Morgunblaðið - 03.03.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.03.1961, Blaðsíða 11
Föstudagur 3. marz 1961 MORCWShLAÐlÐ 11 Frá bæjarstjóm: Skortur á tannlækn- um tilfinnanlegur hér Miklir eríiðleikar á að tryggja skólabömum tannviðgerðir Á FUNDI bæjarstjórnar í gær var nokkuð rætt um J»á erfiðleika sem, vegna skorts á tannlæknum, eru nú á því að sjá börnum í skólum bæj- arins fyrir tannviðgerðum. — Þar sem mjög skortir á, að nægilega margir tannlæknar hafi fengizt til starfa í skól- unum sjálfum, hefur til bráðabirgða verið horfið að því ráði, að bærinn greiði helming kostnaðar við tann- viðgerðir skólabarna hjá öðr- um tannlæknum í bænum. Snerust umræðurnar eink- um um hugsanlegar leiðir til þess að efla á ný tannlækna- þjónustu í skólunum. Erfitt ástand Geir Hallgrímsson, borgarstjóri ekýrði frá því að áætlað hefði verið, að tann- læknar í skólum bæjarins þyrftu að vera allt að 12 talsins, ef unnt ætti að vera að veita þar nægi- lega og góða jþjónustU. Nú væru hins veg- ar ekki starf- endi þar nema 2—3 tannlæknar. t»ar sem skortur á tannlæknum væri mjög mikill hér á landi, skipti það engu máli í þessu sambandi, þó að gengið yrði að kröfum félags þeirra um bætt kjör fyrir störf í skólunum. Til bráðabirgða^ hefði foreldr um barnanna verið tilkynnt, að bærinn mundi fyrst um sinn greiða helming kostnaðar við tannviðgerðir skólabarna hjá starfandi tannlæknum í bænum. Ástandið í þessum málum væri mjög erfitt og ekki horfur á að úr tannlæknaskortinum rættist fyrr en þeir, er nú stunduðu nám, kæmu til starfa. Starfsskylda athuguð Þeir Guðmundur Vigfússon og Alfreð Gíslason ræddu báðir nokkuð um málið. Lagði sá fyrr Guðmundur Víqfússon. Geirl __ Hallgnmsson nefndi einkum áherzlu á að gengið yrði að kröfum tann- læknafélagsins um bætt kjör skólalækna, þar sem ekki yæri stætt á því fyrir bæinn að standa í langvarandi kjaradeil- um við sérmenntaða menn, er marga kosta ættu völ. Kannske leysti það þó ekki allan vand- ann í bili. Alfreð Gíslason vék að því, hvort ekki væri hugs anlegt að s k y 1 d a nýút- skrifaða t a n n- lækna til þess að starfa um ein hvern tíma i skólunum, áður en þeim yrði veitt ótakmark- að leyfi til tannlækninga, svipað og nú ætti sér stað um aðra lækna, er gegna þyrftu störfum úti á landi í fyrstunni. Bæri að athuga þennan möguleika. Tvær lelmr Magnús Ástmarsson <*ek eink- um að ummælum Guðm. Vigf. og lýsti sig andvígan því sjón- armiði hans, að sjálfsagt væri að semja jafnan strax um bætt kjör við sérmenntaða menn, sem t. d. vegna fámennis í stétt sinni og mikilla vinnumöguleika væru í sterkri aðstöðu til að setja fram kröfur sínar. Hér hefði skapazt mikið launajafnrétti, sem hefði marga kosti, þótt ekki væri það alveg gallalaust. En ef kjör þeirra sem betur mættu sín yrðu bætt, yrði jafnframt að rétta hlut hinna sem lakar væru settir í lífsbar- áttunni. Erfiðleikarnir í sam- bandi við tannlæknaþjónustuna í skólunum stöfuðu augljóslega af því, að of fáir menn stunduðu nú tannlækning- ar hér. Þeim þyrfti að fjölga. Vildi hann vekja máls á tveim leiðum, sem at- huga mætti í því sambandi: 1) fá 10 — 12 tann- lækna frá ein- hverju nágrannalandanna til starfa hér um stundarsakir, og 2) j hvort möguleikar væru á sam- vinnu við tannlæknadeildina hér þannig að nemendur hennar yrðu að liði í barnaskólunum sér til lærdóms og reynslu. Lausnarinnar leitað Þess skal loks getið, að Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, upp- lýsti við umræðurnar að bæði formaður stjórnar Heilsuvernd- arstöðvarinnar, dr. Sigurður B. Sigurðsson, landlæknir, og borg- arlæknir dr. Jón Sigurðsson, hefðu nú til athugunar möguleika á að leysa þetta erfiða vandamál, sem einnig hefði verið talsvert rætt í bæjarráði. Þegar umræðunum lauk, voru atkvæði greidd um tillögu Guð- mundar Vigfússonar um að ganga til samninga við tannlækna en hún hlaut ekki