Morgunblaðið - 22.03.1961, Page 15

Morgunblaðið - 22.03.1961, Page 15
Miðvíkudagur 22. marz 1961 MORGVN BLAÐIÐ 15 Þrír leikarar I BLÖÐ í Kaupmanna- I höfn hafa sagt frá kvik- I mynd, sem sýnd er þar í I borg um þessar mundir og I þykir talsvert nýstárleg aS gerð, einkum að því er efni og efnismeðferð varðar. Aðalleikarar í kvik mynd þessari eru þrír: Or- son Welles, Juliette Greco i og ungur og lítt þekktur maður, Bradford Dillman að nafni. Aðalhlutverkin eru hins vegar sex — hver fyrrnefndra leikara fer nefnilega með tvö hlutverk. ★ KVIKMYNDIN nefnist „Drama í spegli“ (eða eitt- hvað þvílíkt), og í henni er Kirkjuleg ráðgáta SKYLDI mér missýnast, þegar mér virðist þráfaldlega, að furðu margir taki sér létt að standa 'frammi fyrir ráðgátu ef ein- hverju tagi, og geta ekki leyst hana, enda þótt ráðningin skipti miklu máli og þau sannindi, sem hún hlýtur að flytja? Hér er ein kirkjuleg gáta, sem snertir okk- ar álfu og Norður-Ameríku. Sam- kvœmt góðum heimildum snýr mikill meirihluti unglinga í ýms um löndum Evrópu nú undanfar- ið baki við kirkjunni eftir ferm- ingu og afrækir hana, eða um 80 prósent unglinganna. En í Norður-Ameríku, sérstaklega Bandaríkjunum, er hlutfallið þannig, að 75 prósent af ungling- unum innan hinna ýmsu kirkju- deilda sækir kirkju sína og rækir á ýmsan hátt, unir sér vel í andrúmslofti kirkjunnar, þó að á þessari 20. öld sé. Auðvitað eru ýmsir líklegir til að segja: Skiptir þessi gáta nokkru máli? Ef fólk vill fara í kirkju, getur það farið, að minnsta kosti í kaupstöðum, en ef það vill ekki koma inn fyrir kirkjudyr á sunnudögum, þýðir ekkert að tala um það. Slíkar raddir heyrast oft. Og ég sé ekki betur en margir hafi undanfarna áratugi unnið ötullega að því að sætta sig við fleiri og fleiri auða 'bekki með því að segja við sjálfa sig og aðra: Fólkið á ís- landi er ekki verra en það var, þó að það komi sjaldan í kirkju, — já það er betra en það var, þó að það komi aldrei í kirkju. f næstu andrá stappar nærri, að það sé orðið betra fólk einmitt af því að það fer sjaldan í kirkju, og megum við þá þakka Guði, að hætti faríseans, fyrir það að við erum ekki eins og afar okk- ar og ömmur, sem sóttu kirkjur, því að við erum þó laus við trúhræsnina. En þrátt fyrir allt eru nokkuð margir, sem telja mjög miður farið, að áhrif kirkjunnar sem stofnunar skuli ekki vera meiri en raun ber vitni. Og leitað er gjarnan huggunar í þeirri afsök- un, að nú séu tímar umróts í efnislega og andlega heiminum, þess vegna séu eðlilegir þessir fráhvarfstímar á kirkjulegu sviði. Hér má nú í fyrsta lagi spyrja: Er það hyggilegt ráð að bíða fremur aðgerðalitlir þangað til tímar breytast kirkju og kristindómi í hag og segja sem svo, að kirkjulegar lægðir sé margar að finna í kristnisögunni? Ég held, að hik sé sama og tap í þessu efni. Og síðan kemur þessi „óþægilega“ (?) staðreynd: Það eru til í dag stór lönd þar sem unga kynslóðin að miklum meiri- hluta rækir sína kirkju. Sumir yppta öxlum og segja, að þetta sé bara amerískt. En það er engin ráðning gátunnar. Það er heldur ekki nóg að segja, að þar vestra séu tiltölulega fleiri utan allra kirkjudeilda en í Evrópu. Hér eru mörg málsatriði, sem þarf að finna og meta. Ég er ekki fær um að finna \fx öll. En ég mun bráðlega reyna að benda á nokkur. — Helgi Tryggvason. Notaff Clarinet til sölu, tegund Booseyand Hawkes. Verð 1500 kr. — Undirstöðukennsla kemur til greina. Uppl. í síma 32429. tvöfaldur söguþráður, ef svo mætti segja — eða kannski væri réttara að segja, að þar séu raktar tvær aðskildar sögur, sem þó eru tengdar saman með haglegum hætti. * * * if Önnur sagan gerist meðal fátæks fólks og í tilsvarandi umhverfi — og er hún í fá- um orðum á þá leið, að aðal- kvenpersónan (Juliette Gre- co) gerist þreytt á rosknum elskhuga ^ínum (Orson Well- es) og myrðir hann loks til þess að geta óhindrað notið Aff ofan, frá vinstri: Orson Welles, Juliette Greco og Bradford Dillman — í „fínu“ hlut- verkunum.