Morgunblaðið - 08.03.1961, Síða 22

Morgunblaðið - 08.03.1961, Síða 22
22 M O RGV y BL AÐIÐ Miðvikudagur 8. marz 1961 Frá bæjarstjornarfundi: Má minnka löggæzlu- kostnað bæjarins? — Sjáflfstæðismenn beita sér fyrir allsherjarathugun á því BÆJARSTJÓRN ræddi fyrir helgina m. a. möguleikana á því að draga úr útgjöld- um bæjarins vegna lög gæzlu, og var samþykkt á fundinum tillaga frá borgar- stjóra, Geir Hallgrímssyni, að undirbúnar verði til- lögur um breytingu á núver andi skipan þeirra mála og síðan teknar upp viðræður við ríkisstjórnina með það fyrir augum, að ríkið taki á sig aukinn hluta af kostn- aðinum. Fyrir fundinum lá lá tillaga frá Alfreð Gíslasyni um að skorað yrði á Alþingi, að breyta frumvarpi til laga um héraðafangelsi þannig, „að sveitasjóðir taki ekki þátt í stofn- og rekstrarkostnaði hér- aðsfangelsa að öðru leyti en því, að sveitarfélög leggi til á sinn kostnað lóðir þessara fang elsa“. Frumvarpið til bóta Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, benti á það', að á þingi hefðu þegar verið felldar efnis- lega samhljóða breytingar — og ekki við því að búast, að áskor un fengi breytt þeirri afstöðu úr því sem komið vaeri. Það bæri einnig að hafa í huga, að í frumvarpinu óbreyttu fælust j nokkrar breyt- ingar til bóta fyrir sveitarfé- .lögin í þessu I efni. Sér virt- _ _____! ist því hyggi- Hallgnfnsson íegra að taka málið upp á öðrum grund- velli. Bærinn greiddi nú helming kostnaðar við Hegningarhúsið við Skólavörðustíg og væri hann á þessu ári áætlaður í fjárlögum 555 þúsund kr. Enn fremur væri í fjárlögum áætl- aður helmingur kostnaðar við fangageymsluna í lög- reglustöðinni 98 þús. kr. Sam- Geir kvæmt frumvarpinu mundi hegningarhúsinu verða létt af bæjarsjóði, en hann áfram bera 14 kostnaðar við fangageymsl- una. Ekki gæfi þetta þó allskost ar rétta hugmynd um skiptiingu kostnaðar milli ríkis og bæjar í sambandi við fangahúsin, þar eð nú væri hér hafin bygging á nýrri fangageymslu, og kæmi þar í hlut bæjarsjóðs á þessu ári helmingur stofnkostnaðar um 700 þúsund kr. Á breiðari grundvelli Með hliðsjón af því, að þrátt fyrir óbreytt frumvarp yrði með samþykkt þess létt nokkrum byrðum af bæjarfélaginu og enn fremur hinu, að tillögu Alfr. G. bæri svo seint að, kvaðst borg arstjóri vilja gera það að til- lögu sinni, að málið yrði tekið upp á breiðari grundvelli og undirbúnar tillögur og viðræð- ur við ríkisstjórnina um breyt- ingar á núverandi skipan með lækkun fyrir augum. Yfir 13 milljóna kostnaður Gerði borgarstjóri grein fyrir heildarkostnaði bæjarins af löggæzlunni og hlut ríkisins í honum. Kostnaður við Hegn- ingarhús og fangaklefa lög- reglustöðvar hefði verið 1960 589 þús. kr., en löggæzlukostn aður að auki næmi 12,792,000 kr. í hlut bæjarins en aðeins 2,558.000 kr. til viðbótar í hlut ríkissjóðs — eða um 1/6 af al- mennum löggæzlukostnaði. Þetta væri af hálfu bæjarfélagsins tal ið of lítið, og því væri eðlilegt að taka málið upp í heild. — Flutti borgarstjóri, Geir Hall- grímsson, tillögu um það og lagði jafnframt til að áður- nefndri tillögu Alfr. G. yrði vís að til bæjarráðs. Þórður Björnsson lagði til að bærinn hætti strax að greiða kostnað af sakaskrá ríkisins, sem síðan 1951 hefði verið hald in af Sakadómaraembættinu í Reykjavík. Greiðir fyrir breytingum síðar Alfreð Gíslason sagðist vera sammála borgarstjóra um að ólíklegt væri, að samþykkt Áttliagafélag Strandamanna býður Strandamönnum í Reykjavík og nágrenni — 60 ára og eldri — til kaffidrykkju í Skátaheimilinu sunnudaginn 12. þ.m. kl. 8 e.h. STJÓRNIN. Vélritunarstúlka sem hefur góða enskukunnáttu óskast strax. Samlag skreiðarframleiðenda. tillögu sinnar muncti hafa mikil áhrif á Alþingi héðan af. Þar sem þessi mál væru þó enn til meðferðar þar teldi hann rétt, að slík ályktun yrði gerð nú, þar sem það mundi væntan- lega greiða fyrir breytingu síðar. Gíslason Ekkert væri því til fyrirstöðu að samþykkja bæði sína tillögu og borgarstjóra, burtséð frá frávísunni í þeirri síðarnefndu. Það mikilsverðasta Borgarstjóri, Geir Hallgríms- son, tók aftur til máls og kvaðst telja óheppilegt að taka einstaka liði út úr, eins og til- lögur þeirra Alfr. G. og Þ. Bj. hljóðuðu um. Mikilverðast væri, að málið yrði- tekið fyrir í heild og athugun gerð á því, hvort unnt væri að fá fram lækkun á þeim yfir 13 milljónum, sem bærinn greiddi, þar sem greiðsl ur ríkisins væru til saman- burðar ekki hærri en um 3 millj. kr. — I tillögu Alfr. G. fælist