Morgunblaðið - 08.03.1961, Page 8

Morgunblaðið - 08.03.1961, Page 8
8 _ MORGUNBLAfílÐ Miðvikudagur 8. marz 1961 Nýir landafundir Maðurinn hefur nú lagt alla jörðina undir sig og gert hana sér undirgefna. Hann leggur vegi og járnbrautir um eyði- merkurnar, býr sér hreiður í köldustu heimskautslöndunum, kannar hæstu fjallstinda og mestu hafdýpi. Varla er nokkur staður eftir á yfirborði jarðar, sem hann hefur ekki tyllt tánum á. Og þó eru að hefjast nýir stór kostlegir landkönnunartímar, kannski með meiri og merki- legri landafundum en nok'kru sinni fyrr. Er nú hamazt við að undibúa fyrstu ferðir mannsins út fyrir jörðina til annarra hnatta. Skáldsögur Jules Verne sem menn töldu hlægilega óra og ímyndandir fyrir hálfri öld eru að verða að veruleika, — og meira en það. Veruleikinn í dag yfirstígur jafnvel algerlega hið frjósama hygmyndaflug þessa gamla skáldsagnameistara. Nú er litið á það sem eðlilega framtíðaráætlun að fyrstu menn lendi á tunglinu innan fimm ára. ára. Gustur nýrrar aldar fer um heiminn. Því fylgja algerlega ný viðhorf, þegar þessi gamli jarðar hnöttur hættir að vera takmörk- un og fangelsi mannkynsins. Hann var hvort sem er að verða of lítill fyrir okkur, mun margur segja. Og menn spá því að öld nýrra landafunda munj fylgja aukin þekking og skilningur á til verunni, aukið framtak, áræði og bjartsýni. Geimkönnuðir tuttugustu ald- arinnar eru í alveg sömu sporum og Kolumbus, þegar hann sigldi úr höfn Sevilla og stefndi vestur yfir haf. í hug þeirra er óró’.eiki landkönnuðarins. >eir halda inn í óþekktan heim, sem getur búið yfir algerlega óþekktum gátum og hættum. Báðir þykjast þeir þó hafa sannprófað það vísindalega, að leiðin er fær. Auðvitað hafði Kolumbus á sínum tíma sann- færzt um það, af ýmsum mjög glöggum einkennum og sönnun- argögnum í náttúrunni, að jörð- in er hnöttótt. Það þúrfti að vísu dálítið hugmyndaflug til að koma auga á þessi sönnunargögn, en síðan eru þau alveg ugglaus. Eftir það þurfti þessi frægi land könnuður aðeins þrjú seglskip til þess að komast yfir hafið og nýir heimar opnuðust. Geimferðir tuttugustu aldar- innar eru þó á flestan hátt þessu ólíkar. Það merkilegasta við þær, er að með þeim er maður- inn að sigrast á þeim náttúru- lögmálum sem sterkust virðast og mest hafa haldið honum í skefjum. Það er ekkj lítið afrek að yfirvinna t. d. hið mikla að- dráttarafl jarðar, sem hefur áhrif á allt lif manna. Til þess þarf t.d. að ná svo miklum hraða, að það er .glveg á takmörkunum að mannslíkaminn þoli þá hraða- aukningu sem nauðsynleg er. íhugið aðeins það að hraði eld- flaugarinnar sem brýzt út fyrir aðdráttarsvið jarðar er meiri en hraði fallbyssukúlunnar og fáir myndu kjósa sér að sitja inn í fallbyssukúlu, þegar hún þýtur út úr byssukjaftinum. í lokuðu hylki Hásetinn á Santa Mariu, skipi Kolumbusar gat staðið út við lunninguna og andað að sér fersku sjávarloftinu og sólin skein vermandi yfir hann. Hér var sjómaðurinn í eSsinu sínu. Geimkönnuðir 20. aldarinnar þurfa hins vegar að ferðast óra_ víddir um lofttóm rúm, bæði súr efnislaus og þrýstingslaus. Þar er ekkert til sem heitir upp né nið- ur, engin þyngd til, flest ski'n- geimferðir Bandaríkjanna. Með slíkum eld, flaugum gátu þeir gert óverjandi árás á Bandaríkin, lagt borgir þeirra fyrirvaralaust í rústir með vetnissprengjum. Þess vegna var það fyrst og fremst sem Bandaríkjamönnum brá í brún. á næsta leiti ingarvit manna gagnslaus. Þeir þurfa að dveljast langtímum saman þar sem engar aðstæður eru fyrir mannlegt líf. Því þarf að loka þá inni í loftþáttum hylkjum og sjá þeim fyrir súr- efni, fæðu og hæfilegum loft- þrýstingi og hita. Útbúnaður geimkönnuða er svo flókinn og stórfelldur, að sýnt er að þetta er ekki verk- efni fyrir fáliðann. Smáþjóðirn- ar hafa