Morgunblaðið - 03.03.1961, Qupperneq 20
20
MORGVNBLAÐIÐ
Föstudagur 3. marz 1961
Myrkraverk
jg eftir Beveriey Cross
í þýðlngu Bjarna Arngrlmssonar
Mig þyrsti í hefnd fyrir að hafa
látið nota mig og ég stökk
eins og villidýr á háis Luciens.
Eitt augnablik voru þeir undr-
andi yfir reiði minni, og Lucien
skall til jarðar meðan fingur mín
ir klóruðu í háls hans. Eg öskr-
aði eins og trylltur. Þá hitti mig
eitthvað aftan á hálsinn, og
Lucien sparkaði illmannlega í
nára minn. Þeir bundu hendur
mínar fyrir ofan höfuðið við bolta
1 veggnum. Eg hékk þarna hjálp
arlaus og hálfmeðvitundarlaus,
og þeir létu mig horfa á.
Dédé og Benoit fóru og sóttu
við og olíubrúsa. 1 stóra opna arn
inum kvejktu þeir upp og byrj
uðu að brjóta niður körfuna og
hentu brotunum á eldinn, ásamt
um stykkjum af einkennisbún-
ingingunum. Þeir héldu skyrt
unum og buxunum, en Moumou
kúrekafötunum og hinum og þess
kom með þrenn ný föt frá bíln
um og setti þau frá sér í hornjð.
Eldurinn lýsti upp herbergið og
þungbúin andlit Náttfaranna og
litaði jafnvel skelfdar, hræðslu-
fölar kinnar hins daemda Marot.
,,Farðu úr fötunum“, skjpaði
Lucien. Um leið og hann af-
klæddist, köstuðu þeir fötum
hans í eldinn, hverri spjörinni á
fætur annarri. Hann stóð þarna,
nakinn og skalf þrátt fyrir hit-
ann, og líkami hans var hræði-
lega varnarlaus. Hann kipptiet
við í hvert skipti sem spjarirnar
lentu í eldinum. Það var ejns og
með hverjum bút hyrfi örlítil
von. Eins og ögn af miskun eyði
leggðist með hverri tusku sem
brann.
Eg vil ekki tala um klukku-
stundfna, sem hann var kvalinn,
hinar 60 hræðilegu mínútur áður
en hann dó, unz Moumou skar
höfuðið af svikaranum Marot.
Sjálfur var hann rennblautur,
eins og hann hefði staðið í blóð
regni. Kaðlarnir lágu eins og
garnabútar á gólfinu, og ásamt
glóðartöngunum ýttust beir á
undan höfuðlausu hræinu, er því
var ýtt inn í eldinn.
Eg horfði á ejns og í draumi.
Hann hafði aldrei æpt, aldrei
iðrazt aldrei bölvað. Eina hljóðið
sem þeir gátu fengið út úr hon-
um voru eilífar lágar kvaiarstun
ur.
Moumou vafði höfuðið ástúð-
lega í poka, en ég kastaði ofsa-
lega upp. Mennirnir fjórir fóru
úr blautum einkennisbúningun-
um og köstuðu þeim á líkið, sem
þegar var hálfbrunnið. Þeir
hreyfðu sig eins og menn í álög
um, hægt og draugalega, klæddu
sig vandlega í hrein föt og hreins
uðu blóðrauðar hendur sínar í
beygluðu þvottafati. Síðan sneru
þeir sér að mér.
,,Hvað eigum við að gera við
hann? “. spurði Moumou og benti
á mig með þumalfingrinum.
„Við gerum ekkert við dreng-
inn“, sagði Benoit. „Við höfum
ekkert gegn honum“.
,,Hefurðu séð nóg til að halda
þér saman?“ spurði Lucien og
rak morðingjaandlitið á sér upp
að nefi mínu. „Hefurðu séð nóg?“
Eg spýtti framan í hann til
svars. Hann þurrkaði hrákann af
kinninni með handarbakinu og
sagði:
„Hann varð að deyja".
