Morgunblaðið - 17.03.1961, Síða 14

Morgunblaðið - 17.03.1961, Síða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 17. marz 1961 Er Dagsbrún tilbúin að semja á grundvelli 4% kauphækkunar? Rætt um kjaraniál á bæjarstjórnarfuiMli í gær A F U N D I bæjarstjórnar í gær urðu nokkrar umræður möguleika á því að — Eiger tindur Framh. af bls.10 vel ekki Austurríkismennirn- ir Waschak og Forstenlechn- er, sem klifu Eiger árið 1950 og hafa verið allra manna fljótastir að ná tindinum — aðeins 18 klst. ÍT Hvorki mar né skráma Garparnir fjórir dvöldust aðeins skamma stund á Eiger- tindi og héldu síðan niður eftir fjallinu að norðvestan- verðu, sem er greiðfær leið. Komu J>eir aftur til Kleine Scheidegg-hótelsins um kl. 6 síðdegis — örþreyttir, en vel á sig komnir að öðru leyti, höfðu hvorki hlotið minnstu skrámu né mar í hinni hörðu glímu sinni við „Mannætuna" — Ekki aðeins aðstandendur, heldur allir sem með þessari þrekraun fylgdust, þóttust hafa heimt fjallagarpana úr helju. Þeir höfðu sjálfir gert sér fulla grein fyxir því, að möguleikar þeirra til að kom- ast lífs af úr klóm „Mannæt- unnar“, eftir að þeir voru komnir ofarlega í hrikabratt- an bergvegginn, voru afar litlir — ef óveður skylli á. ir ,,Gullaldarafrek“ Margir kunnir fjallgöngu- garpar gengu upp í miðjar fjallshlíðarnar til móts við fjórmenningana á sunnudag- inn. Þar á meðal var forstjóri Scheidegg-hótelsins, Kaspar von Allmen, sem sjálfur er harðsnúinn fjallakappi og leg.gur á ráðin með flestum þeim, sem ráðast til atlögu við Eiger-tind. Hann hafði meðferðis kampavín af beztu tegund og brennheitt kaffi á hitaflöskum til þess að dreypa á fjórmenningana. — Þannig var venja að fagna hinum sigursælu á gull öld fjallgangna í Ölpunum á sl. öld, sagði von Allmen, og bætti við: — Og þetta var vissulega „gullaldar-afrek“! Énda þótt hin skæða ,,Mann æta“ yrði af bráð sinni í þetta skipti og léti rækilega í minni pokann — og þótt fjöldí fólks um víða veröld líti á full- hugana fjóra sem sanna af- reksmenn og hetjur, má ganga að því vísu, að hið háskalega ævintýri þeirra veki enn á ný þessar gamalkunnu deilur: — Hvort ber að lofa þessa menn eða lasta fyrir slika fífldirfsku, sem hefði ekki að- eins getað kostað þá sjálfa lífið — heldur einnig fleiri menn? — því að margir hafa látið lífið við björgunarstörf í Eiger-fjalli og öðrum Alpa- fjöllum. Við vitnuðum í upphafi í ritstjórnargrein úr „Daily Telegraph" um fjallgönguaf- rekið. í lok hennar er í raun- inni tekin ákveðin afstaða í þessari deilu. Þar segir. — Enn eru til nytsemis- hyggjumenn — svo við nefn- um þá ekki skammarlegra nafni — er æpa um hina „til- gangslausu" áhættu, sem fjallagarpar oft taka .... Þetta er að líta á mannlegan anda frá lágkúrusjónarmiði. Mennirnir, sem í gær stóðu á Eiger-tindi, eru verðugir þess að standa þar, í minningunni, um aldur og ævi ... greiða verkamönnum fast vikukaup í stað tímakaups eins og nú tíðkast. Skýrði Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, frá því, að hann hefði gert ráðstafanir til þess að athugað yrði, hvaða áhrif slík breyting mundi hafa á afkomu bæjarsjóðs. Málið fékk