Morgunblaðið - 26.03.1961, Side 12

Morgunblaðið - 26.03.1961, Side 12
12 MORGVNnLAÐIÐ Sunnudagur 26. marz 1961 JMwgimtlrifofrifr Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavík. Fratnkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Árni Óla, sími 33045. Auglýsmgar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalotræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. ÍSLAND OG ALÞJÓÐLEG SAMVINNA íslenzka þjóðin hefur lengst® um búið fjarlæg og ein- angruð frá öðrum þjóðum. Hún hefur trú á það, að lega lands hennar norður undir heimskautsbaug, gæti verið henni skjól og skjöldur í styrjöldum og átökum milli stórvelda. Þessi skoðun hrundi til grunna í síðustu heimsstyrj- öld. íslendingar hefðu ekk- ert kosið frekar en að geta haldið sér utan við þau helj- arátök. En í þessum efnum reyndust frómar óskir lítils virði. Stóraukin tækni og hraði í samgöngum höfðu gerbreytt aðstöðu Islands. Það var ekki lengur af- skekkt og úr alfaraleið. Það v>ar þvert á móti statt í miðri bringiðu grimmilegustu hern aðarátaka, sem sagan getur um á sviði loft- og sjóhern- aðar. Niðurstaðan varð líka sú, að ísland flæktist inn í síðustu heimsstyrjöld, svo að segja í upphafi hennar. Síðan henni lauk, hafa ennþá gerzt stórkostlegar breytingar á sviði tækni og samgangna. ísland hefur enn færzt nær meginlöndum Ev- rópu og Ameríku. Er nú svo komið, að segja má að engin þjóð sé annarri fjarlæg, þrátt fyrir hnattstöðu lands hennar. Og nú trúir enginn lengur á skjól fjarlægðor og eiriangrunar. Fjarlægðirnar hafa verið sigraðar. Þær eru í raun og veru ekki lengur t<l. Það er þessi gerbylting, 'íem knúð hefur allar þjóðir til þess að leita nýrra úr- ræða sér til skjóls og ör- yggis. Það úrræðið, sem flestir setja vonír sínar um frið og öryggi nú á er alþjóð leg samvinna. Enda þótt ár- angur hennar virðist oft og einatt lítill, eiga þjóðirnar þó einskis annars úrkostar en að treysta á hana. Þess vegna sitja fulltrúar hennar ár eftir ár á endalausum. ráð stefnum og ræða möguleika á lausn vandamálanna og á- greiningsefnanna, sem vissu- lega eru mörg og viouek. skilning á þýðingu alþjóð- legrar samvinnu fyrir þetta litla land og þjóð þess. Þess vegna höfum við gerzt aðilar að samtökum hinna Samein- uðu þjóða, varnarbandalagi lýðræðisþjóðanna, Evrópu- bandalaginu, Efnahagssam- vinnustofnun Evrópu, Norð- urlandaráði og ýmsum öðr- um alþjóðlegum samtökum. Það er vegna þess að ís- lenzka þjóðin getur ekíci snú ið sér til veggjar og látið sem henni komi það ekkert við, sem gerist í kringum hana, að við höfum gengið í öll þessi samtök. Það er vegna þess að örlög okkar eru nátengd örlögum ann- arra friðelskandi þjóða, sem við höfum gerzt aðilar að þeim. Við höfum ekki gert það að gamni okkar. Við höf um gert það til þess að leita okkur skjóls og öryggis í veröld, þar sem öll veður eru válynd. Að þessari litlu þjóð, eíns og öllum öðrum, stórum Qg smáum, steðja í dag margar hættur. Einangrunar- og hlutleysisstefhan er ein þeirra. Það er sú stefna, sem dregur óskhyggjuna við hún, en afneitar öllu raunsæi, viðurkennir ekki staðreynd- ir, en stingur höfðinu í sandinn í fullkomnu and- varaleysi. Yfirgnæfandi meirihluti ís- lenzku þjóðarinnar hefur áttað sig á þeirri miklu breytingu, sem orðið hefur á aðstöðu lands hennar. Þjóð- in hefur gert sér það ljóst, að frelsi- og sjálfstæði henn- ar verður ekki tryggt með því að snúa sér upp í horn til þess að látast ekki sjá, það sem fram fer í veröld- inni. Á grundvelli þessa skilnings og þátttöku íslands í alþjóðlegu samstarfi verð- ur haldið áfram að treysta öryggi þess og farsæla fram- tíð fólksins, sem byggir það. SKEMMDARÆÐI UNGLINGA MARGAR HÆTT- UR