Morgunblaðið - 22.03.1961, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 22.03.1961, Qupperneq 3
Miðvik'udagur 22. marz 1961 MORCVNBIAÐ1Ð 3 > Árshátíð Á LAUGARDAGSKVÖLD- IÐ hélt starfsíólk Flugfélags íslands skemmtun í Sjálfstæð- ishúsinu. Þótti þetta ein sú bezta skemmtun sem Starfs- marmafélag Flugfélag fslands hefði efnt til. En hún átti því miður eftir að draga nokkurn dilk á eftir sér. Á s’kemmtun- inni voru rúmlega 200 manng. Matareitrun gerði vart við sig. í gær var ekki vitað fylli- lega um tölu hinna sjúku. Talsmenn starfsmannafélags- ins sögðu blaðamanni frá Mbl. að um 80 prócent samkomu- gesta myndu hafa veikzt, Kaldur matur var á borðum, en þar kennir jafnan margra grasa. Eftir að borð höfðu ver- ið upp tekin var dans stiginn fram eftir nóttu og bar ekki á neinum sjúkleika svo vitað sé, þegar hófinu lauk á þriðja tím- anum aðfaranótt sunnudags- ins. Á sunnudaginn höfðu að sögn talsmanna starfsmanna félagsins, margir verið lasnir, fengið í magann. í fyrstu settu hinir sjúku þetta í samband við matinn og drykkinn sem um hönd var hafður. — En brátt kom í ljós, að svo al- mennt virtist magaveikin hafa verið meðal samkomugestanna að talið var fullvíst að um einhverskonar eitrun væri að ‘ræða, — og þá helzt hallast að matareitrun. Síðdegis í gær áttu nokkrir úr stjórn Starfsmamta, félag F. f., fund með framkvæmda- stjóra Sjálfstæðishússins, Lúðvig Hjálmtýssyni. Þær við- ræður leiddu í ljós að um mataréitrun hafði verið að ræða. Þegar þeir fóru af þess- um fundi, hafði Lúðvig sagt þeim að ekki kæmi til mála að greiðsla kæmi fyrir þessar veitingar. Hann hafði beðizt afsökunar og lýst yfir leiðind- um, yfir því að þetta atvik skyldi henda, en talsmenn samkomugesta höfðu litið á þetta eins og hvert annað slys. í Mbl. í gær sagði Lúðvig Hjálmtýsson m. a.: Þegar svona atvik eiga sér stað, er í raun og veru ekkert annað hægt að gera en biðjast af- sökunar og gleðjast yfir því að ekki skyldi verr fara en raun ber vitni. Hinsvegar læt- Sendinefnd Flugfélagsstarfsfólksins var hressilegt og broshýrt. - og magaveiki ur maður slíka atburði sér að keningu verða og þeim mun leiðara er þetta þegar þess er gætt að í Reykjavík er betra og fullkomnara eftirlit með hreinlæti á veitingahúsum af hendi borgarlæknisembættis- ins en mér er kunnugt um að sé annastaðar á Norðurlönd- um, þess utan er matreiðslu- maðurinn hinn lærðasti í þess- ari grein og maður sómakær. Hinsvegar er það vitað að allur matur er mjög við- kvæmur fyrir eiturverkandi utanaðkomandi áhrifum ef ekki er gætt fyllstu varúðar. Staðreynd er það að í þau meir en 15 ár sem ég hefi starfað í Sjálfstæðishúsinu hefur atburður eins og þessi aldrei skeð. Kanske sú heppni slævi með manni hugsunina um hættuna sem ávalt er fyrir hendi á veitingahúsum og raunar í eldhúsum heimil- anna líka, en það er önnur saga. Varð eitrunin jafn almenn og sagt er? Um það skal ég ekki full- yrða. En mér þykir ósennilegt að 80 prósent gesta hafi sykzt. En um þetta hafa gengið mikl- ar tröllasögur í bænum. Ég hefi reynt eftir föngum að kynna mér tölu sjúkra og komist m. a. að raun um að þeir sem sagðir voru alvar- lega veikir höfðu sem betur fer ekki kennt sér meins. I Málið er nú í höndum borg- arlæknis til rannsóknar og mín ósk er sú að hún leiði í ljós orsakir þessa óhapps. Borgarlæknir skýrði Mbl. frá því í gær, að mál þetta væri í rannsókn og mundu niðurstöður rannsóknanna birtast þegar þær liggja fyrir. 