Morgunblaðið - 17.03.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.03.1961, Blaðsíða 6
6 MORGVN BLAÐIÐ Föstudagur 17. marz 1961 torg), en það húsnæði hefur verið keypt fyrir fé frá Happ drætti Háskóla íslands. Hér sjást fimm íslenzkir fuglar. Efst er grágæs og blesgæs henni til hliðar. Til vinstri fyrir neðan er snæugla. hetta er dröfnótt kvenugla, en karlinn verður snjóhvítur með aldrin- um. Þá eru tveir valir, í miðið fullorðinn karlfálki og til hægri fullorðinr kvenfálki. Kristján Geirmundsson hefur troðið hamina út fyrir stuttu, og því er girni enn þá vafið utan um þá. (Sveinn Þormóðsson tók myndirnar) Háskólinn hefur tekizt á hend- ur að reisa hús fyrir náttúru- gripasafn af happdrættisfé. Byggingarnefnd safnsbyggingar var skipuð þegar 1942 og síðan að nýju 1946 og 1952. í bygg- ingamefnd þeirri, sem skipuð var 1952, áttu sæti: Próf. Þorkell heitinn Jóhannesson, formaður, próf. Jón Steffensen, próf. Trausti Einarsson, dr. Finnur Guðmundss., dr. Sigurður Þór- insson og af hálfu menntamála- ráðuneytisins húsameistari ríkis- ins Hörður Bjarnason og Valtýr Stefánsson ritstjóri. Á hverju ári frá og með 1953 var sótt um fjárfestingarleyfi til að byrja á byggingu fyrir safnið, en ávallt var synjað um það. Vorið 1957 lá fyrir skýlaus yfirlýsing um það, að fjárfestingarleyfi myndi hvorki fást það ár né næsta. Þá var þörf safnsins á nýju húsnæði orðin svo brýn, að úrbætur voru óhjákvæmilegar. Var þá horfið að því ráði að háskólinn keypti hæð í húsinu nr. 105 við Lauga- veg. Er sú hæð um 650 fermetr- ar. Vorið 1958 hófst vinna við að búa þá hæð við hæfi safnsins, IMáttúrugripasafnið í nýju húsnæði Þessi fugl heitir rósamávur og er afar sjaldséður gestur hér. Heimkynni hans eru á norð- anverðum Kamtsjakaskaga og norður með Síberíuströndum Beringshafs, eða hinum megin á hnettinum handan Norður- skautsins. — Þessi rósamávur fannst í Borgarnesi á sl. vori, en annar hefur fundizt á Húsavík. 4 stundir að finna skipið Akranesi, 16. marz í DAG eru 22 bátar á sjó. 16 bátar lönduðu hér í gær sam- tals 125 lestum. Aflahæstir voru þessir: Sigrún með 17.5 lestir, Sigurður AK 16,8, Fiskaskagi 15,7 og Sigurfari 15,4 lestir. Hingað kom hollen:fct skip, Arak, í gær með salt til útgerð- arstöðvanna. Bylur var á, og tók hafnsögumanninn, Hallfreð Guð mundsson, fjórar klukkustundir að finna skipið á hafnsögubátn- um. Arak var statt 4y2 sjómílu út af Akranesi, þegar hafnsögu- maðurinn steig um borð í það. — Oddur EINS og skýrt var frá í blað inu í gær, skýrði rektor Há- skóla íslands, prófessor Ár- mann Snævarr, fréttamönn- um á miðvikudaginn frá ný- legum framkvæmdum á veg- um háskólans. M.a. var blaða mönnum sýnt Náttúrugripa- safn íslands í hinu nýja hús- næði á Laugavegi 105 (í húsi Sveins Egilssonar við Hlemm og var þeirri vinnu lokið að mestu vorið 1960, en starfsmenn safnsins fluttust þó þangað haustið 1959. Eru þar skrifstofur fyrir starfsmenn safnsins, vinnu- herbergi og geymslur og auk þess sýningarsalur, en honum er ekki lokið. Allar innréttingar eru gerðar með það fyrir augum, að flytja megi þær úr þessu húsnæði í endanlega safnsbyggingu og hafa þar af þeim full not. Höfuðdeildir safnsins verða fjórar: Dýrafræði-, grasafræði-, landafræði og jarðfræðideild. Starfsfólk Náttúrugripasafns Islands. — Sitjandi