Morgunblaðið - 08.03.1961, Side 3

Morgunblaðið - 08.03.1961, Side 3
Miðvik’udagur 8. marz 1961 MORGVNRLAÐIÐ 3 Drottningin grætur oft ÞAÐ er á almannavitorði austur í Persíu, að hin unga drottning landsins, grætur o£t um þessar mundir. Hún hefur stund- um komið fram með grát- bólgið andlitið og sorg- mæddan svip. í þau fáu skipti sem hún sést með keisaranum, manni sínum, skiptast þau nú aðeins á fáeinum orðum, ekki vott- ar fyrir brosi í andlitum þeirra, þvert á móti virð- ist svipurinn sýna gagn- kvæma tortryggni, harm og leiða. Hvernig er þetta mögu- legt, að tár skuli hrynja og sorgarskuggar skuli falla í lífi þessarar ungu drottningar, sem veitti manni sínum og þjóð, það sem lengst var beðið eftir, sveinbarn — ríkiserfíngja? ★ Einskis metin eftir á. ÞaS ety vart liðnir fjórir mánuðir síðan þær hamingju fréttir bárust út um víða ver öld, að Persíu-keisari hefði nú loksins eignast son. Öll Persía var í uppnámi af fagnaðarlát um. Og móðirin lýsti óendan legri hamingju sinni. Nú er allt breytt. — Nú herma öruggar fregnir frá konungshöllinni, að Farah Dibha hafi mælt eftirfarandi orð: „Eg heif gefið Persíu ríkiserfingja, — eftirá er ég einskis metin og fæ ekki einu sinni að hafa barnið hjá mér“. Franskur blaðamaður átti nýlega tal við móður drottn ingarinnar í Teheran. Konan var óvenjulega hreinskilin að þessu sinni. Hún sagði: „Það er alveg rétt, að dóttir mín er niðurdregin og áhyggju- fullV ★ Krýningu aflýst. Ástæðurnar fyrir hryggð drottningarinnar eru marg- þættar. Hún er vonsvikin vegna þess kulda sem keisar inn hefur sýnt henni eftir að draumurinn hafði uppfyllzt og barnið fæðzt. Hún hafði treyst því að ef henni fæddist son ur mundi virðing hennar fara vaxandi og hún yrði krýnd drottning Persíu við virðulega athöfn í Persepolis, að við- stöddum þjóðhöfðingjum og forustumönnum ótal ríkja. En nú segir keisarinn: — Eg er orðin of gamall til að láta krýna mig. Eg hef stjórn að Persíu í tuttugu ár og þá er orðið hlægilegt að láta krýna sig. ■jc Keisarinn upptekinn. Keisarinn hafði einnig heit ið hinni ungu drottningu sinni, að fara með henni í skemmtiferð til Evrópu, og þá fyrst og fremst til Parísar. Það hefur verið draumur henn ar að heimsækja gamlar slóð ir í París, heilsa upp á gamla félaga. En nú segir keisarinn. — Eg má ekki vera að því. Það er svo mikið að gera heima í Persíu, vandamálin mörg. Víst eru vandamáiin mörg í landi hans. Vaxandi óánægja meðal almennings vegna keis arastjórnarinnar, óeirðir stúdenta í Teheran vegna kosn inga, sem sagðar eru falsaðar. Samsæri og urgur í fólkinu. Þó dettur engum í hug, að keisarinn hefði hikað við að fara í skemmtiferð til Evrópu ef samfylgdarmaðurinn hefði verið önnur kona, — fyrrver andi drottning hans Soraya. Þar er kjarni alls vandamáls ins. Það er s-agt að Persakeis ari elski enn fyrri drottningu sína, sem hann varð að skilja við, vegna þess, að hún gat ekki fætt börn. Hún var vissu lega og er enn mjög glæsileg kona, — virðulegri og þrosk aðri en sú kornunga stúlka, sem nú skipar drottningarsæt ið. Á mótorhjóli. Farah Dibha er allt öðru visi en hin fyrri drottning. Hún er aðeins 22 ára og þó hún sé falleg er hún