,,Ekki svona. Hann þurfti ekki
að deyja svona.“
„Þetta var nógu gott fyrir Marí
us, fyrir Georges og fyrir Le
Flan“.
,Þú munnt aldrei sannfæra
mig“.
Hann gafst upp við mig.
„Af hverju ertu svona mikill
með þig, rosbif? Þínar hendur
eru jafn blóðugar og okkar“.
,,Eg samþykkti að hjálpa til að
bjarga Tisson, ekki að myrða
Marot“.
„Og hvað ætlarðu þá að gera
núna?“ Hann horfði glottandi á
bundnar hendur mínar og Benoit
svaraði:
,,Við megum ekki gera drengn
um neitt“.
Lucien urraði framan í gamla
manninn og hélt burtu í áttina
til Moumou. Þeir hvísluðust á
úti í horni, Benoit skar á reipin,
er héldu mér uppi, og leysti hend
ur mínar. Hann hvíslaði:
,,Hafðu auga með þeim stóra.
Eg get haft áhrif á hina, en
hafðu auga með honum“.
Dédé kom með annan benzín
brúsa og byrjaði að hella á
timburveggi litla kofans. Einung
is froskmannaútbúnaðinum var'
bjargað og hlaðið á vörubílinn.
Þeir ætluðu að eyðileggja allar
sannanir, nema höfuðið. Það fór
hrollur um mig, þegar mér datt
í hug að það mætti einnig líta á
mig sem sönnunargagn. Það var
engin leið að komast til skógar,
því að hinn risastóri Moumou
horfði slægðarlega á mig frá dyr
unum. klappaði pokanum undir
hendi sér og hélt á rakhnífnum
á hinni. Um leið og eldurinn gaus
út úr arninum, eftir benzínslóð
inni, flýttum við okkur út úr kof
anum stóðum og horfðum á eld-
inn úr skjóli við vörubílinn.
Lucien hvislaði aftur að Moumou
og sagði síðan:
„Komdu þér inn aftur í, ros-
bif“.
Þegar ég skreiddist upp, komu
Dédé og Moumou á eftir. Aftur
kom sá stóri sér fyrir með ann
an fótinn á afturfjölinni og með
aðra höndina í vasanum, og ég
vissi að þeir ætluðu að myrða
mig.
Lucien fór fram í, klifraði inn
í við hlið Benoit, en áður en
hann hafði komið sér fyrir, leit
ég í gegnum glerið og sá Benoit
horfa á mig í ökuspeglinum.
Hann myndaði: „Taktu eftir
mér‘,‘ með vörunum, er við hoss
uðumst aftur á stað eftjr stígn
um, hafði ég augun á litla spegl
inum yfir höfði Bneoit. Eg vissi
að hann mundi hjálpa mér, ef
það væri mögulegt, því að hon-
um var sama nú. Líf hans var
gjörsamlega tómt, er hann hafði
ekki lengur hefndina og hinn elsk
aðað Bugatti sinn til að lifa fyrir.
Hann átti þeim talsvert grátt að
gjalda fyrjr að eyðileggja ein-
asta draum sinn, Hann skuldaði
þeim fyrir Bugatti-bílinn.
Við vorum komin hálfa leið til
vegarins, þegar ég sá Benoit búa
sig undir. Eg leit snögglega aftur
eftir bílnum til að gera mér grein
fyrir, hvar ég væri. Eg sá daufan
glampann frá brennandi kofan
um og beint yfir honm sá ég
Aquila. En beggja megin við
hvítan stíginn voru svört súlna-
göng skógarins. Við fórum fram
hjá stórum, hávöxnum aski og ég
sá merki um göngustíg eða svína
slóð í norðurátt. Það var leiðin.
Eg leit aftur í ökuspegilinn,
Benoit hallaði sér yfir til
Lucien og bað um vindling.
Lucien fálmaði í vasa sína og
skýldi loganum með hendinni.
