Morgunblaðið - 03.03.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.03.1961, Blaðsíða 1
24 síður með Barnalesbok tf0fl|lÍfo#Íl> 18. árgangur 51. tbl. — Föstudagur 3. marz 1961 Prentsmiðja Morgunbl&ðsi litvarpsuntræðurnar í gærkvöldi Málatilbúnaður andstöðunnar hrundi — er aðallögfræðingur hennar treysti sér ekki til að taka undir neinar efnislegar árásir á samkomulagið ^AB vaktl mikla athygli í útvarpsumræðunum í gærkvölói, þeg- ar Framsóknarmenn tefldu fram fremsta lögfræðingi sinum, Ólafi Jóhannessyni prófessor, varaformanni Framsóknarflokksins, að bann skyldi ekki minnast á eitt einasta af árásarefnum þeim, »em flokkur hans hefur haft uppi, á samkomulagið við Breta. Prófessorinn minntist ekki einu orði á. að orðalag orðsendingar ntanríkisráðherra jafngilti ekki fullkominni viðurkenningu Breta á 12 milna landhelgi okkar. Hann vék heldur ekki að því, að ¦amkomulagið viki í einu eða neinu frá lögunum um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins frá 1948, og loks lagði hann áherzla i, að hann stæði við fyrri ummæli sín um það, að okkur bæri hvcrju sinni að haga aðgerðum okkar þannig, að við gætum borið þær undir Alþjóðadómstólinn. Þegar aðallögfræðingi stjórnarandstöðunnar er teflt fram í ¦mræðum, hlýtur að vera til þess ætlazt, að hann ræði þær lög- fræðilegu veilur, sem stjórnarandstaðan heldur fram, að séu á ¦amkomulaginu og byggir allan sinn málatilbúnað á- Með þögn •innl staðfestir hann því, að allur málflutningur stjórnarandstöð- Knnar er byggður á fölsunum einum saman, en áðurtalin þrjú atriöi eru einmitt undirstaða hans. fullveldis hennar dreginn að húni. • Alþingi tslendinga má nú allra sízt hverfa af verðinum eins og sumir háttvirtir þing- menn leggja tiL þegar svo mikið er í húfi. Þess vegna kemur ekki til mála, að það samþykki að svíkjast undan þeirri ábyrgð, sem stjórnar- skrá íslands leggur því á herðar. Það mun ekki skjóta þessu máli frá sér, heldur af- greiða það lögum samkvæmt og afla sér með því virðing- ar og þakklætis þjóðarinnar í bráð og leynd. Endanleg viðurkenning Breta Guðmundur í. Guðmundsson, utanríkisráðherra, var íyrsti ræðu maður kvöldsins. Vegna fullyrð- inga stjórnarandstæðinga um Bjarni Benediktsson, dóms- málaráðherra, talaði síðastur af hálfu ríkisstjórnarinnar og lauk máli sínu á þessa leið: Þýðingarmest er þó, að ís- land haldi áfram að vera réttarríki. Undir því er gæfa þjóðarinnar komin og á því getur sjálfstæði henn- nr oltið. Með samþykkt þeirr »r tillögu, sem hér liggur fyr jr, er allt þetta tryggt. Sleg- in er skjaldborg um lífshags- muni íslenzku þjóðarinnar og fáni laga og réttar, frelsis og Farndale Philips látinn Grlmsby, 2 marz. (Frá fréttamanni MM„ Har. J. Hamar.) ÞEGAR ég talaði við Dennis Welch í gær, minntist hann á það, að hann myndi hvíla sig frá amstri daganna með því að fara til jarðarfarar í dag. — Hann hefir líka vafalaust ver ið viðstaddur þessa útför, þvi að sá, sem var jarðsettur, var enginn aimar en Sir Farndale Phillips formaður félags brezkra togaraeigenda. Útför- in fór fram frá lítilli kirkju skammt utan við Grimsby, að viðstöddum helztu forystu- mönnum togaraeigenda og sjó manna. * * * Banamein Sir Farndale Phillips var krabbamein, og hafði hann Ujáðst mjög af þeim sjúkdómi í meira en ár. Hefir því J. R. Cobley, vara- forseti togaraeigendafélagsins, komid fram fyrir hönd félags- ins undanfarna mánuði, eins og lesendur blaðsins munu hafa veitt eftirtekt. undanslátt og svik af hálfu ríkis- stjórnarinnar í landhelgismálinu með því að veita Bretum tak- mörkuð veiðiréttindi innan 12 mílna línunnar rifjaði hann snemma í ræðu sinni nokkuð upp aðdraganda útfærslunnar 1958. Sagði ráðherrann, að fyrir tilhlut an Hermanns Jónassonar, þávér andi