Morgunblaðið - 26.03.1961, Side 6
6
mor rrN «?ra btð
Sannuðagur 26. marz 1961
Osigur kommúnismans
Með því að leggja niður 24 þús. samyrkju-
bú hafa kommúnistar játað, að kínverski j
bóndinn viti bezt sjálfur hvernig rækta |
skuli land hans. ^
Kommúnistaleiðtogarnir í
Kína hafa beðið mikinn ósigur.
Samyrkjubúin, sem Mao Tse-
tung ætlaði að mundu gera
Kínverja að forystuþjóð meðal
kommúnistaríkjanna, eru nú óð-
um að hverfa og sveitalífið að
færast í sitt gamla horf, þar
sem þorpin voru miðstöð hvers
einstaks héraðs.
Samyrkjubúin eru reyndar
ennþá til á pappímum, en af
leiðbeiningabæklingum, sem
gefnir hafa verið út síðustu
vikurnar má sjá, að menn eru
að hverfa frá þeirri hugmynd
að safna milljónum bænda sam
an í einni gífurlegri vinnubúð,
sem rekin sé með hálfgerðum
eða algerum heraga.
Stórir flokkar verkamarma,
sem unnu undir sterkri allsherj-
arstjórn og þeyttust frá einu
svæðinu til annars, hafa verið
leystir upp. Og samyrkjubúin
hafa verið svipt yfirráðum yfir
mannafla, verkfærum, búfénaði
og landi. Þess í stað er verið að
gera sérhvert sveitaþorp í Kína
að smáframleiðslusveit, sem
ákveður sjálf starfsáætlanir, hef
ur umsjón með vinnunni, verk-
færunum og búfénaðinum og
fær án efa meira af hagnaðin-
um í sinn hlut en áður.
Hinar stóru byggingar sam-
yrkjubúanna munu eftir sem
áður standa eins og þær eru nú.
Flestir bændur hafa þegar ver-
ið neyddir til þess að gefa sam-
yrkjubúunum alla sína potta og
pönnur og eiga nú ekkert til
þess að elda með. Þorpin munu
áfram reka barnaheimilin og
vöggustofurnar, því að komm-
únistaforingjarnir hafa áreiðan-
lega ekki i hyggju að leyfa
húsmæðrunum að hverfa aftur
til heimila þeirra — þeir þarfn-
ast vinnuafls þeirra á ökrunum.
Nauðungar-
i vinna
bænda
En þarna má sjá fram á
endalok samyrkjubúanna. Stjórn
in hefur ákveðið að 95%
sveitabúskaparins skuli rekinn
með þessum hætti, en aðeins 5%
með samyrkjubúum.
Gersamlega uppgefnir
Deilurnar um samyrkjubúin
hófust í Kína árið 1959. Um
mitt sumar 1960 gerði stjórnin
sér ljóst að mörgu var ábóta-
vant í rekstri samyrkjubúanna,
því að framleiðslan minnkaði í
stað þess að aukast. Víðtækar
ráðstafanir hiöfðu verið gerðar
til þess að auka framleiðsluna.
Aðstaða til áveitu hafði verið
stórbætt og mikið af landi ræst
fram og þurrkað. En plæging
gerð af handahófi og rangar að-
ferðir við sáningu, eyðilögðu
stór svæði ræktanlegs lands. Og
flokksforingjarnir horfðu hjálp-
arvana á framleiðsluna minnka
frá ári til árs.
í fyrstu reyndi stjórnin að
bjarga því sem bjargað varð
með því að senda milljónir
skrifstofumanna, námsmanna og
verkamanna ríkis og bæjar út í
sveitimar, en ekkert dugði. —
Bændurnir voru orðnir gersam-
lega uppgefnir eftir tveggja ára
nauðungarvinnu og þeir voru
Framh. á bls. 23.
Th&uAAHS:
Manngildi
Þ E K K T annars flokks tónskáld, sem heima átti í
lítilli þýzkri borg, skrifaði Beethoven einhverju sinni
og kvartaði sáran yfir hinu sveitalega umhverfi, þar
sem hann lifði tilgangslausu lífi. Ah! Ef örlögin hefðu
bara veitt honum rúm meðial menntaðs fólks í höfuð-
borg, þá hefði hann orðið allt annar maður.
Beethoven svaraði: „Það er ekki löngun mín, að
benda á sjálfan mig sem fyrirmynd, en þetta get ég
þó sagt yður: I langan tíma bjó ég, eins og þér, í ó-
merkilegri smáborg, og það breytti engu. Hvað svo
sem ég varð þar eða hér, þá varð ég það af sjálfum
mér....“.
Beethoven hafði á réttu að standa. Andlegir hæfi-
leikar ná allsstaðar þroska og því er jafnvel fremur
þannig farið nú á dögum, því að hver minnsta borg
hefur nú gott alþýðúbókasafn, útvarp og sjónvarp
hjálpar körlum og konum til að haldast í snertingu
við umheiminn. Sannar gáfur hljóta viðurkenningu
hvaðan sem þær koma. Maður gæti jafnvel sagt, að
litla borgin hentaði listamanninum betur. í stórborg
fær hann of mörg tækifæri til að skemmta sér. Fögur
kona í stórri borg er svo eftirsótt, að hún hefur ekki
lengur neinn tíma til lesturs. Þú kannt að segja sem
svo, að í stórborg hefði hún tækifæri til að hlýða á
fyrirlestra, hljómlist, sjónleiki. En nú á dögum eru
góðir fyrirlestrar haldnir hvarvetna og auk þess er
ekkert því til fyrirstöðu, að hún fari til borgarinnar
öðru hverju. Sú skoðun, að úti á landsbyggðinni hitti
gáfað fólk, karlar og konur, síður, eða alls ekki, verð-
uga jafningja sína, er algerlega röng. Miklir gáfu-
menn finnast þar, ekki síður en annarsstaðar. William
Allen White, einn gáfaðasti Ameríkumaður, sem ég
| hef þekkt, átti heima í Emporia, Kansas. Þú kannt að
segja: „Það voru ekki margir hans líkar þar“. Að vísu
ekki, en heldur þú að þeir séu margir í New York
eða Chicago?
