Morgunblaðið - 20.04.1961, Síða 17

Morgunblaðið - 20.04.1961, Síða 17
Fimmtudagur 20. aprfl 1961 MORGVNBLAÐIÐ 17 Björn Jakobsson skólastjóri BJÖRN Jakobsson, fyrrverandi Bkólastjóri íþróttakennaraskóla íslands er látinn. Hann lézt í Reykjavík 13. apríl síðast liðinn. Björn JakObsson var fæddur 13. apríl árið 1886 að Narfastöð- um í Reykjadal í S-í>ing., sonur ihjónanna Jakobs Jónassonar ibónla þar og Sigríðar Maríu Sig- urðardóttur konu hans. Björn Jakobsson lauk prófi frá Cragnfræðaskóla Akureyrar árið 1905. Sigldi til Danmerkur og etundaði nám í Askov 1906—1908. Innritaðist síðan í Statens Lærer- fhöjskole í Kaupmannahöfn og íauk þaðan fimleikakennarapróíi árið 1909 og sundkennaraprófi sama ár. Síðan kom hann út til íslands og tók upp þráðinn, sem hafði fallið niður mörgum öld- um áður og byrjaði að kenna íþróttir. Bjöin Jakobsson kenndi fim- leika og sund hjá ungmenna og íþróttafélagi í Reykjavík svo til óslitið frá 1909 til 1931. Hann var einng kennari við Kennaraskóla íslands í fimleikum og líkams- fræði um 20 ára skeið. Auk þess Ikenndi hann fimleika við Mennta skólann í Reykjavík frá 1919 til 1929. it Björn Jakobsson fékk í vöggu- jgjöf trú á mannlífið og tilgang jþess. Enda var hann fæddur og alinn upp í héraði því, er fóstr- aði svo njarga vormennina. Sakir dugnaðar, gáfna og einstakra mannkosta gafst honum tækifæri itil að afla sér þekkingar á upp- eldismálum frændþjóðanna og að Ikynnast þeim hreyfingum, sem urðu undanfari þeirra tíma, sem yið lifum á og þekkjum bezt. Á fyrstu starfsárum Björns ’Jakobssonar kom skýrt fram Iþekking hans á líkamsuppeldinu og næmur skilningur á efniviðn um. Hann fór að nokkru sínar eigin götur og sneið líkamsæf- dngarnar, sem hann kenndi við Ihæfi hinna íslenzku nemenda sinna, meir en áður hafði þekkzt. Æskufólk með heilbrigðar lífs- ekoðanir flykktist að honum og var þá gróska mikil í hinu unga íþróttalífi höfuðstaðarins. Fim- leikar Björns Jakobssonar voru sérstæðir, fyrst og fremst sökum jþess, sem að baki þeim lá, upp- eldisins og fegurðinnar sem í íþeim var fólgin og þess ferska Iblæs, sem andaði af þeim. Hinar fögru, mjúku, samfelldu dans- irænu æfingar kvennanna, vörp- luðu ljósi á höfundinn, þekkingu ihans á hinum mannlega líkama og sál, auk þess, sem þær báru ivott um næman listrænan smekk. Björn Jakobsso i ferðaðist nokk «ð um landið með fimleikaflokka sína og kynnti fyrir landsmönn- um uppeldisgildi íþróttanna. Hann fór utan sömu erinda og sýndi ílokkur kvenna undir hans Btjórn fimleika víða um Noið- urlönd í Frakklandi og á Eng- landi. Undirtektir voru frábærar, enda var hér á ferð boðberi nýrr- ar stefnu í fimleikum kvenna, er vildi fjarlægja hinn forna brag harðneskju og hemaðar, en boða tíma uppeldis og fegurðar. Bjöm Jakobsson var námsfús svo af bar og síleitandi að þvi, er yerða mátti honum að gagni í etar.finu Jafnframt kennslustörf unum r Reykjavík lagði hann mikJia rækt við að auka þekkingu eína í lífseðlis- og líffærafræði ©g sótti fyrirlestra í Háskóla fs- lands i þessum greinum. í uian- fferðunum viðaði hann að sér rniklu efni, sem hann vann úr, er heim kom og hagnýtti við kensl- una Björn Jakobsson var víðsýnn eddamólamaður, er skynjaði þörf iþjóðarinnar fyrir aukinni líkams rækt. Hann skildi öðrum mönn- um íremur, að íþróttir eiga ekki «ð vexa séreign fárra útvaida manna, er vegna sérstakrar að- Btöðu áttu auðvelt með að leggja stund á þær. Han vildi að íþrótt- ir yrðu almenningseign. Með þá þrá í huga flutti hann frá Reykja- vík að Laugarvatni árið 1931 og gerðist kennari við hinn nýstofn- aða héraðsskóla. Haustið 1932 stofnaði Björn Jakobsson íþróttaskóla að Laug- arvatni og naut þar aðstoðar Jón- asar Jónssonar frá Hriflu og Bjarna Bjarnasonar skólastjóra, sem af næmum skilningi á hlut- verki skólans, veitti honum hús- næði og aðra aðstöðu svo hann fengi starfað. Með því að setja á stofn íþróttaskóla og undirbúa ikarla og konu* til að annast íþróttakennslu, vildi Björn Jakobsson