Morgunblaðið - 22.03.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.03.1961, Blaðsíða 16
16 MORGUNBl 4 ÐIÐ Miðvikudagur 22. marz 1961 Jón Björnsson frá Ljótsstöðum VIÐ ERUM alltaf að heilsa og kveðja. í dag heilsum við ný- fæddu barni, sem við eru bundn- ar vonir um glæsilega og starfs- ríka framtíð og á ao erfa landið. í sömu andránni kveðjum við gamalmennið, sem hefur lokið langri og annaríkri æfi og þrotið að kröftum leggst til hinnstu hvíldar. Þetta er ófrávíkjanleg- ur gangur lífsins hér á jörðu. Nú fyrir skömmu kvöddum við okkar trygga og trausta félaga og ógleimanlega vin Jón Björns- son byggingarmeistara og fyrver- andi bóna á LjótSstöðum á Höfðaströnd. Hann létzt að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík þ. 10. marz síðastl. 82ja ára að aldri og tveimur mánuðum betur. Hann var fæddur að Gröf á Höfðaströnd 2. febr. 1879, sonur merkishjónanna Hólmfríðar Jónatansdóttur og Björns Jóns- sonar búenda þar, Hólmfríður vsu: í móðurætt af svonefndri Krossaætt á Árskógströnd. Móð- ir hennar, Hólmfríður Gunn- laugsdóttir var systir Þorvaldar, bónda á Böggversstöðum í Svarf- aðardal, en hann var faðir Snjó- laugar húsfreyju á Laxamýri, konu Sigurjóns Jóhannessonar bónda þar. Faðir Hólmfriðar, Jónatan, var talinn eftir örugg- um heimildum, sonur séra Jóns Þorlákssonar, prests á Bægisá. Björn, faðir Jóns, var af svo- nefndri Grafarætt. Hann var fjórði maður í karllegg frá Jóni Konráðssyni ríkisbónda, er keyþti Gröf árið 1752. Eftir það var Gröf á Höfðaströnd eign þessar- ar ættar í nær 2 aldir. Móðir Bjöms í Gröf var Krístín, dóttir Björns Jónssonar hreppstj. og bónda á Amarstöðum í Sléttu- hlíð og konu hans Guðnýjar Sveinsdóttur, Sveinssonar hrepp- stjóra að Haganesí í Vestur- Fljótum, langafa Sveins hrepp- stjóra í Felli í Sléttuhlíð, Páls hreppstj. á Ysta-Mói, Steinunn- ar, konu Jóns hreppstj. og drbm á Hafsteinsstöðum í Skagafirði o. s. fr. Þessar þrjár ættir, sem getið er um hér, Krossaættin, Grafar- ættin, og síðast Stórubrekku- ættin eru allar stórmerkar og fjölmennar ættir. í þeim hefur verið margt af ágætu fólki, búið góðum mannkostum andlegu og líkamlegu atgjörfi. Hagleikur og margskonar list-hneigð hefur verið töluvert áberandi I þess- um ættum og frá þeim hefur komið nok'krir af ágætum lista- mönnum og skáldum þjóðar vorr- ar. Er of langt mál að rekja það hér. Vinur vor, Jón Björnsson, var einn niðji þessara merku ætta, og þótti að mörgu leyti bera einkenni fyrri ætmenna sinna. Jón ólst upp með foreldrum ■ínum ásamt þremur systrum sínum til 17 ára aldurs. Þá varð sú breyting á, að faðir hans andaðist og móðir hans brá búi. Fluttist hún til elztu dóttur sinnar. Dætur þeirra Grafar- hjóna voru þessar og nú allar látnar: Jónína Kristín, gift Rögnivaldi Jónissyni, bónda að Á. Þau voru foreldrar Björns Rögnvaldssonar, húsagerðameist- ara í Reykjavík og Hólmfríðar kona undirritaðs. (Björn hefur verið rangættfærður í „Hver er maðurinn“ og víðar). — Jófríð- ur, gift Jóni, hreppstj. Konráðs- syni að Bæ. Þau eru foreldrar Björns núverandi hreppstj. í Bæ lOg frú Geirlaugar Jónsdóttur, konu Þórðar Pálmasonar Kaup- félagstj. í Borgamesi. — Ingi- björg, gift Benedikt Sigmunds- syni frá Ljótsstöðum. Þau eru foreldrar frk. Ingibjargar Bene- diktsdóttur píanókennara í Hafn- arfirði. Allar voru þessar svo- nefndu Grafarsystur fyrirmynd- ar konur og sómi hinnfir ís- lenzku húsfreyjustéttar. í bernsku hafði Jón oft dund- að við alls konar föndur við léleg skilyrði og fátækleg verk- færi, en undi þó glaður við sitt í þeim efnum. Þótti þá koma í ljós, að drengurinn var handhag- ur og all hugmyndaríkur. Hef- ur sjálfsagt búið dulin þrá með honum til að fást við þessa hluti. En við þá breytingu, sem varð á heimilinu við lát föðurins, og svo það, að allar systur hans voru orðnar starfandi húsmæð- ur, hefur vaknað hjá honum við- leitni til sjálfsbjargar — en hún var alla tíð ríkur þáttur í eðli hans — og þráin til að betrum 'bæta sitt bernskuföndur leystist úr læðingi. Hann hvarf frá skylduliði sínu og réðist sem tré- smíðanemi til Þorsteins Sigurðs- sonar byggingarmeistara á Sauð- árkróki. Að afloknu námi vann hann um eins árs skeið með meistara sínum