Morgunblaðið - 30.04.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.04.1961, Blaðsíða 5
f Sunnudagur 30. aprlí 1960 MORGVNBLAÐIB 5 Á miðvikudaginn birtist mynd á baksíðu Þjóðviljans af skriffdreka. Undir myndinni stendur þessi texti: Mállalið iff sem Bandaríkjamenn sendu tii Kúbu var búið nýtízku vopnum, sera bandaríski her inn hafði látið því í té, m.a. skriðdrekum eins og þeim sem sést á myndinni, sem tekin er á ströndinni við Playa Giron“ Vegna þessar myndar kom ungur piltur, Heimir Sindra- son, að máli viff blaðamann Mbl. Sagðist hann, ásamt þrem ur kunningjum sínum, hafa það að tómstundaiðju að „stúd era“ og þekkja allar gerðir skipa, bíla, skriffdreka og flug véla. Eru þeir m.a. þaulkunn- ugir ollum gerffum skriðdreka, ’eiga bækur um tegundir þeirra og annarra farartækja, og setja saman módel úr plasti Hafa þeir enn fremur kynnt sér þróunarsögu þessara far- kosta og í því sambandi lesið sér tii um þátttöku skriðdreka í síðustu styrjöid og í bardög um síðan, svo sem í Kóreu, Egyptalandi og Ungverjalandi. Þetta tómstundagaman mun ekki vera einstætt hjá þeim félögum, heldur fást margir unglingar viff svipuð viðfangs efni í tómstundum sinuin. Þeir fullyrffa, að á mynd Þjóðviljans birtist ein tegund sovézkra skriffdreka svo grcini lega, að alls ekki verði um villzt, einkum af því að þessi ákveðna tegund hafi til að bera fágæt einkenni, sem hvergi komi fram í öðrum skriðdrekagerffum, sízt banda rískum. Einu skriðdrekarnir, sem hafi haft nokkur svipuff auffkenni og þessir sovétskrið drekar (T-34) hafi verið þýzku gerðirnar Panther (pardusdýrið) og Konungstígr isdýrið, en á myndinni birtist greinilega helztu sérkenni sovézka skriðdrekans X-34. Hér að ofan birtist mynd af sovézka drekanum T-34 á ferð sérkennilegur, og ef 1 smáatriði er boriff samat þessa mynd, sést fljótlega, að þar er um hinn gamla T 34 skriðdreka að ræffa. Segja þeir félagar, að gerð hans sé svo frábiugffin öllum öðrum teg- undum skriðdreka, að menn þurfi ekki að vita mikið um skriðdreka til að þekkja hanu frá öðrum. Þess má aff lokum geta, að T-34 skriðdrekarnir voru á- samt Stalín-skriffdrekunum notaðir á sínum tíma til þess' að bæla uppreisnina í Ung- landi niður, og gæti mynd in alveg eins verið komin frá Búdapest. Sé myndin hins vegar tekin á Kúbu, eins og Þjóðviljinn viil vera lálta, þá' er það bara enn ein sönnun þess, aff Sovétstjórnin mokar úreltum drápstækjum sínum yfir tH Kúbu, til þess að ein ræðisstjórnin þar geti beitti þeitt þeim gegn frelsisunnandi fólki. Frú Jóna hafði verið úti að ve.oa með manninum sinum. — Hvernig gekk? spurði vin kona hennar. — Heldur illa, i fyrsta lagi varð maðurinn reiður vegna þess að við veiddum á vitlausum stað, í öðru lagi fór ég ekki rétt með linuna, í þriðja lagi sat ég ekki rétt í bátnum, í fjórða lagi kunni ég ekki að róa og í síðasta lagi veiddi ég meira en hann. — Ég verð að kaupa mér nýja gre,ðu — ég braut einn tind í morgun. — Kaupir þú nýja greiðu, þeg ar aðeins einn tindur er brotinn í þeirri gömlu? — Já, það var aá siðasti. — íslenzka er erfitt mál. — Já, svo sannarlega, maður furðar sig á að það séu ekki fleiri, sem halda sér saman. Frú nokkur kom inn í vefnaðar vöruverzlun og bað um kjólefni, sem færi vel við litarhátt hennar. — Það er á 2. hæð, svaraði af- greiðslustúlkan, — deildin, sem selur handmáluð efni. Lseknar fjarveiandi Friðrik Einarsson fjarverandi til 1/7. Gísli Ólafsson um óákv. tíma (Hall dör Arinbjarnar). Grímur Magnússon um óákv tíma (Björn Þ. í>órðarson). Gunnar Guðmundsson um óákv. tíma (Magnús Þorsteinsson). Haraldur Guðjónsson óákv. tíma Karl Jónasson). Oddur ólafsson óákv. tíma. (Árni Guð mundsson). Ófeigur J. Ófeigsson fram í júlí. (Jónas Sveinsson fyrst í hálfan mán. síðan Kristján Þorvarðarson). Sigurður S. Magnússon óákv. tíma — (Tryggvi Þorsteinsson). Víkingur Arnórsson um óákv. tíma. — (Olafur Jónsson, Hverfisg. 