útbreiða íþróttir með- al almennings. Nú voru framund an tímar þrotlausrar vinnu braut ryðjandans, sem tæplega verður lýst í orðum, en þeir einir þekkja er slíkt verk hafa unnið. Að lokinni mikilli kennslu dag hvern, sem nægir meðalmann- inum, tóku við hin ýmsu störf kennarans í heimavistarskólan- um, sem að margra áliti eru lítt þýðingarminni en kennslustarf- ið sjálft. I>essi störf utan kennslu stundanna, eru ekki greidd með veraldarauði og hið opinbera hef- ur ekki metið þau í fríðindum. Nemendur Björns Jakobssonar, — íþróttakennararnir — hafa metið þau, þó ekki til fjár, held- ur hefur þakklæti þeirra komið fram í miklum vinsældum og að- dáun á hinum nýlátna skóla- stjóra. Kennslubækur á íslenzkri tungu til notkunar í íþróttaskóla voru engar til. Að loknu löngu dagsverki, er aðrir kenn- arar heimavistarskólanna voru jafnvel gengnir til náða, gekk Björn Jakobsson til bókasafnsins með teketilinn sinn. Þar tók hann til við að frumsemja og þýða kennslubækurnar. Við þann starfa sat han lengi nætur og hafði oft nýlokið undirbúningi fyrir næsta dag er eldaði af nýj- um degi og kennsla skyldi hefj- ast. Svo til allt sumarleyfið varð hann einnig að nota til að undir- búa næsta skólaár og skyldi mað- ur þó ætla að honum hefði ekki veitt af hvíldinni. Árið 1942 voru sett lög um íþróttakennaraskóla íslands. Sá skóU tók við af íþróttaskóla Björns Jakobssonar 1. janúar 1943. Vonir stóðu til að öll að- staða til skólahaldsins yrði stór- bætt. Mannvirki reist og starfs- lið skólans aukð. Þær vonir hafa ekki rætzit nema að litlu leyti. Skólinn var áfram fjárvana og skólastjórinn varð ekki aðeins að leggja fram vinnu sína ólaunaða, heldur einnig fjármuni til nauð- sjmlegiustu hluta, svo að starf- rækja mætti skólann. Að vísu fékkst heimild fyrir kennara og reist var íþróttahús. Árið 1953 var íþróttakennaraskóli íslands úthlutað 22 ha. af landi Laugar- vatns og er vel séð fyrir þörf- um skólans í framtíðinni hvaó landrými snertir. Byggður var bústaður fyrir skólastjóra og hafnar framkvæmdir við gerð leikválla og þeim haldið áfram síðan. Árið 1956 náði Björn Jakobsson hámarksaldri opin- berra starfsmanna og lét af skóla stjóm. Hann hélt áfram kennslu störfum sem sundkennari næstu fjögur árin og hafði þá fengizt við kennslustörf um 50 ára skeið. Björn Jakobsson var mikill kennari. Hann hafði til að bera þá höfuðkosti, er prýða afburða- kennara. Kennsla hans var þrung in lífi og fjöri og svo nátengd veruleikanum, að allir hlutu að fylgjast með. Hið innilega og milda bros, er lé um andlit hans, er vel var gert, sýndi hvern hug hann bar til nemenda sinna. Björn Jakobsson var sérstæð- ur persónuleiki, sem allir hlutu að virða. Skoðanir hans á mönn- um og málefnum voru ákveðnar, þegar því var að skipta. Enginn kunni betur að koma fyrir sig orði, og enginn kunni betur að hlusta. Hann kunni skil á svo fjölda mörgu og hinum ólíkleg- ustu efnum. Hann var alltaf fús á að miðla öðrum af þekkingu sinni. Mörgum fannst hann fara langt yfir skammt, er hann fluttist að Laugarvatni, en hann var á ann- arri skoðun. Hér gafst honum betra tækifæri en hann hafði áð- ur haft til að útbreiða íþróttirn- ar og að brýna fyrir nemendum sínum skynsamlega iðkun þeirra. Hann sóttist ekki eftir metorðum. Hann var því af mörgum talinn hlédrægur maður. Það var ekki allskostar rétt. Hann var alla tíð svo yfirhlaðinn störfum við kennslu og undirbúning hennar, að tími var ekki aflögu til ann- arra starfa. Um þetta er þeim bezt kunugt, er með honum störf- uðu og í fótskpor hans feta. Bjöm Jakobsson var smekk- maður á íslenzkt mál, mjög orð- hagur. Kennslubækurnar og æf- ingasöfnin, er hann ritaði, bera þess ljóst merki. Hann vann ötul lega að því að gjöra þau orð- skrípi útlæg úr málinu, er ekki samrýmdust því. Hann er höf- •undur flestra þeirra fimleika- heita, er við notum við íþrótta- kennslu. Hann vann að kennslu- bók í lífeðlisfræði og hafði nær lokið við að semja handritið. Það er mikið verk