Þarfnast maður margra sér líkra vina, til þess að
lifa hamingjusömu lífi? Nei, þrír eðá fjórir eru meira
en nóg. Það er jafnvel betra þannig. Of margir vinir,
enginn sannur vinur. Það er enginn tími til að stofna
til náinnar vináttiy Til hvers er að hitta þá, sem mað-
ur elskar, í svo fjölmennum samsætum, að maður
getur aðeins byrjað samræður og aldrei lokið þeim?
Flestir miklir listamenn, sem skapa frægð og álit
Parísar, fæddust í litlum sveitaþorpum. Flestir amer-
ískir forsetar koma frá afskekktum stöðum. Umhverf-
ið skapar ekki mikinn mann. Ef hann raunveruelga er
landi sínu mikils virði, verður það vitað og viður-
kennt, fyrr eða síðar. Hver sannur listamaður, hver
gáfuð kona, kemst áfram í lífinu. Hvað aðra snertir,
þá er hin sanna hamingja þeirra komin undir gildi,
ekki fjölda.
• Engin helgispjöll
að ferðast
PÁSKARNIR nálgast, einn
bezti frítími vinnandi fólks á
árinu. Margir eru farnir að
búa sig undir að nota vel þessa
fridaga frá vinnu. Páskarnir
eru snemma í betta sinn óþarf-
lega snemma segja sumir
ferðagarpamir. Aftur á móti
finnst skíðamönnum það tals-
verð trygging fyrir því að
þeir fái snjó.
Páskamir eru orðnir meiri
háttar „ferðahelgi“, enda tíð-
arandinn sá, að þessa helgi-
daga sé ekkert leyfilegt
að gera sér til ánægju og
afþreyingar í byggð. En þegar
komið er til fjalla, spillir
það ekkert helginni að klífa
fjöll, eða þeysast um í ferða-
bílum syngjandi María og Því
ertu að horfa svona alltaf á
mig. Það er sennilega ástæð-
an fyrir því að fólk streymir
svo úr bænum þessa daga,
jafnvel þó páskahelgin sé fyrr
á árinu en fólk almennt tel-
ur kominn ferðatíma,
Ofurlítið virðist þó verða
gert fyrir þá sem heima sitja
að þessu sinni. Málverkasýn-
ingar eru á ferðinni á tveimur
stöðum a. m. k., frumsýning
í Þjóðleikhúsinu á annan
páskadag, taflmót fyrir þá
sem þeirri íþrótt unna o. s.
frv. Svo vonandi leiðist
byggðasætunum ekki heldur
þessa ferðahelgi.
• Mikil fyrirhöfn
Þeir sem ferðast, hafa
mikið af veðri að segja. Ekki
eru veðurfræðingar famir að
spá páskaveðrinu löngu fyrir
fram, þó það væri óneitan-
lega þægilegt. En þær upp-
lýsingar sem við fáum daginn
eða tveimur dögum áður
koma þó mörgum ferðamann-
inum að gagni. Vel má hug-
leiða, ekki sízt í tilefni þess
að um þessar mundir er fyrsti
alþjóðlegi veðurdagurinn, að
áður en veðurfræðingarnir
geta gert veðurspá fyrir land-
ið, sem við heyrum á nokkr-
um mínútum, berast þeim
upplýsingar frá 93 veðurstöðv-
um, auk upplýsinga frá skip-
unum. Þetta er ekki svo lítil
fyrirhöfn. Á 93 stöðum á land-
inu gáir fólk til veðurs og
sendix frá sér athuganir sín-
ar, sem veðurfræðingarnir
taka á móti nær allan sólar-
hringinn, setja niður á kort
og draga ályktanir af.
* Falleg heiti
Samt er veður á landi eins
og okkar syo breytilegt, að
dreifðar athugunarstöðvar e. u
ekki með öllu fullnægjandi.
T. d. sagði mér veðurfræð.
ingur um daginn, að við Hval
vatn væru regnmælar í kring-
um vatnið og þar sannist að
regnið á suðurbakkanum er
70% minna en á norðurbakk-
anum. Sænskur veðurfræð-
ingur á að hafa sagt að at-
huguðu máli, að í Svíþjóð
þyrftu að vera regnmæling-
ar á 100 þús. stöðum, til að
gefa nægilega nákvæma mæl-
ingu. Það samsvarar að hér
væru regnmæiar á 20 þús.
stöðum.
Og úr því ég er farinn að
tala um regn, beinist hugur-
inn að skýjunum. Varla er
hægt að hugsa sér að til séu
á öðrum málum fallegri og
betri nöfn yfir skýin en á ís.
lenzkri tungu. Þetta varð mér
ljóst er ég fletti Skýjabók-
inni. Tökum t. d. orð eins og
blika, Maríutása, netjuský,
gráblika regnþykkni kembur,
hnökrar, klakkar, fjaðrir,
strýjuð ský o. s. frv.