Morgunblaðið - 03.03.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.03.1961, Blaðsíða 17
' Föstudagur 3. marz 1961 M ov C.llis Ttl AÐIÐ 17 Séra Valdimar J. Eylands dr. theol. LEIÐIR íslendinga liggja ótrú- lega víða. Fornar sagnir flytja margar frásögur um utanfarir ungra manna, sem leituðu sér fjár og frama, námu- ný lönd, jukust að viti og velgengni. Á síðari timum hefur engin breyt- ing orðið á þessu. Farmenn okk- ar og ferðalangar fara enn víða í leit að nýjum ævintýrum eða aukinni velgengni á einhvern — Kæöa Ólafs Thors [ Framh. af bls. 13 fái sennilegast staðizt fyrir ó- hlutdrægnum alþjóðadómi. En héðan af er líka tryggt, að það verður ekki ofbeldið, ekki her- valdið, sem sker úr, hvort að- gerðir okkar verða virkar eða að meira eða minna leyti aðeins pappírsgagn, eins og var 1958, heldur alþjóðalög og réttur, eins og hann á hverjum tíma er að mati óhlutdrægra dómara. í>etta tel ég einn mesta vinning íslendinga af þessu ágæta sam- ikomulagi. Hygg ég, að a. m. k. Framsóknarflokkurinn verði að sættast á það sjónarmið, enda hefur hann frá öndverðu fallizt á að láta Haagdóminn dæma í landhelgismálum okkar. Þannig var það stjórn Steingríms Stein- þórssonar, en í henni sátu bæði Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson, sem bauðst til að vísa landhelgisdeilunni við Breta til Haagdómstólsins 1953. Og fáir íslendingar hafa betur lýst nauðsyn Islendinga og raunar Bllra smáþjóða á þvl, að deilur yrðu útkljáðar fyrir alþjóða- dómi en ekki með ofbeldi en einmitt höfuðlögfræðingur stjórn arandstöðunnar, Ólafur Jóhann- esson, prófessor, gerði á Alþingi í haust. Einn stærsti i stjórnmálasigurinn fi Að lokum vil ég segja þetta: Þessir samningar eru okkur Bvo hagstæðir, að sumum finnst, að ótrúlegt sé. Mitt mat er, að þeir séu okk- ur ósambærilega miklu hag- stæðari heldur en þótt okkur hefðu boðizt 12 mílurnar óskert- er og skilmálalaust þegar í stað. Þegar þess er gætt, að þetta samkomulag er endir á deilu milli fámennustu, sjáífstæðu þjóðar veraldarinnar og eins mesta stórveldis heimsins, þá verður að viðurkenna, að það er rétt, að með þeim hafa ís- lendingar unnið einn sinn allra stærsta sigur á sviði stjórnmál- anna. Auk þess er samkomulag- ið Bretum til sóma. Þessu samkomulagi getur því enginn hafnað, annar er sá, sem vill hætta lífi og fjármunum ís- lenzkra sjómanna og íslenzku þjóðarinnar, í því einu skyni að glæða elda ófriðar við Breta, og svo hinir, sem ekki vita hvað þeir gera. Ég veit, að þjóðin fagnar þess ari farsælu lausn hinnar löngu og leiðu deilu við Breta af heil- um hug. Og úr þessu fækkar þeim áreiðanlega, sem til skamms tíma letruðu á skjöld sinn: „Samningar eru svik“. Það er líka boðskapur, sem réttara er að flytja öðrum en viti bor- inni þjóð, sem liggur á mörkum austurs og vesturs og veit, að einasta lífsvon mannkynsins er, að ólíkir hagsmunir og lífsskoð- anir semji um deilumál sín, og þar með, að hroðalegustu svik- in, sem auðið er að fremja gegn öllum þjóðum veraldarinnar eru einmitt þau, að svíkjast um að semja. sextugur i hátt. í einu eiga þó landar okkar | sammerkt flestir. Tryggðin við fóstjörðina og ræktin í föður- garð hefur yfirleitt ekki brugð- izt, þótt höf og hauður hafi í milli borið. Þetta á eigi sízt við um Vestur- íslendinga. Við erum nú orðin fjölmörg, sem persónulega höf- um reynt tryggð þeirra, vináttu og alúð við fsland og íslendinga og víst er, að merkur er þáttur þeirra í sögu íslendinga og