Morgunblaðið - 03.03.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.03.1961, Blaðsíða 12
12 MORGUNVLAÐIB Fðstuda,gur 3. marz 1961 Utg.: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sígfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalotræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. RÖDD ÍSLENZKRA VARÐ - SKIPSMANNA UMMÆLI Eiríks Kristófers- sonar, skipherra á Óðni í viðtali við Morgunblaðið í gær um lausn fiskveiðideil- unnar við Breta hljóta að vekja sérstaka athygli. Hann komst þar m.a. að orði á þessa leið: „Mér finnst sigurinn meiri en ég hafði látið mig dréyma um, og ég tel tilslakanir okk ar smávægilegar á móti því, sem hefur unnizt“; Þetta sagði reyndasti skip- stjóri íslenzku varðskipanna, sem er allra manna kunnug- astur íslenzkum landhelgis- málum og hefur marga hildi háð við brezku herskipin meðan þau héldu uppi of- beldisaðgerðum gagnvart ís- lendingum við strendur lands ins. Þessi þaulreyndi sjó- maður lýsir yfir gleði sinni með það, að hin hatramma deila hafi nú verið til lykta leidd. Jafnframt fagnar hann útfærslu grunnlínanna og telur að allt sé samkomulag- ið mjög hagkvæmt. Þegar fréttamaður Morgun blaðsins spyr skipherrann um álit hans á ákvæðinu um al- þjóðadómstólinn, kemst Ei- ríkur Kristófersson að orði á þessa leið: „Ég sé ekkert athugavert við það ákvæði. Öll réttar- ríki gangast undir svipaðar skuldbindingar. Mér finnst sjálfsagður hlutur að við reynum ekki að skerast úr leik, þegar halda á uppi lög- um og reglu í heiminum. Eða til hvers erum við að undirskrifa alla þessa sátt- mála þess efnis, að við vilj- um hlíta alþjóðalögum?“ Þessi orð hins reynda skip- herra bera vott því raunsæi, sem mótar hugsun og athöfn sjómannsins. í baráttu sinni fyrir vernd fiskimiðanna hafa Islendingar aldrei talið sig brjóta í bága við alþjóðalög. Það er heldur ekki áform þeirra að gera það, enda þótt þeir séu þess alráðnir að halda áfram baráttunni fyr- ir vernd fiskimiða land- grunnsins og hagnýtingu þeirra, fyrst og fremst í þágu íslenzku þjóðarinnar. Reynslan hefur líka sýnt að þróunin hefur verið okkur íslendingum í vil í þessum málum. Fyrstu aðgerðir okk- ar til útfærslu fiskveiðitak- markanna voru byggðar á niðurstöðum Haagdómstóls- ins í deilu Norðmanna og Breta. I framhaldi af þeirri ráðstöfun komu aðrar, sem nú hefur tekizt að afla mik- ilsverðrar viðurkenningar á og stíga jafnframt stór spor til frekari útfærslu. Þróunin í landhelgismálun um mun halda áfram. Öllum heiminum er að verða það ljóst, að hin skefjalausa rán- yrkja tilheyrir fortíðinni. Þjójðirnar verða að taka 'höndum saman um verndun fiskistofnanna til þess að geta hagnýtt fiskimiðin og tryggt fólki veraldarinnar í framtíðinni þau hollu og nauðsynlegu matvæli, sem dregin eru úr skauti hafsins. Öll íslenzka þjóðin hlustar á rödd hinna íslenzku varð- skipsmanna, ekki síður nú, þegar sigur hefur verfð unn- inn í fiskveiðideilunni við Breta heldur en á meðan átökin stóðu sem hæst. Þá dvaldi hugur allra íslendinga með hinum óvopnuðu ís- lenzku varðskipsmönnum, sem stóðu frammi fyrir fall- byssukjöftum ofbeldisins. í þessari deilu hefur vopnleys- ið sigrað. Þeirri staðreynd ættu allir íslendingar að geta fagnað. DENNIS WELCH OG VINIR HANS MAÐUR er nefndur Dennis Welch. Hann er formað- ur félags yfirmanna á tog- urum í Grimsby. Þessi mað- ur hefur verið einn af harð- snúnustu andstæðingum ís- lendinga í deilunni um fisk- veiðitakmörkin. Hefur íslend ingum oft fundizt að orð hans og framkoma mótuðust af mikilli ósanngirni og ó- vild í þeirra garð. En auð- vitað hefur þessi talsma&ur yfirmanna á brezkum togur- um fyrst og fremst miðað afstöðu sína og athafnir við sína eigin hagsmuni og sinna manna. Þegar þessum harðskeytta andstæðingi okkar íslendinga var skýrt frá því af frétta- manni Morgunblaðsins, að stjórnarandstaðan á íslandi gagnrýndi mjög samkomulag ið, sem gert hefur verið við brezku stjórnina um lausn fiskveiðideilunnar varð hon- um að orði: „Nú, Bretar eiga þá ein- hverja vini eftir á íslandi“! Dennis Welch kom ekki annað til hugar en að þeir íslendingar, sem gagnrýndu samkomulagið, teldu það vera-Bretum of