Morgunblaðið - 22.03.1961, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 22.03.1961, Qupperneq 10
IC MORGVJSBL4ÐÍÐ Miðvikudagur 22. marz 1961 D Hinn nýi metri FRÁ þvi árið 1789 á dögum Frönsku byltingarinnar hefur verið varðveitt í jarðhýsi í Severes platinum-iridium stöng þar sem tvær skorur sýna hinn viðurkennda al- þjóða metra, sem allar aðrar metraeiningar eru sniðnar eft- ir. Severes er skammt frá Par- ís, og er stöngin, sem er gerð úr málmblöndu, þannig, að hún breytist lítið við hita- breytingar. Samt sem áður er stöngin ávallt geymd við núll gráðu hita á Celsítis. Flest lönd hafa sína eigin stöng sem er nákvæm eftir- líking af stönginni i Severes, en alltaf öðru hvoru verður að bera þær saman við hinn upphaflega metra til þess að fyrirbyggja rangar mælingar. Þar sem þessar metrasstangir geta ekki verið fullkomlega nákvæmar vegna gerðar sinn- ar, hafa vísindamenn lengi verið að velta því fyrir sér að taka upp einhvern annan „mælistokk", sem fullnægði þeim kröfum, sem nútímavís- indin setja. Platinum-iridium stöngin getur í hæsta lagi sýnt nákvæmni sem svarar einum milljónasta úr þumlungi sem er í raun og veru fullkomin nákvæmni, þegar um venju- legar mælingar er að ræða, en þegar farið er út í eins fín- ar smíðar og t. d. gervitungl, þá fer að vandast málið. Það hefur nefnilega komið í ljós, að ef legurnar í stjórntækj. unum eru einum milljónasta of stórar eða litlar, þá mundi geimflaug, sem ætlað væri að lenda á tunglinu, missa marks sem svaraði yfir 1000 kílómetr um. Nýlega komu saman fulltrú- ar frá 32 löndum, og sam- þykktu að leysa stöngina í Severes undan skyldum sínum. Samþykktu þeir að fram- vegis yrði meterstandardinn 1,650.763.73 öldulengdir af öldulengd þeirri, sem loftteg- undin Krypton 86 gefur frá sér í lofttómu rúmi. Þessi nýi standard hefur margt fram yfir þann gamla, þ. e. stöngina í Severes. Fyrst og fremst gefur hann tilefni til miklu meiri nákvæmni, þar sem hver öldulengd er um einn tuttugumilljónasti hluti úr þumlungi. Þó er það hent- ugasta við hann það, að hægt er að framkalla hann á flest- um rannsóknarstofum með tæki, sem kallast interfero- meter. Meterinn var upphaflega hugsaður sem einn fjörutíu milljónasti hluti af ummáli jarðarinnar, það er að segja hann var dreginn af jarð- neskum eiginleikum. Hinn nýi metri er alheimslegur, og er ekkert frekar bundin við jörð ina, og má því hvar sem er í alheimnum framkalla hann á tilraunastofu. Það er önnur mælieining, sem við notum, og sem er dregin af jarðnesku fyrirbæri. Það er tímaeiningin, sekúnd- an. Hún er hugsuð sem 1/86,400 hluti úr meðal-sólar- Þjóðhdtíðisdagurinn 17. júní 1961 »y COIUMU* HATUHES WC. WO«lO WOHTS HSWVW Þetta er atómklukka, sem notuð er í gervitungli til þess að sannreyna kenningar Einsteins. Timaeining nútímans er dreg- in af snúningi jarðar, en einhvern tíma í framtíðinni vonast visindamenn til þess að geta notað atómið sjálft fyrir mæli- stokk fyrir tímann. degi. Nú hafa vísindamenn komizt að raun um það, að dagurinn er alltaf að lengj- ast smátt og smátt, fyrst og fremst vegna ölduhreyfinga þeirra, sem tunglið skapar á jörðunni, og orsakar það að tunglið færist smám saman fjær jörðinni. Einnig hefur Sólin nokkur áhrif. Það gefur því að sklja, að sekúndan, sem nú er notuð, er í reyndinni ó- fullnægjandi. Bezt væri að finna einhvern alheimslegan tíma, sem ekki væri bundinn jörðinni á neinn hátt, eins og sekúndan. Slíka tímaeiningu hafa vísindamenn ekki enn fundið, að minnsta kosti ekki fullnægjandi timaeiningu, svo framvegis verður skilgrein- ingin á sekúndunni „jarðnesk“ þó með þeirri breytingu, að nú verður hún miðuð við lengd sólarársins 1900, eins og hún er gefin í stjörnufræðilegum