vel, að við hér heima kynnumst hon- um og metum að verðleikum. Það er líka gleðiefni, að aldrei hafa samskipti verið jafn fjöl- þætt og ánægjuleg sem nú. Gagn kvæmar heimsóknir og margs konar fyrirgreiðsla af beggja hálfu tengja enn bróðurböndin til verndar og varðyeizlu máls og menningarerfða. Margur góð- ur drengur og göfug kona hafa unnið dyggilega að þessu, og verður þess seint minnzt sem skyldi og enn síðar fullþakkað. í dag munu fjölmargir báðum megin hafsins hugsa hlýtt og þakklátlega til þess manns, sem um áratugi hefur farið fyrir öðr- um og unnið markvíst að því að efla heill og hamingju landa sinna bæði heima og heiman. Dr. Valdimar J. Eylands, prest- ur 1. lúterska safnaðarins í Winnipeg og forseti hins Evang- elíska lúterska kirkjufélags ís- lendinga í Vesturheimi, er sex- tugur í dag. Hann er Húnvetn- ingur að ætt og þar ól hann fyrst aldur sinn. Ungur gekk hann að öllum venjulégum störf um í íslenzkri sveit og bjó við hin sömu kjör, sem alþýða manna varð að láta sér nægja á þeim árum. En snemma mun hugur hins unga sveins hafa leitað lengra og hærra. en kröpp kjör og óhægar aðstæður leyfðu. Þó fór svo, að séra Valdimar komst í skóla. Hann var einn þeirra, sem með góðum árangri nutu náms í alþýðuskólanum á Hvammstanga, en sá skóli var merk og farsæl tilraun á sínum tíma. Síðar stundaði séra Valdi- var nám við Gagnfræðaskólann á Akurevri og því næst var hann tvö ár í lærdómsdeild Mennta- skólans í Reykjavík. En árið 1922 gafst honum tækifæri til að fara vestur um haf og þar var hann við rfám í fimm ár, fyrst við menntaskóla Norðmanna í Minnesota en síðar á prestaskóla í St. Paul í sama ríki. Það mun ætíð hafa verið hugmynd séra Valdimars að hverfa heim að námi loknu, en þó fór það á annan veg. Hann gerðist prestur vestra. f fyrstu meðai Norð- manna, en síðar meðal íslend- inga og hefur hann þjónað söfn- uðum þeirra æ síðan. Hann var sjö ár prestur vestur á Kyrra- hafsströnd, en árið 1938 gerð- ist hann aðstoðarprestur séra Björns B. Jónssonar, er var prestur fyrsta lúterska safnað- arins í Winnipeg, en við lát séra Björns stuttu síðar, varð séra Valdimar prestur safnaðarins og hefur verið það síðan. Árið 1925 giftist hann Lilju Johnson frá Norður-Dakota og eiga þau hjónin fjögur börn: Jón, nú læknir í Bandaríkjun- um, Dolores, Elín og LUja, allar giftar og búsettar 1 Kanada. Dr. Valdimar J. Eylands hef- ur gegnt mörgum og merkum trúnaðarstörfum meðai fslend- inga í Vesturheimi. Hann var lengi varaforseti Lúterska kirkju félagsins og síðar forseti þess frá 1952—1957 og nú aftur á si. ári, er séra Eric Sigmar lét af því starfi. Hann hefur verið í stjórn og forseti Þjóðræknis- félags fslendinga í Vesturhaimi um fjölda ára og nú heiðurs- meðlimur þess. Fyrir störf sín hefur hann verið sæmdur stór- riddarakrossi Fálkaorðunnar. Hann er vandvirkur og áhrifa- mikill prédikari og prýðilega ritfær, enda hefur hann skrifað fjölmargar greinar í blöð og tímarit og samið m. a. bók um sögu lútersku kirkjunnar í Kan- ada, en fyrir hana og önnur rit sín var hann árið 1953 gerðuT heiðursdoktir í guðfræði við United College í Winnipeg, en það er merk fræðistofnun. Hann hefur lengi verið ritstjóri Sam- einingarinnar, sem er íslenzkt málgagn Kirkjufélagsins og einn ig er hann í ritnefnd Lögbergs— Heimskringlu. Tvívegis ^ hefur dr. Vialdimar heimsótt fsland. Árið 1947—1948 kom hann á- samt fjölskyldu sinni og þjónaði þá í stað séra Eiríks Brynjólfs- sonar að Útskálum, en