Morgunblaðið - 28.03.1961, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 28.03.1961, Qupperneq 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 28. marz 1961 DÆTURNAR VITA BETUR SKALDSAGA EFTIR RENEE SHANN 18 hafSi sagzt ætla að bjóða þess- ari blessaðri ungfrú Langland sinni og Philip hafði sagzt ætla að vera heima til að heilsa upp á hana, datt henni í hug, að hún sjálf gæti þá boðið nokkrum vin- konum í viðbót. Ef út í það var farið, var orðið talsvert langt síðan hún hafði boðið nokkrum heim- Að vísu hafði hún nú boð- ið öllum mjög fyrirvaralítið, en allir höfðu samt þegið boðið. Hún vonaði bara, að Philip færi ekki að taka undir sig stökk og forða sér, þegar hann sæi alian hópinn. Hún vissi ósköp vel, að hann gat ekki þolað þessar vin- konur hennar. Nú, en ef hann gat komið og verið almennilegur við þessa ungfrú Langland henn- ar Janet, gat hún ekki skilið, hversvegna hann gæti ekki einu sinni verið altilegur við vinkon- ur hennar. 1 Það var mest Bhilips vegna, að hún var hér stödd í dag. Henni væri forvitni að vita, hvað hann mundi segja ef hann vissi af því. Sennilega mundi hann hlæja að öllu saman eins og hverri annarri markleysu. En Sally hafði sagt, að eitt af því, sem hún gæti haft upp úr því að tala við dr. Weingartner, væri það, að það gæti lagað sambúð þeirra Philips. Það var algjörlega Sally að kenna eða þakka, að hún sat nú í biðstofunni í Harley- stræti, til að ná fundi dr. Paul Weingartners, hins fræga sálar- læknis. Að minnsta kosti sagði Sally, að hann væri frægur, því að sjálf hafði Margot aldrei heyrt hann nefndan. En hún þekkti heldur ekkert inn á tauga- og sálarlækningar. Og hún hafði nú annars tekið þessu með fullri tortryggni, allt þangað til bezta vinkona hennar, hún Sally Wins- ton, kom vestan úr Bandaríkj- um og sagði henni, að þar væri það alsiða, að fólk gengi til sál- arlækna, alveg eins og til venju- legra lækna og tannlækna. Og meira að segja var Sally helzt á því, að sálarlæknir væri ennþá mikilvægari en hinir, þar sem — Og eitt enn .... Þegar þú íerð að sækja lækninn, reyndu þá að fá þessar filmur fram- flestir sjúkdómar ættu sér sál- rænar orsakir. Það væri áreiðanlega þetta, sem gengi að Margot. Hún væri veik af því að hún væri í döpru skapi, og hún væri í döpru skapi af því að samkomulagið hjá þeim Philip væri eins og hjá hundi og ketti. — Farðu til Weingartners, sagði Sally við hana í símann í morgun. — Gerðu að minnsta kosti tilraun með eitt viðtal við hann og vittu hvernig þér lízt á hann. Eg er viss um, að þú þarfnast lækningar, og ég vil beinlínis ætla, að flestar okkar hefðu gott af því. Heimurinn væri miklu betri dvalarstaður ef við létum sálgreina okkur. Margot hafði samþykkt, að nokkuð gæti verið til í þessu, sem hin var að segja henni — og að hún hefði verið að ráða það við sig um nokkurt skeið, hvort hún ætti að spyrja Sally hvort henni væri.ekki ráðlegt að fara til sál- arlæknis. Það þýddi hvort sem var ekkert að spyrja- Lenigan, sem var húslæknirinn hennar um slíkt og þvílíkt. Hún vissi, að hann var alveg andvígur sálar- læknum, nema þá alveg sérstak- lega stæði á. En með tiliti til alls þessa, sem Sally hafði sagt, og líðanar sinnar. — Ég get bara blátt áfram ekki þolað þetta leng ur, Sally. Ég veit, að ég verð vit- laus. Ekki sízt núna, þegar ég hef fengið ofan á allt annað þess- ar áhyggjur út af þessum gift- ingaráformum hennar Janet . . . þegar hún vill fara að hlaupa í hjónaband með manni, sem hún þekkir varla nokkurn skapaðan hlut, og þjóta til Washington með honum. Og til þess að bæta gráu ofan á svart, er Philip að róa undir með henni, enda þótt hann viti, að ég er þessu algjör- lega andvíg. Þú mátt trúa því, Sally, að mig vantar ekki nema spönn til að falla saman, og núna væri mér það skapi næst að stinga höfðinu inn í gasofninn. Sally var nú svo raunsæ að láta þess getið, að ef svona væri ástatt, skildi hún ekki, hvers