Morgunblaðið - 30.04.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.04.1961, Blaðsíða 22
22 MORCl'yBLAÐIÐ Sunnudagur 30. apríl 1960 Gagnfræöaskdli verknáms 10 ára Sýning á verkum nemenda í tilefni afmælisins f TILEFNI þess að 10. skóla ár Gagnfræðaskóla Verknáms að Brautarholti 18, er liðið, gengst skólinn fyrir sýningu á vetrarframleiðslu nemenda í húsnæði skólans. Sýningin var opnuð í gær og verður opin fyrir almenning í dag milli kl. 2 og 10. Frá því að skólinn tók til starfa hafa 2432 nemendur stundað nám í skólanum, og aðsókn farið stöðugt vaxandi. Komast færri inn en vilja, og sýnir það glöggt vaxandi á- huga unga fólksins fyrir verk legu námi. Skólastjóri Gagnfræðaskóla Verknáms, Magnús Jónsson, skýrði blaðamönnum svo frá á fundi, að það hefði verið álit margra og e.t.v. flestra, að verknámsdeildir í gagnfræða skólum ætti að skipuleggja þannig, að þær yrðu vel til þess fallnar að leysa vanda þeirra, sem erfiðlega gengi með bóklegt nám. Gagnfræða- skóli Verknáms hefði aldrei starfað samkvæmt því sjónar- miði, heldur lagt töluvert á nemendur, í þeirri von að þá yrði meiri árangur af náminu. Skipulag og starfshögun skól- ans hefði fyrst og fremst ver ið miðað við hagnýtt námsefni og krafizt nokkurs náms af nemendum, jafnt í bóklegum sem verklegum greinum. Væri það í samræmi við þá reynslu, að námshæfni til bóklegs og verklegs náms færi yfir leitt saman. • ★ Þá sagði skólastjórinn að allir nemendur skólans lærðu það sama í bóklegum fræð um í íslenzku, reikningi, ensku dönsku, íslandssögu, félags- fræði og heilsufræði. Væri í þessum greinum gerðar sömu prófkröfur og í bóknámsdeild um gagnfræðaskólanna. í verklegu námi gætu nem endur valið um: Saumanám, hússtjórnarnám, trésmíði, járn smíði og vélvirkjun og sjó vinnunámskeið. Húsnæðis- skortur gerði það að verkum að of mikil fábreytni væri í verklega náminu, t.d. væri búið að flytja sjóvinnunám- skeiðið í Gagnfræðaskólann við Lindargötu og væri verið að flytja hússtjórnarnámið í Gagnfræðaskóla Austurbæjar. ★ Síðan komst Magnús Jóns- son, skólastjóri, að orðiá þessa leið: „Nokkuð hefur verið rætt um það, að aeskilegt væri að nemendur gætu að einhverju eða talsverðu leyti valið sér námsgreinar í skólanum eftir sínum hugðarefnum. í banda rískum skólum er þetta al- gengt. í Gagnfræðaskóla Verk náms hefur verið nokkur vísir að þessu, t.d. velja nemendur hvaða verklegar greinar þeir vilja nema. En auk þess er svo kallað frjálst nám við skól- ann. Það eru 15 námsgreinar, sem ekki er skylt að nema til gagnfræðaprófs, og nemendur þurfa því ekki að taka þátt í, en þeir sem vilja geta valið sér aukanámsgreinar, Sem skólinn sér um kennslu í, nem endum að kostnaðarlausu. Þær námsgreinar í frjálsa náminu, sem mest þátttaka er í, eru vél ritun og bókfærsla. Þetta frjálsa nám hefur gef izt vel. Það má segja að vegna húsnæðisskorts og erfiðrar að stöðu, sem skólinn býr við, hafi þessi kennsluháttur verið lítt framkvæmanlegur, en þrátt fyrir það sýnir það sig, að námsárangur er meiri en í venjulegri kennslu, enda 1 ♦ skipa hvern námshóp aðeins þeir nemendur sem hafa á- huga fyrir námsefninu.“ ★ Sýningin er mjög fjölbreytt, þar er m.a. sýnd handavinna og matargerðarlist stúlkna, vélritwnarverkefni, iðnteikn- ingar, málm- og járnsmíði, og trésmíði. Hefur ein kennslu- stofan verið „mubleruð" upp með smíðagripum nemenda. Ekki hefur verið tekið sam an hvað heildarverðmæti þeirra hluta er, sem nemendur hafa gert í vetur, en það er nokkuð há upphæð. Má t.d. nefna, að í trésmíðanámi í 4. bekk eru 23 nemendur. Sá piltur, sem mest hefur afkast að, hefur smíðað húsgögn, sem kosta kr. 6.400,00. En söluverð þeirra hluta, sem þessir pilt ar hafa smíðað í vetur, er á , milli 