Morgunblaðið - 25.04.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.04.1961, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 25. apríl 1961 MORGUNBLAÐIÐ 17 Guðbjörg þorsteins- dóttir húsfrú Minning HINN 8. apríl 1961 andaðist í Landsspítalanum frú Guðbjörg IÞorsteinsdóttir. Hún var fædd á Aðalbóli í Hrafnkelsdal 16. okt. 11914 og var því aðeins 46 ára, jþegar hún lézt. Foreldrar Guð- bjargar voru þau Soffía Péturs- dóttir frá Mýrum í Skriðdal Guð onundssonar frá Geitdal og Þor- steinn Jónsson frá Brekkugerði í Fljótsdal Þorsteinssonar frá s.st. Guðbjörg ólst upp á Aðal- foóli til 11 ára aldurs, en hún var næst yngst af 9 börnum þeirra hjóna. Þau voru: María, dáin 3.943, Ingibjörg, Björgvin, Ragn Iheiður, öll búsett í Reykjavík, Elísabet fyrrum húsfreyja á Yíði Völlum í Fljótsdal, nú látin, Sig- ríður búsett í Reykjavík, Geirrún til heimilis á Seyðisfirði og Pétur Ibóndi í Bessastaðagerði í Fljóts dal. Hálfsystkini: Margrét Þor- steinsdóttir, húsfreyja, Víðivöll um, Fljótsdal og Jón Þorsteins- son frá Víðivöllum, nú látinn. Frá Aðalbóli fluttist Guðbjörg með foreldrum sínum að Þuríðar stöðum í Fljótsdal. Árið, sem hún fermdist, dvaldi hún ásamt for eldrum sínum á Eiríksstöðum á Jökuldal. Er foreldrar hennar flytja svo aftur í Fljótsdalinn, verður hún eftir á Eiríksstöðum fojá Jóni bónda Snædal og konu foans, Stefaníu. Þar dvelur Guð fojörg næstu 2—3 árin. Oft minnt ist hún á dvöl sína þar, enda bar Jiún sérstakan hlýhug til beggja foeimilanna á Eiríksstöðum. Um tíma er Guðbjörg svo í Fljótsdaln um aftur, en flyzt síðan til Reyð arfjarðar til Maríu heitinnar syst ur sinnar og manns hennar, Kristins kaupmanns Magnússon- Rakarar Rakarastofa í fullum gangi, í Keflavík, til sölu strax, af sér- stökum ástæðum. Uppl. í gíma 1456 og á kvöldin í síma 1828. ar. Árið 1937 giftist hún sftirlif andi manni sínum, Ingibergi Stefánssyni frá Reyðarfirði. Bjuggu þau fyrst í Holti, en fluttu að Merki 1941 og þar áttu þau heima æ síðan. Þeim varð tveggja dætra auðið. Guðríður Þóra 22 ára og Maria Kristín 14 ára. Þar að auki áttu þau 5 ára gamlan fósturson, Elm ar Sófus. Guðbjörg Þorsteinsdóttir var mikil og góð húsmóðir. Hún unni heimili sínu framar öllu öðru og helgaði því krafta sína óskipta. Hún var í eðli sínu fremur hlé dræg, en í hópi kunningja var hún kát, hlátur hennar glaðvær og gamanið græskulaust. Ég átti því láni að fagna að vera heimilismaður í Merki um tíma. Ég minnist þeirra tíma með fölskvalausri ánægju. Þar ríkti hinn góði andi í heimilislífinu öllu. Stærstan þáttinn í því átti hús móðirin. Ég vil að lokum þakka henni alla þá umhyggjusemi og góðvild, sem hún sýndi mér þá og alltaf síðan. Glaðvær hlátur húsfreyjunnar í Merki er nú þagn aður og milt bros hennar horfið. En minning hennar er heið og hrein, og hún verður ekki frá okkur tekin. Eiginmanninum, börnum þeirra litla dóttursyninum og öllum að- standendum votta ég mína dýpstu samúð. Guðmundur Magnússon. Eftir barnaskólanám settist hún í Kennaraskólann og lauk þar prófi með góðum vitnisburði. Nokkru síðar sigldi hún til Eng- lands til að fullnuma sig í enskri tungu. Stundaði hún síðan kennslu í einkatímum, í Landa kotsskóla og víð'ar. Oft var hún túlkur fyrir ferðaskrifstofur, er þá störfuðu hér, Og þýddi talsvert úr ensku. Hún tók all mikinn þátt í félagslífi bæjarins, var t.d. gjaldkeri