Morgunblaðið - 17.03.1961, Side 20
£0
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 17. marz 1961
I
DÆTURNAR VITA BETUR
SKALDSAGA EFTIR RENEE SHANN
8
hlaupið að heiman, og gifzt
Nigel, hvað sem þú segir.
Margot færði sig út að dyr-
unum. — Það gerir hún aldrei.
Ég held, að Janet myndi aldrei
gera vísvitandi neitt, sem gæti
gert mig ógæfusama.
— Ertu þá að hugsa um að
höfða til tilfirminganna hjá
henni, og segja, að þú sért svona
mótfallin þessari giftingu, af því
að þú getir ekki hugsað til þess
að skilja við hana?
— Jæja, það væri þá ekki
nema satt, að mér þætti fyrir
því ef hún færi. Mér þykir mjög
vænt um Janet.
— O, slúður, þér þykir fyxst
Og fremst vænt um sjálfa þig.
Margot fór út og skellti á eft-
ir sér hurðinni. Líka fremri
hurðinni. Það var svei mér ó-
þarflega hreinskilið, hvernig
Priscilla talaði við hana, þó
aldrei nema þær hefði þekkzt
frá því þær mundu eftir sér!
Hún furðaði sig á því, hvernig
hiún hefði farið að þola svona
andstyggilega hreinskilni. Lík-
lega hefur það verið af því, að
þrátt fyrir allt, varð hún að játa,
að þessi hreinskilni hefði ýmis-
leg sannleikskorn inni að halda.
Hún gekk út á götuna og náði
í leiguvagn. Þegar hún kom
heim sá hún bíl Philips fyrir ut-
an dyrnar, og það með, að hann
hafði haldið loforð sitt að vera
heima. Margot harðnaði í skap-
inu. Það væri gaman að vita,
hvort hann hefði gert það sama
fyrir konuna sína, ef hún hefði
átt von á einhverjum í te, sem
hún hefði viljað láta hann hitta.
Hún opnaði dyrnar, fór upp í
herbergið sitt, tók af sér hattinn
og kápuna, og gekk síðan niður
í setustofuna. Janet sat á legu-
bekknum og ungur maður við
hliðina á henni, en Philip í hæg-
indastól andspænis þeim, og
þessi þrjú virtust vera að skrafa
saman í mestu vinsemd. En sam-
talið snarþagnaði um leið og hún
kom inn. Ungi maðurinn reis á
fætur.
— Hæ, mamma! Ég er svo
fegin, að þú skulir vera komin.
Þetta er Nigel.
Philip horfði á þetta mót konu
sinnar og tengdasonarins tilvon-
andi með kaldranalegri kæti.
Kannske- var það nú óþarflega
snemmt að hugsa sér hann sem
tengdason, þennan unga mann,
sem hann hafði verið að rabba
við síðasta hálftímann. Það var
alveg greinilegt, að Margot ætl-
aði að gera honum erfitt fyrir,
enda þótt hann byggist varla við,
að hún gerðist svo heimsk að
láta það í ljós úr hófi fram.
Hann velti því fyrir sér, hvers
vegna hún væri svona eindregið
andvig þessu hjónabandi. Lík-
lega vegna þess, að hún vildi
ekki láta Janet eiga heima svona
langt í burtu. Að því leyti var
hann sjálfur ekkert hrifinn af
því, ef út i það var farið. Ef þau
gætu tafið fyrir þessu eitthvað
dálítið, var hann fyrir sitt leyti
ekkert fráleitur þvi. En hitt
mundi hann aldrei gefa eftir, að
Janet væri gerð óhamingjusöm.
Hún var bersýnilega afar ást-
fangin af unga manninum og
hann af henni. Ennfremur var
maðurinn mjög svo álitlegur, að
því er virtist. Að visu var hann
ekki tekjumikill ennþá, en hann
átti sýnilega eitthvað til sjálfur,
og þegar hann væri kominn til
Washington, sem giftur maður,
fengi hann sæmileg laun. Það
virtist ekkert standa þarna í
veginum nema ef verá skyldi
það, hve Janet var ung.
Nú sagði Janet: — Á ég að
segja Marie að koma með teið,
úr því að allir eru komnir?
-— Gerðu það. Margot settist í
haegindastól og fór að geta sér
til um, hversu langt hin væru
komin í fyrirætlunum sínum og
ráðagerðum um framtíðina.
— Auðvitað hefur Janet sagt
okkur af yður, sagði hún við
Nigel, þegar Janet var komin
út. — Og þá býst ég við, að hún
sé líka búin að segja yður af-
stöðu mína til málsins.
— Já, og mér þóttu það ill
tíðindi, frú Wells. Nigel sendi
henni töfrandi bros, þetta bros,
sem honum hafði hingað til dug-
að við flestar konur. — Ég er
að vona, að ég geti talið yður
hughvarf.
— Mér þykir leitt að gera yð-
ur vonbrigði, en það tel ég mjög
ólíklegt.
— Já, en maðurinn yðar ....
— Við hjónin höfum sína skoð
unina hvort á þessu, flýtti Marg-
ot sér að svara.