alls ekkert bolmagn til að ryðja brautina, hversu djarfa, dugmikla og hugmyndaríka ein_ staklinga sem þær eiga. Nú sem stendur virðast aðeins tvö stór- veldi heims, Bandarikin og Rúss land þess umkomin að leggja fram það feikilega fjármagn sem sem til þarf og láta framkvæma þær fjölþættu vísindalegu undir búningsrannsóknir sem nauð- synlegar eru. ★ Undirbúningi geimferðanna er í höfuðatriðum skipt niður í tvo aðalþætti. Annað er að smiða hæfileg farartæki, eldflaugar Titan-flugskeytið sem Banda- ríkjamenn nota nú mest til geimrannsókna. sem séu nógu kraftmiklar til að yfirvinna aðdráttarafl jarðar og búin nauðsynlegum tækjum til að stýra þeim nákvæmt og ákveð ið til ákvörðunarstaðar, og þá helzt aftur til jarðar. Hinn þátturinn er engu síður víðtækur, þótt hann virðist ekki eins stórkostlegur við fyrstu sýn, — hann er að kanna allar að- stæður og gera manninum kleift út frá þeim athugunum að halda lífinu í geimsiglingum og á yfir borði annarra hnatta. ★ Fyrra þættinum hefur nú mið að mjög langt áleiðis. Það eru nú til margar tegundir eldflauga, sem geta hafið sig út úr aðdrátt- arsviði jarðar. Fjöldi gervitungia hefur þegar verið skotið á braut kringum jörðina með þessum eid flaugum og fáeinum skeytum algerlega út fyrir aðdráttarsvið jarðar, til tunglsins eða framhjá því í hringferil kringum sólina. Helzta nýjungin á þessu sviði er eldfiaug sú sem Rússar skutu ekki alls fyrir löngu í áttina til reikistjörnunnar Venusar og mun fara nálægt henni í maí nk.. jÍHrjf víghúnaðarins Það hefur flýtt ósegjanlega mikið þróuninni á þessu sviði, að eldflaugasmíðin hefur bland_ azt inn í vígbúnaðarmálin. Eg tel mjög vafasamt já útilokað að stórveldin hefðu lagt svo um_ svifalaust í þann gífurlega kostn að sem eldflaugasmíðin hefur heimtað, ef það hefði ekki snert öryggi þeirra. Þjóðverjinn von Braun, einn frægasti eldflaugasérfræðingur heimsins, sem fluttist til Banda- ríkjanna eftir stríðið, tók þá þegar að rita greinar í banda- rísk blöð um geimsiglingar. Hann sýndi mönnum fram á, að fæknilega var ekkert í veginum fyrir því að senda flugskeytj til tunglsins og annarra hnatta. En mörg ár liðu svo, að bandaiísk yfirvöld rums-kuðu ekki. Það var hlegið að tillögum Brauns, því að kostnaðaréællanirnar sem fyrgdu þeim voru svo risavaxnar, að þær virtust myndu gleypa um 20% af öllum ríkisútgjöldum Bandarikjanna ef farið væri út í þá sálma. En það er nú vitað að Rússar hikuðu ekki við að leggja út í þennan kostnað. Með eldflauga- smíðinni virðast þeir hafa séð hylla undir það að vonir komm- únismans um heimsyfirráð rætt- ust. Strax upp úr 1950 hófu þeir framkvæmdir til smíði risavax- inna og langdrægra flugskeyta, sem sem hægt væri að skjóta heimsálfanna milli. Auðvitað var þessum örvum beint fyrst og fremst gegn Bandaríkjunum, — síðan hefur viljað svo vel til, að þessar sömu eldflaugar voru einmitt hentugustu tækin til að skjóta gevitunglum á loft og senda skeyti út í geiminn. Bandaríkjamenn fóru að verða heldur órólegir, þegar þeir kom_ ust á snoðir um hinar miklu eld flaugatilraunir Rússa. Smám saman fóru þeir einnig að auka framkvæmdir á þessu sviði. Svo skall það reiðarslag yfir þá, að Rússar skutu á loft gervitugl- inu Spútnik I. Það var reiðar- slag fyrir metnað Bandaríkja- manna á vísindasviðinu, en það var þó fyrst og fremst reiðarslag fyrir þá á sviði varnarmálanna. Bandaríkjamönnum Þeir hafa nú sannarlega tekið við sér. Nú eiga Bandaríkjamenn einnig langdrægar eldflaugar, sem hafa jafnframt orðið lyfti_ stöng fyrir geimrannsóknirnar. Enn er sáralítið vitað um gerð hinna rússnesku eldflauga. í hin um bandarisku eldflaugatilraun- um liggur flest hins vegar opið fyrir. Þeir nota nú aðallega þrjár tegundir eldflauga, sem nefnast Atlas, Titan og Minuteman. Af þeim