og lofar höfund- inn. Hann var listhneigður maður með afbrigðum, skar í tré, mál- aði og teiknaði svo vel að af bar. Þó var það tónlistin, er heill aði hann mest. Hann hafði yndi af fögrum söng og dvaldist löng- um við söng með nemendum sín- um. Fiðlan var hljóðfæri hans. Við fiðluleik undi hann hag sín- um bezt. Á máli hennar kunni hann einnig skil. Kynni okkar Bjöms Jakobs- sonar hófust fyrir nær tveimur áratugum. Þá strax kveikti hann í brjósti mínu áhuga fyrir lík- amsrækt með kennslu sinni í líkamsfræði við Héraðsskólann «ð Laugtarvatrit. Kynnl okkar urðu nánari, er ég varð nemandi hans í íþróttakennaraskóla ís- lands. Að nokkru leyti fyrir áeggj an hans hélt ég áfram námi, fyrst í kennaraskóla og síðan í erlend- um íþróttikennar'askólum. Eftir að ég var skipaður kennari við íþróttakennaraskóla fslands, varð samstarf okkar mjög náið. Þá kynntist ég vel þessum heiðurs- manni. Björn Jakobsson var mað ur hinna mörgu kosta, en fáu galla, sem hvergi mátti vamm sitt vita. Við hann var gott að lynda, þegar skilningur og vilji til þess var fyrir hendi. Samstarf okkar var alla tíð hið ákjósan- legasta, svo að aldrei bar þar skugga á. Við unnum mikið sam an og oft lengi, ekki sízt, þegar keppast þurfti við að ljúka fjöl- ritun kennslubóka. Þá var oft lögð nótt við dag og við lok verks ins lék hann á alls oddi. Hann var tíður gestur á heimili okkar hjóna og ávallt velkominn. Hann flutti jafnan með sér gleði, svo að koma hans boðaði gott. Um- ræðuefnið var fjölbreytt, því að á flestu kunni hann skil. Hann var bóngóður maður með afbrigð um, enda leitaði ég oft ráða til hans og voru þau fúslega veitt. Það var gott að eiga slíkan vin að, er ég ungur tók við hinu ábyrgðarmiikla Btarfi, er hann hafði sjálfur gegnt við svo mik- inn orðstír, nær hálfan þriðja áratug. Vinátta hans brást aldrei. Hið hlýja handtak hans er ógleymanlegt eins og hann allur. Einn tryggasti og bezti vinur Björns Jakobssonar var Þor- steinn Einarsson íþróttafulltrúi, enda var starf þeirra samofið. Vinátta og tryggðin kom greini- lega í ljós, er veikindi steðjuðu að, því að þá var Þorsteinn Ein- arsson vini sínum mikil hjálpar- hella. Bjöm Jakobsson var höfðingi heim að sækja. Hann bjó aldrei stórt. Herdís systir hans dvaldist oft hjá honum hin síðari ár. Með systkinunum var mikil og ein- læg vinátta, sem var bróðum- um einkar mikilsverð. Bjöm Jakobsson hefur átt drýgstan þátt einstakUnga í því að, móta íþróttalíf þjóðarinnar á þessari öld. Hann hélt því fram, að íþróttimar gætu orðið veiga- mikill þáttur í uppeldi þjóðarinn ar, ef þeim væri stjórnað skyn- samlega og af kunnáttu. Sem frumherja verður hans alltaf minnst og honum alltaf þakkað. Á yngri árum var Bjöm Jakobsson hið mesta glæsimenni, er hvarvetna vakti athygli. Fram korna hans öll bar vott um hið góða samræmi milli sálar og lík- ami. Hin allra síðustu ár átti hann við vanheilsu að stríða unz yfir lauk. Hann fékk hægt andlát 1 Reykjavík á 75 ára afmælisdag- inn. Það er öllum vinum hans hugg- un í harmi, að hann lifir áfram í verkum sínum. Minninguna um hann geymum við bezt með því að gera sem mestan veg þeirrar stofnunar, er hann helgaði aUt sitt ævistarf, en þar er lögð rækt við að glæða þá mannkosti, sem dafna við heilbrigt íþróttalif. Blessuð sé minning hans. Árni Guðmundsson Járnsmiðir Tveir járnsmiðir óskast JÉLSiVIIÐJAM JÁRM Súðarvogi 26 — Sími 35555 Blómabúðsrnar eru opnar í dag, sumardaginn fyrsta frá kl. 10—1. Félag blómaverzlana ÚTBOÐ Tilboð óskast um að byggja III. áfanga Gnoðarvogs- skóla. Uppdrátta og útboðslýsingar má vita í skrif- stofu vora, Tjarnargötu 12, III. hæð, gegn 1.000.00 króna skilatryggingu. INNKAUPASTOFNUN BEYKJAVlKURBÆJAB ÚTBOÐ Tilboð óskast um smíði á skólaborðum og stólum, bæði úr tré og stáli. — Uppdrátta og útboðslýsinga má vitja í skrifstofu vora Tjarnargötu 12, III. hæð, gegn 300 króna skilatryggingu. INNKAUPASTOFNUN BEYKJAVlKURBÆJAB

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.