Morgunblaðið - 03.03.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.03.1961, Blaðsíða 22
22 MORGI’IVBTAÐIÐ Föstudagur 3. marz 1961 Sviss komst 3 mörk yfir, en einbeittni færði Islandi sigur LEIKUR Svisslendinga og íslendinga í gærkvöldi var geysi- spennandi. íslenzka liðið náði sér nú vel á strik og átti mun betri leik en þegar það' mætti Dönum í fyrrakvöld. Hjalti Einarsson markvörður var hetja dagsins og varði hin ótrú- legustu skot af öryggi og leikni, svo að undir tók í salnum, er áhorfendur lýstu hrifni sinni. Fréttamaður Mbl. á staðnum segir svo frá í skeyti. íslenzka liðið skoraði tvö fyrstu mörk leiksins. Kristján Stef. það fyrsta en ekki leið á löngu áður en Svisslendingar höfðu jafnað. Skiptust liðin síðan á um að skora. Fyrri hálfleikur var rólega leikinn og tíðindalítill en alltaf spennandi og tvísýnn. í upphafi síðari hálfleiks komust Svisslendingar 3 mörk yfir. En þá náðu íslending- arnir sínum bezta leik- ,/lsland vinnur Frakka" M E Ð A L áhorfenda að leiknum var fyrirliði Dana Per Theilmann. — Hann kvaðst fyrirfram hafa ver- ið viss um sigur íslands. Talið barst að leik Dana og íslendinga og Theil- mann sagði, að mestu mis- tök íslenzka liðsins hefði verið of mikil sigurvissa flestra leikmanna. Theil- mann sagði að ísland ætti fimm skotmenn betri. en þann bezta er Danir ættu. Theilmann sagði að hann teldi að ísland myndi sigra Frakka í framhalds- keppninni. kafla og með mjög falleg- um leik og góðu samspili, krafti og sigurvilja, tókst þeim að jafna leikinn. Þar af skoraði Gunnlaugur ör- ugglega úr tveim vítaköst- •Á Grófir og ólöglegir. Svisslendingarnir urðu gróf- ari og harðari er á leið og mjög ólöglegir. Við frábsera frammi- stöðu Hjalta í markinu og á- kveðni leikmanna yfirleitt, bug uðust þeir brátt og íslendingarn ir náðu frumkvæðj í leiknum og sigurinn blasti við. Bezta leik fslendinga áttu Gunnlaugur og Karl Jóhanns son svo og Ragnar Jónsson. Aðrir leikmenn voru jafnir. En að öllum vallarleikmönn- um liðsins ólöstuðum ber h Hjalti markvörður langt af. Sigur fslands má fyrst og fremst þakka honum — þó hann hefði aldrei unnizt án hinna. Eitt sinn í leiknum — á kritisku augnabliki — vann Hjalti það frábæra afrek að verja vítakast sem Lehman framkvæmdi Framh. á bls. 23 íslendingum hælt fyrir keppn isvilja — víttir fyrir skapofsa Leikurinn vib Dani liktist á köflum áflogum ÍSLAND fær mikið rúm á íþróttasíðum dönsku blað- anna í gær. Kennir þar bæði lofs og lasts. — Fréttamenn blaðanna í Þýzkalandi lofa íslenzka Iiðið fyrir baráttu- vilja og fyrir ágætan leik Fram- haldiö EFTIR úrslitin í Wiesbaden í gærkvöldi má reikna með að ísland haldi áfram og í milli- riðli verða þeir í A-riðli með Svíþjóð, Tékkóslóvakíu og Frakklandi. Eini möguleikinn til þess að ísland verði ekki áfram í keppninni er að Sviss vinni Dani á föstudagskvöld. í B-riðli lokaúrslita verða Þýzkaland, Danmörk, Noregui og Rúmenía. Næstu leikir íslands í keppn inni verða þá 9. marz í Stuttgart gegn Tékkum. 7. marz í Essen gegn Svíum. 