Benoit kinkaði nú kolli og lagði
hart í borð til vinstri. Bíllinn
kastaðist til og hristist, er vélar
húsið rakst á tré. Dédé æpti og
Lucien bölvaði, Moumou kast
aðist á gólf bílsins, og ég .stökk
yfir hann, hentist yfir afturfjöl
ina og stakkst á höfuðið niður í
volgan sandinn. Eg brölti á fæt
ur og byrjaði að hlaupa. Eg
heyrði Benoit kalla: ,,Áfram“,
síðan hvarf rödd hans í skræku
sársaukaópi. Eg heyrði fótatak
á sandinum fyrir aftan mig og
vissi, að ég var séður og eltur.
Eg fór yfir á grasröndina til
að halda mér í skugganum, hélt
höfðinu hátt og leitaði að háa
askinum, hljóp hratt, en heyrði
stöðugt fótatak eftirleitarmann-
anna. Eg gat hlaupið hraðar, ég
var í betri þjálfun og ég hafði
100 metra forskot. Það var allt
og sUmt. Eg sá askinn, beinan
og háan eins og mastur og hent
ist upp stíginn til norðurs. Grein
arnar slógust í höfuð mitt og ég
sá ekki leiðina, en svörðurinn var
mjúkur og fjaðurmagnaður undir
fótum mér, og ég hljóp léttilega
með löngum skrefum. Eg heyrði
köll frá veginum, er þeir rifust
um hvaða leið ég hefði farið. Eg
heyrði braka í runnunum, þeg
ar einhver elti mig inn í skóg-
inn. NokkrUm sekúndum síðar
heyrðist bíllinn halda til aðal-
vegarins. Eg ályktaði, að úr því
Benoit hafði verið komið fyrir
kattarnef, og einn þeirra ók bíln
um, þá gætu aðeins tveir verið
á eftir mér. Lucien mundi senni-
lega vilja halda sig við bílinn.
Þá var það Moumou, og hann var
Skáldið og mamma litla
1) Þú skalt ekki ímynda þér, að
við látum bjóða okkur allt sjón-
varpsefni. Við erum mjög kröfuhörð
og hlustum ekki á neitt fánýtt þvað-
ur.
2) Já, það er ekki nema vika síð-
an við lokuðum . . .
3) ... fyrir endurtekið efni —
sem við vorum búin að sjá áður.
— Ég get sagt þér það Lydialað reyna að ná sér niðri á mér j inga! Og ef ég nokkurntíma næ I þá skal ég brjóta í honum hvert
að sá sem rændi King litla er .... eða þá að hann vill fá pen- ^ til hans .... og það geri ég .... ‘ bein, því lofa ég
sá sem ég óttaðist mest, og Dédé
litli, sem voru á hælum mér.
Þejr ráku mig í áttina að veg
inum, einmitt að staðnum þar
sem við höfðum farið ofan í ána
við girðinguna, nóttina sem við
svipuðumst um. aÞr ætlaði Luci-
en að ná mér á veginum og aka
á mig, nema ég gæti komizt yfir
áður en hann kæmi. Þeir virtust
koma nær og ég píndi mig tjl að
hlaupa æ hraðar.
Eg kom út úr skóginum við
veginn um leið og bíllinn kom
fyrir beygjuna 200 metrum til
vinstrj við mig. Moumou æpti
fyrir aftan mig um leið ég hljóp
til vegarins til að komast suður
að gatinu við engið. Bíllinn jók
'ferðina, skugginn af mér hljóp
stór og hræddur á undan mér, 10
metrar, 5 metrar og vélarhljóðið
drundi í eyrum mér. Skyndilega
sá ég gatið og hentist þar í gegn
um leið og bíllinn þaut fram hjá
Það hvein í hjólbörðum, þegar
Lucien stanzaði. Enginn tími var
til þess að gera neina áætlun.