góðan hljómgrunn á fundinum, en ekki þótt fært að taka ákvörðun fyrr en það lægi ljósar fyrir og þá í tengslum við þá kjarasamn- inga, sem nú standa yfir við ræður um milli launþega og atvinnurekenda. Var vakin sérstök athygli á því, að það væri óeðlileg starfsað- ferð forystumanna í verka- lýðsfélagi, að gera að póli- tísku áróðursefni eina kröfu launþega af mörgum á hend ur bæjarsjóði, meðan á al- mennum samningaviðræðum stæði, en það gerði Guð- mundur J. Guðmundsson, varaformaður Dagsbrúnar á fundinum. Tildrög umræðnanna var til- laga frá Guðmundi J. Guðmunds syni, bcejarfulltrúa Alþýðubanda lagsins, um að bæjarstjórn lýsti yfir því, að Reykjavíkurbær væri „reiðubúinn að semja nú þegar við Verkamannafélagið Dags- brún um kröfu þess, að allir verkamenn hjá Rey k j a ví kurbæ er nú eru á tíma vinnukaupi, fái greitt fast viku- kaup“. f stuttri ræðu lýsti G.J.G. m.a. yfir þeirri skoðun sinni, að bænum bæri að taka virkan þátt þeim samningaumleitunum, Guðmundur J. Guðmundsson. sem um skeið hefðu staðið yfir milli verkalýðsfélaganna og at- vinnurekenda. Öllum kröfum þeirra fyrrnefndu hefði fram til þessa verið synjað, og ef svo héldi áfram, væri ekkert líklegra en að til verkfalls drægi. Sann- gjarnt væri, að verkamenn fengju greitt vikukaup með sama hætti og flestir aðrir starfsmenn bæj- Hlutleysis gætt Borgarstjóri, Geir Hallgríms- son, sem næstur tók til máls, benti m.a. á, að tillagan fjallaði aðeins um einn tíltekinn þátt í þeim kröfum, sem verkalýðsfél- ögin hefðu sett fram og umræður stæðu nú yfir um milli þeirra og atvinnurekenda. Leggðu bæjar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins því til, að tillögunni yrði vísað frá. Það hefði verið v e n j a bæjar- stjórnar, að gæta hlutleysis í slík um kjaradeilum, en fylgjast hins *y vegar með þeim, svo sem einnig nú hefði verið gert, og stuðla eftir atvikum að lausn þeirra. — Samninga sína hefði bærinn svo gert á grund- velli þess samkomulags, sem náðst hefði hverju sinni. Þegar um væri að ræða kjör launþega í landinu almennt, væri eðlilegt, að launþegar og atvinnurekend- ur gerðu út um ágreininginn með viðræðum sín í milli, án þess að bærinn eða hið opinbera hefði þar úrslitaáhrif. Áhrif krafna athugu'ó' Loks greindi borgarstjóri frá því, að hann hefði gert ráðstafan- ir til þess, að fram færi athugun á því, hvaða áhrif breytingin úr tímakaupi yf ir í vikukaup og önn ur atriði í kröfum launþega mundu hafa á fjárhagsafkomu bæjarfélagsins. Lélegur málatilbúnaður í nokkrum umræðum, sem í framhaldi af þessu spunnust um, Ceiirj ____ Hallgrimssofi Magnus málið, hélt Guðmundur J. Guð- mundsson því m.a. fram, að tak- mark bæjaryfirvaldanna virtist jafnan vera það eitt, að standa ekki á móti atvinnurekendum. Ef gengið yrði að kröfunni um fast vikukaup, mundi það þýða 4% kauphækkun fyrir verka- menn. Magnús Jóhannesson gagn rýndi lélegan málatiibúnað Guð- mundar J. Guðmundssonar og kvað hann ekki bera vitt um, að í hlut ætti á- byrgur verka- .lýðsleiðtogi. Skoraði M. J. á Guðmund að svara því, hvort Dagsbrún væri reiðubúin að semja við bæinn ,, - ef gengið yrði að Johannesson