forsætisráðherra hefði vinstri stjórnin boðið þjóðum Atl antsbafsbandalagsins í símskeyti 23. maí '58, að fengjust 12 mílurn •ar viöurkenndar þá mættu erlend ar þjóðir veiða allt árið um kring næstu 3 árin á vissum svæðum milli 6 og 12 mílna markanna, enda fengjust einnig leiðrétting- ar á grunnlínum. Þessu tilboði hefði verið hafnað, en endurtek- ið að tilhlutan Hermanns Jónas. sonar 22. ágúst 1958. Þessu tilboði hefði einnig verið hafnað. Og við Framh á bls. 14. Háðuleg útreið Framsöknar og kommúnista á Selfoss-fundinum Snæfugl SU 20 var fyrsti bát urinn, sem landaði í Vest- mannaeyjum eftir að verk- fallinu lauk og samið hafði verið við verkakonur. Hann landaði 25 lestum rétt um það leyti, sem gengið var fré samningunum við Snót í fyrra dag. Fimmtán línubátar frá Vestmannaeyjum voru á sjó í gær. Margir hugðust tatoa net, en urðu að hætta við að leggja þau, vegna veðurs. (Ljósm.: Sigurgeir Jónsson, Vestmannaey j um). Þorðu ekki að sýna tillogu, sem þeir voru með í vasanum KJÖRDÆMISRAÐ Framsóknarflokksins í Suðurlandskjördæmí boðaði til almenns fundar á Selfossi sl. miðvikudagskvöld. Fundar efni var landhelgismálið, og voru frummælendur auglýstir þeir Agúst Þorvaldsson og Karl Guðjónsson kommúnisti úr Vestmanna eyjum. Höfðu báðir stjórnarandstöðuflokkarnir haft mikinn við- búnað undir fundinn og mættu þeir Karl og Agúst með mótmæla- tiMögu upp á vasann gegn tillögu rikisstjórnarinnar um lausn fisk- veiðideilunnar við Breta. En Framsókn og kommúnistar fengu hina háðulegustu útreið á þessum fundi, sem var mjög fjöl mennur. Fluttu fulltrúar þeirra stórorðar ræður um samkomulag ið við Breta, og voru Framsóknar mennirnir engir eftirbátar kommúnista í fullyrðingum sín um og sleggjudómum. Af hálfu stjórnarflokkanna mættu á fundinum þeir Ingólfur Jónsson ráðherra, • Sigurður Óli Ólafsson forseti Efri deildar og Unnar Stefánsson alþm. Fluttu þeir allir ræður, þar sem þeir skýrðu lausn landhelgisdeilunn ar og þann mikla ávinning, sem íslenzku þjóðinni væri að henni. Fékk málflutningur þeirra ágæt ar undirtektir fundarmanna. Fór svo eins og áður segir, að banda- lag Framsóknar og kommúnista áræddi ekki að flytja tillögu þá um mótmæli, sem ákveðið hafði verið fyrir fundinn að þeir legðu fram. Auk fyrrgreindra ræðumanna, töluðu á fundinum þeir Björn Björnsson alþm. og Óskar Jóns- son frá Vík. Mikil vonbrigði. Það var mál manna, er fundinn sóttu, að Framsóknarmenn og kommúnistar hefðu farið mjög halloka í umræðunum. Var auð- sætt að fylgismenn þeirra höfðu orðið fyrir miklum vonbrigðum. Stuðningsmenn ríkisstjórnarinn- ar töldu hins vegar fundinn hafa verið mikinn sigur fyrir stefnu hennar. Fundurinn stóð fram á nótt. Kl. 1.30 um nóttina voru 10 menn á mælendaskrá. Bað fundarstjóri, Matthíás Ingibergsson, formaður kjördæmaráðs Framsóknarflokks ins, um leyfi til þess að slíta fundi. — Komu engin mótmæli gegn því. Gengu Framsóknarmenn og kommúnistar þreyttir og von- sviknir af þessum fjölmenna fundi. Ortiz dæmdur lil dmiða — Lagaillarde til 10 ára hegningarvinnu PARÍS, 2. marz. (Reuter) — Það gerðist í dag í réttarhöld- unum, sem undanfarið hafa staðið yfir vegna uppreisnarinn- ar í Alsír í janúar 1960. að hinn 43 ára gamli kaffihússeigandi Joseph Ortiz, sem talinn hefur verið aðalleiðtogi uppreisnarinn- ar, var dæmdur til dauða — að honum fjarstöddum. — Ortíz hefur farið huldu höfði síðan uppreisnin var barin niður, en talið er að frétzt hafi til hans m. a. á Spáni. - • — Auk Ortiz, var Pierre Lagaill* arde, annar aðalleiðtogi upp- reisnarinnar og fyrrum þing- maður fyrir Alsír, dæmdur til tíu ára hegningarvinnu. Lagaill- arde dvelst nú á Spáni, en ekki er vitað nákvæmlega um dval- arstað hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.