Morgunblaðið - 20.04.1961, Qupperneq 8
8
MORGVNBLAÐ1Ð
Fimmtudagur 20. apríl 1961
Kristján Guðmundsson
í Seli við Seljaveg
föður minn fullan. Væri hann
blindfullur og í verulega vondu
skapi þá mátti ég vera viss um ill
viðri. Annars fór veðrið eftir á-
standi hans og því í hvernig skapi
hann var. Það kom fyrir að ég
hætti við að leggja línu ef mig
löngu fyrir sumar má búast við
góðu vori.
— Og svo megum við ekkj
gleyma straumunum. Veðrið fer
svo mikið eftir þeim, segir Jón að
síðustu.
Treysti betur nútímatækni
Auðunn Oddsson, gamall sjó-
sóknari úr Eyjum, var einmitt
að gá til veðurs, er við hittum
ENNIRNIR
NU á sumarmálum mun
mörgum hugleikið að fá að
vita um hvernig veðrið verð-
«r í sumar. Svo margir eiga
Jífsafkomu sína undir sól og
vindum að vissulega mun
hugur þeirra bundinn veður
farinu öðru fremur. Blaða-
menn Mbl. brugðu sér því
á vit nokkurra fróðra manna
í þessum efnum, snéru sér
fyrst til veðurfræðinga vorra
Og freistuðu að rekja úr þeim
garnirnar en brugðu sér síð
an í heimsókn til nokkurra
öldunga og lögðu fyrir þá
spurningar. Þessir öldnu
spekingar hafa lengst af æf-
innar átt allt sitt undir veðr-
inu og hefir það þroskað
hjá þeim gáfumar að spá
fyrir veðri um lengri og
skemmri tíma.
Fyrst gefum við veðurfræð
ingunum orðið.
Við þessu má búast.
Jón Eyþórsson, sagði að skv.
reynslu síðustu 20—30 ára ætti
sumarveðrið, þ.e.a.s. hiti og úr
koma, að vera sem hér segir:
Meðalhiti í Reykjavík:
maí júní júlí ágúst sept.
7,2 st. 10 st. 12 st. 11 st. 9 st.
Og úrkoman:
40mm 40mm 50mm 70mm 75mm
Meðalhiti á Akureyri:
6,4 st. 9,5 st. 11 st. 10 st. 8 st.
Og úrkoman:
20mm 20mm 35mm 40mm 50mm
í Reykjavík rignir ca annan
hvern dag í maí, júní og júlí og
18—20 daga í ágúst og september.
Á Akureyrl rignir minna, eða 6
daga í mai, 8 daga í júní, 10 daga
í júli, 11 daga í ágúst og 12 daga
í september. Þessir tveir staðir,
annar á Norðurlandi hinn á Suð
urlandi, gefa hugmynd um sum
arveðrið í landinu.
Reynslan hefur kennt okkur
að þetta er það sem við megum
búast við, sagði Jón. En út af
því getur svo brugðið, orðið ann
að hvort óvenjulega kalt eða
óvenjulega heitt. En það er eng
in sýnileg ástæða til að búast
við óvenjulegum kuldum núna
hvað sem á daginn kann að
koma. Fram að páskum, hefur vet
urinn verið mildur, enginn ís er
nærri landinu og ætla má að sjór
inn sé í hlýrra lagi eftir vetur-
inn.
Umhleypingasamt næstu árin.
Þá áttum við tal við Borgþór
Jónsson, sem starfar á veðurstof
unni á Keflavíkurflugvelli. En
hann hefur ásamt bandarískum
veðurfræðingum undanfarinn
mánuð verið að rannsaka veður-
athuganir frá Reykjavík síðan
farið var að gera þær 1882. Hann
hafði á orði að þetta væri yfir-
borðsleg athugun, þar sem tími
væri stuttur og lítið af vélum til
útreikninga.
í fljótu bragði sýndist þeim
félögum að búast mætti við
meiri úrkomu og umhleypinga-
samari tíð næstu 2—3 árin en
undanfarin ár. Hér hefur gengið
fremur þurrt tímabil að undan-
teknu árinu 1959, sem var vætu
samt. S.I. vetur hefur t.d. verið
þurr alveg frá því í febrúar. En
nú má búast við að lægðirnar,
sem yfirleitt hafa farið langt fyr
ir sunnan landið, fari að hafa norð
lægari brautir og komi nær land
inu.
Þeir félagarnir hafa lagt mestu
áherzlu á að athuga veðurfarið að
vetrinum, en sumrin ættu einn-
ig að verða umhleypingasamari
og gæti það þá byrjað með þessa
sumri, sem nú gengur í garð.
Vont veður, ef karlinn var fullur.
Inni í Hrafnistu, dvalarheimili
aldraðra sjómanna, hittum við
fyrir í forsalnum Torfa skip-
I stjóra Halldórsson hressan og kát
an að vanda og spyrjum hvort
hann hafði ekki dreymt fyrir veðr
inu í sumar.
— Nei, nú er mig alveg hætt að
dreyma fyrir veðri síðan ég hætti
skipstjórn. Ég sé bara hvermg
veðrið verður þennan og þennan
Torfi Halldórsson
daginn. Ég sá að það yrði austan
gjóla þennan síðasta dag vetrar
ins, þegar ég leit út í morgun.
Ég læt mér sem sé nægja að spá
fyrir einum degi í senn.