en úr því fór hann að starfa sjálfstætt — að undan- teknu einu ári er hann var hjá Steingrími Guðmundssyni, bygg- ingarmeistara í Reykjavík til frekara náms og fullkomnunar í iðn sinni. Eftir það settist hann að í Skagafirði og sá um byggingu margra íbúðarhúsa, nokkura kirkna og timburbrúa yfir ár. Meðal annars byggði hann íbúð- jarhús í Kolkuósi fyrir Hiart- mann, kaupmann, Ásgrímsson og áttj þar heimili í nokkur ár. Það mun hafa verið 1909, sem Jón breytir um lífsstefnu. Hann leggur handiðn sína á hilluna í bili og setur á stofn verzlun í Hofsósi í félagi með Ólafi H. Jenssyni síða rpóstafgrm. í Vest- mannaeyjum. Þeir félagar byggja ' -Ss> Framleiðum falleg, vönduð nýtízku húsgögn. — Til fermingargjafa: Kommóður, skrifborð. fallegir litlir armstólar. o. fl. — Hagstæðir greiðsluskilmálar. Húsgagnaverzlun Reykjavíkur Brautarholti 2 — Sími 11940 þá íbúðar- og verzlunanhús I hvamminum utan við Hofsána. Jafnhliða verzluninni höfðu þeir allmikla útgerð. í sambandi við verzlunina og útgerðina hljóp vöxtur í allt atvinnulíf í kaup* túninu, því heimamenn unnu mest við útgerðina. Virtist þessii starfræksla ætla að blómgvast .fareællega, en þá gengu yfir nokkur aflaleysis ár og ýmis- konar verzlunar- og viðskifta óáran fylgdi eftir fyrri heims- styrjöldinni, svo sem kunnugt er, og þeir sáu sér þann kosfc vænstan að selja fyrirtækið árið 1922. Þá voru engir styrkir og engar meðgreiðslur til að hjálpa mönnum. Árið 1913 gekk Jón að eiga eftirlifandi konu sína, Pálínu Pálsdóttur frá Ljótsstöðum, mestu ágætiskonu, og vorið 1914 fór hann í Ljótsstaði og byrjaði búskap þar. Hann sleppti þó aldrei frá sér fyrirtæki sínu í Hofsósi og var með annan fót- inn þar meðan það var við líði. Eftir að verzlunin var seld, gaf hann sig allan að búskapnum. Ætlun hans var að leggja hand- iðn sína alveg niður, en honum tókst það ekki. Þrálátir biðjend- ur komu til hans og leituðu að- stoðar hans um að sjá um bygg- ingar, eða breytingar og við- gerðir á húsum .Það varð svo úr, að stundum var hann lang- dvölum að heiman á vetrum. Og bó hann hefði karlmann þá til að annast um skepnur kom í hlut konunnar að hafa yfir- stjórn heimilisins. Það fórst henni með ágætum. En Jóni lík- •ði okki þetta ráðslag. Hainn vildi vera meira við heimilið 4 návist barnahópsins síns kæra og konu sinnar. Svo fannst hon- um hann ætla að þreytast fyrr með því að skipta störfum sínum á þennan hátt. Áhyggjur um hag heimilisins lá á honum eins og mara, sérstaklega » þegar illa virðaði að vetrinum til. Þó hann byggi alltaf snotru búi, þá ákvað hann að hætta eins og hann sagði búhokrinu og árið 1933 brá hann búi og flutti til Siglufjarðar. Þar stundaði hann handiðn sína meðan heilsa og kraftar leyfðu. Heimili þeirra hjóna bæði á Ljótsstöðum og Siglufirði var fyrirmyndarheim- dli. Var sambúð þeirra hjótna ávallt góð og innileg. Þótt Jón ágætur og hugulsamur heimilis- faðir. Þau eignuðust sex börn, þrjá drengi og þrjár stúl’kur, komust fimm til fullorðins ára, og eru þessi: Guðrún Hólmfríð- ur, gift Björgvin Sigurjónssyni, vélstj., búsett í Reýkjavik — Margrét Ingibjörg, gift Þorgrími Brynjólfssyni, verzlunarstjóra í Reykjavík. — Páll Gísli, bygg- ingamaður, giftur sænskri konu Eivor Karlson búsett á Siglufirði. — Björn, kaupmaður, giftur Guðrúnu Kristinsdóttir, búsett i Reykjavík. — Davíð Sigmundur, heildsali, giftur Elisabetu Sv. Bjömsson. — Ennfremur ólu þau upp að mestu dótturson sinn, Jón Halldórsson. Öll eru börn þessi góðum mannkostum búin, myndiarlegt manndóms- og drengskaparfólk, eins og þau eiga kyn til. Jón var alla tíð mjög eftir- sóttur til smíða og húsbygginga. Þótti hann með ágætum hand- hagur, mikilvirkur, hugkvæmur og hygginn, ráðhollur þeim, sem hann vann fyrir og vandvirkur. Hann kastaði aldrei höndum að neinu verki. Hann var hörku duglegur að hverju sem hann gekk ósérhlífinn og heimtaði Framhald á bU. 17. Vegno hogkvæmra innkaupo 500 herraskyrtur af ágætri tegund og fallegri gerð á aðeins kr. 125.00 stk. Skeiían Blönduhlíð Snorrabraut seljum við ftalskar sokkabuxur Dömu- og telpnasnið á kr. 144,00 og 164,00 Nýjust tízkulitir Nýjasta ítalska tízkusnið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.