9. marz í Homberg gegn Frökkum. Ef dæma má að líkum má ætla að fsJV.ndi auðnist að; vinna sigur yfir Frökkum. Fari svo mun ísland keppa um 5 sætið í keppninni. Verði fs- lendigar hins vegar neðstir í riðli, keppa þeir um 7. sæt- ið við það lið er neðst verður í B-riðlinum. þess á köflum. Fær liðið í heild lof fyrir fyrri hálfleik og upphaf síðari hálfleiks og margir virða liðinu það til lofs hve vel því tókst að út- færa leik sinn við óvenjuleg- ar og sjaldgæfar aðstæður, þar sem er stóri völlurinn. En öll koma blöðin að því að liðsmenn hafi sýnt óvenju- legan skapofsa. Þeir hafi sum- ir hverjir steytt hnefana að dönsku leikmönnunum. Og dönsku hlöðin álasa sínum mönnum fyrir að Iá(ta þennan skapofsa ísl. leikmannanna setja svip á leikinn — þ.e. að Danir skildu gleyma „að leika leikinn“ en dragast út í slags- málin og stympingarnar. Um leikinn sjálfan segir í- þróttaritstjóri Berlingske Tid- ende m.a.: fslendingar uppstökkir Við urðum fyrir vonbrigðum með íslenzka liðið, sérstaklega með tilliti til framkomu þess á leikvelli, þeir urðu fljótt reiðir og um leið óvinsælir meðal á- horfenda, sérstaklega var þetta áberandi hjá einum sóknarleik- manni íslendinga — og ef hann hefði slegið jafn oft og hann steytti hnefana, hefðu Danirnir sjálfsagt allir legið í valnum að leikslokum. Það bezta hjá danska liðinu, auk hinnar frábæru frammistöðu markmannsins, var vörnin. Sama blað hefur þetta eftir ísl. aðalfararstjóranum: — Við höfðum heyrt mikið um það að Danir ættu ekki langskytt ur. Þess vegna þéttum við öftustu vörnina til að reyna að eyðileggja línuspil Dana. En Jörgen Hansen kom á óvart með langskot — skor aði eitt markið af öðru. Þá urðum við að skipta um leikaðferð. Við fórum á móti Hansen, en það varð til þess að línuspilarar Dana fengu aukið svigrúm — og náðu svo góðum árangri í síðari hálf- leik. Hansen vann því leikinn fyr- ir Dani þó enginn okkar gleymi Gelvad í markinu, sem er „undramaður“. Tvlvegis í leiknum hafði ís- land yfir. fslendingar skoruðu fyrsta markið og er 13 mín voru af leik náðu þeir forskoti 3:2. í upphafi síðari hálfleiks stóð 9:7 og íslendingar voru í sókn. En langskotsmark Max Nielsen á heppilegu augnabliki bjargaði Dönum — og braut íslendingana að verulegu leyti þó þeir þeir misstu aldrei móðinn. Og þá gaus upp reiðin hjá fs- lendingum segir Berlingske Tid- ende. Þeir æstust.við þétt návígi við Dani og oft lá nærri að dóm- arinn vísaði íslendingum af velli, leikmönnum sem ógnuðu dönska leikmönnunum. MYND þessi er frá leik Dana og íslendinga í fyrradag. Hún sýnir Ole Raundahl óvald- aðann á línu með sendingu frá Per Theilmann. Raundahl skor aði örugglega. Á minni myndinnl er hinn frábæri markvörður Dana Genvad að verja eitt af skot- um íslendinga. Síðustu mínúturnar var þaS helzta skemmtun fóiksins að sjá leikmenn frændþjóðanna, sem rnenn héldu að væru vinir velta hvorir öðrum. Þreyta sótti á bæði lið. Leikurinn verður ekki minnis stæður fyrir annað en að á löng- um köflum minnti hann meira á slagsmál. ★ POLITIKEN seglr, að það hafi verið Karl Jóhannsson sem var sífellt með hnefana á loftí. Einkum vakti framkoma hans við danska markvörðinn reiði. Skapofsi hans skemmúi leikinn — og til sliks skapofsa var engin ástæða þar sem Dan- ir höfðu þegar unnið örugg. an sigur, segir Politiken. ☆ Per Theilmann hinn kunnl danski handknattleiksmaður lék 75. landsleik sinn gegn ís lendingum. Hann sagði eftir leikinn við Berlingske Tid- ende: „íslendingarnir voru að mínu áliti alltof grófir og harðir. Oft má kalla leikinn slagsmál. í fyrri hálfleik gáf um við eftir en í þeim síðari guldum við í sömu mynt. Fyrirliði íslendinga sagði: Sigur Dana var réttlátur —- kannske heldur stór. Við vor um undir það búnir að tapa, en ég tel okkur hafa sýnt eins góðan leik og vænta mátti af okkur. _ Sviss sterkara en Frakkland? f JANÚAR sl. léku Sviss og Frakkland landsleik í hand. knattleik, sem fór fram í St, Gallen í Sviss. Þá vann Sviss 13:11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.