— Og hvað dreymdi þig nú
fyrir veðrum hér áður fyrr með
an þú stundaðir sjóinn?
— Það brást ekki vont veður
eða að óhapp kom fyrir um borð
hjá mér, ef mig dreymdi karl
FRÁ FÓSTBRÆÐRUM
FRÁ FÓSTBRÆÐRUM
GrHsending til styrktarmelma
45 ára afmælis kórsins verður minnst með hófi í
Sjálfstæðishúsinu n.k. laugardag 22. þ.m. kl. 7 e.h.
Styrktarfélögum er velkominn þátttaka meðan
húsrúm leyfir.
FJÖLBREYTT SKEMMTISKRÁ-
Aðgöngumiðar afhentir í leðurverzlun Jóns Bryniólfssonar, svo og í
Vonarstræti 4, III. hæð, fimmtudag (smardaginn fyrsta) kl. 4—6.
SAMKV ÆMISKLÆÐN AÐUR
KARLAKÓRINN FÓSTBRÆÐUR
hafði dreymt gamla manninn. Oft
ast hafði ég gott af því, en fyrir
kom þó að ég sat af mér með
þessu því veðrið kom þá seinna
en ég hafði búizt við. Oftar varð
þó hitt. En ef þig langar til að
vita eitthvað um veðrið fram í
tímann þá skulum við tala við
hann Jón Magnússon. Hann veit
hvað hann syngur.
Uppþotasamur framan af.
Við náum nú tali af Jóni Magn-
ússyni, sem ættaður er af Mýrum
og Snæfellsnesi og réri ungur á
skútum frá Vestfjörðum, en
stundaði síðan verzlunarstörf.
Jón er maður um sjötugt, nokkr
um árum eldri en Torfi.
y ' ,r
Jón Magnússon
-— Ég er hræddur um að hann
verði uppþotasamur framan af
sumri, segir Jón.
—En það fer að taka upp fönn
ina, bætir hann við. — Sú fönn,
sem kemur seint á vetri, er sjald-
an lengi að hverfa. Hér sunnan
lands er fönnin áreiðanlega búin
að vera.
— Og hvernig stendur á því að
þú býst við uppþotum framan af
sumri?
— Ég byggi það á því hvernig
hann tók til um páskana.. Það
gæti orðið kalt vor. Mér finnst
jörðin eitthvað svo köld. Ég hef
líka tekið eftir því að þegar hörð
frost geysa á JanMayen þá leggur
kulda þaðan að norðan og hér suð
ur yfir landið. Það eru einmitt
mikil frost þar núna. Það gerir
minna til þótt kalt sé á Græn-
landi.
— Hafið þið tekið eftir því að
brumknappar væru orðnir greini-
legir á trjám, spyr Jón okkur.
— Nei við höfðum ekki tekið
eftir því og töldum að svo mundi
ekki vera.
— Það getur nefnilega farið
talsvert eftir því hvernig vorar.
Ef brum eru komin á trén all-
hann á Dvalarheimilinu. Hann
beið þess að gæfi á sjóinn, svo
hann gæti lagt af stað við annan
mann til Ólafsvíkur á 4 lesta
trillu, sem hann á. Þar ætlar hann
að vera á handfærum í sumar,
þó kominn sé yfir sjötugt. — Ætli
Auðun Oddson
ég fari ekki í kvöld, ef Veður*
stofan spáir ekki verr, sagði
hann og horfði upp í loftið. —
Sjáðu, þegar skýin eru svona
slétt og langur bakki á himmn
um, eins og þessi þarna, þá er
venjulega vindur þar uppi. En ég
held hann sé nú að draga niður.
— Hvort treystirðu betur á
Veðurstofuna eða eigin athugun?
— Ég trúi betur á nútíma
tækni, held ég. Ætli ég láti Veð
urstofuna ekki ráða. Maður verð
ur að gera það . . . Æ, ég veit
það samt ekki.
— Hvernig heldurðu að veður
farið verði í sumar?
— Mér lízt illa á það. Ég held
að hretin og kuldinn hafi komið
of seint. Þegar fer að grænka á
þorranum, þá fáum við venjulega
köld vor. Ég er þá hræddur um
að það verði kalt a.m.k. fram á
hvítasunnu. En um framhaldið
vil ég ekkert segja. Ég hefi alltaf
trúað því að veðrið að sumrinu
verði eins og það sr á sumardag
inn fyrsta, svo kannski ég gæti
sagt þér það eftir morgundaginn.
Annars er veðurfarið á fslandi
orðið svo breytt frá því áður var,
bætti Auðunn við. Það er orðið
eins og Krukkur sagði: „Með
langviðrum og lagaleysum mun
land vort eyðast". Þetta er orðið
hérumbil sama veðrið alltaf. Og
því er minna að marka trú gömiu
mannanna en áður var. Þá var tii
mikið af veðurglöggum mönnum,
— Og eftir hverju var farið?
— Maður fór eftir útliti á loftl,
skýjafari og sjónum, en þetta er
nokkuð sem ekki er hægt að lýsa,
Framh. á bls. 23.
Atvinna
Oss vantar nú þegar eða 1. maí bílstjóra.
2 duglegar afgreiðslustúlkur í matvöru-
búðir. — Upplýsingar á skrifstofunni, á
morgun kl. 10—12 og 4—6.
Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis
ROI