Morgunblaðið - 25.04.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.04.1961, Blaðsíða 22
22 MORCriVBLAÐlÐ Þriðjudagur 25. aprfl 1961 FH vann Fram með 2 marka mun Bezti leikur sem sézt hefur til ísl. liða HINU langa og umfangsmikla íslandsmóti í handknattleik lauk á sunnudag. Oft hafa leikir mótsins verið spennandi, en enginn sem síðasti leikur mótsins — milli FH og Fram í meistaraflokki karla. Leikur liðanna var einhver sá bezti tem tvö islcnzk lið hafa sýnt. FH hafði yfirburði í snerpu og hraða, en Fram í góðri uppbyggingu leiks. Og svo jafn var leikurinn að síðasta mínútan varð úrslitastund hans. Og FH veitti betur, skoraði 18 • Hraði í upphafi Það var mkiið fjör í báðum liðum í upphafi. FH (Kristján) byrjaði að skora og hafði frum- kvæðið unz Fram jafnar eftir 5% mín. Og Vz mín. síðar tekur Fram frumkvæðið. En það varaði stutt og FH hélt frumkvæðinu í mörkum, þó forskotið yrði aldrei nema 3 mörk. En ævinlega náðu Freimaiar tökum á leiknum aft- ur og eftir 25 mín. stóðu 10:10. Síðan tók Fram forystu 11:10 og var það hinn gamalreyndi fyrir- liSi liðsins, Hilmar Ólafsson, sem það mark skoraði. Þannig var gegn 16. staðan í hálfleik. Reykjavíkur- meistararnir voru á góðri leið með að gera hið ótrúlega — að sigra hina reyndu leikmenn FH. 1 hraðanum fyrstu 10 mín. hafi FH undirtökin í leiknum yfirleitt. Hraðinn var þeirra sterka hlið. En varnir beggja liða opnuðust mjög illa enda urðu mörkin 11 talsins (6:5 fyrir FH) á fyrstu 10 mínút- uniun. • Kafli Fram En er á leið tókst Fram að ná upp góðri leikbyggingu. Lið- íslandsmeistarar FH. Lengst t. h. í aftari röð er Hallsteinn Hinriksson, sem þjálfað hefur kjarna liðsins á annan áratug og stýrt liðinu gegnum marga eldraun (Ljósm.: Sv. Þormóðss.) KR vann Islanusmeiát- ara 10 leikir Ármanns 28:11 Körfuknattleiksmótsins um helgina Fram skorar óverjandi. Valdimar vann með yfirburðum STEFÁNSMÓTIÐ svonefnda — sem skíðadeild KR efnir árlega til í minningu Stefáns Gíslasonar eins af frumherj- um deildarinnar — var haldið í Skálafelli á sunnudaginn. Keppt var í svigi í öllum flokkum. Sigurvegari í A-flokki varð Valdimar örnólfsson ÍR. sigraði hann með yfirburðum. Annar var Leifur Gíslason KR. Brautin var mjög erfið og grófst illa. Leifur hafði beztan tíma í fyrri ferð — eða 2/10 úr sek. betra en Valdimar. En í síðari ferð hlekktist öllum á nema Valdi- mar sem fór brautina af ör- í B-flokki sigraði tílfar Andrésson ÍR og í C-flokki Sigurður Einarsson ÍR. Júlíus Magnússon KR sigraði í drengjaflokki en í flokki kvenna sigraði Marta B. Guð- mundsdóttir KR. Veður var óhagstætt — rign ing framan af en síðan þoka. ið . lék örugglega að vörn FH og tókst oft glæsilega að brjóta vörn liðsins, ýmist með eldsnögg um skötum eða með fallegum og nákvæmum leik inn til „línu- mannanna". Var Guðjón Jónsson meginstoð liðsins á þessum tíma og var einn bezti maður vallar- ins fyrri hálfleikinn. í síðari hálfleik þéttust varnir beggja og þreytumerkin komu íram í mjög fáum mörkum. Fýrstu 20 mín. síðari hálfleiks Framhald á bls. 23. Á FÖSTUDAGSKVÖLÐ og helgina fóru fram 10 leikir körfu knattleiksmóts Islands og 2 í gærkvöldi. Meðal leikanna á föstudag var leikur í meistara- flokki krvenna milli íslands- meistara Ármanns og liðs KR. Svo fór að KR sigraði með yfir- burðum með 28 gegn 11 stigum. Sama kvöld léku KFR og ÍKF í m. fl. karla. Var það jafn leik- ur og tvísýnn. ÍKF náði nú sín- um bezta leik og aðeins 4 stig skildu í ieikslok. Skoraði KFR 48 og ÁKF 44. Unglingaleikir fóru fram á tveim stöðum. í Háskólanum urðu úrslit þessi: 4. fl. karla Á — ÍR-c-lið 22:2. 