106, síml Þórður Þórðarson til 17. maí (Jón Hannesson, Austurbæjarapóteki). MENN 06 = MALEFN/= NÝLEGA birtist í blaðinu Lögberg-Heimskringla, sem gefið er út af íslendingum í Winnepeg, grein um dr. Watson Kirkconnell, forseta Acadia háskólans í Nova Scotia, fylki í Kanada. Blaðið segir, að fáir hafi gert sér eins mikið far um að kynna íslenzkar bókmenntir í hinum enska heimi og hann. Þar seg ir ennfremur, að blaðinu hafi borizt rit Acadia háskólans „Acadia Bulletin“, en í því er listi yfir ritverk dr. Kirk connells, sem gefin hafa verið út s.l. 40 ár. Er þar um 170 ritverk ýmis efnis að ræða. Mörg þeirra fjalla um íslenzk- ar bókmenntir, sögu og tungu, en dr. Kirkconnell er ljóð- rænn og vel aff sér í íslenzkri tungu og hefur þýtt allmikið af íslenzkum ljóðum á ensku. Hann hefur skrifað ritdóma um íslenzkiar bækur, sem út hafa komið vestan hafs. Einnig hefur hann ritað ýtar lega um Stephan G. Stephans son og telur hann eitt það mesta skáld, sem ort hefur í Kanada. Að lokum segir blaðiff: — 1 fáum orðum sagt, hann (dr. Kirkconnell) metur ísl lenzkar bókmenntir, hefur út breitt þekkingu um þær og standa því islendingar í mik- illi þakkarskuld við hann. 1 Opel Rekord '58 til sölu f Nýkominn til landsins. — XJppl. í síma 14033. Vil kaupa hásingu í Reno fólksbíl ’4€ módel. Uppl. í síma 33752. | Vatnabátur | 8 hólfa 2ja manna vatna- bátur til sölu. Einnig lítill vinnuskúr. Sími 32352. Barnavagn Vel með farinn barnavagn óskast til kaups. Uppl. 1 síma 37733. 2ja—3ja herbergja íbúð I óskast 14. maí eða síðar. Þrennt í heimili. Uppl. í síma 33152. Til sölu 2ja herb. íbúðarskúr ásamt leigulóð. Uppl. í síma 10723 kl. 2—7. 1 4—5 herbergja íbúð óskast frá 14. maí, helzt 1 nýleg. Tilboð merkt „1121“ sendist afgr. blaðsins fyrir 4. maí. Skellinaðra til sölu vel með farin, lítið keyxð. Einnig plötuspilari og plöt- ur, ef óskað er. tlpplýsing- ar Suðurgötu 36, Hafnar- firði. 1 maí hátíðahald verkalýðssamtakana á Stokkseyri hefst kl. 2 e.h. Skemmtiskrá: 1. Skemmtunin sett- 2. Lúðrasveit Selfoss leikur 3. Ræða: Árni Ágústsson 4. Hjálmar Gíslason sketnmtír 5. Kvikmynd. Nýja ferðatríióið Merki dagsins seld á götunum allan daginn. Byggingasamvinnufélag húsasmiða Aðalfundur Byggingasamvinnufélags húsasmiða verður í í skrifstofu Trésmiðafélags Reykjavíkur, Laufás- vegi 8, miðvikudaginn 3. maí 1961 kl. 8,30 e.h. Dagskrá: — Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Sumarbústaður við Klliðavatn tíl sölu. — Stærð 64 ferm., stór stofa, svefnherbergi, eldhús og geymsla. Stórt girt og ræktað land, er á, vatnsbakkanum sunnan við vatnið, Veiðiréttur. Stutt í strætisvagna. Akfært í hlaðið. ÁRNI STEFÁNSSON, hdl., Málflutningur. Fasteignasala. Suðurgötu 4 — Sími: 14314. 1. MAf-t. MAÍ-1. MAÍ-I MAÍ-1 .MAÍ CAFÉTERIA FLJÓTT - og - ÓDÝRT sj álf saf greiðsla ★ Súkkuliði m/rjóma ★ Ljúffengt kaffi ★ Heimabakað kaffibrauð ★ Smurt brauð ★ Heitur matur allan daginn MATSTOFA AUSTURBÆJAR Laugavegi 116 — Laugavegi 116 Laugavegi 116

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.