90 og 100 þús. krónur. Nemandi úr skólanum að smíða svefnbekk með áföstum rúm- fatakass. H il Wi «1 4 Ík0jmw Stjömukíkir úti í geimnum Bandaríkjamenn senda merkilegt gervitungl á loft — jafnvel frá enn fjarlægari stjörnum. — Gammageislar ná aldrei til jarðarinnar, vegna loft hjúpsins um hana, en stjörnu- fræðingar hafa geysilegan áhuga á að rannsaka þessa geisla sem nánast. Talið er að þeir stafi frá geislavirkum ögnua^ er „deyjandi“ stjörnur (þ.fc 4«ýni- legar) gefi frá sér — og geti þeir þannig gefið upplýsingar um gerð og aldur viðkomandi stjarna. — Þar sem gamma- geislarnir lara ávallt eftir beinni línu, á að vera auðvelt að ákvarða upptök þeirra. —■ Ef athuganir þessar takast eins vel og vonir standa til, munu þær bæta nýjum og mikilsverðum þætti við þekkingu manna á stjörnugeimnum. ., - ★ - 4 „Explorer XI“ er áttunda gervitunglið, sem Bandaríkja- menn senda á loft í ár — og hið 41. frá upphafi „geimaldar“. Fjölþætt storf Bnnaðorsom - bnnds Suðurlnnds Washington, 28. apríl. í GÆR var skotið á loft nýj- um gervihnetti frá Kana- veral-höfð>a, með fjögurra þrepa Júnó-eldflaug. Skotið tókst vel, og komst gervi- tunglið, sem nefnist „Ex- plorer XI“, á fyrirhugaða braut sína um jörðu. Þetta nýja gervitungl er 42 kg. að þyngd. Það fer eftir all-í'löng- um sporbaug, er lengst 1776 km og stytzt 496 km frá jörðu, og tekur hver hring- ferð 108 mínútur. „Explorer XI” markar fyrstu tilraun vísindanna til þess að rann- saka stjörnugeiminn með „geimstjörnukíki", er svo mætti nefna, en í gervitungl- inu er sérstaklega* gerður radíó-stjörnukíkir — og vænta bandarískir stjörnu- fræðingar mikils fróðleiks frá þessari nýju stjörnuat- hugunarstöð úti í geimnum. ★ Athugar gammageisla Merki frá gervitunglinu heyrast mjög greinilega. Tæki þess eiga að geta verið í gangi a.m.k. hálft ár, kannski ár, en gert er ráð fyrir, að það verði þrjú ár á lofti, eða jafnvel leng- ur. — Radíó-stjörnukíkirinn í „Explorer XI“ hefur því megin- hlutverki að gegna að nema svokallaða gammageisla frá stjörnum í Vetrarbrautinni, hundruð milljóna mílna í burtu AÐALFUNDUR Búnaðarsam- bands Suðurlands hófst á Selfossi á föstudaginn. Auk stjómar og starfsmanna sambandsins sóttu fundinn fulltrúar hreppa búnað- arfélaganna og nokkrir gestir. Páll Diðriksson formaður sam- bandsins setti fundinn, en fundar stjórar voru kjörnir Þorsteinn Sigurðsson í Vatnsleysu og Jón Egilsson á Selalæk. Formaður og starfsmenn fluttu yfirlit um störf in á liðnu ári. Umfangsmestu störfin voru í sambandi við til- raunabúið og tilraunastöðina í Laugardælum. Ýmsar fram- kvæmdir urðu þar á árinu og víðtækar tilraunir gerðar í bú- fjárrækt, m.a. með fóðrun holda nauta, er þottu athyglisverðar. Þá var gerð tilraun með að blanda maurasýru í vothey og all ítarlegar jarðvegsrannsóknir voru gerðar í tveimur hreppum á sambandssvæðinu. Niðurstöðutölur á rekstrar reikningi Búnaðarsambandsina voru rúmlega 1,840,000 kr., en á eignareikningi 3,64,000 kr. í tilraunabúinu í Laugardæl- um eru nú 80 kýr, en í kynbóta- stöðinni 26 naut. Um 9000 kýr voru sæddar frá stöðinni árið 1960 og er það um 80% aukning frá fyrra ári. Á þessu ári hefir Búnaðarsamband Kjalarnesþinga tekið upp viðskipti við kynibóta- stöðina. Jarðabótamenn á sam- bandssvæðinu voru 825 í fyrra^ Nýrækt var 910 hektarar túnslétt un 28 hektarar, matjurtagarðar 25 hekt., en girðingar kringun* garða 130 km. Byggðar voru þurrheyshlöður 34 þús. tenings- metrar að stærð, votheyshlöður 2637 teningsmetrar. MELAVÖLLUR — Reykjavíkurmót — Fyrsti knattspyrnukappleikur ársins hefst í dag kl. 2 þá keppa: ÞRÓTTLR - VALIiR Dómari: Haukur Óskarsson. Línuv.: Þorlákur Þórðarson, Jörundur Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.