töflum. Sekúndan er því fram vegis 1/31,556,925,974 hluti úr sólarárinu 1900. Visindamenn eru ekki alveg ánægðir með hina nýju skil- greiningu á tímaeiningunni, og þeir vonast til þess, að ein- hvern tíma í framtíðinni tak- ist þeim að finna einhvern betri mælistokk t. d. atómið sjálft. ÞAR SEM að háttvirt Alþingi sit ur nú að störfum, finnst mér tími til kominn að einhver hátt virtur alþingismaður, leggi fram frumvarp, um að lögskipa þjóð- hátíðisdag vor fslendinga; því eins og alkunnugt er, verður Ríkisstjórn íslands, að fara þess á leit árlega, við atvinnurekend ur og almeenning að halda dag inn hátíðlegan. — Samkvæmt landslögum þurfa atvinnurekend ur ekki að gefa starfsmönnum sínum frí þennan dag. — Verka- menn og verzlunarmenn eiga sina lögskipuðu frídaga, en þjóð in sjálf á enn engan lögskipaðan -þjóðminningardag, þrátt fyrir það, að bráðlega minnumst vér 17 ára afmælis hins íslenzka lýð veldis. Um marga áratugi hafa íþrótta menn og íþróttafélögin haldið 17. júní hátíðlegan víða um land, með íjölbreyttum og f-jölmenn- um íþróttamótum. Með því vildu íþróttamenn minnast hins mikila foringja og mannkostamanns, Jóns Sigurðssonar, forseta, sem líka lét sig miglu skipta l(kams mennt landsmanna, m.a. þegar rætt var um að flytja Bessastaða skóla til Reykjavíkur. Á þeim tíma voru líkamsíþróttir lítils metnar, enda létu landsmenn sér þær litíu skifta. Nú er öldin önn ur, sem betur fer. — Með þess u-m fjölmörgu 17. júní-mótum, má segja að íþróttamenn hafi vakið þjóðina til meðvitundar um helgi 17. júní. Þjóðin fór smámsaman að sannfærast um að 17. júní væri hannar heilla- og hamingjudagur. O-g það stað- festi Alþingi eftirminnilega, með endurreisn hins íslenzlca lýðveld is á Þingvöllum 17. júní 1944. Margir bera því við, að óþarf lega -margir frídagar og helgidag ar séu hér, — og má það satt vera. O-g að skaðlaus-u mætti fækka þeim eitthvað. En að mínu áliti ætti 17. júni að vera fyrsti lögskipaði helgidagur þjóðarinn ar. Og væntanlega mun-u íþrótta- menn ek-ki f-alla írá þeirri tillögu Félagslíf Víkingur, skíðadeild Skrásetning við dvöl í skíða- skálanum um páskana verður fimmtudag 23. kl. 8—10 og föstu dag 24. kl. 730—9. Stjórnin Skíðadeild K.R. Páskadvöl 1961 Áskriftalisti fyrir þátttakend- ur liggur frammi í félagsheimil- um til fimmtudags. Stjórnin. Knattspyrnufélagið Valur Knattspyrnudeild 3. flokkur. — Fjölmennið á æfinguna í kvöld kl. 7.40. — Ath-ugið að fundinum, sem vera áttj í kvöld, verður frestað þar til síðar. Þjálfarar. Páskadvöl í Jósefsdal Dvalið verður í Jósepsdal um páskana. Uppl. í símum 36920 og 35458. Allir velkomnir. Stjórnin. Knattspyrnufélagið Valur Knattspyrnudeild 2. flokkur. — Æfing í kvöld kl. 8.30. — Fjölmennið á Bingó skemmtunina í Lídó á morgun, og takið með ykkur gesti. Þjálfarar. Páskadvöl í Valsskálanum! Dvalið verður í Valsskálanum um páskana. Þátttökðleyfi liggur frammi í félagshei-milinu. Dvalar leyfi verða afhent mánudaginn 27. marz. — Stjórnin. UIFHA IAC06SEN FERDASKRIFSTOFO Auslurslrili $ Slmi: 13499 Páskaferðin í ár er í Öræfa- sveit. Pantið tímanlega. — Um- boðsmaður í Hafnarfirði: Tra-usti PáLsson Rafveitubúðinni. BEZT AÐ AUGLÝSA I MORGUNBLAÐINH Samkomur Kristniboðssambandið Almenn samkoma í kvöld kl. 8.30 í kristniboðsbúsinu Betaníu Laufásvegi 13. — Ólafur Ólafs- son kristniboði talar. — Allir eru hjartanlega velkomnir. Steinþóra Barða- dóttir F. 14. maí 1883 — D. 6. febr. 1961 Liðinn ert héðan úr heimi, húmar af dauðans nótt. Minningar gamlar geymi, — um góðverk er oftast hljótt. Margþætt er mannlífs saga, — mörgum þú veittir skjól. Það lýsir á liðna daga, ljómi frá minninga sól. Létt var þér lífið forðum, lundin var stór og djörf. Röskleiki í athöfn og orðum var einráður við þín störf. Þeir sem — aíð þjáðum buga, þeir öðlast dýrðar-sýn. Ég þakka af heilum huga, hlýju við börnin mín. Hin löngu og liðnu kynni ljúf voru mér og kær. Ég kveð þig í síðasta sinni — svefninn er þreyttum vær. Laufey Páls. Almennar samkomur Boðun fagnaðarerindisins Hörgshlíð 12, Rvík í kvöld miðvikudag kl. 8 e. h. Fíladelfía Georg Gústafsson frá Svíþjóð prédikar í Fíladelfíu að Hverfis- götu 44 í kvöld kl. 8.30. Hann hefur einnig biblíulestur kl. 5 á sama stað. — Allir velkomnir. Zion Austurg. 