kvenfélagsins „Keðjan“ í 15 ár og vann því félagi mikið gagn. Þórunn var glæsileg stúlka, vel gefin og gædd næmri tilfinningu fyrir því fagra og góða í lífinu, eins og bezt kemur fram í frásögn um hennar, sem dóttir hennar, Þórunn Jónsdóttir- Elín - Kvebja F. 24. marz 1896. D. 17. apríl 1961. í DAG fer fram jarðarför Þórunn ar E. Jónsdóttur, frá Fríkirkjunni í Reykjavík. Hún fæddist að Laugalandi við Reykjavík þ. 24. marz 1896, þar sem faðir hennar Jón Kristjáns- son frá Breiðabólstað á Álftanesi var umsjónarmaður. Móðir henn ar var Oddný Erlingsdóttir frá Kirkjubóli í Hvítársíðu. Hún ólst upp í stórum systkinahópi og var næst elst barnanna. Það kom því brátt í hennar hlut að hlynna að mörgum yngri systkinum með móður sinni. Fór það henni vel úr hendi, því Þórunn var bráð þroska, umhyggjusöm og dugleg. Fröken Kristjana Markúsdóttir—Kveðja 7. júlí 1870—18. apríl 1961. Fröken Kristjana var barnfædd að Blöndudalshólum, prestsdótt- ir, sem og móðir hennar var, frú Metta Einarsdóttir prófasts í Stafholti, Sæmundssonar. Henn- ar bróðir var Sigurður Sæm- undsen verzlunarstjóri á Búð- um, alkunnur kaupmaður á síð- ari hluta 19. aldar. Hann kölluðu þeir í Höfn Sigurð sjentílmann, og felst í þessu gælunefni viður- kenning á örlæti mannsins og höfðinglegri kurteisi. En í þeirri ætt hafa verið vaskir menn, orð- glaðir og vínglaðir, skáldmælt- ir og listhneigðir, raddmenn miklir. En konur friðar, dömur í fremstu röð, aðsópsmiklar ef vildi. Foreldri Markúsar prests Gíslasonar, síðast að Stafafelli, var um Mýrar og Borgarfjörð. Það segir mér kona af þessari kynkvísl, að margar ættir komu þar saman, en aldrei var met- ist um slíkt. Því að hver og ein ættin vissi svo fastlega sitt gildi, að ekki þurfti slíkt að ræða við neinn. Kunnastur af börnum Markúsar prests og frú Mettu varð Einar, elzti sonur þeirra, kaupmaður og ríkisbókari, mikil- 'hæfur maður á marga lund. Fröken Kristjana bar rík ein- kenni ættar sinnar. Hún var stórlynd og hreinlynd, fríðleiks- kona í blóma sínum, björt og fyrirmannleg, fasprúð, mikil dama frá æsku til hárrar elli. Hún gat verið sköpuð til mikill- ar forstöðu. En hún var ekki manni gefin. „Ég vildi ekki það sem mér bauðst, og fékk ekki það sem ég vildi“, sagði hún og dró enga dul á, að einnig hún hafði þar verið á lífsins skipti- velli. Þessi skapstóra kona kaus sér hið kyrláta kvenlega líf, við listiðju og hárfína fegurð hann- yrðanna, og við strengi gítarsins. Hún tróð þó eina nýja braut, því að hún lærði út í Danmörk nuddlækningar, er hún var nær miðjum laldri, einna fyrst ís- lenzkra kvenna. Hún gekk heim til hinna sjúku, í þjónustu lækna og varð ástsæl í því starfi. En hún hvarf aftur að hannyrðum sínum og listsaumi og teikning- um sínum; hún málaði blóm í smáum formum, í því litskrúði sem auga hennar kunni hrein- ast að sjá. En litir og fín form og tónar voru hennar fegurðar- heimur. Hún var gáfuð kona og bókelsk, las á norðurlandamál- um og ensku, en á efri árum nam hún af sjálfri sér þýzka tungu, til þess að færa út sinn lestrarheim í kyrðinni. Hún varð athvarf og skjól móður sinnar, frú Mettu, í ekkjudómi hennar og lét eitt yfir báðar ganga. Fröken Kristjana var tryggða- tröll og taldi sig í sífelldri skuld við þá, sem einhverntíma höfðu verið henni vinir eða lagt henni lið. Hún var ríklunduð, en stór- látust í fátæktinni, ef