Morgunblaðið - 22.03.1961, Síða 13

Morgunblaðið - 22.03.1961, Síða 13
Miðvikudagur 22. marz 1961 MORGV1SBLAÐ19 13 Tal sterk- ari á taugum 1MYND þessi var tekin s.l. mið- vikudag í Moskvu, þegar Iheimsmeistarakeppni í skák |hófst. Vinstra megin á mynd- inni er Mikhaii Tal, núver- andi heimsmeistari og and- spænis lionum hinn gamli i garpur, Mikhail Botvinnik, isem hefur hvítt og leikur fyrsta leikinn. Einvígið fer fram í leikhúsi i Moskvu sem tekur 1500 manns í sæti. Var það troð- fullt við setningarathöfnina. Um 500 manns stóðu úti fyrir og knúðu dyra, en urðu frá að hverfa. Tefld verða allt að 24 töfl. Slík einvígismót eiga að jafnaði að fara fram þriðja hvert ár. Botvinnik er nú jfimmtugur og hefur lengi ver| ið ókrýndur konungur skáklist arinnar. Heimsmeistari hefur 'hann verið síðan 1948. Árið 1957 vann Smyslov hann, en hélt heimsmeistaratitlinum aðeins í eitt ár, þá notfærði Botvinnik sér endurkeppnis-, og vann heiðurinn að rrýju. Á s 1. ári sigraði Tal Bot-' vinnik og er nú aðstaða Bot vinnks sú sama og gegn Smys-; lov að hann notfærir sér end urkeppnisrétt og hefur skorað Tal á hólm. Eru skákmenn um allan heim mjög spenntir lað fylgjast með einvíginu ogV i menn bíða þess með óþreyjuJV að sjá, hvort Botvinnik verður < enn unnt að ná sigri. Mbl. spurði Baldur Möller' 'í gær, hverju hann spáði um/ úrslitin. — Ég held að Tal I vinni sagði hann og benti á,) l að Tal hafði unnið Botvinnik á - s.I. ári með miklum yfirburð-( um og að Tal væri sterkari( taflmaður en t. d. Smyslov. Hefði þann neista sem Smys-/ lov skorti. Botvinnik er nú' kominn á þann aldur, að lík- 1 legt er að hann sé farinn að/ 1 missa keppnisskerpu. Tal er(' !hins vegar aðeins 24 ára. Já,' !ég held að hann vinni sagði 1 Baldur, þó ekki væri af öðru ') en að hann er sterkari á taug-/ um. Misnotar Bomiioít ráðherravaíd (jagnrýáii á hann í Danmörku Kaupmannahöfn í marz 1961 BOMHOLT félagsmálaráðherra geðjast auðsjáanlega ekki að at- vinnuleysissjóði, sem félag danskra sölumanna (Danmarks Handelsrejsende) hefur stofnað, og sem sótt hefur um viðurkenn ingu ríkisins og styrk úr ríkis- sjóði. Þetta sölumannafélag styð ur ekki jafnaðarmenn. Formaður þess hefur boðið sig fram við þingkosningar fyrir hönd borg- araflokkanna. Öðrum máli er að gegna, þegar um er að ræða atvinnuleysissjóði stéttafélaga, sem eru í tengslum við jafnaðarmenn. Stjórnarand- staðan segir, að Bomholt reyni að styrkja slíka sjóði á allan hátt og vilji því þvinga menn til að gerast félagar í þeim. Fyrir meira en ári sótti at- vinnuleysissjóður sölumanna í fyrsta sinn um ríkisstyrk. Bom- holt svæfði þá umsókn í nefnd. Umsækjendurnir sneru sér því til umboðsmanns Þjóðþingsins, Stephan Hurwitz prófessors, en til hans geta þegnarnir leitað, ef þeir vilja kvarta undan aðgerð- um framkvæmdarvaldsins. Um- boðsmaðurinn ávítaði ráðherr- ann fyrir meðferð hans á mál- inu. Sölumannafélagið bar því umsókn sína fram að nýju. Efiir Pál Jónsson Bomholt svaraði, að hann gæti ekki veitt þessum atvinnuleysis- sjóði viðurkenningu ríkisins og ríkisstyrks að svo stöddu. Sagði ráðherrann m. a., að