5 júkraþjálfun - Frv. Ragnhildar Helgadóftur RAGNHILDUR Helgadóttir flytur í neðri deild Alþingis frumvarp til laga um sjúkra- þjálfun. Fylgdi Ragnhildur frv. úr hlaði á fundi deild- arinnar í gær og skýrði efni þess. — ★ — í greinargerð frumv. segir, að það sé flutt að beiðni Fél. ísl. sjúkraþjálfara, en í þeim félags- ekap eru aðeins þeir sjúkraþjálf arar, sem stundað hafa nám í grein sinni við viðurkennda skóla erlendis og lokið þaðan til skildum prófum. Enginn skóli er starfræktúr í þessari grein hér á landi. Löggiltir sjúkraþjálfarar Skv. 1. gr. frv. skul-u þeir einir hafa rétt til að starfa sem sjúkra þjálfarar hér á landi, sem hlotið hafa til þess löggildingu heil- brigðismálaráðherra að fengnum imeð'maelum landlæknis og stjórn «r Fél. ísl. sjúkraþjálfara. Skulu löggiltir sjúkraþjálfarar hafa lok ið námi í sjúkraþjálfun (fysiother api) við viðurkennda skóla. Einn ig má þó löggilda þá, sem starf að hafa í þessari grein, þegar lögin öðlazt gildi, ef meðmæli fást frá ofangreindum aðilum. Hvað er sjúkraþjálfun? í 2. gr. frv. er skilgreining á hugtakinu sjúkraþjáifun. Segir þar, að sjúkraþjálfun sé „með- ferð, sem sjúkum er veitt í lækningaskyni með nuddi, æfing um, ljósum, hita og rafmagni". Tilgangur frumvarpsins Tilgangur frv. er tvíþættur. Annars vegar lýtur það að því að tryggja þeim sjúkraþjálfur- um, sem lokið hafa námi í sér- grein sinni, rétt til að starfa Skattfrelsi vinninga HEILBRIGÐIS- og félags- málanefnd neðri deildar flyt- ur frv. til laga um skatt- frelsi vinninga í happdrætti Styrktarfélags vangefinna. 1. gr. frv. er á þá leið, að happdrættisvinningar Styrkt arfélags vangefinna skuli ár- ið 1961 vera undanþegnir hvers konar opinberum gjöld um nema eignarskatti. Er frv. flutt að beiðni Styrktarfélags vangefinna. í grg. segir, að það sé mikils- vert atriði til örvunar sölu happdrættismiða, að vinning- ar þess séu skattfrjálsir, en öllum nettóhagnaði happ- drættisins sl. 2 ár hefur fé- lagið varið til byggingar- framkvæmda og annarra hagsbóta fyrir vangefið fólk. Er takmark félagsins að ljúka byggingarframkvæmd- um sínum á leikskóla og dag heimili í Safamýri í Reykja- vík og starfsmannahúsi í Skálatúni, á þessu ári og hyggst það efna til happ- drættis í fjáröflunarskyni. við sjúkraþjálfun fram yfir þá, sem ©kki hafa til starfsins lært. Hins vegar lýtur það að öryggi þeirra sjúklinga, er á sjúkraþjálfun þurfa að halda, en á miklu getur oltið fyrir heilsu þeirra, að sú meðferð sé fram- kvæmd. á réttan hátt. í samræmi við hið síðarnefnda er ákvæði í 3. gr., sem lýtur að því, að lækn ar megi ekki hafa í þjónustu sinni annað fólk til að framkvæma sjúkraþjálfun en löggilta sjúkra þjálfara. Og í 4. gr. er bann við því að ráða aðra til sjálfstæðra sjúkraleikfimistarfa við sjúkra- hús, elliheimili, hressingarhæli o.s.frv. en þá, sem eru fullgildir sjúkraþjálfarar skv. 1. gr. Lög um FRUMVARP ríkisstjórnar- innar um Listasafn íslands var afgreitt sem lög frá Al- þingi á fundi neðri deildar í gær. Skv. 1. gr. laganna skal safnið vera eign íslenzka ríkisins, og fer menntamála- ráðuneytið með yfirstjórn þess. Menningarsjóður skal greiða safninu a. m. k. 500 þús. kr. árlega af tekjum sínum til listaverkakaupa. — ★ — Skv. 2. grein skal aðalhlutverk safnsins vera. a. að afla svo fullkomins safns íslenzkrar myndlistar sem unnt er, varðveita það og sína, b. að afla viðurkenndra erlendra listaverka, og skal verja í því skyni allt að tíu af hundraði af því fé, sem safninu er feng ið til listavérkakaupa, geyma má fé í þessu skyni frá ári til árs, c. að annast fræðslustarfsemi um myndlist. innlerida og er- Fiskveiðar við Afriku MEIRI hluti fjárveitinga- nefndar sameinaðs þings hef- ur skilað áliti um till. til þál. um athugun á möguleikum til fiskveiða við vesturströnd Afríku. Hafði nefndin leitað umsagnar Fiskifélags íslands og L.Í.