Morgunblaðið - 23.04.1961, Blaðsíða 2
9RCTJWBLAÐ1Ð
Sunnudagur 23. aprfl 1961
Rætt um vetrarver-
tíðina og útvegsmál
v/'ð Finnhoga frá Gerðum
FYRIR no'kkrum dögum átti
Mbl., samtal við Finnboga Guð-
mundsson útgerðarmann frá
Gerðum, um útgerðina og ýmis
vandamál hennar í dag.
/
Finnbogi sagði að verkföllin
1 upphafi vertíðarinnar, hefðu
haft mjög slæm áhrif. Einmitt í
byrjun vertíðarinnar var aflinn
góður. Það var lika óttinn við
viðtækari verkföll þegar fyrir
áramótin sem einnig hafði lam-
andi áhrif á allan vertíðar und-
irbúninginn, t. d. á mannaráðn-
ingar á skipin. Fjöldi dugandi
gjómanna taldi sig sjá fram á
verkfall á bátaflotanum og gerðu
þá aðrar ráðstafanir til þess að
tryggja sér atvinnu. Á þessum
tíma og mjög erfitt um öflun
útgerðarlána til vetrarvertíðar-
innar, vegna verkfallsóttans.
Lausn þessara vinnudeilu var
ttm marga hluti mjög merkiieg,
sagði Finnbogi. —
Landssambandi ísl. útvegs-
manna tókst að ná samkomulagi
við fiskvinnslustöðvarnar um
nokkra hækkun á fiskverði sér-
staklega á gæðamesta fiskinn.
t. d. daglega lönduðum línu-
fiski. Á grundvelli þessa fisk-
verðssamnings reyndist mögulegt
að koma til móts við nokkrar
tekjuhækkunar til bátasjómanna,
einkum þeirra sem landa bezta
fískinum.
Það er nú almennt viðurkennt
af ölium, að hið nýja fyrirkomu
lag: gæðamatið og fiskverðið,
hafi orðið til mikilla bóta. Ef
við hefðum nú fengið svipaða
vertíð og sú sem var t. d. á
árunum 1954—55, en þá var góð-
ur afli á línu hér við Faxaflóa,
hefði afkoma útvegsmanna og
sjómanna nú i vetur verið mjög
góð, vegna þess hve verðið á
línufiskinum er hátt, þar eð hann
er í fyrsta verð- og gæðaflokki.
Við tilkomu gæðamatsins hef-
tir öll meðferð fisksins batnað.
Við eigum eftir að sjá það enn
betur að ferskfiskmatið verður ó-
metanlegt framlag til bess að
tryggja það að íslenzkur fiskur
verði ávallt sá beszti sem á boð-
stólnum er. — Þeir ágætu menn
sem hlut áttu að þessari stór-
felldu breytingu eiga skilið þakk
ir alþjóðar.
Um aflaleysið á miðunum sagði
Finnbogi frá Gerðum, að það
væri alvarlegt mál fyrir útveg-
inn. Það þarf líka mikið til að
hátt á fjórða hundrað bátar í
verstöðvunum milli Hornafjarð-
ar og Stykkishálms afli vel yfir
vetrarvertíðina. Stormasamt hef
ttr Verið hér syðra í vetur
og hefur það torveldað sjósókn
og dregið úr afla. Á sama tíma
faefur verið einstaklega góð tíð
fyrir norðan. Þar hafa bátar
getað stundað veiðar með betri
árangri en jafnvel dæmi eru til
um áður. Það er skoðun min og
ýmissa fleiri að fiskisgengd hafi
oftast verið norður af Austur-
landi á vertíðarmánuðunum, en
veðrátta er þá oftast svo hörð
nyrðra á þeim tíma árs að ekki
hefur verið hægt að stunda
veiðar með nokkrum teljandi
árangri. Vist er að nokkur tmd-
•anfarin ár hefur tíðarfarið farið
batnandi á hafinu norður af
Austurlandinu og hefur útgerð
þar eystra aukizt verulega og
er með allra mesta móti nú í ár.
Finnbogi kvaðst líka vera
þeirrar skoðunnar að vélbátaflot
inn sé ekki nógu vel mannaður.
Hefðu margir bátar ekki fulla
tölu manna og geta því förföll í
skiprúmi undir siíkum kringum-
stæðum orðið til hins mesta tjóns,
því menn fást ekki til þess að
fylla í skörðin.
En þó nú séu erfiðleikar fram-
undan hjá útgerðinni, eftir trega
vertíð, megum við ekki láta
hendur falla í skaut. Fiskneysl-
an í heiminiun mun halda áfram
að aukast mikið og ætti því verð-
lag í fiski að fara hækkandi.
Ég trúi því að við íslendingar
eigum eftir að ausa upp miklum
auðæfum á veiðisvæðunum við
landið.