Eg stefndi beint á ána. Eg sagði
við sjálfan mig að eini öruggi
staðurinn væri innan við girðing
una, í vatninu. Moumou gat ekki
elt mig, Lucien mundj hika, að
eins Dédé var betri sundmaður
en ég. Eg var kominn í gegnum
gatið áður en ég mundi eftir
froskmannabúningunum, sem í
bílnum voru. Dédé mundi geta
synt hringinn í kringum mig.
Með útbúnaðinum gat hann synt
eins og otur, en ég hafði ekki
neitt.
Sllltvarpio
Föstudagur 3. marz
Miðvikudagur 1. marz
8.00 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morg
unleikfimi — 8.15 Tónleikar —
8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar —
9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tónleik-
ar — 10.00 Veðurfregnir.
12.00 Hádegisútvarp.
(12.25 Fréttir og tilkynningar).
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
13.25 „Við vinnuna": Tónleikar.
15.00 Miðdegisútvarp. (Fréttir. — 15.05
Tónleikar. — 16.00 Fréttir, veð-
urfr. og tilk. — 16.05 Tónleikar).
18.00 Börnin heimsækja framandi þjóð
ir: Guðmundur M. Þorláksson
lýsir baráttu við ís og auðnir.
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Þingfréttir. — Tónleikar.
19.30 Fréttir.
20.05 Efst á baugi (Tómas Karlsson og
Björgvin Guðmundsson).
20.30 Tónleikar: Björn Olafsson leikur
á fiðlu. Við píanóið: Fritz Weiss-
happel.
a) Melodie eftir Gluck-Kreisler.
b) Siciliana eftir Geminiani-
Busch.
c) Tilbrigði eftir Tartini-Kreisler
um stef eftir Corelli.
d) Perpetuum Mobile eftir Nov
ácek.
20.45 Erindi: Margs er að minnast á
degi Jóns biskups helga (Séra
Jón Kr. Isfeld).
21.15 Tónleikar: Lítil „Abraxas“-svíta
eftir Werner Egk (Sinfóníuhljóm
sveit útvarpsins í Berlín leikur;
Ferenc Fricsay stjórnar).
21.30 Utvarpssagan: „Blítt lætur ver-
öldin“ eftir Guðmund G. Hagalín;
(Höfundur les).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Passíusálmar.
22.20 „Saga úr vesturbænum": tJt-
dráttur úr söngleiknum „West
Side Story“ eftir Leonard Bern-
stein (Bandarískir listamenn
menn flytja undir stjórn Max
Gobermans. — Guðmundur Jóns-
son flytur skýringar).
23.20 Dagskrárlolf.
Laugardagur 4. marz
8.00 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morg
unleikfimi —- 8.15 Tónleikar —
8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar —
9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tónleik*
ar — 10.00 Veðurfregnir.
12.00 Hádegisútvarp. (Tónleikar. —
12.25 Fréttir og tilk.).
12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig-
urjónsdóttir).
14.30 Laugardagslögin — (15.00 Fréttir)
15.20 Skákþáttur (Baldur Möller).
16.00 Fréttir og veðurfregnir.
16.05 Bridgeþáttur (Hallur Símonars.)
16.30 Danskennsla (Heiðar Astvalds-
son danskennari).
17.00 Lög unga fólksins (Þorkell Helga
son).
20.00 ,,Töífraboj|gin“: Michael Rabin
fiðluleikari og Hollywood
Bowl hljómsveitin leika
þekkt lög; Felix Slatkin
stjórnar.
20.20 Leikrit: „Haustmynd" eftir N,
C. Hunter, í þýðingu Jóng
Einars Jakobssonar. — Leik-
stjóri: Helgi Skúlason.
22.00 Fréttir og Veðurfregnir.
22.20 Danslög, þ. á. m. leikur hljóm*
sveit Svavars Gests úrslita*
lög nýju dansanna í síðustu
danslagakeppni SKT.
Söngvarar: Elly Vilhjálms og
Ragnar Bjarnason,
24.00 Dagskrárlok.