Morgunblaðið - 06.04.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.04.1961, Blaðsíða 6
6 MORGUN3LAÐ1B Fimmtudagur 6. april 1961 « Tyler Thompson. Sendiherraskipti BANDARÍSKA utanríkisráðu- neytið hefur tilkynnt, að sendi- herra Bandarikjanna á íslandi, Mr. Tyler Thompson, verði kall- aður heim til Washington, þar sem hann taki við starfi i utan- ríkisráðuneytinu. Óvíst er, hve- nær sendiherrann fer héðan, og ekki er heldur vitað, hver tekur við starfi hans. í Washington mun T. Thomp- son verða yfirmaður starfsliðs ut- anrikisþjónustunnar (Director General of Foreign Service). Það embætti heyrir beint und- ir þann aðstoðarutanríkisráð- herra, sem sér um rekstur utan- ríkisþjónustunnar. Mr. T. Thomp son mun verða aðalráðgjafi ut- anríkisráðherra um öll atriði, er varða rekstur og stjórn þjón- ustunnar. Mr. G. Soulen mun gegna störf um sendiherra hér unz nýr verð- ur skipaður. Gunnhildi náð á flot ÍSAFIRÐI, 4. apríl. — Vélbátn- um Gunnhildi, sem strandaði fyrir skömmu á Óshlíðarströnd- inni, var náð út aðfaranótt annars páskadags. Marsellius Bernharðs- son, skipasmíðameistari á ísafirði, stjórnaði þessu björgunarstarfi. Báturinn verður settur í slipp hér á ísafirði. Hann er allmikið brot- T^v v^v y T^> ÍSLANDSMÓTTNU í bridge lauk nú um helgina. í sveitakeppninni bar sveit Stefáns J. Guðjohnsen sigur út býtum, hlaut 24 stig af 28 mögulegum og tapaði þannig aðeins einum leik fyrir sveit Ragnars Þorsteinssonar. Keppn- in var afar hörð, og var sveit nr. 2 með sömu tölu-vinninga, en sveit Stefáns hafði hagstæðari Kvennaverkfall i Keflavlk hefur lltil áhrif Keflavík, 4. apríl. VERKFATJ, kvenna við frysti- húsin og aðra tímavinnu í Kefla vík er algjört. Þrátt fyrir það hefur verkfallið ekki lamandi á- hrif á róðra bátanna, því fiskur- inn er nú saltaður eða hengdur upp til herzlu. Netafiskurinn, sem nú berst að, er betur fallinn til herzlu og söltunar og eru því frystihúsin óðum að snúa sér að þeirri verkun. Engir fimdir hafa verið boðað ir af sáttasemjara eða deiluaðil- um heima fyrir og er lítið útlit fyrir að svo verði gert á næst- unni. —lisj. Tæknin og kirkjan AKRANESI, 4. april. Morgun- messa átti að vera hér í kirkj- unni á páskadag kl. 10, en þegar byrja skyldi, voru bilaðar raf- magnsleiðslur í kirkjunni, svo að fresta varð messunni til kl. tvö e.h., meðan viðgerð fór 'fram. Raf magnskynding er í kirkjuhúsinu, en frost talsvert. —Oddur Sveit Stefáns J. G-uðjohnsens sigraði falutföll EBL-stiga. f sveit Stefáns eru, auk hans, Jóhann Jóhanns- son, Jófaann Jónsson, Stefán Stefánsson, Eggert Benónýsson og Sveinn Ingvarsson. Endanleg röð sveitanna varð þessi: stig Sveit Stefáns J. Guðjohnsen 24 Sveit Sigurhjartar Péturss. 24 Sveit Halls Símonarsonar 18 Sveit Einars Þorfinnssonar 17 Sveit Jakobs Bjarnasonar 13 Sveit Ragnars Þorsteinsson 12 Sveit Guðríðar Guðmundsd. 12 Sveit Jóns Magnússonar 12 Sveit Ólafs Guðmundssonar 11 Sveit Halldórs Helgasonar 11 Sveit Bernharðs Guðmundss. 10 Sveit Einars Bjarnasonar 4 íslandsmeistarar í tvímennings keppni urðu Jón Arason og Sig- urður Helgason. í 2. sæti urðu Árni M. Jónsson og Sigurhjörtur Pétursson og nr. 3 Ásmundur Pálsson og Hjalti Elíasson. Björn Sveinbjörnsson, varaforseti Bridgesambands Islands, af- hendir Stefáni J. Guðjohnsen farandbikar Bridgesambandsins. , Á myndinni sjást einnig, talið frá vinstri: Jóhann Jónsson, y Jóhann Jóhanusson og Sveinn Ingvarsson. Úrslitin voru mjög tvísýn og fylgdust menn spenntir með stigaútreikningi að leik Ioknum, Ljósm.: Sv. Þormóðsson. inn. — G.K. Páskahátíðin í Keflavík