Ú. og leggur meiri hlutinn til, að tillagan verði samþykkt óbreytt. listasaín lenda, með fyrirlestrum, kvik myndasýningum, leiðsögn um safnið útgáfu mynda og rita, eða með öðrum þeim hætti, er henta þykir og fé er veitt til, d. að láta gera kvikmyndir um verk hinna fremstu íslenzku myndlistarmanna, ævi þeirra og starfsháttu, eftir því sem fjárráð og aðrar aðstæður leyfa, e. að afla heimilda um íslenzka mýndlist að fornu og nýju og kaupa til safnsins nauðsyn- legan bókakost, f. að efna til farandsýninga um landið, g. að veita erlendum söfnum og öðrum opinberum aðilum upp lýsingar um íslenzka myndlist,. eftir því se móskað er og við verður komið, h. að hafa umsjón með öllum listaverkum í eigu ríkisins, þótt þau séu geymd utan safns ins, nema þeim, sem geymd eru í Þjóðminjasafni eða falin þjóðminjaverði eða öðrum til umsjónar. Þá skal starfa 5 manna safn- Framh. á bls. 23 STAKSTEIKAR Allt komið í kerfi í verkalýðsmálum eins og á öðrum sviðum hefur verið hin fullkomnasta samvinna meS kommúnistum og Framsóknar- mönnum að undanförnu. Tíminn hefur birt myndasíður af þeim kommúnistum, sem í framboði hafa verið í verkalýðsfélögunum og hælt þeim á hvert reipi. Efnis- lega hafa greinar Framsóknar- blaðsins verið þær sömu og í Þjóðviljanum, en orðalagi hefur verið hagrætt og nokkur frávik í stílnum. Svo virðist þó sem kommúnist- um hafi fundizt þeir Framsóknar- menn skemma greinarnar með þessum tilbrigðum. í gær birtir Tíminn orðrétta grein, sem einnig er í Þjóðviljanum, um framboð í Bifreiðastjórafélaginu Frama. t greininni eru f jórir megin punkt- ar og eru þeir merktir með tölu- stöfum í Þjóðviljanum, en Tím- inn gerir það eina frávik, að í staðinn fyrir að setja 1, 2, 3, 4, þá segir blaðið: f fyrsta lagi, öðru lagi, þriðja lagi og fjórða lagi. Allt annað er birt orðrétt frá kommúnistum. Vonandi verða Framsóknarmenn ekki skammað- ir fyrir þetta smávægilega frá- vik, nema þá að þeir hafi gert það í hreinu Ieyfisleysi, þá mundi það sjádfsagt vera talið til svika. „Rauðu hundarnir“ í grein, sem Torfi Ólafsson rit- ar í Morgunblaðið í gær, segir m. a. á þessa leið: „Sé hvolpur innan dyra en eldri hundur utan, bregst það ekki að í hvert sinn, sem hinn eldri finnur hjá sér hvöt til að gelta að vegfarendum, er eins og hvert það hljóð, sem hann rek- ur upp, bergmáli í hvolpinum. Sá litli setur allan sinn metnað í að gelta með sama ofsa og hinn stærri, eins og hann telji allt álit sitt í augnm málsmetandi hunda þar undir komið, að hann geti sýnt af sér a. m. k. jafnmikinn dólgshátt og hinn stærri. Slíkar minningar vakna gjarn- an hjá manni þessa síðustu daga, er hinir rauðu hvolpar hérlend- is hef ja gelt mikið að manni, sem hefur það eitt til saka unnið að hafa barizt fyrir frelsi föðurlands síns á hættustund — og því mið- ur árangurslausri baráttu. Sýni- legt er af ofsa hvolpanna að nú liggur mikið við — og nú verður sóma þeirra ekki við bjargað hjá bolabítunum aiustan við þilið nema þeir sýni af sér ennþá meiri grimmd og ofstopa en þeir hafa viðhaft fram til þessa“. Gelt þeirra hljóðnað? Þótt það sé ekkert undarlegt, þá má segja að það sé ánægju- legt, hve éinarðlega íslenzkur al- menningur hefur brugðizt við gelti íslenzku hvolpanna. Þessir „rauðu hundar“ ættu héðan í frá að vita, að aðfarir á borð við þær sem þeir hafa viðhaft síðustu dag- ana eru hér fordæmdar. Þeir virð ast líka vera að gera sér grein fyrir því, vegna þess að Þjóðvilj- inn ritar ekki lengur vm þetta mál í gær. Skýringin getur líka verið sú, að þeir séu búnir að fá rúblurnar í óreiðusjóði sína og geti þess vegna hvílt sig nokkra daga þangað til rússnesku bola- bítarnir byrja að gelta á ný. Allt í einu aflaleysi Stjórnarandstæðingar hafa fram að þessu barið höfðinu við steininn, þegar rætt hefur verið um aflaleysið og verðfallið á s.l. ári. f gær glopraðist það hins veg ar upp úr Þjóðviljanum, þegar hann er að leHa rökstuðnings í öðru sambandi, að „fiskaflinn varð á síðasta ári mun minni en árið áður og afli togaranna t.d. fjórðungi minni“ og „karfaafli togaranna minnkaði um helm- ing“. Er ekki tími til kominn að viðurkenna verðfallið Iíka og styrk viðreisnarinnar að þola þessi áföll?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.