22 Hafnarf. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Heimatrúboð lekmanna. Málflutningsskrifstofa JÓN N. SIGURÐSSON b æstaréttarlögmaður Laugavegí 10. — Sími: 14934 I.O.G.T. St. Mínerva nr. 172 Fundur í kvöld kl. 20.30. — Kosnin-g þingstúkufulltrúa. — St. Framtíðin kem-ur í heimsókn. Lei-kþáttur, upplestur o. fl. — Mætið stundvísllega. Æ. T St. Framtíðin nr. 173 St. Mínerva býður Framtíðar- félögum heim, miðvikudag k'l. 8.30 í Templarahöllinni. Æ. T. Stúkan Einingin nr. 14 Fundur í kvöld kl. 8.30. — Kosning embættismanna og kosn ing fulltrúa til þingstúku. — Spilakvöld. Verðlaun. Æðstitemplar. sinni, sem íþróttaþing Í.S.Í. hefir samþykkt árlega, fyrr en hún er kominn í farsæla höfn. í huga fólksins er 17. júní mesti heilla- og hamingjudagur þjóðar vorrar, — og mun væntan lega verða það um alla framtíð. Látum ekki hæstvirta ríkis- stjórn þurfa oftar að fara bónar veg að atvinnu-rekendum og al- menningi, um að halda 17. júní hátíðlegan. Lögskipum hann nú þegar á þessu Alþingi, sem nú stendur. — Þess mundi að mak- leikum lengi minnzt. Bennó. íslendingur á or gelhl j ómleikum í Hamborg HINN 24. febrúar sl. voru haldnir orgelhljómleikar í stærsta hljóm leikasal Hamborgar. Þar komu fram 5 ungir listamenn, allir nem endur prófessors Martin Gúnth- er Förstemann ,orgelleikara i Hamborg. í hópi þessara ungu og efnilegu orgelleikara var einn íslendingur, Haukur Guðlaugs- son, skólastjóri tónlistarskólans á Akranesi. Lék Haukur fyrst kór- alforleik, en síðar Prelúdíu og fúgu í Es-dúr eftir J. S. Bach. Var leikur Hauks með miklum ágætum og var honum ákaft fagn að af áheyrendum. Póstur og sími í Ólafsfirði í nýtt húsnæði ÓLAFSFIRÐI, 20. marz: — Ný- lega flutti póstur og sími í nýtt hús. Síminn hefur verið til húsa í sama húsi síðan 1908, en þá var sími fyrst lagður til ÓÍafsfjarða-r. Hið nýja hús er tvær hæðir og kjallari. Á fyrstu hæð er af greiðsla pósts og síma, á annarri hæð er íbúð póst- og síma- stjóra. Hiúsið er allt hið vand- aðasta að frágangi og fyrirkomu lag eins og bezt verður á kosið. Yfirumsjón með smíði hússins hafði Gísli Magnússon, múrara- meistari. Trésmíðameistari var Gunnlaugur Magnússon; málara- meistari Sigmundur Jónsson; raf virkjameistari Magnús Stefáns- son. Um miðstöðvarlagnir sá Tómas Björnsson frá Akureyri. Innréttingar í póst- og símaaf- greiðslu voru smíðaðar í trésmíða verkstæði Guðmundar Magnús- sonar á A-kranesi. Teikningar voru gerðar af Gísla Halldórs- syni arkitekt í Reykjavík. Póst- og símastjóri í Ólafsfirði er Brynjólf-ur Sveinsson. — J.AG. í Kaupmannahöfn er til leigu þriggja herbergja íbúð frá 1. júní til 1. sept. — íbúðin er með hús-gögnum og öllum heimilistækjum. Upp- lýsingar í síma 12571. SKIPAUTutRB KIKIS HEKLA austur um land til Akureyrar 25. þ. m. — Tekið á móti flutn- ingi í dag til Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Norð fjarðar, Seyðisfjarðar, Þórshafn- ar, Raufarhafnar, Kópaskers og Húsavíkur. — F-arseðla-r seldir á fim-mtudag. Magnús Thorlacius næstaréttarlögmaður. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 9. — Sími 1-1875.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.