fremur barnaleg í framkomu og vant ar þann glæsibrag, sem ein- kenndi Sorayu. Fyrst í stað virtist sem keisarinn hefði fellt sig við hana. Hann ferð aðist með henni víða um Persíu. Hún bjó sig í búning skátastúlku og þau óku á mótorhjóli um stræti Teheran. Þau virtust geta leikið sér þannig saman eins og krakk ar, en keisarinn sem er um tuttugu árum eldri en hún varð fljótt leiður á þessu. Þeg ar Farah Dibah hafði unnið sitt gagn, hafði hann ekki á- huga á henni lengur. Þá rifj uðust aftur upp endurminning arnar um Sorayu. Farah Dibah hefur breyzt. Hún reynir nú að gera sig fullorðinslegri. Hún hefur breytt hárgreiðslunni til þess að gera sig frúarlegri og hún notar andlitsfarða eins og mið 1 aldra kona. En allt kemur fyr ' ir ekki. Keisarinn er upptek , inn af vandamálum rikisins. Og tárin bleikja farðann á vöngunum. | Farah Diba Fjölbreyttur kabarett til ágóða fyrir kaup á gerfinýra FYRIR tveimur árum var stofn. aður minningarsjóður um Pál heitinn Arnljótsson framreiðslu- mann í Nausti og skyldi sjóðn- um varið til kaupa á gerfinýra. Sjóður þessi nemur nú orðið 70 þúsund krónum og vantar því ekki nema herzlumuninn til þess að hægt sé að kaupa þetta tæki, sem mui kosta 80—100 þúsund krónur. Má því segja að ekki standi á neinu með að gerfinýrað fáist hingað til lands. Landsspítalinn mun þó ekki enn geta veitt taekinu móttöku sak- ir húsnæðisleysis. Þeir, sem að minningarsjóði Páls Arnljótssonar standa hafa ákveðið að efna til kabarett- skemmtunar til ágóða fyrir sjóð- inn og verður hún haldinn í Aust urbæjarbiói, laugardaginn 11. marz og hefst kl. 3:00. Allir þeir listamenn, sem þar koma fram gefa vinnu sína til þessa þarfa málefnis. Kabarett þessi verður hinn fjölbreyttasti sem hér hefir verið haldinn lengi og munu m. a. þessir lista menn koma fram: Ævar Kvaran mun stjórna Kabarettinum, Baldur Georgs flytur gamanþátt, Bryndís Schram sýnir Listdans, Kristín Einarsdóttir akróbatik, Emelía Jónasdóttir og Áróra Halldórs- dóttir flytja leikþátt, Gestur Þor grímsson gamanþátt. Þá munu Nausttríóið, hljómsveitir Björns R. Einarssonar,og Karls Liellien- dahls og Kristjáns Magnússonar skemmta. Með hljómsveitunum munu syngja m. a. Ragnar Bjarnason, Valerine Shane, Haukur Mortens, Sigrún Ragn- arsdóttir, Ellý Vilhjálms og María Owen. Þá mun Árni Jónsson óperu- söngvari syngja ásamt eftirfar- andi söngvurum, sem allir eru Reykvíkingum góðkunnir: Sigur veig Hjaltested, Snæbjörg Snæ- bjarnar, Guðmundur Guðjóns- son, Hjálmar Kjartansson og Gunnar Kristinsson, undirleik annast Fritz Weisshappel. Sala aðgöngumiða verður í Austurbæjarbíói á fimmtudag, föstudag og laugardag á venju- legum miðasölutíma. Þá má auk þess panta miða í Nausti, simi 17758. Forráðamenn sjóðsins vil5a hvetja alla Reykvíkinga til þess að ljá góðu málefnj lið með því að sækja þessa fjölbreyttu skemmtun. Báturinn dreginn til hafnar STYKKISHÓLMI, 6. marz: — Þegar mb. Sæborg frá Hellis- sandi var að veiðum fyrir sunn an Jökul, aðfaranótt laugardags- ins vildi það óhapp til, að stýrið brotnaði. Varð báturinn að kalla á hjálp. Varðbáturinn Gautur var nærstaddur og kom bátn- um til aðstoðar. Dró Garðbátur- inn Sæborgu