óhagkvæmt. Það hvarflaði ekki að hon- um, að þeir íslendingar væru til, sem héldu því fram í alvöru að samkomulagið væri „svik“ við íslenzku þjóðina. Leiðtogar Framsóknar- flokksins og kommúnista- flokksins, sem nú standa saman í nánu bandalagi, vilja ef til vill ekki láta kalla sig vini Dennis Welch. Fram hjá þeirri staðreynd verður þó ekki gengið, að þeir mundu gera hönum mikinn vinar- greiða, ef þeir kæmu fram þeim vilja sínum, að Alþingi felldi tillögur ríkisstjórnar- innar um laúsn fiskveiðideil- unnar. Þá mundi ófriðurinn halda áfram á íslandsmiðum, þá myndu menn Dennis Welch fiska að nýju upp að 3ja mílna mörkunum undir herskipavernd. Og þá mundi Dennis Welch verða vinum sínum í Framsóknarflokkn- um og kommúnistaflokknum innilega þakklátur. En sem betur fer fær hann áreiðan- lega aldrei tækifæri til þess að þakka þeim slíkan greiða. VINNUFRIÐUR í EYJUM VERKFÖLLUNUM í Eyjum er nú loks lokið. Er fyllsta ástæða til þess að fagna því að vinnufriður hef ur á ný skapazt í þessu þrótt- mesta sjávarútvegsbyggðar- lagi landsins. Mikið tjón hef- ur orðið af þessum verkföll- um. Bæði atvinnutækin og verkamenn og sjómenn í Vesímannaeyjum hafa orðið fyrir þungu áfalli. Það er kommúnistaflokkur inn á íslandi og bándamenn hans í Framsóknarflokknum, sem bera ábyrgð á þessu tjóni. Þetta voru pólitísk verkföll. Þau voru ekki háð fyrir bættum hag verkalýðs- ins í Vestmannaeyjum. Nið- urstaða þeirra varð einnig sú, að það bráðabirgðasam- komulag, sem gert hefur ver- ið um kaup og kjör færir verkalýðnum engar teljandi hækkanir. Samið var að lok- um um lélegri kjör en voru boðin í upphafi. Verð- ur varla sagt að þar hafi verið vel á málum haldið. En Vestmannaeyingar hafa misst af stórum hluta vetrarvertíðarinnar. Vonandi aflast vel það sem eftir er vertíðar, þannig að heildar- afkoman verði sæmileg. En þessi verkföll í Vestmanna- eyjum hafa sýnt og sannað það greinilega, að íslending- ar verða að freista nýrra leiða til þess að tryggja sætt ir vinnu og fjármagns, og hindra það að úreltar bar- áttuaðferðir valdi einstökum stéttum og þjóðfélaginu í heild stórkostlegu tjóni. Teikningf þessi birtist í Dagens Nyheter í Stokkhólmi 27. febr. sl. með eftirfarandi skýringum: A-Ioftnet, B-hita- mælitæki, C-sóIrafhleðsIur, D-loftnet, E-tæki til staðar- ákvörðunar eftir stjörnum, F-loftnet, C-geimagnamælir, H-segulmagnsmælir, J-tæki til staðarákvörðunar miðað vii jörð. — Venusskipið F Y R S T A myndin hefur nú verið birt af Venusskip inu, sem Rússar skutu á braut úr geimfari 12. febr. sl. — Myndin birtist sl. sunnudag í flokksblaðinu Pravda, og er hér endur- prentuð úr Dagens Nyhet- er í Stokkhólmi. Myndin sýnir Venusskipið með undirstöðum. I grein, sem fylgdi mynd inni, skýrir Pravda frá því að fjöldi sérstaklega útbúinna rússneskra skipa hafi verið sendur út á öll heimsins höf til að taka á móti upplýsingum frá skip inu á leið þess til Venus- ar. Fæst þarna skýring á dvöl rússneskra skipa á Atlantshafi og Kyrrahafi, sem vakið hefur nokkurt umtal bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þetta er fyrsta opinbera tilkynning in um verkefni skipanna og hafa nöfn þeirra og staðsetning ekki verið gef- in upp. LANGT f LAND Pravda telur að talsverð- ur dráttur verði á því að Bandaríkjamenn skjóti eld- flaug til Venusar. Samkvæmt upplýsingum blaðsins er af- staða hnattanna þannig að ekki er hagstætt að skjóta eldflaug til Venusar nema einu sinni á nítján mánuðum og sá tími er nú einmitt ný- liðinn. Pravda segir að Venusskip- inu hafi verið skotið lárétt frá geimskipi á braut um- hverfis jörðu og hafi það verið gert til að draga úr að- dráttarafli jarðarinnar. Skip- ið fer fram hjá Venusi og heldur áfram umhverfis sólu, sem þýðir að skipið mun aft- ur komast í námunda við jörðina síðar. GEIMR ADf ÓMIÐ STÖÐ Skipið mun fara .fram hjá Venusi 19.—20. maí og vera þá í 105.000 km fjarlægð frá stjörnunni. Venus verður þá í um 75 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu. Pravda tekur það fram að ýmsar breytingar geti átt sér stað á Framh. á bls. 14. •• •. Fyrsta myndin af Venusskipinu rússneska.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.