Morgunblaðið - 21.03.1961, Síða 12

Morgunblaðið - 21.03.1961, Síða 12
12 MORGVTSBLÁÐ1B Þriðjudagur 21. marz 1961 fHiomwtiiífeMfo Otg.: H.f Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. . Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðabtræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. RAUÐI GALDUR FORDÆMDUR (ið höfum oft heyrt því<s> fleygt, að talsverður þluti af meiriháttar Reyk- víkingum mundi verða höfð- inu styttri, ef kommúnistar næðu völdum á íslandi. Flest okkar hafa vafalaust ekki tekið það alvarlega en eftir þessi skrif í Þjóð>viljan- um trúi ég þessum íslenzku kommúnístum vel til þess, ef þeim væri skipað það af sama stórveldi. Ég vona að fleiri en ég, sem hef oft stutt þennan flokk, opni augu sín fyrir þessum voða, sem þeir nú boða“. Þannig farast Hendrik Berndsen orð í grein, sem hann skrifar í Morgunblaðið sl. sunnudag um þann rauða galdur, sem kommúnistar hafa nú fært heim að bæjar- dyrum íslendinga. Hinar sið- lausu árásir á eistneska flóttamanninn hafa opnað augu íslenzku þjóðarinnar fyrir því, að íslenzkir komm- únistar virðast ekki ætla að verða eftirbátar skoðana- bræðra sinna erlendis, ef þeim er af húsbændunum í Kreml skipað að beita hin- um ógeðslegustu bardagaað- ferðum. Siðleysið er svo fullkomið, að fyrst láta þessir menn að því liggja, að flóttamaðurinn eigi að taka sig af lífi, en þegar þeim verður ekki að þeirri ósk sinni, þá krefjast þeir þess blygðunúrlaust að hann verði framseldur hin- um kommúnísku morðingj- um, svo að þeir geti pyndað hann og síðan líflátið. — ís- lenzka þjóðin hefur verið umburðarlynd við þessa er- indreka ofbeldisvaldsins hér- lendis, en nú hafa þeir geng- ið skrefi of langt. Enginn ær- legur íslendingur mundi líða það, að stjórnarvöld landsins tækju undir kröfu kommún- ista um að þau stuðluðu að pólitísku morði. Vopnin hafa því snúizt í höndum ritstjóra Þjóðviljans og fordæmingin lendir ekki á Eðvald Hin- rikssyni, heldur hinum kommúnísku Ku Klux Klan mönnum. Og rúblurnar sem þeir fengu fyrir árásina munu verða þeim dýrar um það er lýkur. FASISMI OG KOMMÚNISMI íslenzkum kommúnistum er 4 orðið fasismi sérlega kært. Við öll tækifæri reyna þeir að koma nazistaorði á menn, sem fyrirlíta þá stefnu ná- kvæmlega jafnmikið og kommúnisma. Sjálfir voru kommúnistar um heim allan þó dyggir stuðningsmenn Hitlers-Þýzkalands í uppr hafi heimsstyrjaldarinnar, enda var þá bandalag með þeim Hitler og Stalin. Og þar voru íslenzku kommún- istarnir sízt eftirbátar skoð- anabræðra sinna erlendis. Hitt er svo saga út af fyrir sig, að í framkvæmd er naz- ismi og kommúnismi eins ná skyldar stefnur og væru þeir tvíburabræður. Má með sanni segja, að ekki hafi hall azt á í ofbeldis- og hryðju- verkum í Þýzkalandi og Rússlandi. Kemur það því úr hörðustu átt, þegar er- indrekar heimskommúnism- ans ráðast að mönnum eins og eistneska flóttamanninum með upplognum sökum. — Sjálfir bera þeir siðferðilega ábyrgð á glæpum þeim, sem heimskommúnisminn hefur unnið, þegar þeir styðja hann og berjast fyrir fram- gangi hans. MARSÉRAR SVERRIR ? Cverrir Kristjánsson ritaði ^ nýlega í Þjóðviljann gríngrein um hin svonefndu samtök hernámsandstæðinga. Hann segir þar m.a.: „Tunga Egils víkings, tunga Snorra hins orrustu- glaða sagnfræðings, kann ekki að marséra. Og ég veit ekki til að orðslyngir ný- yrðasmiðir okkar aldar hafi getað búið tungunni til slíkt sagnorð". Síðan segir, að það hafi „alla stund verið miklum vandkvæðum bundið að fá íslendinga til að marséra". Þegar kommúnistar efndu í fyrra til gönguferðar frá Njarðvíkum til Reykjavíkur, þá kölluðu þeir ferðalagið Keflavíkurgöngu. — Hefur Sverri að vonum fundizt all- mjög níðzt á tungu Egils við þá nafngift, því að venjulega hafa gönguferðir verið kennd W A77HM Á víkingaslóðir FYRIR nokkru var skýrt frá fyrírhugaðri ferð nokk urra Norðmanna á fornar víkingaslóðir í Norður- Ameríku til að leita þar leifa eða sannana um að víkingar hafi átt þar bú- setu. — Leiðangurinn er undir forustu Helge