t. d. eins og sakir stæðu aðeins aflétting um 100 þús- und króna af rekstrargjöldum. Síðast talaði Guðmundur Vig- fússon stuttlega til stuðnings við ^illögu Alfr. G. og lýsti þeirri skoðun sinni, að bærinn ætti að reyna að koma á sam- tökum með þingmönnum kaup- staðanna um framgang málsins. Að lokum var samþykkt tillaga Geirs Hallgrímssonar borg arstjóra svohljóðandi: „Bæjarstjórn Reykjavíkur tel- ur nauðsynlegt, að endurskoðun fari fram á reglum um skiptingu kostnaðar við löggæzlu milli rík- isins annars vegar og bæjarins hins vegar, og felur borgarstjóra og bæjarráði að undirbúa tillögur um aðra skipun þessara mála, bæjarsjóði hagstæðari, og hefja viðræður við ríkisstjórnina um þær tillögur, og vísar tillögu bæjarftr. Alfreðs Gíslasonar og tillögu bæjarftr. Þórðar Björns- sonar“. Fyrri hluti tillögunnar var samþ. samhljóða, en síðasta máls- greinin með 10:4. NÝJUSTU tækni og hverskon ar vélavinnu má nú líta vestur á Melunum, en þar er verið að rifa gamlar timbur- skemmur Eimskipafélags ís- lands. Til þess að auðvelda verkið, sem um leið hefur flýtt því stórkostlega, fundu Eimskipafélagsmenn það út, að nota gaffallyftur í stað handverkfæra. — Hafa þessi tæki, sem eingöngu eru notuð til þess að lyfta upp vörurh, reynzt öllum kúbeinum betri. Á myndinni sézt þegar gaffal- lyfta kippti suðurgafli ann- arrar skemmunnar upp í heilu lagi. Skemmurnar verða end urbyggðar í Borgartúni næsta vor, (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) -<•> ' Píanótónleikar valds Sigurjónssonar RÖGNVAL.DUR Sigurjónsson kvaddi sér hljóðs með voldugu píanó-prógrammi í Þjóðleikhús- inu föstudaginn 3. marz. Það er alltaf mikill músíkviðburður þegar þessi snjalli píanóleikari lætur til sín heyra. Það sýnir og bezt vinsældir hans, að útselt var á þessa tónltika og má það gott kallast á þessum tímum. Hann byrjaði með cis-moll són ötu Beethovens op. 27, sem einn Berlínar-krítikus kallaði „Tungls Ijóssónötu" á sínum tíma, svo að verkið er jafnan síðan kallað því nafni. Annars kölluðu Vínar búar sónötuna ,,Laufskála“-són ötuna, vegna þess að Beethoven hefði samið Adagio-þáttinn í laufskála einum í Vin. Lizt talaði um blóm milli tveggja hyldýpis „gjáa“. Annars þykir einnig full Karlakórinn Fóstbræður Kvöldskemmtun í Austurbæjarbíói föstudaginn 10. marz kl. 23,15 Meðal skemmtiatriða: Kórsöngur — Kvartettsöngur — einsöngur Tveir gamanþættir. Dansparið Edda Scheving og Jón Valgeir Þættir úr operettunni „OKLAHOMA” Hljómsveit undir stjórn Carl Billich Yfir 60 manns koma fram á skemmtuninni. Aðgöngumiðar I Austurbæjarbíói eftir kl. 2 í dag. Það er áríðandi að málverk og listmunir á næsta málverkauppboð berist í þessari viku. — Skoðað, vir t og sótt heim til þeirra, sem hafa ákveðið að selja listaverk. Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar, Austurstræti 12, sími 13715 sannað, að kvæði eftir Seume, ,,Konan sem biðst fyrir“, hafi gefið tónskáldinu hugmyndina að verkinu. Hún bíður þess að faðir hennar sem dœmdur vair til dauða verði náðaður. Svo mörg eru þau orð. Fólk vill gjarnan láta blekkjast á jafn elskulegan hátt og þennan. Sjálfur hefur Beethoven líklega unnið úr 'sín um hugmyndum án nokkursi „programs". Hann hefði ekki þurft þess með, og hér er um hreina og tæra tónlist að ræða, og hér stígur Beethoven fæti sín um á rómantíska grund, einn hinna fyrstu, en síðar meir gerir hann það oft. Tveir fyrstu þætt irnir virtust mér varla njóta sín í meðferð Rögnvalds, en þriðji þátturinn (Presto agitato) átti betur við skap hans og skilning, og var mjög „flott“ leikinn, „Wanderer fantasía“ Schuberta var hressilega flutt og miðkafl- inn, sem fantasían dregur nafn sitt af, var ljómandi vel túlkað ur. Þar eru tilbrigði um lagið „Der Wanderer" ofin inn í verlc ið. Eftir hléið lék listamaðurlnn verk eftir Debussy, Scriabine og Lizt. Þarna var Rögnvaldur í essinu sínu, og datt mér í hug það sem einn músíkunnandi sagði við mig niður við Tjörnina eitt sinn daginn eftir tónleika hjá Friedman. Hann sagði: „Mikið andskoti sveiflaði hann höndum og fótum faglega“. Rögnvaldur sveiflar aS minnsta kosti höndunum fagur lega, því tækni hans sýnast lítál takmörk sett, og músíkgleði han* er mikil er hann situr við flygil inn, svo að hann tekur hugi hlustendanna með trompi. Þett« gerði hann einnig nú, og fögn uðu hinir fjölmörgu áheyrendur honum svo mjög að hann varð að leika hvert auklagið eftir annað. F. f.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.