----------Aff neffan: Sömu leikarar (í sömu röff) í hlutverkum sínum í hinum hluta myndarinnar. er roskni elskhuginn kunnur lögfræðingur en konan (ást- mærin) yfirgefur hann til þess að taka saman við ungan sam- starfsmann hans .... og svo eru hinar tvær hliðstæðu at- burðarásir tengdar enn frek- ar saman með þeim hætti, að lögfræðingurinn í síðarnefndu sögunni tekur að sér vörnina í morðmáli fátæku ástmeyj- arinnar í hinni fyrrnefndu. .. sex hlutverk lífsins með nýjum elskhuga, ungum og myndarlegum (Bradford Dillman). * * * ★ Hin sagan gerist hjá „fínu fólki og í „fínu“ um- hverfi en er að öðru leyti mjög á sama veg og hin — og sömu leikanar fara þar með tilsvarandi hlutverk. Þar Minkaeldi ÞAÐ er mikið skrifað og spjallað um minkaeldi þessa dagana, hvort beri að leyfa það hér á landi, og skilst mér á blaðaskrif- um að margir séu hlynntir því, minkaeldi sé svo góð tekjulind að nauðsyn beri að leyfa það. En ég er á annarri skoðun og hún er sú að engin gróðavon sé að stofna hér minkaeldi. Ég tek hér nokk- ur dæmi. Innflutningur verður leyfður á Kommóður úr teak og mahogni með 3, 4, 5 og 6 skúffum -SkúQxiscn & ónsson s.<fl. Laugavegi 62 — Skólavörðustíg 41 minkum, búr og byggingar reist- ar, sem kostuðu fleiri þúsundir eða jafnvel milljónir króna. Allt virðist vera í bezta lagi, en þá fellur þessi lúxusvara á heims- markaðnum einn góðan veður- dag og skinnin verða jafnvel einskis virði. Sama sagan gerðist og þegar silfurrefirnir voru flutt ir inn forðum daga. Þeir áttu að gefa af sér stókostlegan gróða. Að vísu græddu þeir menn, sem fyrs’tir settu upp refabú og sala á lifandi dýrum var sem mest. En eftir að fleiri tóku að rækta refinn, féllu skinnin og urðu ó- seljanleg. Urðu margir fyrir tapi á silfurrefaeldi, bæði ég og aðrir. Ég minnist þess líka þegar Karakúls-hrútarnir voru fluttir inn í landið. Skinnin af sólar- hringsgömlum lömbunum áttu að gefa jafnmikinn arð og dilkurinn allur að hausti eða jafnvel meiri. Pottaplöntur Pottamold Pottar Pottagrindur Sendum heim. Gróffrastöffin viff Miklatorg. Simar 22822 og 19775 Bílasala Cuömundar Bergþórugötu 3 Sími 19032 og 36870 Volkswagen ’58 (rúgbrauð) til sýnis og sölu í dag. Bíiasala Guðmundar Bergþórugötu 3. Símar 19032 og 36870. En hver varð hagnaðurinn? Það er vist flestum landsmönnum kunnugt. Ég yrði fljótur að afgreiða minkamálið ef ég sæti á ráðstefnu með þeim ráðamönnum, sem f jalla um málið. Málið yrði strik- að út sem allra fyrst og öllum innflutningi á dýrinu mótmælt. Einnig gæti það hent, eins og komið hefur fyrir áður, að mink- urinn slyppi út úr búri sínu og gerði usla á ný í fuglalífinu. Minkurinn er búinn að kosta þjóðina nokkuð mikið þó sagan færi ekki að endurtaka sig. Mér finnst þessum þúsundum, sem lagðar yrðu í minkaeldi, hvort heldur það yrði rekið af einstakl- ingum eða því opinbera, betur varið í einhverja arðbærari fram leiðslu. Það eru mörg önnur mál- efni sem frekar þyrfti að taka til athugunar en minkaeldi. Ingimundur Sæmundsson. Seljum i dag Chevrolet fólksbíll ’56. 2ja dyra Ford, árg ’50. Ford árg. ’56, fallegur bíll. Ford Zephyr 6. Moskwitch ’57. Opel Caravan ’59. L.andbúnaffarjeppi, árg. 1955. Bílarnir eru til sýnis á staðum. Björgúlfur Sigurffsson Hann selur bílana. Bifreiðasalan Borgartúni 1 Símar 18085 og 19615. Hoiia TERS& til allra þvotta er merkið, vanda skal verkið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.