kröfunni um fast vikukaup. Og ennfremur, hvort félagið væri hlynnt þeirri stefnu í kjaramálum, að draga út úr eínstaka liði og ganga til samn- inga við þá atvinnurekendur, sem að þeim kynnu að vilja ganga. Guðm. J. Guðmundsson tók enn til máls og vék þá m. a. að spurn ingum M. J., sem hanri svaraði báðum játandi. Mundi Bagsbrún „vissulega" vera reiðubúin til samninga við bæinn, ef áður- nefndri kröfu yrði fullnægt, og að „sjálfsögðu" yrðu gerðir samn ingar við aðila sem á einstök at- riði krafnanna vildu fallast. Magnús JóhansSon taldi allan málflutning G. J. G. sýna glöggt að hér væri fyrst um áróðurs- tillögu að ræða af hans hálfu, flutta með það fyrir augum, að geta skapað deilur um málið. Meðan þannig væri á haldið, mundi umrædd breyting sem hann væri hlynntur, eiga lengra í land en ella. Magnús Ástmars- son vék að þeim vandkvæðum, sem það skapaði, að ýmsir verka menn ynnu aðeins fáa daga vik- unnar og jafnvel ekki alltaf heil an dag hjá sama aðila. Hins veg- ar væri mjög æskilegt, ef unnt reyndist, að koma á föstu viku- kaupi. Valborg Bentsdóttir sagðist ætíð hafa tekið nærri sér, að vinir sínir og kunningjar á tímakaupi fengju ekki greitt kaup fyrir frídagana, eins og hún sjálf. — Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, vakti athygli á, að það sem máli skipt, væri það, hvort hag kvæmara væri fyrir verka- mennina að fá fast kaup á viku eða mánuði — eða tíma- kaup, sem þá væri hærra, svo að svaraði til helgidaganna. í þjónustu bæjarins væru á föst- um launum menn, sem fengju lægra kaup en verkamenn, en í staðinn nytu þeir hins vegar þess öryggis, sem fastri ráðn- ingu fylgdi. Nauðsynlegt væri að athuga ítarlega, hvað bezt hentaði í þessu efni bæði laun- þegum og atvinnurekendum. ^ Liður í margþættum kröfum Að umræðunum loknum var samþykkt svohljóðandi rök- studd dagskrá frá bæjarfulltrú- um Sjálfstæðisflokksins: „Bæjarstjórn Reykjavíkur mun nú, eins og áður, fylgj- ast með samningagerðum Vinnuveitendasambands ís- lands og Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar um kjaramál félagsmanna og mun reyna eftir föngum að stuðla að lausn þeirrar kjaradeilu, sem nú stendur yfir. — Hins vegar fjallar fram komin til- laga aðeins um einn lið í margþættum kröfum, sem stjórn Dagshrúnar hefur sett fram, og um þær kröfur standa nú yfir viðræður milli fulltrúa atvinnurekenda og verkamanna. — Með til- vísun til þessa vísar bæ.iar- stjórn framkominni tillögu frá“. Greiddu tíu atkvæði með þessari afgreiðslu tillögunnar, en 5 á móti. Rósir Túlipanar Páskaliljur Blómaskreytingar Sendum heim. Gróðrastöðin við Miklatorg. Símar 22822 og -9775 Ungur maður sem unnið hefur við skrif- stofustörf, bréfaskriftir — (enska) og fl., óskar eftir atvinnu. Tilboð merkt: „Reglusemi — 1264“ send- ist Mbl. VETTVANGUR Framhald af bls. 13. Stjórnmálamenn komast ekki hjá að taka tillit til hinna ýmsu hagsmunahópa. En séu þeir fylgj- endur velferðarríkisins og vilji ekki kasta fyrir borð þeim afl- gjafa, sem ætlað er að tryggja framþróun þess, verða þeir að hafa gát á hagsmunabaráttunni. Ella getur afleiðingin orðið sósíalismi eða einhver óskapn- aður, sem