Því megum við ekki láta stund
ar erfiðleika draga úr okkur
kjarkinn. Þeir sem landinu
stjórna verða að sýna þrenging-
Knatt -
spyrna
inni
um útvegsins skilning. Um
langa framtíð verður það fyrst
of fremst fiskurinn sem við drög
um úr sjónum,' sem þjóðin lifir
af, sagði Finnbogi frá Gerðum
að lokum.
Vor- og sumarsýning
opnuð í Asgrímssafni
í DAG fer fram í íþróttahúsinu
á Keflavíkurflugvelii knatt-
spyrnumót innanhúss. Eru það
Keflavíkingar sem að mótinú
staanda en 10 lið eða 11 lði taka
þátt í mótinu. Meðal þeirra eru
öll 1. deildarliðin Og verður án
efa gaman að sjá liðin keppa á
þessum stóra velU.
MikU nðsókn '
oð Noskyrn-
ingunum
„Nashyrningarnir“ eru sýndir
við mikla hrifningu og ágæta .
aðsókn í Þjóðleikhúsinu um
þessar mundir. Fá leikrit hafa
vakið jafnmikla athygli og
umtal hins síðari ár. Sýning
Þjóðleikhússins heftir hlotið
ágæta dóma þykir vönduð og
nýstárleg á margan hátt.
Næsta sýning verður í kvöld.
Myndin er af Lárusi Páls-
syni og Róbert Arnfinnssyni
í aðalhlutverkum leiksins.
f DAG er opnuð ný myndlistar-
sýning í húsi Ásgríms Jónssonar,
Bergstaðastræti 74. Hún er sú
þriðja í röðinni síðan safnið var
opnað 5. nóv. sL, og mun hún
standa frameftir sumri. Eru olíu-
myndir sýndar í vinnustofunni,
en vatnsUtamyndir í heimilinu.
Með þessari sýningu er leitazt
við að sýna þróun í list Ásgríms
um þvínær sex áratuga skeið,
og þá m.a. haft í huga ferðafólk,
sem á þess ekki kost að skoða
safnið nema endnun og eins.
Elzta verkið á sýningunni er frá
1899, eh það yngsta frá 1958.
Nú er sýnd í fyrsta sinni frum-
Skáta -
dagurinn
SKÁTADAGURINN er í dag kl.
1.30 e. h. munu skátar safnast
saman við Skátaheimilið, og
skrúðganga um bæinn hefst kl. 2.
Þeir ganga um Snorrabraut,
Laugaveg, Bankastræti, Aðal-
stræti, Túngötu, Hofsvallagötu,
Hringbraut, Melatorg, Skothús-
veg, Laufásveg, Barónsstíg.
Milli 3 og hálf fjögur munu
þeir koma að Austurbæj arskól-
anum, og hefjast þá sýningar á
ýmsum skátastörfum. Áður en
sýnngar byrja, mun skátahöfð-
inginn, Jónas B. Jónsson, flytja
stutt ávarp.
Um kvöldið verður útivarð-
eldur á sama stað, og hefst hann
kl. 8.30.
[y* NA /5 hnútor]
1 SV Sdhnútar
X Snjókomo 9 únwm V Skúrir^ fC Þrumur mss, Kukhski! Hifaski/ H H*» LéUui
DÆGÐIN hefur þökazt örlítið
til NV síðastliðinn sólarhring,
og er það nóg til þess, að
vorhlýindin hafa náð til Norð
urlands. Um hádegi í gær var
9 st. hiti á Blöndósi og Nauta-
búi, en á annesjum nyrðra
var aðeins 2—3 st. hiti. Hlýj-
ast var á Hellu á RangárvöH-
um 12 stig. Á Vestfjarðamið-
um var vindur allhvass svo og
kuldabræla, en frostlaust.
Veðurspáin á hádegi í gær:
SV-mið: Austan stinnings-
kaldi, þykkt löft Og dálítil
rigning. — SV-land til Vest-
fjarða, Faxaflóamið og Breiða
fjarðamið: Austan kaldi, skýj-
að. — Vestfjarðamið: All-
hvass austan eða NA, rigning.
Norðurland: Hægviðri, skýj-
að. — Norðurmið: Austan
stinningskaldi, rigning með
köflum. — NA-land til SA-
lands og miðin: Austan eða
SA kaldi, þokuloft og rign-
ing.
myndin að stærstu eldgosmynd
Ásgríms, sem hann nefndi Sturlu
hlaup, og er síðasta olíumyndin
sem listamaðurinn vann að, en
tókst ekki að Ijúka við. Frum-
myndin er máluð um aldamótin,
og fannst hún í húsi Ásgríms
eftir lát hans. Er myndin nýlega
komin frá Listasafninu danska,
en þar var hún í hreinsun og
viðgerð.
Gefið hefur verið út á vegum
Ásgrímssafns lítið upplýsingarit,
á fjórum tungumálum, um mál-
arann og safnið. Á forsíðu er
mynd af listamanninum að starfi.