Ing- stad og hófst ferðin frá Ósló sl. þriðjudag. Leitað verður meðfram strönd Ameríku, norður eftir til Nýfundnalands og Nova Scotia og ef til vill enn norðar. Ingstad vill sjálf- ur lítið um leiðangurinn segja. En það mun vera vegna þess að hann hefur þegar selt fréttastofu einni allar upplýsingar sem kunna að fást. ENDURBYGGÐ BJÖRGUNARSKÚTA Farartæki leiðangursins er gömul skúta af Collin Arcer- gerð, sem heitir „Halten“. Þetta var áður björgunarskúta og bar þá sama nafn. En skút- an hefur verið endurbyggð að talsverðu leyti, t. d. er yfir- bygging hennar nú öll úr alú- minium og sett hefur verið í hana aflmikil vél. Skútan hef- ur þó enn allan seglbúnað. Fyrst var siglt frá Osló til Bergen. Þar var skútunni skip að um borð í flutningaskipið „ByklifjeH”, sem flytur hana yfir hafið til Montreal. Þaðan hefst svo siglingin norður með austurströnd Ameríku. Áætl- að er að ferðinni verði haldið áfram eitthvað fram á haust, en óákveðið hvort haldið verð ur áfram næsta sumar. ÁHÖFNIN Fjórir menn og tvær konur verða um borð í skútunni á siglingunni við Ameríku, þ. e. Anne Stine, eiginkona Helge Ingstad, en hún er fornleifa- fræðingur að menntun, Bea- trice Ingstad, dóttir Helge, og annast hún matreiðslu. Þá verður þarna Paul Sörnes skip stjóri frá Álesund, Odd Mart- ens læknir frá Bergen og Er- ling Brunborg, en hann var ../My' m f-V*. ' \ / j Um borð í „Halten“. Frá vinstri sjást Paul Sörnes skip- stjóri, Beatrice Ingstad og Helge Ingstad. einn þeirra er sigldu björgun-~ arskútunni „Rundö“ umhverf is jörðina. Og svo að sjálf- sögðu fararstjórinn sjálfur, Helge Ingstad. (Út Aftenposten). Engisprettu- plágan ENGISPRETTUPLÁGAN er fjarri því að vera úr sögunni. Sérstök nefnd Matvæla- og landbúnaðarstofnunarinnar (FAO) hefur haft forgöngu um að sameina alla krafta gegn þessari illu plágu. Um 300 milljónir manna, eða átt- undi hluti jarðarbúa, lifa í löndum, þar sem hætta stafar af engisprettum. Þessar skað- ræðisskepnur éta daglega þyngd sina af „mannamat“, þannig að meðalstór ,engi- sprettuher“ togar um 3000 tonnum á dag ef hann kemst í æti. Herferð gegn berklum BERKLAR eru enn plága í ýmsum löndum, sem skammt eru á veg komin á vettvangi heilbrigðismála. Nú er í ráði að gera tilraun með allsherj- arherferð gegn berklum í þremur syðstu héruðum Pól- lands, og hefur pólska stjórn- in farið fram á aðstoð frá Bamahjálp Sameinuðu Þjóð- anna í því efni. Framkvæmda stjóri hennar, Maurice Pate, hefur lagt til að stjórn Barna- hjálparsjóðsins veiti 118,000 dollara til að koma upp rann- sóknarstofum og útvega hreyf anleg röntgentæki, kvik. myndir og flutningabíla, og til að þjálfa pólskt lækna- og hjúkrunarlið. íbúar Póllands eru nú 30 milljónir, en í árs- lok 1959 voru skráðir í land- inu 700.000 berklasjúklingar, eða um 2,3 af hundraði allrar þjóðárinnar. Tillaga á lögþingi Fœr eyja um ís'andsveiðar ar við ákvörðunarstaðinn, samanber t.d. Rómargöngur. Á hinn bóginn er svo sýni- legt, að greinarhöfundi finnst þetta göngutiltæki fyrirtaks- grín, eins og fleirum, því að hann telur það hafa verið íslendingum mest til sóma að stunda ekki slíkar íþrótt- ir. Spurningin er nú bara um það, hvort Sverrir Krist- jánsson tekur þátt í labbinu, næst þegar kommúnistar framkvæma hér sýningar, sem þeir taka upp eftir er- lendri fyrirmynd. Torshavn 16. marz (Frá fréttaritara Mbl.) SAMBANDSFLOKKURINN fær- eyski hefur lagt fram ályktunar- tillögu á Lögþinginu þess efnis, að skora á færeysku landsstjórn- ina að semja við ríkisstjórn ís- lands um sömu réttindi á íslands- miðum fyrir færeysk skip og brezkir togarar hafa nú fengið. Þá er því einnig beint til lands- stjórnarinnar að reyna að ná samningum við íslendinga um að leyfa færaveiðar Færeyinga inn- an hinna íslenzku fiskveiðitaK- marka. Sendiherra í Hollandi HINN 16. þ.m. afhenti Henrik Sv. Björnsson drottningu Hollands trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Hollandi með búsetu í London.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.