séra Ei- ríkur tók á sama tíma að sér þjónustu hjá söfnuði séra Valdi- mars í Winnipeg. Séra Valdi- mar og kona hans urðu vinsæl mjög, meðan þau dvöldu hér og eignuðust marga vini. Börn þeirra numu málið og bera öll ríkan ræktarhug til íslands. Öðru sinni komu þau hjónin heim sem fulltrúar Kirkjufélags ins og gestir ríkisstjórnarinnar til að vera við Skálholtshátíðina árið 1956. Var sú för þeim mikið ánægjuefni. Á síðasta ári fór dr. Valdimar í mikla kynnisför um Evrópu og nálæg austurlönd, m. a. til landsins helga og hefur hann ritað mjög skemmtilega ferðasögu í í Lögberg—Heims- kringlu nú undanfarið. Margt mættj enn nefna um störf og hæfileika séra VaMimars, þótt hér sé staðar numið. Dr. Valdimar Eylands er mað- ur hlýr í viðmóti, hreinskiiinn en seintekinn. En fáa þekki ég, sem ann landi sínu og þjóð sem hann. Ég veit þess dæmi, að hann hefur lagt nótt við dag til þess að verða öðrum að liði og þá eigi sízt þeim íslendingum, sem að heiman hafa komið. Þar hefur og kona hans, frú Lilja, verið hans hægri hönd. Á heim- ili þeirra að 686 Banning street, á allt íslenzkt griða. og gróður- reit. Þessi tryggð þeirra og hjálp fýsi hefur og einkennt þjónustu þeirra í söfnuðinum og kirkju- félaginu. Vinsældir séra Valdi- mars hafa farið sívaxand: með hverju ári og lýsir það einmitt manninum bezt. Góðar og far- sælar gáfur, drenglyndi og tryggð séra Valdimars munu enn auka á velgengni hans og vinsældir um ókomin ár í tilefni af þessu merkisaf- mæli hafa ýmsir vinir séra Valdi mars bæði austan hafs og vestan ákveðið að heiðra hann á þessu ári, með því að gefa út bók með úrvali af ýmsu því, er hann hef- ur ritað eða flutt, m. a. megin- hluta ferðsögu hns frá sl. ári. Bókin mun heita Arfur og ævin- týr. Verður hún prýdd fjölda mynda. Ég veit, að þeir verða margir, sem í dag senda dr. Valdimar heillaóskir og árna honum, konu hans og fjölskyldu, farsældar og blessunar í hví- vetna á ófarinni ævileið. Bragi Friðriksson. Guðríður Ásgeirsdóttir IVIinning HINN 24. febrúar síðastliðinn lézt á sjúkrahúsinu á Patreks- firði Guðríður Ásgeirsdóttir frá Brekkuvöllum á Barðaströnd, eftir fárra daga legu. Jarðarför hennar fer fram hinn 3. þessa mánaðar að Haga á Barðaströnd. Hún fæddist 20. janúar 1883 á Rauðasandi, giftist Einari Eb- enesersyni og bjuggu þau lengst af á Brekkuvöllum. Er maður hennar lézt, árið 1952, hafði sonur þeirra keypt jörðina, og bjó hún með honum, unz hún gat ekki lengur annazt búsýslu sakir vanheilsu. Dvaldist hún síðan hjá börnum sínum til skipt is og var nú síðast á heimili Bjarna sonar síns á Patreksfirði. Þau hjónin eignuðust ellefu börn, er komust til fullorðins- ára, en þrjú dóu í æsku. Öll börn þeirra, er upp komust, eru myndar- og dugnaðarfólk eins — Áburhargeymsla Framh. af bls 8 notkun, 2) að skemman yrði tæmd á undan öðrum geymsl- um, 3) er aðrar geymslur hefðu verið fylltar, að góð loftræsting yrði í henni, 4) að slökkviliðs- stjóri hefði eftirlit með henni og hún yrði aldrei tekin í notkun nema að fengnu leyfi hans, auk þess sem fylgt yrði í öllum at- riðum fyrirmælum hans um um gengni, stöflun, loftræstingu, o. fl. og loks 5) að verksmiðju- stjórnin skuldbindi sig til að rýma skemmuna fyrirvaralaust, ef bæjarráð æskti þess. Hættan aðeins utanaðkomandi Þær öryggisreglur, sem upp- haflega voru settar, sagði borg- arstjóri að hefðu verið miðaðar við slysahættu á stríðstímum. Að áliti verkfræðinga væri, ef á- burðurinn fengi rétta