nægan stuðning, aðeins 3 atkvæði; tillögu Alfreðs Gíslasonar um að athuga mögu- leikana á skyldustörfum tann- lækna í skólum var síðan vísað til umsagnar stjórnar Heilsu- verndarstöðvarinnar með sam- hljóða atkvæðum. SKIPAUTGCRB RIKISINS E S J A austur um land í hringferð 8. þ.m. Tekið á móti flutningi í dag og árdegis á morgun til Fáskrúðs fjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarð ar, Norðfjarðar, Seyðisfjaðar, Þórshafnar, Raufarhafnar, Kópa skers og Húsavíkur. Farseðlar seldir á mánudag. f Sölumaður óskast Vil komast í samband við góð an sölumann, sem selur upp á prósentur. Góð vara — Góð sölulaun. Nöfn leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 6. þ.m. merkt: „Góð vara — 1761“ KASSAK — ÖSKJUR 1Í MBLIÐIRf Laufásv 4. S. 13492 Astmarsson Fundurinn á Akranesi; Skipstjórarnir sátu heima AKRANESI, Z. marz. — Klukk an 9 í gærkvöldi var fundur hald Inn hér í Bíóhöllinni, sem stjórn arandstæöingar höfðu boðað til. Frummælendur voru Daníel Ágústínusson, Ingi R. Helgason ®g Halldór E. Sigurðsson. Fund arefni var landhelgismálið og Samningar við Breta. Ræður þeirra þremenninganna voru mjög keimlíkar. Engir aðrir en þeir töluðu á fundi þessum. Margt var unglinga og drengja. Komu menn ýmist eða fóru og tiélzt svo fundinn út. Talið er að 135 hafi setið fundinn, þegar flest var. Einn skipstjóri var þar. Hinir skipstjórarnir sátu heima. Fundarstjórinn, Halldór Þor- steinsson, bar upp tillögu frá þremenningunum um að skora á ríkisstjórnina að 'hvika ekki frá 12 mílunum í landihelgismálinu. Margir samþykktu tillöguna. — Nokkrir á móti? spurði fundar- Btjóri. Nokkrir réttu upp hend- urnar. — Tillagan er þá sam- þykkt einróma kvað fundarstjór Inn. — Ónei, víst ekki, kallaði þá rödd úr salnum, hendur voru á lofti. Var þá aftur leitað mót- atkvæða, og komu þá nokkrar hendur á loft. Heyrt hef ég, að þeir hafi beðið Þónhall Sæmundsson bæjarfógeta að vera fundarstjóra, en Þórhall ur beit ekki á agnið og sagði nei. Einn Fraxnsóknarmanna lét svo um mælt fyrir fundinn. — Þessi fundur skaðar okkur. Þá er hann kom heim af fundinum, endurtók hann sömu orðin. Leiðrétting á frétt um Vesturröst I FRÉTT, sem birtist í Mbl. 28. f.m. um flutning verzlunarinnar Vesturrastar í ný húsakynni í Garðastræti 2, er sagt, að Ingi Þorsteinsson hafi gert teikningar að fyrirkomulagi hins nýja hús næðis en átti að vera, að hann hafi skipulagt innréttingu verzl unarinnar. VOLVO Einkdumboð: GUNNAR ÁSGEIRSSON H.F. Suðurlandsbraut 16. Sími 35200. Söluumboð Akureyri: MAGNÚS JÓNS/MIN Sími 1353. Mótorhjól Harley-Davison lögreglumótorhjól, lítið keyrt til sölu. Upplýsingar í síma 15324 og 14882. Þurrkaður harðviður Eik kantskorin l1/^" verð kr. 310,50 pr. tenf. Brenni kantskorið 1*4“ verð kr. 240,00 pr. tenf. Mahogni ókantskorið 40 mm verð kr. 207,00 pr. tenf. Timburverzlunin Vólundur hf. Klapparstíg 1 — Sími 1 8430. Dömur Morgunsloppar, Undirfatnaður, Undirkjólar, Undir- pils, Náttkjólar, Baby-doll, Stíf undirpils. Stórkostlegt úrval. HJÁ BÁRU Austurstræti 14. Viljum kaupa góða steypuhrærivél ca. 150 1. með rafhreyfli. Vélin þarf að vera með fyllingarskúffu. Allar nánari upplýsingar í skrifstofu vorri, Tjarnar- götu 12, III. hæð eða í síma 17530, 15595 og 12657. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVlKURBÆJAR. Bókhaldari Vil ráða kvenmann sem annast getur verðútreikn- inga. Lítils háttar bókhald og vélritun hálfan eða allan daginn. Tilboð merkt: „Matvörubúð — 1794“ sendist Mbl. sem fyrst. \ ALLT Á SAMA STÁÐ CHAMPION kraftkertin ^áanleg í alla bíla. CHAMPION LOOK FOR TME 5 RIBS 1. öruggari ræsing. 2. Meira afl vélar. 3. Allt að 10% eldsneytissparnaður. 4. Minna vélaslit. *•. 5 grófa Champion- kerti nota 9 af hverjum 10 bifreiðaeigendum. Skiptið reglulega um kerti. Egill Vilhjálmsson hf. Laugavegi 118 — Sími 22240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.