Keflavík, 4. apríl. PÁSKAHÁTÍÐIN fór vel og virðulega fram. Margir tóku þátt í ferðalögum og annarri skemmt an, sem á boðstólum var annars staðar, aðrir létu sér nægja að fara á smáfjöll hér í kring og með skauta sína og skíði í ná- grennið. Krikja var vel gótt og Lúðra- sveit Keflavíkur hafði kirkju- tónleika á annan Páskadag, sem voru vel sóttir og vel fluttir. Þar komu fram Lúðrasveitin og sam kór undir stjórn Herberts Hri- berscheks, Árni Arinbjarnarson lék á kirkjuorgelið, og einsöngva sungu þeir Böðvar Pálsson og Sverrir Olsen. Helgi S. Jónsson las upp kafla úr Fjallkirkjunni. Tónleikar þessir þóttu takast mjög vel og komust færri að en vildu. —hsj. H. H. skrifar um ömefnið ,,Skeiðhóll“ í Hvammsfjalli Kjós, sem ég vil færa H. H. þakkir fyrir að reyna að kveða niður nafnið „5taupasteinn“* sem fékk þetta nýja heiti nokkru eftir að bílfært var inn með Hvalfirði 1933. Mér hefir ætíð verið mikil raun að þessu nafni „Staupa- steins" og hefi reynt að leið- rétta við hvem þann sem ég heyri nefna þessu nafni, eink um vegagerðar menn sem mið uðu ýmislegt varðandi skemmdir og færð á veginum við „Staupastein“. Þess vegna var sett þarna upp merkið: ,,Skeiðhóll“ og fleiri „merki" sem voru sett upp á merk ör- nefni í Hvalfirði sem hafa lifað síðan á Söguöld. • Presturinn eða karlinn í Skeiðhól En „steininn“ í Skeiðnól hefi ég aldrei heyrt nefndan annað en „Préstinn" í Skeið- hól, eða „Karlinn" í Skeiðhól. Ég hefi gert mér far um að vita hvort nafnið væri réttara, spurt um það marga Kjósaringa, og svtarið hefir verið: „Presturinn eða Karl- inn í Skeiðhól". í fyrra sumar norður á Blönduósi átti ég tal um þetta við frú Guðbjörgu Guðmunds dóttur, konu Páls V. Kolka læknis; og sagði hún: að það Ihefði verið kallaður „Prestur- inn í Skeiðhól". En heyrt hafði hún nefndan ,,Karlinn“. Vel má frú Guðbjörg vita þetta með vissu, þar sem hún er frá Hvammsvík í Kjós og Skeiðhóll er í Hvammsvíkur- landi. Aldrei hefi ég heyrt nafnið „Steðji“ þó það geti vel verið, og hefi ég þó gert mér far um að vita um tflest örnefni í Hvalfirði og víðar. í tilefni þessa umrædda örnefnis „Skeiðhóll" voru merkt fleiri örnefni sem eiga sína 1000 ára sögu, og vissu- lega ber okkur að varðveita og virða fom örnefni, sem hafa gefið sögu okkar ómetan legt gildi. En hvernig tekur fólkið þessu sem um vegina fara? • Merkispjöld Það voru sett upp áletruð merkispjöld í fyrra haust við þessi örnefni: „Tíðaskarð” hjá Saurbæ, Kjalarnesi. Skeið- hóll“, „Hlaðfaamar" sunnan við gamla vaðið á Botnsá „Helgufaóll", sem er vestan við Skipalág, neðan við bæinn Þyril. „Flestir fslendingar þekkja harmsögu Helgu Haraldsdótt- ur, þegar hún flúði úr Hólm- inum um nóttina að bjarga lífi sínu og sona sinna, og synti með þá í land og flúði á fjall, þegar búið var að drepa manninn hennar.“ Ég fór nokkmm vikum síð- ar inn Hvaltfjörð. Þá var búið að brjóta niður öll þessi merki. Lágu flest kersluð niður á staðnum. Það var ekki látið hér við sitja. Merkin voru sett upp að nýju í vor leið, úr sterkum málmplötum fest á rörstuðla steypta niður. Stuttu síðar, var skafið af nafnið Hlaðhamar og það svo vandlega að ekki sást litur eftir of grunnmálningunni undir nafninu. Það er mín skoðun að svona skemmdar- verk séu ekki gerð af krökk- um, né heldur unglingum. Það er mikið af fornum og merkum örnefnum i Hvaltfirði sem sannarlega á að varð- veita frá gleymsku og nýjum orðmyndunum. -----1 ]--ICflc: CXI I \h loOGff ^ ^ FERDIIM AIMP ☆ •- _Sw Con— --☆s. Po* 6 Copenhogen z' i"1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.