kallaðar .... Ég held að ég eigi myndir, sem geta komið í veg fyrir áflogin! vegna Margot væri að gefa um að hóa saman gestum. Skynsam- legra væri að gera eitthvað heilsu sinni til bóta. Að stinga höfðinu inn í gasofninn væri engin lausn á neinu. Það væri alveg bersýni- legt, að Margot ætti ærið erindi til dr. Weingartner. — Farðu bara strax og talaðu við hann, Margot. Nú skal ég segja þér, hvað ég geri. Ég þekki hann vel. Hann hefur afskaplega mikið að gera, en ég skal fá hann til að skjóta þér inn í röðina hjá sér, strax í dag. Hann gerir það undir eins og ef ég bið hann og hann getur það með nokkru móti. Margot hafði lagt símann og beið nú eftir því, að Sally hringdi hana upp aftur. Það leið ekki á löngu, áður en hún gerði það. — Hann getur talað við þig klukkan þrjú, Margot. Og nú máttu ekki hopa á hæl, af því að ég hef feng- ið ákveðinn tíma fyrir þig. En, heyrðu mig . . . ertu viss um, að þú viljir, að ég komi til þín í kvöld? Margot kvað svo vera. Hún hlakkaði einmitt til að fá ein- hverja gesti upp á eitt glas. Þeir mundu leiða huga hennar frá öll- um þessum raunum. Jú, hún ætl- aði að fara og tala við lækninn. Það væri fallega gert af Sally að vera að hafa þetta fyrir henni. — Frú Wells! Afgreiðslustúlkan stó í dyr- unum. Margot stóð upp úr sæt- inu. Stúlkan vísaði henni á lyft- una, sagði henni að þrýsta á hnappinn fyrir þriðju hæð. Mar- got fann sig linast í hnjánum meðan lyftan var á leiðinni upp. Auðvitað var þetta allt saman tóm vitleysa. Við hvað þurfti hún svo sem að vera hrædd? Sally hafði sagt, að allt og sumt, sem hún þyrfti að gera, væri að segja dr. Weingartner alla söguna und- andráttarlaust. — Þú kannt áreið anlega vel við hann, Margot. Hann er afskaplega fær læknir. Undir eins og þú ert búin að vera hjá honum, skaltu sjá, að þér fer að batna. — Ég skal gera mitt bezta! — Allt í lagi Giraudoux .... L'lýttu þér heim með lækninn Lyftan stanzaði á þriðju hæð. Hún sá hurð beint á móti. — Frú Wells? Læknirinn rétti henni höndina. — Frú Winston sagði mér, að ég mætti eiga von á yður. Gerið þér svo vel að koma inn. Hún sat andspænis honum við stórt rauðviðarborð. Hún kunni strax vel við hann. Hann var lágróma og vingjarnlegur, á að gizka rúmlega fimmtugur að aldri, með stálgrátt hár og hvöss, blá augu. — Ég hef aldrei áður komið til sálarlæknis, sagði hún, hikandi. Hann brosti. — Haldið þér áfram. — Hvað eigið þér við? •— Þér ætluðuð að fara að segja, að þér hefðuð litla trú á þeim sagði hann með nærgætnis- legu brosi. — Það er allt í lagi. Það halda margir Sjúklingar min- ir, þegar þeir koma hingað, jafn- vel þó að þeir segi það ekki ber- um orðum. Og nú . . . Hann leit einbeittlega á hana. — Nú ættuð þér að segja mér eitthvað um sjálfa yður. Hún byrjaði hikandi. En þegar fram í sótti, var þetta ekki svo mjög erfitt, og brátt fann hún, að hún var farin að romsa upp úr sér allri. sögunni. Hún fann, hve miklu það var hægara að tala um þetta við al-ókunnugan mann Það sem hún segði, færi ekki út fyrir stofuna. —Þegar ég lít til baka yfir hjónabandið mitt, fer ég að hugsa um, hvort mér hafi eiginlega nok urntíma komið saman við mann- inn minn. Og þráði ég það þó heitar en nokkuð annað. Og, hreinskilnislega sagt, reyndi ég að gera mitt bezta. Það var nátt úrlega ekki svo mjög erfitt í fyrstunni, en þó var samkomu- lagið aldrei eins og það hefði átt að vera. Ég hitti oft önnur ung hjón og óskaði mér þess heit ast, að ég væri eins hamingjusöm og þau. , — Var maðurinn yðar ánægð- ur með ástandið eins og það var, haldið þér? .... Markús mun þurfa á að- stoð hans að halda! ’ ég held bara, að hann hafi eikki ! tekið sér eins nærri þessi stöð- | ugu rifrildi okkar og ég gerði. j Kannske hefur hann ekki gert : eins miklar kröfur til lífsins og ! ég, og þessvegna ekki verið eins | vonsvikinn. j — Það er nú ekki annað en tilgáta, og það vitið þér. ! —■ Kann að vera. Hún fitlaði | við