STEÐJA AÐ Tslenzka þjóðin og forráða- menn hennar hafa fullan Cjkemmdaræði unglinga er mikið og vaxandi á- hyggjuefni. Svo að segja í hverri viku berast fregnir um það, að unglingar og jafnvel börn hafi valdið LAOS I R Ú M sex ár hafa komm- únistar í Laos barizt við að reyna að ná völdum í Laos og nú síðustu mánuðina með stórskemmdum á bifreiðum og ýmsum öðrum verðmæt- um tækjum, sem standa á almannafæri og auðvelt er að koma fram skemmdum á. Hvernig stendur á því, að unglingur tekur upp hjá sér að brjóta rúðu eða rispa bif- reið, sem hann á leið fram hjá? Ástæðan er virðingarleysi fyrir eigtlum nágrannans og öryggi samfélagsins. Það er skortur á umgengnismenn- ingu og veikluð siðferðisvit- und, sem veldur því að skemmdarfýsnin fær yfir- höndina og brýzt út í mis- gerðum gagnvart umhverf- inu. Hér er um mikið vanda- mál að ræða, sem taka verð- ur föstum tökum. — Um lausn þess verða skóli og heimili að takast í hendur. Háttvísi og umgengnismenn- ing verða ekki fyrst og fremst kennd í skólum, þó á öflugum stuðningi frá Sovét- ríkjunum og Norður-Viet- nam. Undanfarna þrjá mán- uði hafa rússneskar flugvél- ar flutt uppreisnarmönnum að meðaltali 45 lestir af vist- um á dag. Auk þess rennur stöðugur straumur rúss- neskra flutningabifreiða frá Norður-Vietnam til Xiengk- houang héraðs þar sem er litið mætti búast við blóðug- um átökum í landinu. Til' þeirra hefur. þó varla komið. Laosbúar eru þeim góða eigin- leika gæddir að þeir vilja allt frekar gera en að drepa mann, enda er Búddatrúarmönnum ekki heimilt að verða manni að bana viljandi. Mannfall er því tiltölulega lítið, og flestir hinna föllnu hafa orðið fallbyssukúl- um eða jarðsprengjum að bráð. ERLENDIR HERMENN En Pathet Lao-kommúnistar standa þó hernaðarlega betur að vígi, því í liði þeirra eru hermenn frá Norður-Vietnam, vel þjálfaðir og bardagavanir frá styrjöldinni við Frakka. — Þótt Pathet Lao séu fáliðaðri en Stórskotalið stjórnarhersins. miklu velti að skólarnir van- ræki ekki þá hlið uppeldis- skyldu sinnar. Foreldrar og heimilin mega ekki láta sitt eftir liggja.. Hið unga ís- lenzka þéttbýli má ekki verða skrílmennsku að bráð. Það má ekki henda, og það þarf ekki að henda. Skólar og heimili verða að taka upp nána og skjóta samvinnu til þess að sigrast á skemmd aræðinu og kenna æskunni virðingu fyrir æru og eign- um meðborgarans og fyrir því samfélagi, sem hún lifir í og tryggir henni góð og þroskavænleg lífsskilyrði. kommúnistar hafa aðalbæki- stöðvar sínar. Uppreisnar- menn eru búnir rússneskum rifflum, vélbyssum, fallbyss- um af ýmsum stærðum og loftvarnabyssum, auk bif- reiða og bryndreka. GÓÐUR EIGINLEIKI Stjórn hægri manna í Laos nýtur fulls stuðnings Banda- ríkjanna, sem hafa veitt land- inu rúmlega 300 milljón dollara aðstoð undanfarin fimm ár. — Herinn er búinn . bandarískum vopnum af ýmsum gerðum og flutningatækjum. Hefur stjórnin mun fleiri hermenn en Pathet Lao-kommúnistar og eru þeir þjálfaðir af bandarískum sér- fræðingum. Þegar á allt þetta stjórnarherlnn, er her þeirra fullt eins iflugur, enda hefur hann haldið uppi stöðugri sókn undanfarið. Héruðin Phongsaly og Xiengkhouang eru í höndum Pathet Lao og auk þess Plaine des Jarres, eða Krukkusléttan, sem er yfir 2.000 ferkílómetrar að stærð og er hernaðarlega mikilvægasta landsvæði Laos. JÖRÐIN FLÖT Bandaríska vikuritið Time segir um Laos að landið sé á stærð við Bretland og svo frum stætt að það sé óverðskuldað lof að nota um það lýsingarorð- ið „vanþróað“, sem nú er svo mjög í tízku. Nýlega stóðu Bandaríkjamenn fyrir rannsókn í Laos, sem m.a. leiddi í ljós að 90% íbúanna töldu að jörðin Framih. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.