erfitt er að gefa nafn. Af því, sem hér hefur verið sagt, ætti að vera ljóst, að „vel- ferðarríki" á ekki að vera skamm- aryrði og það á ekkert skylt við sósíalisma, en er skilgetið af- kvæmi lýðræðisins. Séu grund- vallarreglur þess hins vegar brotnar, svo sem oft hefur átt sér stað hér á landi, er ekki lengur um neitt velferðarriiki að ræða. Eyjólfur kveðst ekki finna neina sérstaka lífshamingju í því fólgna að láta taka úr hægri vasa sínum skatt og stinga í þann vinstri sem fjölskyldubótum með tveimur börnum. Ríkisstjórnin hefur tæplega gert -sér vonir um að auk lífshamingju hans í svo skjótri svipan. Það var bein- línis verið að skipta þeim byrð- um að auka lífshamingju hans í lagsþegnana, og lífshamingjan, sem af því leiddi var því bund- in við vonina um, að viðreisnar- ráðstafanirnar ættu eftir að bera árangur. Þeirrar skoðunar, að ekki skuli greiða fjölskyldubætur með fyrstu tveimur börnum í fjöl- skyldu, virðist hafa orðið vart víðar en hjá Eyjólfi. Um það getur að sjálfsögðu sitt sýnzt hverjum, hitt verður að teljast hæpin staðhæfing, að stjórnar- herrarnir þykist með því taka að sér að ala upp börn Eyjólfs með honum. Hér virðist aftur gæta misskilnings. Hér á landi veita nú raun- verulega þrír aðilar fjölskyldu- bætur. í fyrsta lagi er lækkun útsvars vegna barna, og tekur sú lækkun til allra barnafjöl- skyldna. Segja mætti, að óþarft sé að veita lækkun þeim, sem aðeins eiga eitt eða tvö börn, og nota mætti féð til annarra hluta, en að halda fram, að bæj- arstjóm Reykjavíkur — sem jafnan hefur átt frumkvæðið að slíkum útsvarsívilnunum — hafi verið „ómórölsk" í þessu efni, þætti sennilega flestum ofmælt. í öðru lagi ber að telja tekju- skattsfrádrátt vegna barna. Þar gengur ríkið svo langt að veita mesta ívilnun fyrir fyrsta barn og því meiri, sem tekjurnar eru hærri. En um þessa tegund fjölskyldubóta gildir hið sama og um lækkun útsvars, að þeir sem minnstar hafa tekjurnar og ekk- ert þurfa að greiða, fá heldur engiar bætur. Af þeim sökum féll niður tekjuskattsívilnunin vegna barna hjá meginhluta launafólks með skattalögunum á síðastliðnu ári, og hafði það m. a. áhrif á hin nýju fjölskyldubóta- ákvæði almannatryggingalag- anna. Ég hef áður bent á, að sam- ræma beri fjölskyldubætur alw mannatrygginga skatta- og út< svarsívilnunum vegna barna. Eðlilegast væri, að aðeins yrði um einar f jölskyldubætur að ræða og framkvæmd þeirra yrði í höndum skattyfirvalda, enda eiga þær lítið sameiginlegt með öðrum tegundum almannatrygg- inga. Með því móti þyrftu menn ekki að greiða skatt á einn stað og sækja fjölskyldubætur á ann. an. Og síðan gætu menn deilt um, hve mikið ætti að greiða, og hver hinna þriggja aðferða væri réttust eða hvort þær væru allar rangar. Fjölskyldubætur hafa það fram yfir ýmsar aðrar ráðstaf- anir, að þær hafa ekki áhrif á hið frjáisa neyzluval. Ég er vantrúaður á, að menn haldi því fram í alvöru, að þær í sinni núverandi mynd séu hættulegar þjóðfélagssiðgæðinu. Ég held, að finna mætti nærtækari dæmi f félagsmálalöggjöf okkar, sem sönn ástæða væri til að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.