hún varð um sinn að búa við hennar kost. Fröken Kristjana komst á hinn tiunda tug ára. Hún átti sinn æskublóma á þeirri tíð sem þjóð hennar barðist vonlausri baráttu við Etsrup hinn danska. Engin elli bugaði sálarstyrk hennar né líkamsþrek; hún hafði skilist með friði við hinn síðasta dag síns langa lífs og gengið til hvílu, en svaf að morgni, án þess að neinn hefði ónæði hennar vegna. Allt var þar hreint og fágað hennar eigin höndum, hver hlut- Ur á sínum stað, hvert traf strokið í sinni skúffu. Hún hafði séð um sinn langa dag, hátt í öld, nýtt land og nýja þjóð verða til. Allur heimur æsku hennar var löngu horfinn í mistur tím- ans. Hennar tíð átti þó mörg gæði, sína fegurð og vorsól, forna menning, sína ströngu siði. Fröken Kristjana var síðasta dama sinnar kynslóðar, allt frá 19. öld. Hún var síðasta daman af sinni ströngu gerð í þessu landi. Helgi Hjörvar. Erla færði í bókarform síðar. Bók þeirra mæðgna nefnist „Bernska í byrjun aldar“ og kom út hjá ísafoldarforlagi árið 1951. Hlaut bókin góða dóma og var um tíma notuð við lestur í nokkr um barnaskólum bæjarins. Árið 1929 giftist Þórunn eftir lifandi manni sínum, Jóni Alex anderssyni vélstjóra við rafstöð ina við Elliðaár. Bjuggu þau þar fyrstu búskaparárin, þar til Jón tók við fostöðu Viðgerðarstofu ríkisútvarpsins. Keyptu þau nokkru síðar íbúð við Víðimel og hafa búið þar síðan. Þau eign uðust eina dóttur barna, Erlu Þórdísi, er lauk Menntaskóla- námi. Hún giftist Valdimar Ólafs syni flugumferðarstjóra. Eiga þau 6 efnileg börn og ber ein dætra þeirra nafn Þórunnar sál ugu ömmu sinnar. Fyrir nokkrum árum bilaði heilsa Þórunnar og hefur hún síðan háð baráttu við þrálátan sjúkdóm. Ekki missti hún kjark inn og létt skap var henni léttir í langvinnri baráttu. Frábær umhyggja eiginmanns hennar í erfiðum veikindum, verður ættingjum Þórunnar minnisstæð. Hún andaðist í Bæj- arsjúkrahúsinu þann 17. apríl. Grímur Þorkelsson. BIFREIDASALAN Ingólfsstræti 9 Sími 13966 og 19092. Höfum kaupendur að Volks- wagen ‘58 og ‘59. Til sölu Ford ’55 pick-up eitt tonn mjög góður. Villys jeppi, mjög góður bíll Dodge ‘51, hagkvæm kjör. Bifreiðasalan Ingólfssíræti 9 Sími 18966 og 19092 Bílasala Guðmundar Bergþórugata 3. Selur á, Chevrolet ‘54 góðan einkabfl. Opel Capitan ‘57 (lúxusmódel) Dodge ‘53. Moskwitch ’59. Ford Sinca ‘59. Bílasala Guðmundar Bergþórugata 3. Sími 19032 og 36870. Bílasala Guðmundar Bergþórugötu 3. Símar 19032 og 36870. Volkswagen '56 fallegur bíll. Ókeyrður hér- lendis. Bílasala Guðmundar Bergþórugötu 3 Simi 19032 og 36870 Vörubílstjórafélagið Þróttur Fundur verður haldinn í húsi félagsins miðviku- daginn 26. þ.m. kl. 8,30 s.d. Fundarefni: Rætt um uppsögn samninga. STJÓRNIN. Lögfrœðingur óskast sem fulltrúi á málflutningsskrifstofu. Umsóknir merktar „Lögmannsstarf — 1168“ send- ist afgr. Mbl. fyrir 30. apríl n.k. Heimasaumaður overlocksammir Heildsala óskar að komast í samband við lítið verk- stæði eða einstakling sem gæti tekið að sér að sníða og sauma peysur og prjónaföt á börn. Umsóknir sendist Mbl. sem fyrst merktar: „Framtíð —• 1167“. 3/o herb. íbúð Til sölu er skemmtileg 3ja herbergja íbúð tilbúin undir tréverk. Bilskúrsréttur. Stutt í verzlanir. Hitaveita. ÁRNI STEFÁNSSON, hdl. Málflutningur — Fasteignasala Suðurgötu 4 — Sími: 14314.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.