ekki hafi verið færðar sönnur á, að þörf sé á þessum sjóði. í sölumanna- félaginu séu 7.000 manns, en ekki nema 257 hafi látið í Ijós ósk um að vera félagar í atvinnuleysis- sjóði þess. Bendir ráðherrann á, að sölumennirnir geti tryggt sig í öðrum sjóðum. Formaður sölumanna segir að þessi synjun um ríkisstyrk komi í bága við gildandi lög. Sjóður þeirra uppfylli öll skilyrði lag- anna. En Bomholt reyni af póli- tískum ástæðum að þröngva sölu mönnum til að gerast félagar í öðrum atvinnuleysissjóði. Segist formaðurinn ætla að biðja lög- fræðinga að athuga, hvort til mála geti komið að höfða mál á móti Bomholt og ákæra hann fyrir embættismisnotkun. Dagblaðið „Börsen“ gagnrýnir mjög framkomu Bomholts og seg ir m. a.: Ráðherrann bendir á, að félagar sjóðsins eru fáir, en þeir eru nægilega margir til að uppfylla skilyrðin fyrir ríkis- styrki. Þar að auki veit Bom- holt vel, að þeim mundi fjölga að miklum mun, ef viðurkenning ríkisins væri gefin. En aðalatrið- ið er það, að atvinnuleysissjóð ur sölumanna á lagalegan rétt á ríkisstyrki. Blaðið sakar Bom holt um embættismisnotkun og segir, að hann beri fram ósann- indi og komi með ýmisleg undan. brögð, til þess að tryggja at- vinnuleysissjóði, sem sé pólitískt nátengdur ráðherranum, einka- rétt til atvinnuleysistrygginga innan verzlunarstéttarinnar. Að gerðir Bomholts í þessu máli ættu að kosta hann ráðherra- stöðuna. Hið óháða Kaupmannahafnar- blað „Information“ skrifar m. a.: Bomholt þegir stöðugt við þess- um alvarlegu ásökunum, en þær eru bornar fram af mikils metnu blaði, sem er ekki pólitískt flokks blað. Yæri framkoma ráðherr- ans lögum samkvæm, ætti hann ekki að þurfa margar mínútur til að færa sönnur á það. €ru veigamikil og afar vandasöm og frábærlega leikin. Onnur hlut- verk eru öll lítil. Þessa frábæru mynd ættu sem flestir að sjá. Gatnla Bíó: ARNARVÆNGIR Julius Bomholt Einn af þingmönnum íhalds- flokksins, Ninn-Hansen lögmað- ur, boðar umræður í Þjóðlþinginu um þetta mál. Ninn-Hansen seg- I ir: Bomholt synjar um styrkveit ingar og rökstyður synjunina með því að heimta uppfyllt skilyrði, sem ekki eru nefnd í gildandi lög um. Þetta getur þingið ekki látið afskiptalaust. Páll Jónsson Nýja Bíó: HiiíOSHIMA — ÁSTIN MÍN — MYND þessi er gerð af Pathé- kvikmyndafélaginu franska í eamvinnu við þrjú önnur kvik- myndafélög. Leikstjóri er Alain Resnais en aðalleikendurnir franska leikkonan Emmaunelle Riva, ný og upprennandi kvik- myndastjarna og japanski leik- arinn Eigi Okada. Myndin gerist i Hiroshima. Þar hittast af tilviljun maður og ikona og laðast hvort að öðru. Hann er japanskur húsameist- ari, hún frönsk kvikmyndaleik- ikona, sem dvelst um stundarsak- ir í Hiroshima vegna kvikmynd- ar um friðarhreyfinguna, sem þar er verið að gera. Yfir fortíð hans hvílir ægilegur og óafmá- enlegur skuggi: Minningin um það, þegar kjarnorkusprengjan þurkaði borgina Hiroshima út af yfirborði jarðar og eyddi þar öllu lífi á fáeinum sekundum. — Hún' á einnig sína fortíð, óhugnan- legar minningar, sem hvílt hafa sem mara á lífi hennar og fylgt j henni í undirvitundinni, er