aflaði samtals 6.700 kit við Nýfundnaland. — ★ — Á mánudag landa hér þrír brezkir togarar afla af íslands miðum. Er Páll Aðalsteinsson á „Andanes" aflahæstur með 2.700 kit — hinir eru með minna en 1.500 kit. — í sl. viku voru 23 Grimsbytogarar á veiðum, og var um helming- ur þeirra á íslandsmiðum. Af fjörutíu og átta togurum sóttu hins vegar aðeins sex til íslands. Hinir voru við Noreg, en veiðin er rénandi þar, og æ fleiri munu halda norður á fslandsmið. Vestmannaeyjum, 2. marj FYRSTI róði á vertíðinnl var farinn í dc jið í vonzku, veðri. Fengu b- nir 2—6 toni» af fiski á línu, sem beitt hafði verið um síðustu áramót, en ver. ið í frysti síðan. Það er mikið un» að vera niður við höfn, þar sem verið er að búa flotann á veiðar, * * * Þetta er mynd af Björgvin EA-311, sem strandaði vestan Gjögra við Eyjafjörð. Á myndinni sést glöggt, hvernig kjölurinn hefur brotnað að framan og dældirnar á byrðingnum. Þetta er austur-þýzkur togari. Hann hefur verið dreginn upp í slipp á Akureyri, en fullnaðarviðgerð á honum mun taka 10—15 daga. Allt að helmingur flotans fer strax á netaveiðar. Það virðist ekki ætla að ganga erfiðlega aS ráða á bátana. Hraðfrystihúsia hafa sent orðsendingar til ver- tíðafólks út um land allt um að koma til starfa sem fyrst. Slæmt flugveður hindraði flugvélarnar í dag. ; Björgvin EA 311 tók niðri vestan Gjögra Komst á fSot aftur Akureyri, 2. marz. I vestan Gjögra við Eyjafjörð, KLUKKAN 6 í gærmorgun, I í dimmviðri og náttmyrkri. þegar togarinn Björgvin EA- 311 var á leið út Eyjafjörð, tók hann skyndilega niðri Skipið komst á flot aftur af sjálfsdáðum, en nokkur leki kom að því, og féll þegar sjór inn í hásetaklefa og lest þess. Dælur skipsins höfðu þó undan. Var þeg ar haldið til Dalvíkur og þaðan samstundis til Akureyrar, og skipið tekið upp í dráttarbraut. Við rannsókn kom í ljós; að kinnungur og botn skipsins bak- borðsmegin höfðu laskazt allveru lega. Stór dæld kom á byrðing- inn, og á honum eru sprungur og nokkur göt. Einnig er kjölur skipsins að framan brotinn og slingurbretti brotið á tveggja metra kafla. Sjópróf út af þessu stóðu í dag. Óvíst er hvar endanleg viðgerð á skipinu fer fram, en hún mun taka 10—15 daga. — St. E. Sig. Samévæmt upplýslngum Flug. félagsins í gærkvöldi, voru unt 100 manns á biðlista til Vest, mannaeyja. í kvöld siglir Herjólf ur til Eyja og fer eins margt fólk með honum og skipið frek, ast rúmar eða rúmlega 60 manns. Óœskilegir SAIGON Suður-V ietnam, S. marz. — Fimmtán franskir íbúar Suður-Vietnam hafa verið yfir lýstir „persona non grata“ ■— og hefir þeim verið gefinn átta daga frestur til að hverfa úar landi. Þeir eru sakaðir um „fjand samlega" pólitíska starfsemi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.