hingað til Stykkis- hólms en hér fór fram viðgerð á bátnum. Er gert ráð fyrir að báturinn geti aftur farið á sjó á morgun. — Árni. STAKSHIMR Lúðvík og sannleiksástin Lítið hefur farið fyrir því, að menn töluðu um þá í einu orði sannleikann og Lúðvík Jósef*- son, a. m. k. ekki Austfirðingar. Menn kipptu sér þvi ekki mikið upp við það, þegar Lúðvík var f útvarpsumræðunum að reyna að sanna það, að Bretar viður- kenndu ekki 12 mílna fiskveiði- takmörkun. Skoðanabræðrum Lúðviks á Austurlandi þótti það þó mikill hvalreki, að hægt skyldi vera að deila um þetta atriði. Að visu hvarfla slíkar deilur í alvörm varla að noklkrum lagastúdent, hvað þá lögfræðingi, ef þeir á annað borð vilja hafa það, sem sannara reynist. Svo augljósa lagareglu er hér um að ræða. Einhverjir kynnu nú samt að hafa haldið, að Lúðvik hefði nú allt í einu fundið upp á því að segja sannleikann, en þá dynur ógæfan yfir. Lagadeild Háskól- ans tekur af allan vafa í þessu efni og ekki verður hún sökuð um hlutdrægni eða þá kunnáttu- leysi i þjóðarétti og lögfræði al- mennt. Hins vegar er sjálfsagt að leggja mállð út á “bezta veg fyrir Lúðvík og kenna um þekk- ingarleysi hans í þessu efni eins og svo mörgum öðrum. Símavændi Þjóðviljans Þjóðviljanum hefur að undan- förnu orðið mjög tíðrætt um simavændi. Hefur það verið uppá halds umræðuefni þessa mál- gagns heimskommúnismans. Engu hefur verið líkara en þessi nýstárlegi atvinnuvegur væri sá eini, sem íslenzkir kommúnistar létu sér verulega annt um. í Iðju- kosningunum töluðu kommúnist- ar þó nokkuð um annan atvinnu- veg, þ. e. a. s. verksmiðjuiðnað- inn og hag launþega í honum. Ekki eru kosningarnar þó fyrr um garð gengnar, en Magnús Kjartansson birtir i blaði sínu þá skýringu á niðurstöðu kosning- anna, að Iðjufólk sé mest megn. is skynsemissnauðir galgopac, sem láti stjórnast af einhvers- konar kynórum Þá er það mál af greitt og aftur hægt að taka til við umræðurnar um uppáhalds- atvinnuna, símavændið. „Þjófstart“ Kommúnistar hafa verið að reyna að verja það fyrir fylgj- endum sínum, hversu halloka þeir hafa farið í umræðunum um landhelgismálið. Fundu þeir það loks út, að ástæðan væri sú, að stjórnarliðar hefðu „þjófstartað". Morgunblaðið verður að hryggja Þjóðviljann á því, að skýra hon- um frá , að það fékk engar upp- lýsingar um þetta mál fyrr ea Þjóðviljinn. Það var klukkan tiu mínútur fyrir 5 fyrra mánudag, sem Morgunblaðið sótti sín göga út í Alþingi, nákvæmlega eins og gera verður ráð fyrir, að þeir Þjóðviljamenn hafi gert. En ef til vill eiga þeir þá við það með orðinu „þjófstart“, að Morgun- blaðið hafi í fyrstu umferð full- yrt meira en sannleikanum var samkvæmt. Nú liggur það hins. vegar fyrir, að Morgunblaðið get- ur í dag birt hvert orð, sem það sagði fyrstu daga umræðnanna, en hinsvegar hafa bæði stjórn- arandstöðublöðin, Tíminn og Þjóðviljinn, hopað úr einu „víg- inu“ í annað og hvergi stendur steinn yfir steini í málflutningi þerra. Hitt er svo allt annað mál, að Morgunblaðið getur vel viður- kennt að vígstaðan var ójöfn. Við höfðum hinn góða málstað, ' þeir hinn illa, eins og endra nær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.