er Atlas-eldflaugin elzt og reyndust. Hún hefur þegar kom ið ótal litlum gervitunglum á loft. bregður í brún Þegar Spútnik I hófst á loft, höfðu Bandaríkjamenn verið um nokkurra mánaða skeið að reyna að skjóta á loft, mest af visinda- legum áhuga um 10 kg þungu gervitungli. Það var allra mesti þungi sem bezta eldflaug þeirra þá, hin svokallaða Vanguard gat borið nægilega út fyrir aðdrátt- arsviðið. Þessar tilraunir þeirra mistókust hvað eftir annað. En Spútnik I, var hvorki meira né minna en 4 tonn á þyngd. Það var þetta sem Bandaríkjamönn- um kom á óvart, og það var þessi staðreynd, sem fyllti þá slíkum ugg og örvæntingu að sjálfur forseti landsins hélt ótal skyndifundi kallaðí saman alla færustu vísindamenn á sviði eld flaugavisinda, óskaði eftir sér- stakri skyndi-fjárveitingu, og lét setja á fót nefndir og alveg sér_ stakt geimferðaráð sem skyldi taka öll þessi mál til ýtarlegrar athugunar. Hann sagði dr. Killan formanni ráðsins, að nú skyldi ekkert sparað, og enn bætti forsetinn við: — Ef ein- hver þröskuldur verður í vegi, þá skuluð þér koma beint. til mín og ég mun sjá um það með öllum ráðum, að þeim þröskuldi verði rutt úr vegi. Spútnikkinn fyrsti særði vissu lega þjóðernislegan og vísinda- legan metnað Bandaríkjamanna. Þeir höfðu ímyndað sér að þeir væru fremstir í vísindalegum rannsóknum á þessu 'sviði, t. d. höfðu þeir sent loftbelgi og litlar rannsókna-eldflaugar hærra upp en nokkrir aðrir. Allt í einu urðu þeir að viðurkenna að önnur þjóð var komin fram úr þeim og hafði nú hreppt þann ávinning og heiður að koma fyrsta gervi- tunglinu á loft. Þó hefði sá metnaðarmissir ekki nægt til að kippa svo ræki- lega í æðstu stjórnvöld Banda- ríkjanna, sem nú sýndi sig. En annað atriði var blandað saman við. — Sú staðreynd að Rússar höfðu skotið 4 tonna gervitungli á braut kringum jörðina, sýndi svo ekki varð um villzt, að þeir höfðu framleitt eldflaug sem þeir gátu skotið alla leið frá Sí- beríu yfir norðurheimskautið til Hvorir hafa staðið sig betur? Titan eldflaugin er helmingi kraftmeiri og með henni var vor ið 1960 skotið á loft þyngsta gervitungli Bandaríkjamanna Midasi II. Hann vóg um 2% tonn. Heiti þriðju eldflaugarinnar „Minuteman" þýðir eiginlega ,litli karl“. Það er eldflaug sem ér minni en hinar eldri en þykir merkileg fyrir það að í henni er ný tegund eldsneytis, fast efni, sem er handhægara og kem ur í staðinn fyrir fljótandi brennsluefni eldri flugskeyt- anna. Af þessu er ljóst, að enn eru Bandarikjamenn á eftir Rússum jí eldflaugasmíði. Það þarf varla [ annað en að bera saman fyrsta gervitungl Rússa, Sputnik I, sem vó fjögur tonn, en þyngsta gervitungl sem Bandaríkjamenn hafa enn komið á loft er aðeins 2Vz tonn. Næsta haust vonast Bandár.kjamenn loksins til að að komast jafnfætist Rússum í smíði eldflauga. f september n.k. ætla þeir að hefja fyrstu tii- raunir með hina %’okölluðu Saturnus eldflaug sem er óskap- legt stórvirkj og mun hafa kraft til að lyfta 25 tonna gervitungli á braut kringum jörðina. Síðan Rússar skutu sínum fyrsta Spútnik á loft hefur ekki verið um verulegar framfarir hjá þeim að ræða í stærð eldflauga eða gervitungla. Stærstu gervi- tungl þeirra fram til þessa, Sput- nik IV og V hafa vegið um 5 t. og fyrsti Lúnikkinn þeirra sá sem fór framhjá tunglinu var álíka stór. Yfirburðir Rússa hafa þannig verið fólgnir í því að þeir urðu fyrri til að smíða sterkar og stórar eldflaugar. Nú eru liðin meira en þrjú ár síðan Rússar skutu fyrsta Spútnikkinum á loft og enn eiga Bandaríkjamenn enga nógu kraftmikla eldflaug til að koma svo þungu gervi- á loft. Hins vegar vekur það nokkra undrun, hvað Rússum virðist hafa orðið lítið úr þeim mögu- ileikum, sem þeir áttu til geim-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.