meðhöndl- un, aðeins um að ræða spreng- ingarhættu fyrir utanaðkom- áhrif. Þess vegna teldu þeir ekki fólgna hættu í því, að reisa geymsluskemmuna. Þá mætti geta þess, að skemma þessi væri aðallega ætluð fyrir áburð sem enga sprengjuhættu hefði í för með sér. Aðeins væri tímabundin þörf fyrir hana til geymslu Kjarna-áburðar, þ.e.a.s. á þeim árstíma, sem birgðir af honum væru mestar hjá verk- smiðjunni. Loks sagði Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, að ef átt hefði að framfylgja upprunalegu skilyrð unum, mundi áburðarverksmiðj an hafa orðið að fá til afnota meira landrými en hún nú hefði. Óhætt að veita leyfið. Guðmundur Vigfússon kvaðst ekki telja skilyrðin fullnægjandi. Jafnvel þótt viðurkennt væri, að hættan geti einungis verið utan aðkomandi, yrði að hafa í huga, að landið hefði verið gert að herstöð og væri því allur varinn góður. Að síðustu sagði Magnús Ást- marsson nokkur orð og lýsti á- stæðum til þess að hann teldi óhætt að veita leyfi til bygging arinnar, enda væri hér um vara geymslu að ræða, sem aðeins væri fyrirhugað að nota skamman tíma á ári. Leyfisveitingin var að umræð um loknum staðfest með 11 at- kvæðum gegn 3. og þau eiga kyn til. Flest eru þau búsett á Patreksfirði og þar í grend, en tveir synir hennar eru búsettir í Reykjavík. Eins og nærri má geta hefur vinnan við allan barnahópinn verið óþrotleg, en Guðríður heit in var alltaf síðust í rúm á kvöldin og fyrst á fætur á rnorgn anna. Hún var orðlögð um alla sveitina fyrir gestrisni, en svo hagar til, að Brekkuvellir eru fremsti bærinn undir Kleiia- heiði, og þar á heimili Einars og Guðríðar hvíldu sig margir og fengu plöggin þurrkuð, er þeir komu af heiðinni, svangir og kaldir. Sumir fá í vöggugjöf að eiga aldrei svo lítið að geta ekki miðlað öðrum, og svo var um hana. En fátækt sú, er gisti flesta bændur þessa tíma, skildi eftir rúnir, sem aldrei verða skráðar. En þetta verða aðeins fáein vinar- og kveðjuorð um mikið og fórnfúst starf, sem unnið var í kyrrþey. Ég kynntist Guðríði, er hún dvaldist á heimili sonar síns hér í Reykjavík. Hún var einkar hæglát kona, hlý í við- móti, og löngunin til að gleðja, verma og veita, var mjög ríkj- andi í fari hennar. Hún var góð kona og sívinnandi, enda snerist hugurinn og höndin mikið um sendingarnar, sem hún var stöð- ugt að útbúa fyrir barnabörnin og önnur smábörn. Hún las mik- ið þegar tími vannst til og unni mjcSg þjóðlegum fræðum. Ég hugsa að við öll, sem þekktum Guðríði heitna getum tekið undir með skáldinu, sem segir: Er þú varst burt úr þessu húsi farin, ég margar böglar nætur sat við dimman arin og kaldur gustur komur sínar vandi. Það er sem í hugum okkar blási kaldur vindur þar sem hún, er við kveðjum núna og þökkum fyrir allt, vermdi áður með mildum orðum og bliðri hendi. Öllum börnum hennar, tengdabörnum og barnabörnum sendi ég samúðarkveðjur. G. E. A. Vegnr brottflutnings „Bretagne rokokko" svefnherbergishúsgögn, sér- staklega vönduð og falleg, til sölu ásamt fleiru. Wölstad Þingholtsstræti 38. NÝJU DELHI, Indlandi, 2. marz. Vestur-Þýzkaland hefir boðið Indlandi 400 milljón marka lán til langs tíma í sambandi við þriðju fimm ára áætlun Indlands, sem nú er að hefjast. .— Á — BAGDAD, írak, 2. marz. — Það er haft eftir „áreiðanlegum heim ildum“ hér í borg í dag, að íran muni innan fárra daga afturkalla viðurkenningu sína á Ísraelsríki. VIÐ IvJavIiNimustofa OC VIOf/fKJASA'LA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.