tím- j ar liðu, sem þjáningarfullur draumur. Hún hafði, er síðari Ittyrjöld stóið sem hæst o.rðið ástfanginn af þýzkum hermanni úr setuliði Þjóðverja í fæðingar- bæ hennar. Það varð hennar örlagadómur. Þegar bærinn var frelsaður úr klóm Þjóðverja var ástvinur hennar skotinn til bana en hún tekin af frönskum frelsisvinum og henni refsað með því að rakað var af henni hárið. Foreldrar hennar létu hana haf- ast við með leynd í kjallaranum ! heima hjá sér. Um stund varð; hún sturluð, en loks var hún að nóttu til send til Parísar.... Þessi franska leikkona og jap- anski húsameistari finna fróun í samvistunum og ástin vaknar í hjörtum þeirra. >au segja hvort öðru hina þungbæru reynzlu I aa, og það tengir þau enn nánari böndum. En hún á að halda til Frakklands daginn eft- ir. Þau kveðjast hvað eftir ann- að, en honum er skilnaðurinn óbærilegur og þau leita altaf aftur hvors annars. Hún hverfur til hans að fullu og öllu. í borg hinna dauðu, Hiroshima hefur skéð það undur að ástin hefur gefið tveimur þjáðum mannver- um nýtt líf. Mynd þessi er fágætt listaverk, kyrrlát á yfirborðimu, með þung- um undirstraum biturra örlaga. Og hin listrænu vinnubrögð við alla gerð myndarinnar eru ein- stæð. Auk þess er texti myndar- innar í fullkomnu samræmi við efni hennar, — eins og órímað j ljóð, þar sem sama stefið er endurtekið við og við og gefur myndinni sérstaka dýpt og heill- andi „rytma“ ef svo mætti að orði komast. — Aðalhlutverkin FRANK „Spig“ Wead er maður nefndur ,er kom mjög við sögu bandaríska sjóhersins eftir heimsstyrjöldina fyrri. Hann var útskrifaður úr sjóliðsforingja- skólanum í Annapolis og fékk þegar mikinn áhuga á því að sjóherinn eignaðist sínar sjóflug- vélar. Vann hann mikið og gott starf á þessu sviði og varð einn af brautryðjendum fluglistarinn- ar í sambandi við sjóflugvélar. Hann barðizt og fyrir mörgum öðrum nýjunkum í sambandi við flotaflugvélar, m. a. byggingu stórra flugstöðvaskipa. Þing Bandaríkjanna var í fyrstu tregt til fjárveitinga í þessu skyni, en tillögur „Spigs“ sigruðu þó að lokum og ennþá nýtur banda- ríski flotinn árangursins, af verkum hans og hugsjónum, enda lauk hann ferli sínum i sjóhernum með Commandertign. Á ævi þessa manns byggist mynd sú, sem hér er um að ræða. Er tekið á efninu mjög léttum tökum — of léttum tökum — að mínum smekk. Og enn er ame- rísk kímnigáfa ekki vaxin upp úr því að krydda gamanmynd- ir með því að menn sletta hver framan í annan rjómatertum og þessháttar! Að þessu leyti hefur tíminn staðið kyrr í þessu mikla landi framfara og tækni, frá því er Mac Sernett var upp á sitt bezta fyrir um 40—50 árum. — Vitanlega er mikið hlegið að þessari mynd, en hún á einnig sína alvarlegu hlið, þegar Sam „Spig“ hryggbrotnar og verður örkumla alla ævi sína. John Wayne leikur „Spig“ og fer prýðilega með það hlutverk, karlmannlegur og íturvaxinn. Konu hans Minnie leikur Mau- seen O’Hara og Carson undir- foringja „Spigs“ og vin hans leik- ur Dan Dailey. Er leikur þeirra beggja góður, en þó sérstaklega skemmtilegur leikur Dailey’s.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.