frá vinstri: Guðrún Þorbergsdóttir og Edda Arnholtz, aðstoðarstúlkur. Standandi frá vinstri: Guðmundur Kjartansson, jarðfræðing- ur, Kristján Geirmundsson, taxidermist, og Eyþór Einarsson, grasafræðingur. — Á myndina vantar Sigurð Þórarinsson, jarðfræðing, og Finn Guðmundsson, dr. rer. nat. Vísindaleg aðstaða batnar að j®' mun, þar eð vinnuherbergi verða bæði stærri og fleiri. Hins vegar verður sýningarsalurinn minni en sá, sem safnið hafði til umráða í Landsbókasafnshús- inu. — Bókasafn nokkurt er í tengslum við safnið, en þó miklu minna en nauðsynlegt er til að fylgjast fullkomlega með í þess- um vísindum. Varð fyrir bíl Um níu leytið í fyrrakv. varð 5 ára drengur, Finnbogi Oddur Karlsson fyrir bíl á gatnamótum Nóatúns og Samtúns. Var hann fluttur á Slysavarðstofuna, en meiðsli hans reyndust lítilvæg og var hann sendur heim til sín. • Dýrmætír^ starfskraftar Stundum er undan því kvart að við Velvakanda hve erfið- lega gangi að ná í lækna, þeg- ar á þarf að halda, og þá einkum nætur- og helgidaga- lækna, enda hefur einn læknir ærin verkefni þann tíma sem hann gegnir vöktum í jafn stórum bæ og Reykjavík. í því sambandi fór ég að hugleiða hve illa notast hinn dýrmæti vinnukraftur lækn- anna. Hver heimilislæknir má aka um bæinn þveran og endi langan, út á Seltjarnarnes og inn að Elliðaám, til að vitja sjúklinga sinna. í þessi ferða- lög hlýtur að fara gífurlegur tími, svo ekki sé talað um slit á dýrmætum kröftum þeirra manna, sem eru búnir að eyða ævinni fram yfir þrítugt til að búa sig undir læknisstörf — ekki bílaakstur. ♦ Læknisstörf ekki bílaakstur Mætti ekki komast fram hjá þessu, t. d. með því að láta læknana skipta að ein- hverju leyti með sér hverfum, svo þeir gegni mest kalli í nánd við bústað sinn og á sömu slóðum. Ég þykist vita að margir sjúklingar yrðu ekki ánægðir með það í fyrstu. Hver vill þá hafa einhvern ákveðinn lækni, sem hann kvef er að ræða eða eitthvað meira. En svo virðist sem ekki sé nægilega mikið til af lækn- um og menntun þeirra er dýr. Það verður því að reyna að spara þá til læknisstarfa, sem enginn annar getur leyst af hendi, en láta þá sem minnst sinna öðrum störfum eihs og bíla-akstri. Ferðir nær þekkir og ber sérstakt traust til, og fá hann heim til sín, hvort sem um hálsbólgu eða FERDIINIAIMR Ivá/'-Q, Dvalarheimilinu Kona, sem er vistmaður á Dvalarheimili aldraðra sjó- manna, hefur beðið Velvak- -anda um að koma því á fram. færi hvort ekki séu tök á að fá strætisvagnaferðir nær heimilinu, þar eð vistmenn eigi erfitt með að kom-ast í bæ inn, eins og ferðum er nú háttað. Vagnarnir stanza ekki nær Dvalarheimilinu en við Reyki á Laufásveg, að því er hún segir, eða við Vesturás á Kleppsveginum. Báðir stað- irnir eru góðan spöl frá Dval- arheimilinu og það miklar brekkur á milli, að margir vistmenn komast ekki fótgang andi þá leið, — enda g-amalt fólk. Á Övalarheimilinu eru nú um 200 vistmenn, 40 sjúklingar, og starfsfólk. Skv. þeim reglum sem nú gilda, fer Kleppsbílinn einu sinni á klukkustund alla leið að Kleppsspítalanum. Ef sama gilti um Dvalarheimilið að einhver strætisvagninn færi einu sinni á klukkustund að dyrum þess, þá gætu vistmenn nota ferðir hans og komizt í bæinn og úr honum sér til ánægju og þæginda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.