litla vasaklútinn, sem hún hafði í höndunum. Hendurnar vildu aldrei vera kyrrar, ef hún var æstu skapi. Hún leit á lækn- inn og það var eins og öll-eymd hennar kæmi upp og reyndi að kaffæra hana — allur ótti henn- ar. — Og nú er ég hræddust um, i að maðurinn minn ætli að yfir- gefa mig. — Hversvegna eruð þér svo sérstaklega hrædd um það núna? Þér eruð lengi búnar að vera giftar, frú Wells og hann hefur víst aldrei haft neina tilburði í þá átt, enn sem komið er? —Það er nú bara vegna henn- ar Janet, dóttur okkar. Hann til- biður hana. Meðan hún er á heimilinu, er ólíklegt að hann færi til þess arna. Hann mundi aldrei fara að heiman og skiv'a hana eftir. En nú vill hún fara að gifta sig, skiljið þér. Og það er einmitt ástæðan til þess, að ég kom til yðar núna. Ég held, að einhver straumhvörf séu í að sigi. Ef Janet giftist og fer til Washington, eins og hún vill, hefur Philip frjálsari hendur að yfirgefa mig. SHUtvarpiö Þriðjudagur 28 marz 8.00 Morgunútvarp (Bæn. —- 8.05 Morgunleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar — 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tónl.). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar — 12.25 Fréttir — 12.35 Tilkynningar — Tónleikar). % 12.55 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 „Við, sem heima sitjum" (Dag- rún Kristjánsdóttir). 15.00 Miðdegisútvarp (Fréttir — 15.05 Tónleikar — 16.00 Fréttir, veður- fregnir og tilk. — 16.05 Tónl.). 18.00 Tónlistartími barnanna (Jón G. Þórarinsson). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 túngfréttir — Tónleikar. 19.10 Tilkynningar. 19.30 Fréttir og skíðarabb. 20.00 TJtvarp frá Alþingi: Almennar stjórnmálaumræður í sameinuðu þingi (eldhúsdagsumræður); —• síðara kvöld. Þrjár umferðir, 20, 15 og 10 mín., samtals 45 mín. til handa hverjum þingflokki. - "Qöð flokkanna: * Framsóknarflokkur, Albýðuflokkur, Alþýðubandalag, Sjálfstæðisflokkur. Dagskrárlok um kl. 23.30. Miðvikudagur 29. marz 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar — 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tónl.). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar — 12.25 Fréttir — 12.35 Tilkynningar — Tónleikar). 12.55 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp (Fréttir — 15.05 Tónleikar — 16.00 Fréttir, veður- fregnir og tilk. — 16.05 Tónl.)# 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Petra litla“ eftir Gunvor Fossum; III. (Sigurður Gunnarsson kennari). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir og skíðarabb. 20.00 Framhaldsleikrit: „Ur sögu For* syteættarinnar" eftir John Gals- worthy og Muriel Levy; sjöundt kafli þriðju bókar: „Til leigu'*. Þýðandi: Andrés Björnsson. — Leikstjóri: Indriði Waage. Leik- endur: Þorsteinn Ö. Stephensen. Margrét Guðmundsdóttir, Helgt Skúlason, Herdís Þorvaldsdóttir. Hóbert Arnfinnsson, Hildur Kal- man, Baldvin Halldórsson, Bríet Héðinsdóttir og Jónas Jónasson. 20.30 Einsöngur: Jón Sigurbjörnsson syngur; Fritz Weisshappel við píanóið. a) „Þó þú langförull legðir" eftií Sigvalda Kaldalóns. b) „Bikarinn" eftir Markús Krist jánsson. c) Tvö lög eftir Schumann: „Wan derlied" og „Die belden Grena diere". d) „Söngur ferjumannanna á Volgu"; rússn. þjóðlag. 20.50 Vettvangur raunvísindanna: Örn- ólfur Thorlacius fil. kand. kynnir enn starfsemi fiskideildar At- vinnudeildar Háskólans. 21.30 „Saga mín", æviminningar Pader* ewskys; VIII. (Árni Gunnarsson fil. kand.). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (46). 22.20 Spjall um veðrið og fleira (Páll Bergþórsson veðurfræðingur;. 22.35 Harmonikuþáttur (Högni Jóns- son og Henry J. Eyland). 23.10 Dagskrárlok. — Ég býst varla við því. En Skáldið og mamma litla 1) — Heyrðu, hvað hefur komib 2) Komið fyrir? Ég gaf Lottu 3) .... eina sneið. fyrir kökuna, sem þú keyptir með leyfi til að fá . . . . kaffinu? W a r L ú ó

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.