3. fl. karla A KR — ÍR-b-lið 28:17 um 2. fl. karla Árm. a — Árm. b 45:29 2. fl. karla ÍR — Haukar 75:15. í Hálogalandi urðu úrslit þessi: 2. fl. kv. ÍR-a-lið — KR 23:9. 4. fl. karla ÍR-a-lið — KR 19:14 3. fl. karla B ÍR-a-lið Haukar 2:0. 3. fl. karla B Á — KFR 28:8. ^__ IR nálgast meistaratitilinn í gærkvöldi fóru fram 2 leikir, þá færði ÍR sig enn nær íslands- meistaratitli í karlaflokki. Úrslit urðu að KFR vann ÍS með 63:40 og ÁR vann Ármann með 52:37. vcrnn Akranes í úrslitum inncmhúss Keflavíkurflugvelli 24. apríl. FYRSTA knattspyrnumót innan- húss, sem haldið hefir verið á Suðurnesjum, fór fram í íþrótta- húsi Varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli á sunnudaginn var. Knattspyrnufélag Keflavíkur hélt mót þetta í tilefni af 10 ára afmæli félagsins og bauð til keppninnar ýmsum fyrstudeild- arliðum svo og liðum af Suður- nesjum. Úrslit keppninnar urðu þau að KR sigraði alla sína keppinauta og sýndi talsverða yfirburði í knattmeðferð. Úrslit í einstökum leikjum UMFK — Þróttur 4:3. ÍA-a — Víkingur 4:2. KR — Reynir 7:1. KFK — Valur 4:3 ÍA-a — ÍA-b 4:3. KR — UMFK 5:1. ÍA-a KFK 6:3. KR — ÍA-a 4:3. Að keppninni lokinni afhenti Höskuldur Goði Karlsson, sigur- vegurunum veglegan bikar, sem KFK hafði gefið. Áhorfendur voru fáir, eða um 250. Lúðrasveit Keflavíkur lék fyrir áhorfendur á undan og einn ig í leikhléi. — B.Þ. Þorgeir Guðmundsson kom fyrstur að marki FH vann í sex flokkum Handknattleiksmótið er um fangsmesta íþróttamót sem hér hefur farið fram. Keppend ur eru nær 1000 talsins og keppt er 1 11 flokkum karla cg kvenna á ýmsum aldri. Sig urvegarar í mótinu nú eru þessi félög: 1. deild karla: FH. 2. deild karla: Víkingur. 1. flokkur karla: Þróttur. 2. fl. karla A: F.H. 2. fl. karla B: F.H. 3. fl. karla A: F.H. 3. fl. karla B. Ármann. Meistarafl. kvenna: F.H. 2. fl. kvenna A: F.H. 2. fl. kvenna B: Víkingur. 1. fl. kvenna: Víkingur. F.H. hefur því hlotið sigur í 6 flokkum karla og kvenna, þar af í báðum meistaraflokk unum. Er það meiri og glæsi legri sigur en nokkurt annað félag hefur áður unnið í þess ari grein. Næstir koma Víking ar með sigur í 3 flokkum. Þróttur og Ármann hlutu sigur í sínum flokkl hvort félag. Öll hin félögin hafa eng an lokasigurinn, en þau gerðu þó sannarlega sitt til að gera mótið skemmtilegt eins og t.d. og ekki sízt Fram sem átti lið í 6 úrslitaleikum — þó allir töpuðust félaginu. Frá úrslitleikum yngri flokkanna verður sagt á morg un. Armann vann keppni begg"a sveitanna — en KR-ingur fyrstur að marki DRKNGJAHLAUP Ármanns fór fram á sunnudag. Var þar um harða keppni að ræða að venju og þátttaka mikil. Ármann sigr- aði í bæði 3 og 5 manna sveit- um, en ungur KR-ingur kom fyrstur að marki. 1. Þorgeir Guðmundsson KR 5:09,0 2. Júlíus Arnarson A ... 5:09,8 3. Jón Sigurðsson UMFB 5:13,6 4. Valur Guðmundsson ÍR .... 5:14,0 5. Jón Kjartansson A ... 5:17,7 6. Róbert Jónsson Á .... 5:18,9 7. Eiríkur Ingólfsson KR 5:20,4 Úrslit í 3 manna sveitinni 1. Sveit Armanns ... 9 stig 2. Sveit KR ........ 12 — 3. Sveit ÍBK ....... 26 — Úrslit í 5 manna svcitinni 1. Sveit Armanns .... 30 stig 2. Sveit KR ........ 35 — 3. Sveit IBK ........ 55 — Keppt var um tvo bikara í 3 og I manna sveitum sem Eggert Krist» jánsson stórkaupmaður og Jens Guð-» björnsson hafa gefið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.