— Mér er að vísu vel kunnugt,
að stúlka á þessum aldri þarf
samþykki föður síns til þess að
giftast. En þar með er ekki sagt,
að ég yrði neitt tregur til að
veita það samþykki.
— Janet þarf líka mitt sam-
þykki, sagði Margot.
— Já, en hversvegna gefið þér
það ekki, frú Wells? spurði
Nigel.
— Það getur varla stafað af
því einu, að þér teljið hana of
unga.
Margot leit á hann, kuldalega.
Henni fannst eitthvað meira
liggja bak við orðin.
— Mér finnst það næg ástæða,
svaraði hún.
— Móðir mín var sautján ára
þegar hún giftist. Og eins og ég
var að segja Janet í dag, hefði
hennar hjónaband ekki getað
verið betra en það hefur verið.
— Mér finnst það lítið koma
Janet við. Ég hef ekkert sér-
staklega á móti langri trúlofun,
segjum eitt ár eða hálft annað,
en hitt samþykki ég aldrei, að
hún fari að hlaupa í að gifta sig
innan fárra vikna og fara alla
leið til Washington, eins og mér
skilst vera ætlunin.
Nigel leit á Philip. — Fyrst
undirtektirnar eru svona, veit ég
ekki almennilega, hvað ég á að
segja. Nema .... hann sneri sér
að Margot .... kannske væri
það ekki heiðarlegt af mér að
dylja yður þess, að ég mun gera
allt, sem í mínu valdi stendur
til þess að fá Janet til að gift-
ast mér og koma með mér til
Washington
— Eg skil. Nú, jæja, ég get
víst ekkert við því gert. Nema
hvað mig langar að segja yður,
að ég held aldrei að Janet færi
að ganga í berhögg við óskir
mínar, og ég get bætt því við,
að geri hún það, verður það
henni ekki til mikillar gleði.
Henni fer áreiðanlega að leiðast'
jafnskjótt sem hún er komin út
úr landinu
— Ekki ef hún fær að fara
með góðu. Gætuð þér ekki talið
frúnni hughvarf, hr Wells?
— Þegar þér kynnist okkur dá
lítið betur, munuð þér komast
að þvi, að við hjónin reynum
aldrei að hafa áhrif hvort á ann-
að. Og nú — nei, þarna er Marie
að koma inn með teið. Mér
finnst við ættum að tala um
eitthvað annað.
Janet, sem kom á eftir Marie
inn í stofuna, heyrði þetta og
komst þegar í byltingarhug. Hélt
móðir hennar, að hún gæti með
fáum orðum bannað þeim Nigel
að opinbera og giftast. Á þessu
andartaki, sem hún hafði verið
utan stofunnar?! Nei, það skyldi
aldrei verða. Janet var til í að
vera sanngjörn og gefa móður
sinni dálítinn frest, en slíkt kóst
aði umræður og yrði ekki af-
greitt á hálfri mínútu. Hún beið
þangað til Marie var farin út,
en sneri sér þá að móður sinni.
— Hvað hefur verið hér á
seyði meðan ég var úti?
■— Hvað áttu við?
— Ég geng út frá, að eitthvað
hafi verið talað um giftingu
okkar Nigels. Hún rak upp ofur
inn hlátur, sem henni sjálfri
fannst hressilegur. Það er hvort
sem er erindi Nigels hingað. Að
spyrja ykkur pabba, hvort við
megum giftast.
— Hann hefur spurt og ég hef
sagt honum mínar undirtektir.
— Ég skil. Janet leit á föður
sinn. — Og þú, pabbi?
— Þú veizt, Janet, að ég vil
að þú verðir hamingjusöm, og
ég er reiðubúinn til að gefa sam-
þykki mitt, enda þótt ég sé á
sama máli og mamma þín, að þú
sért of ung. En mamma þín ....
— Ég bið ykkur ekki um ann-
að en bíða, tók Margot fram í.
Og það hef ég verið að segja
Nigel.
— Hvað lengi? spyrði Janet.
— Eitt ár .. eða hálft annað..
Nigel leit á Janet.
— Ég er búinn að segja henni
mömmu þinni, elskan, að ég
fellst alls ekki á þá hugmynd,
og muni gera það sem ég get til
Skáldið og mamma litla
1 1) Hvað á þetta að þýða, kona? 2) Þú lætur mig púla í garðin- 3) . . . . en svo vill Lotta ekki
um daginn út og daginn inn .... einu sinni borða þessi jarðarber, sem
þú ert að láta mig rækta.
I
a
r
Á
ú
á
THE ONLY MISTAKE
YCXJ AAADE WAS
NOT GETTINS
AWAV/ .
■— Ég næ í drenginn og mann-
inn, sem rændi honum! Ég fer
beint að klettanöfinni í Greni-
lundi .. eins og stóð í orðsend-
ingunni!
Á meðan.
— Sjáðu nú til kunningi, hér I — Eini misskilningur binn var
er um misskilning að ræða. Lof j að fara ekki héðan burt!
mér ....