Þá mynd tók Ósvald Knudsen
í Svínahrauni sumarið 1956. Á
bakhlið er mynd af síðasta lista-
verki Ásgríms Jónssonar, teikn-
ing úr ævintýrinu um Sigurð
kóngsson.
Ásgrímssafn er opið á sunnu-
dögum, þriðjudögum og fimmtu-
dögum frá kl. 1,30—4. Aðgangur
er ókeypis.
Á FJMMT.UD'AGTNN þann 20.'
apríl var afmælisdagur Hitl- I
ers einræðisherra. Þá bar svo |
við suður í Fossvogskirkju-1
garði, að hópur nokkurra
stráka safnaðist þar saman \
og þóttust vera litlir SS-1
menn eða Gestapó karlar í j
anda hins dauða einræðis-
herra. Marseruðu þeir undir'
gömlym kafbátafána með |
hakakrossmerkinu á um i
kirkjugarðinn og var þessi
mynd þá tekin. Það versta'
við þennan ljóta leik I
var að þessir þokkapiltar |
gengu að leiði þýzkra her-
manna í kirkjugarðinum og1
óvirtu þá með nazistakveðj-1
um.
Þennan sama dag héldu aðr !
ir einræðisvinir líka upp á'
afmæli Hitlers. Það voru ung- (
kommúnistar hér í bæ, sem |
minntust vináttusamnings i
Hitlers Og Stalins með þvl að'
lima kommúníska áróðurs-
miða upp á nokkrum stöðum
í bænum. Þeir piltar unnu,
meðal annars það afrek að
svívirða minnismerki sr. |
Friðriks Friðrikssonar í Lækj .
argötu með því að líma áróð-
ursmiða á fótstall styttunn-1
unnar.
Þannig minntust nazlstar og ,
kommúnistar saman afmælis'
Hitler 20. apríl 1961.
Mmælissýning Batböru opnuð
FÉLAG íslenzkra myndlistar-
manna gengst fyrir sýningu á
108 verkum frú Barböru Áma-
son í Listamannaskálanum í til-
IRog
KFR unnu
ÍSLANDSMÓTIÐ í körfuknatt-
leik hélt áfram á sumardaginn
fyrsta kl. 8,15. Þá fóru fram
tveir leikir í meistaraflokki
karla. Sigraði ÁR ÍKF með 78
stigum gegn 39 og KFR vann Ár-
mann í spennandi og jöfnum leik
56:54.
Að þrem mínútum liðnum var
staðan 9:4 og 15:6 eftir 7 mín.
Staðan í hléinu var 36:19. Síðari
hálfleikur var svipaður hinum
fyrri, og lauk leiknum með sigri
íslandsmeistaranna 78:39. Leikur
KFR Og Ármanns var geysilega
spennandi, en flestir reiknuðu
með yfirburðarsigri KFR, þar er
Ármann vantaði tvo af sínum
fceztu mönnum. En það fór á
annan veg, því stigin stóðu oft
jöfn og stundum hafði Ármann
yfir. Spennan var enn meiri í
seinni hálfleik, en þá stóðu stigin
10:9 fyrir Ármann. KFR náði
betri leik í seinni hálfleik og
tókst að komast yfir, en Ár-
menningum tókst fjórum sinnum
að jafna, og er tæp mínúta var
til leiksloka stóðu leikar jafnt,
54:54. En á síðustu sekúndunum
tókst leikmönnum KFR að skora,
um leið Og leiknum lauk. Leikn-
um lauk því með nauoaum sigri
KFR, 56:54.
efni fimmtugsafmælis listakön*
unnaí. Sýningin var opnuð sfa
föstudag og er opin dag hvern
frá klukkan tvö til tíu. i
Frú Barbara er mjög mikil-
hæf listakona, eins og kunnugt
er, og ber sýningin því glöggt
vitni. Listaverkin eru 108, eins
og fyrr getur, bæði vatns 1 ita-
myndir og teikningar, gouache-.
og pastelmyndir, tréristur,
myiidir á tréspón, veggteppi,
myndaskermar og mottur, og
gefur sýningin mjög gott yfirlit
yfir starf listakonunnar á und-
anfömum áratugum.
, Fjölmenni var við opnun sýn-
ingarinnar í fyrradag, þar á
rrteðal forsetahjónin.
— Kúba
Framhald af bls. 1
vera mikið. Sannleikurinn er sá,
sagði hann, að eftir að við höfð-
um stigið á land gátum við varla
þverfótað fyrir heimavarnarliðs-
mönnum, sem studdu Castro-
stjórnina.
Fréttamaður Reuters í Havana
segir að enn sé ekki hægt að fá
neina nákvæma heildarmynd af
atburðunum á Kúbu, — en eitt
er staðreynd. Hver einasti mað-
ur sem maður talar við hefur
misst einhvem kunningja sinn
ýmist í valian eða í farujahúðir
Castros