þess að telja þig á að giftast mér
fyrr.
Nú varð stundarþögn. Janet
leit á foreldra sína á víxl. Hún
þekkti svo vel þennan svip á
mömmu sinni. Hann var harður
og ósveigjanlegur. Mamma henn
ar var að verða erfið, eins og
hún líka hafði gefið Nigel í skyn,
að verða mundi. Og Nigels hafði
lofað að reyna að skilja hana.
En það var nú samt ekki sann-
gjarnt að bregðast svona við.
Hún átti skilið að vera glöð í
dag, og það átti Nigel líka. Það
hefði átt að vera ástæða til að
gera sér glaðan dag. En nú fann
hún sömu örvæntinguna læðast
að sér eins og fyrsta daginn,
þegar hún hafði sagt foreldrum
sínum frá trúlofuninni. En að
minnsta kosti var Nigel hjá
henni núna — og hún hafði ver-
ið við því búin að svona færi.
En, guð minn góður hvað hana
langaði til að mamma hennar
gæti tekið sanngjarnlega undir
óskir þeirra.
—Hversvegna ertu svona,
mamma? spurði hún, og gleymdi
í svipinn öllum góðu ásetning-
unum um að sína móður sinni
umburðarlyndi, og vera henni
eftirlát. —. Hvað segirðu um
Susy? Ekki var hún nema átján
ára.
— Það er allt annað með hana.
— Hvernig það?
— Fyrir það fyrsta fór hún
ekki svona langt burt.
.— Það er nú hlægileg ástæða.
Hvað ætli fjarlægðin komi þessu
SHUtvarpiö
Föstudagur 17. mars
8.00 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morff
unleikfimi — 8.15 Tónleikar —•
8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar —
9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tónleik*
ar — 10.00 Veðurfregnir.
12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar.
12.25 Fréttir og tilkynningar).
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
13.25 „Við vinnuna". Tónleikar.
15.00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15.08
Tónleikar. — 16.00 Fréttir, veð»
urfr. og tilk. —- 16.05 Tónleikar).
18,00 Börnin heimsækja framandi þjó8
ir: Guðmundur M. Þorláksson seg
ir frá flugferð til Tyrkjaveldis,
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Þingfréttir. — Tónleikar.
19.00 Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
20,00 Efst á baugi (Tómas Karlsson og
Björgvin Guðmundsson).
20.30 Einsöngur: Suzanne Danco tyngm
ur lög eftir Bellini og Gounod.
20.50 Útvarpið byrjar tónleikaflokk:
Islenzkir píanóleikarar kynna són
ötur Mozarts:
a) Björn Franzson flytur erindi
um tónskáldið.
b) Jón Nordal leikur píanósón«
ötu I C-dúr (K279).
21.30 Útvarpssagan: „Blítt lætur ver*
öldin“ eftir Guðmund G. Haga«
lín; IX. (Höfundur les).
22.00 Fréttir og veðurfregnir,
22.10 Passíusálmar (38.)
22.20 Frá Húsmæðrasambandi Norður«
landa: Norræna bréfið 1961 (Rann
veig Þorsteinsdóttir hrl. flytur),
22.40 í léttum tón:
a) Yma Sumac syngur,
b) Les Baxter og hljómsvelt hane
leika.
23.10 Dagsk 'ink.
Laugardagur 18. mara
8.00 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morg
unleikfimi — 8.15 Tónleikar —
8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar —
9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tónleik*
ar — 10.00 Veðurfregnir,
12.00 Hádegisútvarp.
(12.25 Fréttir og tilkynningar).
12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig«
urjónsdóttir).
14.30 Laugardagslögin — (15.00 Fréttir)
15.20 Skákþáttur (Baldur Möller). .
16.00 Fréttir og veðurfregnir.
16.05 Bridgeþáttur (Hallur Símonars.)
16.30 Danskennsla (Heiðar Astvalds-
son danskennari).
17.00 Lög unga fólksins (Guðrún
Asmundsdó 11 ir).
18.00 Utvarpssaga barnanna: „Skemmtt
legur dagur“ eftir Evi Bögenæs
V — sögulok. Sigurður Gunnars-
son kennari þýðir og les.
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Tómstundaþáttur barna og ung-
linga (Jón Pálsson).
19.30 Fréttir.
20.00 Tónleikar: Hljómsveit tónlistar«
háskólans í París leikur létt tón«
verk eftir spænsk tónskáld;
Enrique Jorda stjórnar.
20.30 Leikrit: „Fljótslínan“ eftir Charl-
es Morgan í þýðingu Þorsteins Ö.
Stephensens. — Leikstjóri: Valur
Gíslason.
22.00 Fréttir og veöurfregnir.
22.10 Passíusálmar (39)
22.20 Einmánaðardans útvarpsins: þ. á,
m. leikur hljómsveit Baldura
Kristjánssonar úrslitalög gömlu
dansanna í síðustu danslaga-
keppni SKT. Söngvarar: Sigríð-
Guðmundsdóttir og Sigurður
Ölafsson.
02.00 Dagskrárlok.